Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 Magnús Bl. Sigur- bjömsson - Minning Hvar ertu réttlæti Hvar ertu líf Hvar staðnæmist spyijandi hugur Hví þetta ranglæti Hví þetta stríð Hví nægir hátt rúmlega tugur. (Kristbjörg Marteinsd.) Það var þriðjudagskvöldið 12. desember að mér bárust þær þung- bæru fréttir að veikindi Magga, besta vinar míns, hefðu borið hann ofurliði eftir harða og erfiða bar- áttu síðustu mánuði. Það á eftir að vera mér og fjölskyldu minni erfið- leikum bundið að finna fyrir því tómarúmi sem myndast þegar hann er horfinn frá okkur, en í huga mínum skipar hann engu að síður stóran sess og á eftir að gera allt mitt líf. Þegar maður missir svo náinn vin, sem Maggi var, fara minningar um hann og samverustundir okkar, er voru ófáar, að bijótast fram. Er ég hugsa aftur frá því að ég fyrst man eftir mér fléttast tilvera Magga alltaf við þessar hugsanir, því uppeldi okkar og samvera var sem bræðra. Mæður okkar eru mjög nánar vinkonur og fram eftir aldri bjugg- um við í sama húsi og vorum heima- gangar hvor hjá öðrum. Það er undarlegt til þess að hugsa að hann skyldi kveðja okkur í þessum mán- uði því þó desember sé flestum kær hef ég fáa þekkt sem héldu eins mikið upp á þennan mánuð og Maggi. Það voru ófá aðfangadags- kvöldin sem við eyddum saman. Það var ætíð vani að ég færi til Magga, skoðaði gjafir hans, þægi heitt súkkulaði og smákökur, á eftir héld- um við til mín og gerðum slíkt hið sama. Þegar líða tók að áramótum myndaðist ákveðinn spenningur þar sem prakkarastrik og önnur strákapör fylgdu í kjölfar. Síðan kom gamlárskvöld í allri sinni dýrð og þá átti ég alltaf víst sæti, fram eftir öllum aldri, við borðhald hjá fjölskyldu hans, og borðið var ætíð hlaðið dýrindis kræsingum eins og Eddu móður hans einni er lagið. Þegar skotið var upp flugeldun- um var afi hans, Magnús Blöndal heitinn, hrókur alls fagnaðar meðan hann lifði og kvaddi gamla árið með stórfenglegum flugeldum sem hann iðulega kveikti á með vindli sínum. Grunnskólaár okkar liðu í Hlíða- skóla og fljótlega kom fram brenn- andi áhugi Magga á félagsstörfum, hann stofnaði m.a. gönguklúbb og stundaði handbolta hjá knatt- spymufélaginu Val. Hann lagði mikið að mér að ganga í félagið og varð svo úr að ég hóf æfingar hjá Val. Á ég honum mikið að þakka allt það sem mér hefur áunnist í gegnum félagið. Eftir grunnskólann fór Maggi í Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. Má segja að leiðir okkar skildu að hluta til á þeim ámm, þó við hittumst alltaf reglulega um jól, kringum íþróttimir og fréttum hvor af öðrum gegnum fjölskyldur okkar. Ég stofnaði fjölskyldu og fór út á vinnumarkaðinn, en Maggi varði tíma sínum í námið og ferðalög. Hann ferðaðist til ýmissa landa og sem lýsandi dæmi um persónu- leika hans eignaðist hann nána og góða vini í flestum heimshornum. Eftir stúdentspróf fór hann að þreifa fyrir sér í háskólanum ásamt því að þjálfa yngri flokka Vals í handbolta og held ég að það sé ekki orðum aukið að hann hafi unnið stórkostlegt starf í þágu fé- lagsins. Var hann líklega einn besti yngri flokka þjálfari sem félagið hefur átt. í háskólanum má segja að Maggi hafi aldrei fundið sjálfan sig, eða þá að örlögin hafi þá strax farið að grípa fast í taumana, því hann ákvað að lokum að fara í Kennara- háskólann þar sem hann kynntist Margréti unnustu sinni, en samvera þeirra hófst einungis fáum mánuð- um áður en veikindi hans komu fram. Við hjónin kynntumst þessari dásamlegu stúlku þegar við fórum að hittast oftar öll saman og sáum við strax að þar var á ferðinni ein- stök persóna, hlýleg og glaðleg. Þegar Maggi veiktist og sjúk- dómsgreining varð ljós varð okkur öllum hverft við, en allir í kring um hann trúðu því og treystu að hann myndi vinna bug á sjúkdómnum sökum hreysti og andlegs styrks, svo ekki sé minnst á styrk og trú unnustu hans sem stóð.fast við hlið hans allan tímann. En svo ... hug- ur manns og líkami fyllast af ör- vætningu, söknuði, spurningum, við leitum að réttum orðum, skýringum en allt virðist kafna. Hvaða réttlæti er hægt að sjá í því að aðeins 24 ára gamall maður hverfi frá okkur svo skyndilega? Við áttum eftir að segja svo margt, gera svo margt. Engu að síður standa þeir í þakk- arskuld við Magga sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgja honum gegnum tíðina, því það er nær ótrúleg hvað hann hefur víða komið við og afrekað á stuttri ævi. Elsku Edda, Siddi, Margrét, Magga, Þór og Sigurbjörn litli, megi Guð og gæfan fylgja ykkur og styrkja um ókomna framtíð. Við vitum að Maggi mun styrkja sál okkar og hugsun eins og honum einum er lagið, því þó að við sjáum hann ekki mun hann fylgja okkur öllum um alla tíð. Elli og Kitty Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Að kveðja vin okkar Magnús Blöndal er ekki létt verk. Við, fjölskyldan í Efstasundinu, höfum átt erfitt með að sætta okk- ur við þau örlög, sem Magnúsi voru ætluð. Maggi er dáinn, það er erfitt að þakka og kveðja góðan vin, þakka honum fyrir allar ánægjustundirn- ar, sem við fengum að njóta með honum. Magnús hefur hlotið frábært uppeldi í foreldrahúsum, það fund- um við foreldrarnir, þegar^synir okkar, Lárus og Dagur, fóru ’ungir á handboltaæfingar hjá Val. Þessi ungi geðþekki og brosmildi þjálfari drengjanna, sem hafði alla þessa fórnfýsi, ótakmarkaða hjartahlýju, góðan aga, en samt stutt í léttan og skemmtilegan húmor, allt þetta ber vott um góð uppvaxtarár í æsku. Maggi hefur svo sannarlega sett mark sitt á handknattleikinn hjá Val, þess bera yngri flokkar félags- ins glöggt vitni, ekki höfum við tölu yfír þá tugi meistaratitla, sem Maggi og félagar færðu Val með áhuga og dugnaði. Ánægjustundir geta breyst í sorg — sorg getur breyst í ánægjustundir. Hann Maggi var rétt að að byija lífíð, en samt var hann búinn að gera svo mikið, sérstaklega fyrir aðra, fyrir æskuna í Val. Við kynntumst honum öll mjög vel þegar hann undirbjó og hrinti í framkvæmd keppnisferð til Teramo á Ítalíu 1986. Sá neisti og kraftur sem fylgdi þeim undirbúningi og sú ferð öll var í anda Magga. Þeg- ar við komum til Teramo að sækja Lárus og Dag í lok móts, hittum við þjálfara og fararstjóra hópsins, sem fór með káta stráka í keppnis- ferð, þessi hópur allur var ábyggi- legur og skemmtilegur og foringinn í þessari ferð var Maggi. Þessi ferð gleymist þessum strákum aldrei og fyrir það eru þeir þakklátir. Við foreldrarnir getum þakkað Magga svo margt. Hann kenndi þessum strákum að hafa alltaf nóg fyrir stafni og lifa heilbrigðu lífi, hann var þeirra fyrirmynd, þess vegna setur okkur hljóð þegar Maggi er tekinn frá okkur. Allt sem við kom Val var Magga kært. Maggi var svo traustur og heilsteyptur í öllum þeim félags- og þjálfarastörfum sem hann vann fyrir sitt félag. Lárus og Dagur hafa misst frábær- an leiðtoga, félaga sem tók þeim svo vel og hjálpaði okkur með upp- eldið á þeim. Þeir fóru ekki svo sjaldan heim til Magga, heimili hans stóð þeim alltaf opið. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Bjarki fékk líka að kynnast Magga með okkur og sérstaklega sumarið 1988 þegar allt lék í lyndi og Maggi stýrði ásamt fleirum Sumarbúðum í Borg. Maggi var strax í miklu uppáhaldi hjá Bjarka. Þau eru ekki svo fá ungmennin sem hann Maggi er^búinn að leið'oeina og hjálpa. Vonandi tekst þessum ungu krökk- um í Val að starfa í anda Magga áfram og halda hans merki hátt og lengi á lofti. Björt minning er styrkur og blessun. Við viljum að lokum votta fjöl- skyldu Magga samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Góður Guð blessi minningu vinar okkar. Hvíli hann í friði. Ragnheiður, Bjarki, Dagur, Lárus og Siggi. Af hveiju vildi Guð fá Magga, spurði 5 ára sonur minn er honum var sagt að Maggi frændi væri dáinn, hann svaraði þessari spurn- ingu sjálfur og sagði, „kannski vildi Guð að hann þjálfaði litlu strákana hjá sér“. Fyrir rúmum 9 árum lágu leiðir okkar Magnúsar saman er • ég kynntist eiginkonu minni, Magn- hildi Sigurbjörnsdóttur, systur Magnúsar. Fljótlega varð ég heima- gangur á heimili foreldra hans, þeirra Fanneyjar Ernu Magnús- dóttur og Sigurbjörns Kristinsson- ar, þarna fór samhent fjölskylda er ætíð var gott að koma til. Allt sitt líf var Magnús tengdur íþróttum, eiginlega man ég ekki eftir honum öðruvísi en með íþrótta- töskuna sína á herðunum. Æfði hann handbolta hjá Val, en gerðist síðan þjálfari yngri flokka þessa sama félags. Stárf hans þar geta félagar hans vitnað betur um en ég, en ég þykist þess fullviss og veit að þar gerði hann góða hluti, er félagið mun búa að um ókomin ár. Minningar mínar um hann Magga, eins og hann var ætíð kall- aður af vinum sínum, tengjast einn- ig því hversu barngóður hann var og hversu auðvelt hann átti með að umgangast börn enda er það ekki ofsögum sagt að börnin löðuð- ust að honum. Allt það sem tengd- ist börnum og unglingum átti hug hans allan. Ofá voru þau skiptin er maður kom í Stigahlíðina þar sem hann bjó í foreldrahúsum, að hús- fyllir var af strákum er hann þjálf- aði, þar sem lagt var á ráðin um næsta leik á milli þess að magar voru fylltir af pizzum eða haldin voru sérstök grillkvöld. Ánægju- svipurinn á strákunum leyndi sér ekki. Alltaf í stórum hóp eru ein- staklingar er fer minna fyrir en öðrum, hafa ekki kjark eða þor til að láta í sér heyra, þessi einstakl- ingar vilja oft gleymast, en ekki hjá Magga, honum var ætíð um- hugað um að allir fengju að njóta sín og lagði sérstaklega rækt við þá er minna máttu sín, hann gleymdi aldrei sínum minnsta bróð- ur. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt leysti hann af hendi með stakri prýði, hvort sem það var skólanám eða vinna við félagsstörf. Hafði ég oft gaman af er móðir hans hafði orðið áhyggjur af lítilli yfirsetu hans við skólabæk- urnar og prófin nálguðust í Mennta- skólanum við Hamrahlíð en þar stundaði hann nám í 4 ár, 1981- 1985. Hvað hann kom foreldrum sínum alltaf á óvart með ágætis einkunnum. Eins og oft vill vera með unga menn var hann óráðinn hvaða lífsstarf hann ætti að velja sér. Á þessum árum var hann orð- inn allt í öllu í unglingastarfi Vals, var það meira en full vinna að byggja það upp, svo lítið fór fyrir áframhaldandi námi að sinni. Ákveðinn var hann í því að nema sig í einhveiju er tengdist börnum og unglingum. En það varð að bíða betri tíma. Ég man aljtaf hvað hann sagði og lifði eftir: „Ég ætla að lifa lífinu meðan ég er ungur.“ Og það gerði hann svo .sannarlega með starfi sínu, í að efla áhuga ungs fólks á heilbrigðu líferni. Þeir eru ófáir ungu strákarnir er Maggi hjálpaði til betri vegar, bæði hér heima og erlendis. Trúr köllun sinni að starfa með börnum hóf hann nám við Kennara- háskóla Islands haustið 1988. Naut hann sín vel þar, einkum er hann starfaði við æfíngakennslu í skólum borgarinnar. í mars 1989 dró ský fyrir sólu, uppgötvaðist þá að harrn var haldinn sjaldgæfri tegund krabbameins. Hálfum mánuði áður hafði hann kynnst stúlku, Margréti Tómasdóttur, er átti eftir að reyn- ast honum og fjölskyldu hans ómet- anleg stoð í veikindum hans. Allan þennan erfiða tíma, allt til þess að Magnús lést í Landakotsspítalan- um, stóð hún við hlið hans sem Fædd 21. desember 1898 Dáin 19. desember 1988 Mig langar að minnast með fá- einum orðum móðursystur minnar, sem dó á Öldrunardeiíd Landspítal- ans í Hátúni 10B þann 19. desem- ber 1988. Átti hún þá tvo daga í nírætt. María fæddist að Syðri- Löngumýri í Blöndudal 21. desem- ber 1898, önnur í röðinni af sjö systkinum. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Arnljótsdóttur og Magn- úsar Björnssonar bónda. Föður sinn missti hún aðeins 11 ára gömul, áður hafði hún misst tvær systur sínar, tveggja og þriggja ára, úr kíghósta og síðar önnur tvö, 22ja og 28 ára, úr berkl- um. En María átti gott heimili, sem veitti henni styrk í mótlætinu. Það var ekki hennar eiginleiki að láta bugast, hún hafði sterka trú á Guð og líf eftir dauðann og vissi að sá tími mundi koma, þegar hún hitti ástvini sína aftur. Þó svo María nyti ekki langrar skólagöngu, naut hún góðrar til- sagnar móður sinnar, sem var henni mikils virði. Hun kunni vel til allra óbifandi klettur. Trúlofuðu þau sig á Þingvöllum í sumar á þeim stað er Maggi unni mest, þar sem hann gegnum árin hafði átt margar góð- ar stundir með fjölskyldu sinni. Ég mun aldrei gleyma þeim sterka karakter er Maggi hafði að geyma, aldrei heyrðist frá honum kvörtun eða ósk um vorkunnsemi, frá upp- hafi og til enda stappaði hann stál- inu í okkur er hjá stóðum, „verið sterk“ sagði hann ætíð, „látið ekki bugast". V Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég Magga minn, í huga mínum geymi ég minningu um góð- an dreng, minning hans mun lifa í huga þeirra er hann þekktu, minn- ing er yljar í umróti dagsins. Margrét, sorg þín er mikil, meg- ir þú ætíð ganga á guðs vegum, foreldrar Magnúsar og systir, Guð gefí ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Læknum og öðru starfsfólki Landakotsspítala sendi ég fyrir hönd ijölskyldunnar hugheilar kveðjur og þakkir fyrir allt það er þið gerðuð. Guð blessi ykkur öll og ykkar starf. Þór, mágur Við félagarnir kynntumst Magn- úsi Blöndal síðla árs 1981. Við vor- um þá 12 ára að byija að æfa hand- knattleik og var Magnús þjálfari okkar. Það kom síðan á daginn að Maggi eins og við kölluðum hann átti eftir að reynast okkur meira ,en þjálfari. Hann var okkur einnig mjög góður vinur og var ótrúlegt hvernig hann gat sett sig í okkar spor ef eitthvað bjátaði á, þrátt fyrir aldursmun. Okkur eru sérstak- lega minnisstæð skemmtikvöldin, sem Maggi hélt heima hjá sér fyrir okkur strákana, sem hann þjálfaði. Þá ekki síður öll þau ferðalög sem við fórum saman, þar sem hann var ávallt hrókur alls fagnaðar. Það var með ólíkindum hve Maggi áorkaði miklu í þjálfunar- starfi í yngri flokkum handknatt- leiksdeildar Vals. Margir ungir og efnilegir drengir í Val eiga Magga margt að þakka, og eitt er víst að það stóra skarð sem hann skilur eftir sig er engan veginn hægt að fylla. Maggi mótaði ekki aðeins okkur strákana sem handknatt- leiksmenn heldur líka sem persónur. Minningu Magnúsar munum við ávallt bera með okkur og viljum við þakka Magga fyrir þau frábæru ár sem við áttum með honum. Unnustu Magnúsar og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau á þessum sorgartímum. Böðvar Bergsson og Jón Halldórsson. heimilisstarfa, hvort sem það var matreiðsla eða húshald. Þessi kunnátta átti eftir að reyn- ast henni vel því eftir að hún flutti suður tií Reykjavíkur 1944 vann hún við heimilisstörf á tveimur stór- um_ heimilum. Árið 1947 bauðst Maríu starf hjá Fyrirtæki Hans Pedersen og vann þangað til hún tók við heimili bróð- ur síns og annaðist það sem sitt eigið væri þar til bróðursynir henn- ar voru orðnir fullorðnir og komnir með flölskyldur. María hafði hlýja lund, hún var glaðsinna og það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt fór henni vel úr hendi. Alltaf mundi hún eftir öðrum og góðar og nyt- samar voru þær gjafirnar frá henni frænku minni. í mars 1979 varð María fyrir’ slysi, sem leiddi til þess að hún var rúmföst það sem hún átti eftir ólif- að. Hún tapaði málinu og varð löm- uð hægra megin. Ekki missti hún þó sína léttu lund við þetta áfall og mikla þolinmæði hafði hún. Aldr- ei kom maður svo til hennar að maður fékk ekki að sjá hlýlega bros- ið hennar. María Magnús- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.