Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 Samið við sveitarfélög um skiptingu kostnaðar Sjálfstæðismenn segja skilyrðum fyrir greiðu þinghaldi fullnægt RIKISSTJÓRNIN hefur g-ert samkomulag við Samband íslenskra sveit- arfélaga um kostnaðarskiptingu vegna skólatannlækninga á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að rekstrarkostnaður Borg- arspítalans í Reykjavík falli á ríkissjóð og afgreiðslu írumvarps um heilbrigðisþjónustu verði frestað þar til þing kemur aftur saman. Sjálf- stæðismenn segja að með þessu hafi skilyrðum þeirra, fyrir að greiða fyrir málum á Alþingi fyrir jól, verið íullnægt. I gær undirrituðu for- sætisráðherra og þingflokksformaður sjálfstæðismanna samkomulag um afgreiðslu þingmála fyrir jól. Meðal þeirra mála eru frumvörp um tekjustofna sveitarfélaga, virðisaukaskatt, tekju- og eignaskatt, láns- fjárlög, fjárlög og fjáraukalög. Morgunblaðið/EBB Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, borgarsljóri, við upphaf fundarins í gærmorgun. Ríkisstjórnin hafði ákveðið að kostnaður við skólatannlækningar skiptist til helminga milli ríkis og sveitarfélaga á næsta ári, 346 millj- ónir á hvorn aðila. Nú hefur, að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar for- manns Sambands sveitarfélaga, náðst samkomulag um að sveitarfé- lögin greiði 250 milljónir á næsta ári vegna skólatannlækninga, eða þriðjung heildarkostnaðar í stað helmings. Jafnframt mun ríkis- stjórnin bæta 20 milljónum við upp- gjörið við sveitarfélögin vegna verkaskiptingarinnar. Loks verða greiddar 40 milljónir í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár, Hannes Hlífar hafði svart í skák- inni og upp kom sjaldgæft afbrigði af sikileyjarvörn. Er kom fram í miðtafl kom upp flókín staða og báðir keppendur komust í tíma- þröng. Þá náði Frakkinn sókn og er Hannes Hlífar varð að velja á milli þess að tapa hrók eða verða ella mát gafst hann upp.. Staðan á mótinu er sú að í 1.-5. sæti með tvo vinninga eru Sovét- mennirnir Dreev og Serper, Aust- ur-Þjóðverjinn Luther, Englending- urinn Agnos og Frakkinn Degra- eve. Hannes Hlífar er í 9.-22. sæti sem deila á út til þeirra sveitarfélaga sem verst standa. Útgjaldaauki ríkissjóðs vegna þessa samkomulags er því alls 160 milljónir og útgjöld sveitarfélaga að sama skapi lægri. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri ræddu í gærmorgun um bréf það, sem forsætisráðherra sendi borgarstjóra á þriðjudag. Niðurstað- an varð samkomulag sem felst í því, að við samþykkt fjárlaga fyrir árið 1990 verði spítalinn afgreiddur eins og lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga gera ráð fyrir. Það þýðir að rekstrarkostnaður verður greiddur að fullu úr ríkissjóði. með einn vinning. Englendingurinn Nigel Short og Hollendingurinn Jan Timman luku í gær sex skáka sjónvarpseinvígi sem haldið er í Hollandi árlega. Gerðu þeir kappar jafntefli í síðustu skákinni og varð því jafntefli í ein- víginu 3-3. Einvígið hefur verið heldur illa teflt og Timman þarf að tefla mun betur eigi hann að eiga sigurlíkur í einvíginu á móti Anatolíj Karpov um réttinn til að skora á Garrí Kasparov heimsmeistara en ein- vígið fer fram snemma á næsta ári. Þá hefur verið ákveðið að fresta afgreiðslu lagafrumvarps um heil- brigðisþjónustu þar til þing kemur saman á ný seinni hluta janúar. Tek- ið er fram að afstaða ríkisstjórnar- innar til skipunar stjórna sjúkrahúsa er óbreytt. Samkvæmt frumvarpinu um heilbrigðisþjónustu starfa stjórn- ir sjúkrahúsa á ábyrgð heilbrigðis- ráðherra sem skipar jafnframt stjórnarformann. Borgarstjóri hefur hafnað því að stjórn Borgarspítalans verði breytt. Loks er ríkisstjórnin reiðubúin til að hefja viðræður við Reykjavíkur- borg um uppgjör á stofnkostnaði vegna sjúkrastofnana þar sem borg- in ein hefur borið allan stofnkostn- að. Er þama aðallega um að ræða Grensásdeild. Á mánudagskvöldið var talið að samkomulag hefði náðst um þing- störfin, m.a. á þeirri forsendu að ríkisstjórnin hefði fallið frá hug- myndum um að láta Reykjavíkur- borg greiða hluta rekstrarkostnaðar Borgarspítalans. Þegar Steingrímur Hermannsson var spurður hvort þetta væri ekki í raun sama sam- komulagið og áður lá fyrir, svaraði hann, að nánast hefði legið fyrir samkomulag um þingstörfin á föstu- dagskvöldið. Á mánudag hefði Ólaf- ur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna tilkynnt að málin í tengslum við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga væru komin til við- bótar. „Það samþykkti ég aldrei. Það var því misskilningur hjá Þorsteini Páls- syni að það hafi verið samkomulag á mánudagskvöld. Það er rétt, að það lá í loftinu að fresta málinu um Borgarspítalann, en ég var aldrei búinn að gefa það formlega út. Nú hefur verið fallist á að fresta því máli og að auki liggur fyrir sam- komulag við sveitarfélögin um tann- læknakostnaðinn," sagði Steingrím- ur Hermannsson. Gengið að öllum skilyrðum sjálfstæðismanna Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði málið vera mjög einfalt, að ríkisstjórnin hefði gengið að öllum þeim skilyrðum sem sjálfstæðismenn settu fyrir að greiða fyrir þingstörfum og framgangi helstu mála ríkisstjórnarinnar. „Það var einvörðungu þessi uppá- koma sem fjármálaráðherra stjórn- aði, þar sem hann var að gera lítið úr samráðherrum sínum, sem hefur valdið þessari töf á þingstörfum síðustu daga,“ sagði Þorsteinn. — Forsætisráðherra segir það vera misskilning hjá þér að sam- komulag um þinghaldið hafi legið fyrir á mánudagskvöld? „Það lá fyrir af okkar hálfu, um hvað hægt væri að semja, og ríkis- stjórninni var það ljóst. Það töldu allir að það væri nánast komið á samkomulag en fjármálaráðherrann hleypti því máli í bál og brand og plataði forsætisráðherra til þess að skrifa bréf til borgarstjórans- í Reykjavík til að reyna að draga at- hyglina frá aðalatriði málsins. Þetta virðist raunar vera eitthvað leynibréf því forsætisráðherra þorir ekki að birta efni þess. En það er aukaat- riði. Aðalatriðið er að ríkisstjórnin vissi um okkar skilyrði og hefur nú gengið að þeim,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Hugmyndir starfsfólks skoðaðar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið, að ekki væri hægt að fallast á óskir stjórnarandstöðu, sem hefðu beinlínis áhrif á fjárlagafrumvarpið sjálft og tekjustofna ríkisins. Þegar Morgunblaðið spurði hann í gær, hvort ríkisstjórnin hefði nú fallist á þessar óskir, sagði Ólafur Ragnar að sér hefði ekki verið nákvæmlega ljóst hver skilyrði Sjálfstæðisflokks- ins voru. „Við settum hins vegar, fjórir ráðherrar, fram þá ósk við sveitarfé- lögin fyrir viku, að tannlæknakostn- aðurinn yrði ræddur í framhaldi af viðræðum í september og október. Það hljóp nú einhver baklás í það mál, af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrstu dagana, en á þriðjudagskvöld var bytjað að ræða þau mál óformlega við forstöðumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þróuð ákveðin hugmynd að sam- komulagi sem sambandið samþykkti á miðvikudag. Þetta var því beint framhald af þeirri ósk sem við sett- um fram fyrir löngu. Hvað Borgarspítalann snertir, vildum við að það væri skýrt, áður en fjárlagafrumvarpið verður af- greitt, hvort borgarstjórinn í Reykjavík vildi að borgin tæki þátt í rekstrarkostnaði spítalans og þá yrði stjórnarform spítalans óbreytt á næsta ári. Bréf forsætisráðherra á þriðjudag var skrifað til að fá þetta á hreint, og á miðvikudagsmorgun lá fyrir að hann vildi ekki að Reykjavíkurborg tæki þátt í þessum kostnaði. Þar með lá fyrir að sú leið sem ríkisstjórnin hefur mótað, yrði óbreytt áfram.“ — Er þá stjórnarform sjúkrahús- anna ekki samningsatriði? „Það liggur ljóst fyrir að það verð- ur mótað af þinginu þegar frum- varpið um heilbrigðisþjónustu verður afgreitt. Ég átti hins vegar fund með starfsfólki Borgarspítalans þar sem starfsfólkið setti fram ákveðnar hugmyndir um aukna íhlutun starfs- fólksins í stjórninni og það kemur til greina að skoða það,“ sagði Ólaf- ur Ragnar. Evrópumót unglinga í skák: Hannes Hlífar tap- aði í annarri umferð Arnhem. Frá Þráni Vigfiíssyni, fréttarilara Morgunblaðsins. HANNES Hlífar Stefánsson tapaði skák sinni í gær á móti Frakkan- um Jean Marie Degraeve í 32 leikjum í 2. umferð 8. Evrópumóts unglinga 20 ára og yngri sem haldið er í borginni Arnhem í Hoilandi. Reglur um kostnað við rekstur sjúkrahúsa DEILUR UM stjórnun og kostnað við rekstur Borgarspítalans virðast hafa verið settar niður með samkomulagi því sem náðist í gær milli Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar borgarstjóra Reykjavíkur. Samkvæmt lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga átti ríkið að taka við rekstr- arkostnaði heilbrigðiskerfisins, þar á meðal sjúkrahúsa, um ára- mót. Frumvarp um heilbrigðismál gerði ráð fyrir að rikið fengi um leið mann í stjórn sjúkrastofnana sem ríkið greiðir rekstrar- kostnað af. Deilurnar stóðu meðal annars um það, hvort réttlætan- legt væri, að ríkið fengi mann í stjórn Borgarspítalans gegn því að greiða allan rekstrarkostnaðinn. Hér á eftir verður litið á hvernig reglur um kostnað við rekstur sjúkrahúsa og annarra þátta heilbrigðiskerfisins hafa þróast á síðustu árum. Samkvæmt lögum um al- mannatryggingar eru allir íslend- ingar sjúkratryggðir og þeir skulu tryggðir í sjúkrasamlagi. Sjúkra- samlögin verða lögð niður um næstu áramót og Sjúkratrygging- ar taka við þeirra hlutverki. I lög- unum segir að kostnaður vegna sjúkrasamlaganna skuli skiptast í hlutföllunum 85%, sem ríkissjóð- ur greiði, og 15% sem sveitarfélög greiði. Orðrétt segir í lögunum: „Framlagi sveitarsjóða skal Tryggingastofnun ríkisins jafna niður á sveitarfélög samlagssvæð- isins í réttu hlutfalli við fjölda íbúa 16 ára og eldri miðað við síðasta manntal." Árið 1977 voru Ríkisspítalar færðir af svokölluðu daggjalda- kerfi, sem hafði verið fjármagnað í gegn um sjúkrasamlögin, yfir á föst fjárlög. Þetta minnkaði ekki hlut sveitarfélaga í þessum sjúkrasjóði landsmanna, heldur var þetta breyting á fjármögnun, þannig að eftir það greiddi ríkis- sjóður 100% rekstrarkostnaðar Ríkisspítala. Hinir þættirnir sem eftir voru, það eru öll önnur sjúkrahús, tannlæknaþjónusta, lyfjakostnaður, sérfræðingaþjón- usta, heimilislæknar og svo fram- vegis, voru að stærri hluta en áður greiddir af sveitarfélögun- um, til að vega upp það sem þau voru leyst undan að greiða í rekstri Ríkisspítala. 1983 fara Fjórðungssjúkrahú- sið á Akureyri og St. Jósefsspít- ali, Landakoti, af daggjaldakerfi yfir á föst fjárlög. Aftur gerist það um leið, að kostnaðarhlutur sveitarfélaga í þeim þáttum sem eftir verða hækkar. 1986 fara sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum og Sólvangur í Hafnarfirði á föst fjárlög og enn riðlast hlutfallslegur kostnaður sveitarfélaganna eins og fyrr er sagt. 1987 eru flest sjúkrahús í landinu komin á föst fjárlög, þar á meðal Borgarspítalinn í Reykjavík. Á þessu ári var síðasta breytingin gerð, þá fluttust meðal annars Fæðingarheimili Reykjavíkur og nokkrar aðrar stofnanir á föst fjárlög. Eftir síðustu breytinguna er kostnaðarskiptingin orðin þannig að ríkið greiðir allan rekstrar- kostnað helstu sjúkrahúsa í landinu, en sveitarfélögin greiða um 32%, Reykjavík þó um 34%, þeirra þátta sem sjúkrasamlögin taka þátt í að greiða. Edda Hermannsdóttir, skrif- stofustjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins, segir breytingarnar frá og með árinu 1986, þegar flest sjúkrahús lands- ins voru flutt af daggjaldakerfi, hafa orðið með samkomulagi og samvinnu milli ríkis og sveitarfé- laga. „Til dæmis breytingin stóra, 1987, þegar Borgarspítalinn og öll önnur sjúkrahús sem eftir voru fóru á föst fjárlög, þá var fulltrúi sveitarfélaga í þeirri nefnd sem undirbjó það. Það sama á við um breytinguna 1989. Fulltrúi sjúkrahúsanna vár líka í báðum þessum nefndum, þannig að þetta var allt gert í samkomulagi." Fjármálaráðherra hefur varpað fram þeirri hugmynd að Reykjavíkurborg greiði aftur 15% af rekstrarkostnaði Borgarspítal- ans þar sem Davíð Oddsson borg- arstjóri hafnaði hugmyndinni um að ríkið fái fulltrúa í stjóm spítal- ans. Hefði það verið gert, hefði hlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstrarkostnaði annarra þátta heilsugæslunnar sem sjúkrasam- lagið greiðir nú lækkað, þannig að heildarkostnaður yrði óbreytt- ur, miðað við reglur þær sem gilda til áramóta. „Nú verður hins veg- ar sú breyting um áramótin, að ríkið tekur yfir þennan kostnað allan. Sjúkrasamlögin leggjast niður, þetta fer allt saman inn í Sjúkratryggingar og ríkissjóður greiðirþetta að fullu,“ segirEdda. Af þessu leiðir, að hefði tillaga fjármálaráðherra orðið að veru- leika, hefði ríkissjóður tekið yfir allan rekstrarkostnað heilbrigðis- kerfisins í Reykjavík sem sjúkra- samlagið greiddi áður, eins og verkaskiptalögin gera ráð fyrir, en Borgarspítalinn þó verið und- anskilinn. Stjórnir sjúkrastofnana í eigu ríkis og sveitarfélaga er nú skip- aðar fimm mönnum, þremur frá sveitarfélögum og tveimur frá starfsmönnum. Breytingin á skip- un stjórnanna samkvæmt frum- varpi um heilbrigðisþjónustu mið- aði við að ríkið fengi einn fulltrúa í hveija stjórn í stað annars starfs- mannafulltrúans. Tæknilega séð, væri fram- kvæmanlegt að undanskilja Borg- arspítalann, þegar breytingarnar verða um áramót, ef vilji stjóm- valda stæði til þess. Vitað er hve mikill kostnaður er áætlaður við reksturinn á næsta ári og enn- fremur er vitað nve stóran hluta Reykjavík hefur borið undanfarin ár. Borgin greiddi fram til 1987 á bilinu 12 til 13% af kostnaðin- um. Ástæða þess að hluturinn er undir 15% er sú, að samkvæmt lögum bar ríkissjóði að greiða að fullu kostnað vegna langlegu- sjúklinga. Á þessu ári stefnir í að Reykjavíkurborg greiði um 900 milljónir króna í rekstur sjúkra- samlaga, á næsta ári yrði hlut- deild borgarinnar í rekstrarkostn- aði Borgarspítalans 300 milljónir króna. Til þess kemur þó ekki samkvæmt samkomulagi því sem náðist í gær og því heldur þróun- in áfram, í þá átt að ríkið beri kostnað af heilbrigðismálum og sveitarfélögin taki við öðrum kostnaðarþáttum í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.