Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 61' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Heilsurækt verði skattfrjáls Til Velvakanda. Eins og flestum mun kunnugt hafa yfirvöldin gefið á það grænt ljós að fella niður virðisaukaskatt af bókum og er það að sjálfsögðu vel. Hafðist það eftir mikla baráttu bókaútgefenda og rithöfunda sem voru ákveðnir í að koma sínu máli fram. En það er fleira sem ætti að að vera undanþegið virðisauka- skatti og má þar nefna heilsurækt sem stjómvöld hyggjast nú skatt- leggja. Stjómmálamenn ættu að hug- leiða hversu mikið þessi starfsemi sparar heilbrigðiskerfinu. Skatt- lagning myndi gera sitt til að draga úr þessari starfsemi. Þetta er mjög ósanngjarn skattur sem tvímæla- laust ber að gefa eftir. Eins hafa margir bent á að matarskattinn ætti að afnema með tilkomu hins nýja kerfis. Ég trúi því varla að stjórn sem kennir sig við félags- hyggju muni halda við þessum óvin- sæla skatt sem áreiðanlega hækkar um allan helming þegar virðisauka- skatturinn kemur á. Að minnsta kosti mun öll innflutt matvara hækka vemlega og verður það síst til að bæta afkomu þeirra lægst- launuðu. H.J. Höfiiðatriðið í boðun Orðsins Til Velvakanda. Á dagskrá útvarps, sunnudags- morgna, hefur að undanförnu verið ágætur þáttur sem sr. Bernharður Guðmundsson stýrir. Tekið er til meðferðar guðspjall dagsins og efni þess rætt við einhvern viðmælanda. Sl. sunnudag, þ. 10. þ.m., var tek- ið til umræðu efni úr 25. kap. Mattheusarguðspjalls þar sem sagt er frá hinum tíu meyjum. Eins og réttilega kom fram í máli sr. Bern- harðs og viðmælanda hans er gott að vera ávalit viðbúinn hinum ýmsu atvikum lífsins. En það sem mér fannst skorta á, í þessu sambandi og ég tel að prestur hefði gjarnan mátt benda á, er að guðspjallið vísar án alls efa á endurkomu Drottins í dýrð og mætti, og er í raun eitt höfuðatriðið í boðun Orðs- ins í dag. Mér sýnist þetta að mestu sniðgengið í prédikun, eða þá að það er „andlegsérað“ og sett upp á eitthvert plan, sem höfðar ekki til eins eða neins. í 24. kap. Mattheusarguðspjalls segir Drottinn lærisveinum sínum hver séu táknin um endurkomu hans. Þar er gefin lýsing á heims- ástandi sem virðist hæfa vel þeirri heimsmynd sem blasir við í dag. Menn og þjóðir eru i ógöngum og vita ekki sitt íjúkandi ráð. Talið er aö eina vonin sé falskur friður og heljarstórar efnahagssamsteyp- ur. Eina von kristinna manna er, að Kristur kemur aftur til þessarar jarðar og stofnsetur ríki sitt, eins Kæri Velvakandi. Erfiðleikar og þjáningar eru ástand sem mætir mönnum einhvem tíma á lífsleiðinni og sumum oftar en einu sinni og tvisvar. En eins og þjáningin getur verið særandi og yfirþyrmandi meðan tími hennar varir, er alveg með ólíkindum hvað hún kennir mönnum djúpa visku og þekking. Því er það afar mikilvægt að menn viti hvernig bregðast eigi við erfiðleikum og þjáningum þegar stund þrenginganna dynur yfir. Ferdinand Krenzer skrifar í bók sinni, Morgen wird man wieder glau- ben, eftirfarandi: „Maðurinn hlýtur alltaf að fara á mis við eitthvað af því, sem hann væntir sér, af því að hann leitar hins óendanlega í endan- leika lífsins.“ (2. kafli). Þessara orða er vert að minnast þegar lífið opin- berar fallvaltleik sinn í missi ástvin- ar, vanheilsu eða öðrum álíka áföll- um. Thomas Kempis segir í bók sinni: og hann lofaði. Þess vegna kenndi Drottinn okkur bænina Faðir vor, þar sem beðið er um að hans ríki verði „svo á jörðu sem á himni“. 9204-2472 De Imitatione Christi: „Leitaðu hins sanna friðar ekki á jörðu, heldur á himni, ekki hjá mönnum, né öðrum sköpuðum verum, heldur hjá Guði einum.“ (35. kafli). Þegar syrtir að í mannlegri sál, er gott að minnast fyrirheitsins í heilagri ritningu: „Þjáningar þessa tíma eru ekki neitt í samanburði við ókomna dýrð.“ Einar Ingvi Magnússon Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núr.a í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Þegar syrtir að Ást er ... blíD ... þinn einlægur. TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved ® 1989 Los Angeies Times Syndicate Ég er kominn til að kvarta yfir rennilásnum á pokan- um sem ég keypti hér ... Með morgunkaffínu Víkverji skrifar Víkvetji hefur undanfarin ár gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir bílastæðavandann í Miðbænum og ýmsa erfíðleika í umferðinni, ekki sízt umferðarhnútana á Hringbraut- inni og við Miklatorg. Það verður seint allur vandi leystur, en það verð- ur að segjast eins og er, að undan- famar vikur hefur orðið gerbreyting til batnaðar. Lagning Bústaðavegar yfir Öskjuhlíð var einhver þarfasta fram- kvæmd í gatnamálum höfuðborgar- innar um langt árabil. Öngþveitið var slíkt á mestu annatímum á Hring- brautinni, að ökumenn gátu verið hálftíma eða jafnvel lengur að kom- ast leiðar sinnar. Ástandið var satt bezt að segja orðið óþolandi. Eftir opnun nýja Bústaðavegarins og nýju ljósastýrðu gatnamótanna við Miklatorg hefur orðið nánast bylting í umferðinni á þessu svæði. Hún gengur nú mjög greiðlega og jafnvel á mestu annatímum eru til- tölulega litlar tafír. Það eina, sem Víkveiji hefur ahyggjur af, er hvem- ig gatnamáladeild leysir yfírvofandi hálkuvanda í brekkunni í Öskjuhlíð. Hún er það brött, að það má ekki mikið út af bera svo ekki hljótist af stórslys i vetrarhálkum. Það er eins gott að gatnamáladeild geri nauðsyn- legar ráðstafanir í tíma. XXX Mikil bót varð á vanda öku- manna, sem þurfa langtíma- stæði vegna vinnu sinnar í Mið- bænum, þegar nýja bílageymslan var opnuð um síðustu mánaðamót í hinu glæsilega stórhýsi borgarinnar á Vesturgötu 7. Á efri hæðum eru fbúð- ir fyrir aldraða og heilsugæzla fyrir Vesturbæinn. Tvær neðstu hæðimar eru fyrir bílastæði, alls 100 talsins. Þar er bæði unnt að leigja stæði til mánaðar í senn og til skamms tíma. Enn sem komið er hafa ökumenn ekki nýtt sér þessa glæsilegu bíla- geymslu nema að hluta til. Það kann að stafa af leigugjaldinu eða að fólki er ekki kunnugt um að bílageymslan er öllum opin. Bygging bílageymslunnar á Vest- urgötu 7 var stórt spor til að leysa vandann i Miðbænum. En trúlega verður að gera enn betur. I því sam- bandi má benda á, að í kjallara nýja ráðhússins við Tjömina verður bíla- geymsla. Þegar uppsteypu ráðhúss- ins lýkur ættu borgaryfirvöld að kanna, hvort unnt sé að oppa bíla- geymsluna þá þegar og nýta hana þann tíma sem innrétting og frá- gangur ráðhússins tekur. xxx Samband var haft við Víkverja í fyrradag frá sápuverksmiðjunni Hreini vegna skrifa um verð á úti- kertum. Var upplýst að verð á tveim- ur slíkum kertum frá verksmiðjunni, pökkuðum saman í einn pakka, væri 132 krónur. Þau kerti væru þvi mun ódýrari en þau, sem Víkveiji talar um. HOGNI HREKKVÍSI . H/4KIN By&GOl SÉR HÚS UPPI i TRÉ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.