Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 48_________________ St|örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hrúturinn Hinn dæmigerði Hrútur (20. mars til 19. apríl) er orkumikill og kappsfullur. Hann á erfitt með að bíða eftir öðrum og verður oft óþolinmóður ef hlutimir ganga ekki hratt fyrir sig. Af þessum sökum er best fyrir hann að vinna á eigin vegum, sérstaklega ef hann finnur ekki samstarfsaðila sem ekki eru á sama hraða og hann. SjálfstœÖi Hrúturinn á til að vera sjálfsupptekinn, ekki síst vegna þess að hann tekur ekki alltaf eftir öðrum og má ekki vera að því að hlusta nógu vel, þegar hann á annað borð reynir að hlusta. Hann er einnig sjálf- stæður í hugsun og er sama þó' aðrir séu honum ekki sammála. Hann þolir ekki þegar aðrir reyna að troða sínum skoðunum eða að- ferðum yfir á hann. Hann þolir illa utanaðkomandi reglur og bönd. Forysta Hinn dæmigerði Hrútur vill vera fyrstur og tekur oft áhættu sem aðrir álíta óskynsamlega. Hann vili einnig vera þekktur fyrir að gera það sem aðrir gera ekki. Þetta er ágætur eigin- leiki en hann þarf einungis að gæta þess að fara var- lega, til að lenda ekki í vandræðum. Það getur því verið ágætt fyrir hann að hlusta stundum á ráð ann- arra. Stundum er fólk að reyna að vera hjálplegt. Skap Hrúturinn er skapstór og fljótur að reiðast. Honum rennur hins vegar fljótt reiðin og hann erfir ekki misgjörðir annarra. Hann er reiðubúinn að fyrirgefa og gleyma, strax og fyrsta gosið er afstaðið. Hrúturinn lifír fyrir daginn í dag og er lítið fyrir að velta sér upp úr fortíðinni. Það er einn af bestu kostum hans. Hann á hins vegar til að vera fljót- fær þegar hann er reiður og láta ýmislegt flakka sem betur væri ósagt. Einlœgni Einlægni er einn af eigin- leikum Hrútsins. Hann er hreinn og beinn og leggur áherslur á að segja sína meiningu án undanbragða. Þetta er kostur, svo framar- lega sem hann gætir þess að særa ekki tilfinningar annarra. Hann þarf að gæta þess að sumir eru viðkvæm- ari en aðrir og ekki er víst að allir þoli umbúðalausan sannleikann. Keppni Hrúturinn er mikill keppnis- maður. Ef hann þarf að vinna með öðrum og til dæmis kynna sin mál á fundum, þá gerir hann það af krafti og berst fyrir skoð- unum sínum. Hinn dæmi- gerði Hrútur er líflegur per- sónuleiki. Hann er vakandi og áhugasamur, sérstak- lega þegar um ný mál er að ræða. Áhugi hans minnkar hins vegar þegar langvarándi vanabinding er annars vegar. Hrúturinn er spretthlaupari og tarna- maður, en er lítið fyrir að lötra áfram í rólegheitun- um. Honum liður best þegar mikið er um að vera og hann getur hreyft sig og hamast. GRETTIR BREIMDA STARR SMÁFÓLK PO YOU KNOuúyi 170 NT UlANT T] U)W I HATE UJAlTINé FOR TWE 5CH00L TO RNOW BECAUSE l‘M TIREP 0F HEARINé YÖU COMPLAlN Veiztu afhverju ég hata að bíða eft- ir skólavagninum? Ég vil ekki vita það af því að ég er orðinn þreyttur á að heyra þig kvarta. 2-20 © 1989 United Feature Syndicate, Inc. 1 THINK l'LL PROP MV LUNCH BOK ON VOUR FOOT.. Ég held ég hendi nestisboxinu á lappirnar á þér. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Grægði," viðurkenndi Kerri Shuman, einn besti kvenspilari heims, og átti við sagnir sínar á spil suðurs hér að neðan. Shu- man varð nýlega í öðru sæti í Reisingerkeppninni og í haust varð hún heismeistari kvenna í sveitakeppni. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 10652 V G96 ♦ 2 + K8643 Vestur Austur + D73 ■ +Á4 VK10754 V D8 ♦ 53 ♦ KG74 + ÁG10 +D9752 Suður ♦ KG98 VÁ32 ♦ ÁD10986 + - Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl 3 spaðar Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Útspil: tígulfimma. Shuman var með spil suðurs og kaus að ströggla á fjórlit og hækka svo hindrun makkers í geim. Svo sem harðar sagnir, en blindur gat litið betur út. En útspiiið var Shuman hag- stætt. Hún drap kóng austurs með ás, tók tíguldrottningu, henti hjarta, spilaði tíunni og henti aftur hjarta. Austur átti slaginn á tígulgosa og réðst á hjartað. Shuman drap á ás, trompaði hjarta, spilaði spaða á kóng og trompaði enn hjarta. Austur yfirstakk með spaðaás og spilaði laufi. Shuman tromp- aði og nú var staðan þessi: Norður ♦ 10 V- ♦ - ♦ K86 Vestur Austur ♦ D7 ♦ - VK II V- ♦ - ♦ - ♦ Á Suður ♦ G9 V- ♦ 86 ♦ - ♦ D975 Tíguláttan var næst á dag- skrá og vestur gat aldrei fengið nema einn slag á tromp. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Prag í sum- ar kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Stuart Conquest (2.515), Englandi, og Joszef Horvath (2.505), Ung- verjalandi, sem hafði svart og átti leik. Svo virðist sem hvítur standi mun betur, en svartur á óvænta og nokkuð skondna vinningsleið: 38. — Hg6H (Nú er hvíta drottn- ingin fönguð eftir 39. fxg6 — fxg6 og svartur getur ekki varist hótun- inni 40. — Hh6. Skást var að leika 39. Hlg2 til að reyna að fá sem mest lið fyrir drottninguna, en það hefði þó varla breytt neinu um úrslit skákarinnar) 39. Re4? — Hh6 og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.