Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 33 4Við mótmælum því að • rekstrarleg og fjárhagsleg ábyrgð fari ekki saman. Svo hefur ávallt verið. Þessu til stuðnings skal bent á álit lagastofnunar Háskóla íslands þar sem skýrt kemur fram að breyting á fjár- mögnun rekstrarkostnaðar hefur engin áhrif á réttarstöðu sjúkra- húsa. Aðeins er verið að greiða fyrir umsamda þjónustu sem sjúkrahúsin veita. Við mótmælum því að sveitarfélagið skuli á ger- ræðislegan hátt svipt forræði eigna sinna. Þetta er í bága við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og kallað eignaupptaka. 5Við mótmælum því að Al- • þingi setji lög sem gera alla starfsmenn að ríkisstarfsmönnum án alls samráðs við starfsmenn og aðra sem málið varðar. Ef áform þessi ná fram að ganga er ekkert vitað hvernig farið verður með launa- og lífeyrismál og ýmis önnur réttindamál. Loðnar og óljósar yfirlýsingar duga þar skammt. [OTMÆLUM KÐLEGA 2Í lok síðasta mánaðar lagði • heilbrigðisráðherra fram frumvarp á Alþingi um breytingu á heilbrigðislögum. Ekki er víst að allir geri sér í raun fulla grein fyrir efnislegri þýðingu þeirra lagabreytinga er frumvarpið fjall- ar um, en í stuttu máli má segja að í því felist stórkostleg aukning miðstýringar á öllum sviðum heil- brigðisþjónustunnar. Þannig ætl- ar ríkið sér nánast algjört forræði í allri heilbrigðisþjónustu lands- manna. Ef tekið er mið af reynslu annarra þjóða á þessu sviði er augljóst að slík miðstýring mun einungis leiða til lélegri og dýrari þjónustu þegar fram í sækir. Sannast þar sem fyrr að við eigum erfitt með að læra af misfökum annarra þjóða fyrr en við höfum gert þau sjálf. 3Fram komið frumvarp er í • raun aðeins einn liður í þeirri þróun sem orðið hefur á undanf- örnum árum um síaukna forræðis- hyggju ríkisvaldsins í nánast öll- um málefnum landsmanna. Nægir þar að nefna m.a. yfirtöku ríkisins á allri löggæslu. Við teljum mjög brýnt að það komi fram að ríkis- valdinu sé í raun ekki treystandi fyrir því að hafa algjört forræði um undirstöðumálefni almenn- ings, svo sem í heilbrigðisþjón- ustu, löggæslu og skólamálum svo eitthvað sé nefnt. Þvert á móti er þróunin alls staðar í nágranna- löndunum sú að sveitarfélögum og landshlutasamtökum er tryggt forræði í slíkri þjónustu, með auk- inni valddreifingu og að horfið sé' frá úreltum miðstýrðum þjónustu- kerfum. 6Við mótmælum þvi að fella • á niður ákvæði laga um samningsumboð til handa ráð- herra um rekstur annarra sjúkra- húsa en ríkisspítala. Þetta er áformað á. sama tíma og allar nágrannaþjóðir okkar draga úr miðstýringu og færa valdið nær fólkinu. 7Við mótmælum þeim vinnu- • brögðum sem viðhöfð hafa verið. Engin samráð voru höfð við Samband íslenskra sveitarfélaga. Enginn tími er gefinn til að fjalla sómasamlega um málið. Eðlilegt hefði verið að ræða slíkar grund- vallarbreytingar í heilbrigðiskerf- inu á breiðum grunni og taka í það góðan tíma. Við mótmælum því að ríkið yfirtaki allan sjúkra- húsrekstur landsmanna. 8Við skorum á stjórnvöld, • borgarfulltrúa og þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, að sporna gegn þessari sívaxandi forsjárhyggju ríkisins í heilbrigð- ismálum. Það verður best gert með því að tryggja óbreytt for- ræði Reykjavíkurborgar á Borg- arspítalanum. Ef ríkið yfirtekur stjórnun Borgarspítalans mun hið sama ganga yfir öll önnur sveitar- stjórnarsjúkrahús og sjálfseignar- stofnanir. Starfsfólk Borgarspítalans Ályktun fundar starfs- manna Borgarspítalans Á fúndi starfsmanna Borg- arspítalans í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sameiginlegur fundur starfs- manna Borgarspítalans mótmælir harðlega framkomnu frumvaipi um breytingar á heilbrigðislögum, og sérstaklega þeim þætti er lýtur að sviptingu forræðis Reykjavík- urborgar yfir Borgarspítalanum. Fundurinn lýsir eindreginni and- stöðu sinni við þau miðstýringar- áform sem fram koma í frum- varpinu. Ljóst er, að þau munu einungis leiða til verri og dýrari þjónustu þegar fram í sækir, ef mið er tekið af reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Fundurinn áréttar nauðsyn þess að saman fari fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð, en leggur áherslu á að þrátt fyrir að ríkið kaupi þjónustu af spítalanum, réttlæti það ekki nauðsyn eignar- aðildar eða forræðis. Engin fjár- hagsleg rök eru fyrir yfirtöku ríkisins á spítalanum, enda hefur mjög vel tekist til um rekstur spítalans á undanförnum árum. Fundurinn vekur athygli á því að framkomnar hugmyndir um breytingu á forræði spítalans eru í ósamræmi við það samkomulag sem ríki og sveitarfélög gerðu á síðastliðnu vori, þar sem kveðið var á um að forræði spítala í eigu sveitarfélaga breyttistekki frá því sem nú er. Komi til breytinga á rekstrarforsjá spítalans og starfs- menn hans gerðir að ríkisstarfs- mönnum, vill fundurinn vekja sér- staka athygli á því að algjör óvissa ríkir um kaup og kjör starfsfólks, þ.m.t yfirfærslu á áunnum lífeyr- isréttindum. Starfsfólk Borgarspítalans stendur einhuga að baki borgar- stjórnar Reykjavíkur í þessu máli. Fundurinn hvetur þingmenn til þess að koma í veg fyrir áform þess efnis að ríkið öðlist algjört forræði heilbrigðisþjónustu lands- manná, en efli þess í stað sjálfs- ákvörðunarrétt Reykjavíkurborg- ar og tryggi óbreytta stjórn henn- ar á Borgarspítalanum, enda er spítalinn eign Reykvíkinga. Lýðræði er ekki fyrir letingja! eftirSólveigu Pétursdóttur Það hefur verið haft á orði að lýðræði væri ekki fyrir letingja. Þessi orð komu upp í huga mér nú nýverið er fjármálaráðherra lýsti því yfir að það væri ekki merkilegra en stormur í tebolla, þegar Davið Oddsson hafnaði yfir- töku ríkisins á Borgarspítalanum og taldi það brot á samkomulagi um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Virðingarleysi gagnvart Reykvíkingum Reyndar var þessi yfirlýsing fjármálaráðherra alfarið í takt við framkomu hans í alltof mörgum málum, þar sem málefnaleg rök skipta ekki máli, aðeins vilji Ólafs Ragnars Grímssonar. í þessum sjónvarpsþætti kaus fjármálaráð- herra að likja borgarstjóra Reykjavíkur við götustrák. Þessi orð sýna e.t.v. best virðingarleysi þess fyrrnefnda gagnvart lýðræð- inu og kjósendum sem falið hafa borgarstjóra og borgarfulltrúum að gæta hagsmuna Reykvíkinga. Þegar svo er komið að fulltrúar fólksins þurfa að sæta slíkum ávirðingum er þeir gæta trúnaðar umbjóðenda sinna, þá er eitthvað mikið að. Ólafur Ragnar hefur reynt að slá ryki í augu fólks með því að halda því fram að þetta mál um Borgarspítalinn snúist ein- göngu um það atriði, að rekstrar- leg stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð verði að fara saman. Þessi regla er að sjálfsögðu í góðu gildi, en hún er ekki mergur málsins hvað snertir yfirtöku Borgarspitalans. Fyrirhugnð yfírtaka Borgarspítalans Fjölmörg rök hafa víða komið fram gegn þeirri ætlun ríkisins að breyta yfirstjórn Borgarspítalans. Þykir mér rétt að leggja áherslu á tvennt í þessu sambandi. 1. Samkvæmt lögum um al- mannatryggingar hafa sjúklingar rétt á ókeypis sjúkrahúsvist. Þegar ákveðið var að Borgarspítalinn færi yfir á föst fjárlög i stað dag- gjalda, þá fól það einungis í sér breytingar á greiðslutilhögun. Engin ákvörðun var tekin um breytta yfirstjórn eða réttarstöðu spítalans. Ríkið hélt því áfram, rétt eins og áður, að kaupa lög- bundna þjónustu af spítalanum. 2. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Þessi lög byggðust á mjög víðtæku sam- komulagi og náðu til margra þátta, t.d. heilbrigðismála. í viðræðum fulltrúa ríkis og sveitarfélaga var m.a. ákveðið að gera ekki breyt- ingar á stjórnun sjúkrahúsa sveit- arfélaga, enda þótt ríkið tæki að sér að greiða þau 15% sem sveitar- félögin höfðu áður innt af hendi. Þess má reyndar geta að í staðinn fyrir að borga beint til sjúkrahús- anna hafa sveitarfélögin, meðal annars borgarstjórn, greitt hærri prósentuhlut af annarri þjónustu sem sjúkrasamlögin greiða fyrir. Þvert ofan í þetta samkomulag leggur heilbrigðisráðherra nú ný- verið fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðis- þjónustu. Mörg atriði í þessu frum- varpi hafa hlotið mikla gagnrýni, þó ekki síst sú ætlan að færa yfir- stjórn sjúkrahúsa sveitarfélag- anna og þar með Borgarspítalans til ráðherra og gera starfsmenn þeirra allra að ríkisstarfsmönnum. Ríkisvaldið virðist beinlinis hafa Sólveig Pétursdóttir „Þegar borgarstjóri mótmælti þessari aðför að Borgarspítalanum fyrir hönd Reykvík- inga, þá gerðist hið ótrúlega. Eftir að fjár- málaráðherra hafði far- ið hamförum í fjölmiðl- um með stóryrtum yfir- lýsingum þá lét Steingrímur Her- mannsson, forsætisráð- herra, sér það sæma að beita hótunum í garð Reykvíkinga.“ ætlað að yfirtaka þennan mála- flokk án nokkurs samráðs við sveitarfélögin og í óþökk þeirra. Hótanir ríkisvaldsins Þegar borgarstjóri mótmælti þessari aðför að Borgarspítalanum fyrir hönd Reykvíkinga, þá gerðist hið ótrúlega. Eftir að fjármálaráð- herra hafði farið hamförum í fjöl- miðlum með stóryrtum yfirlýsing- um þá lét Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sér það sæma að beita hótunum í garð Reykvíkinga. Þeir skyldu sko einir fá að borga áfram þessi 15% af kostnaðinum ellegar að frumvarp um breytta yfirstjórn Borgarspít- alans yrði knúið í gegn um þingið. Með þessu rauf forsætisráðherra ekki einungis hið víðtæka sam- komulag um verkaskiptinu ríkis og sveitarfélaga heldur einnig það samkomulag, sem gert hafði verið við þingmenn stjórnarandstöðu- flpkkanna, sem m.a. fólst í því að frumvarp heilbrigðisráðherra yrði látið bíða og lausnar leitað um þetta mál. Með þessu samkomulagsrofi - var þingstörfum öllum stefnt í fullkomna óvissu nú rétt fyrir jól- afrí. Hlýtur það að teljast alvar- legt dómgreindarleysi af forráða- mönnum þessarar ríkisstjórnar að vilja heldur troða ímyndaðar ill- sakir við Davíð Oddsson en að sinna þjóðarhag, enda þótt hræðsl- an geti verið máttugt afl. Mér þykir það sannast af þessu máli að lýðræði er ekki fyrir let- ingja, því að svo mikið er víst að á meðan Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og talsmaður þessarar ríkisstjórnar, fær að halda uppteknum hætti, þá er at- hafna þörf. Höfiindur er varaþingmaður Sjilfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.