Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 12
Hðni ALEXANDIW AUGLÝSlNGASTOfA I 12 e8ei aaaM383Q ,is huoaqutmmr aiaAjanuojíOK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 VISA Hrópað í eyðimörkinni Bækur Dags. 18.12.1989 NR. 102 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4548 9000 0028 0984 4507 4500 0006 7063 4548 9000 0019 5166 4507 4200 0002 9009 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0024 6738 4507 4500 0009 3267 4507 4400 0001 7234 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. ViSA ÍSLAND Björn Bjarnason BRYNJÓLFUR BJARNASON pólitísk ævisaga. Viðtöl Einars • Ólafssonar ásamt inngangi. Utgefandi: Mál og menning, Reykjavík 1989. 171 bls., inyndir. „Jafnvel þótt þær stundir geti komið, að okkur finnist við vera eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni, megum við ekki gefast upp. Þegar maður leiðir hugann að þeim voða, sem yfir vofir af völdum kapítal- ismans, þá dyjst engum að við værum að svíkjast undan miklum skyldum, ef við gerðum það.“ Þannig kemst Brynjólfur Bjarnason að orði í við- tali við Einar Ólafsson rithöfund í þessari bók. Er bókin byggð á út- varpsamtölum þeirra skoðanabræð- ranna í útvarpi Rót 1988 og þar eru ræður Brynjólfs við ýmis tækifæri og ítarlegur inngangur Einars. Brynjólfur er kynntur lesandanum sem einn helsti foringi íslenskra só- síalista á þessari öld og er það sann- mæli. Hann andaðist 16. apríl áþessu ári, tæplega 91 árs gamall. Hélt hann andlegum styrk sínum fram undir hið síðasta og ræddi bæði um stjórnmál og heimspekileg efni. í stjórnmálum hrópaði Brynjólfur lengstum í eyðimörkinni, sem betur • > ' - ' • < r< ? / pijú kvöW í fOO**" . t Itu * 0p'ö',dagt'í'w.2l00 Opiö á tH kl-2300 opS>ú^ksmeS fer, því að hann var talsmaður stjórn- kerfisins og kenninganna, sem nú eru að hrynja í Austur-Evrópu. Bókin um Brynjólf er vandvirknis- lega unnin og er augljóst að höfund- ur hefur lagt sig fram um að gera textann sem best úr garði. Hins veg- ar sakna ég þess í þessari bók eins og alltof mörgum öðrum, þar sem fjallað er um stjórnmál og sagnfræði- leg efni, að engin nafnaskrá er í henni. Þá finnst mér að kápan á þessari bók hefði mátt vera smekk- legri. Myndin sem dregin er af Brynjólfi Bjarnasyni sýnir heilsteyptan mann. Hann er sjálfum sér samkvæmur og hleypur ekki frá skoðunum sínum og sannfæringu, þótt á móti blási. Dapurlegast er, að hann hafði rangt fyrir sér í stjórnmálum. Sú spurning leitar á hugann hvernig Bryniólfur hefði brugðist við því, sem nú er að gerast í ríkjum kommúnismans. Hann lýsir fijálsum þjóðfélögum meðal annars á þennan hátt: „Hið kapítalíska neysluþjóðfélag hefur ekki veitt mönnum lífsham- ingju, heldur ekki þeim, sem búa við efnahagsleg sældarkjör. Menn þjást af einsemd og tómleika lífsins og sjálfsmorðum fjölgar. Þó að menn segi: Et og drekk sála mín og veittu þér allan þann munað, sem hjartað girnist, þá verður sálin ekki glöð. I þjóðfélagi þar sem hver og einn er öðrum úlfur og allt snýst um að hrifsa sem mest til sín af lífsins gæðum, verður fátt um sanna gleði og sanna hamingju. Sú eftirsókn eft- ir gerviþörfum og vindi, sem ein- kennir slíkt þjóðfélag veitir mönnum hvorki þá hamingju né gleði, sem þeir sækjast eftir. Það verður mönn- um tilgangslaust, tómt, gleðisnautt og hamingjusnautt líf. Og að lokum reyna menn að fylla upp í tómið með vímugjöfum, sem er í rauninni sjálfs- morð, þar sem þeir velja sér hægan dauðdaga, er getur staðið yfir í mörg ár. Maður tórir, en lifir í rauninni ekki.“ Þetta er ófögur lýsing. Að mínu mati á hún við um þjóðfélög komm- Einar Ólafsson únismans en ekki hið íslenska eða þeirra þjóða sem eru okkur næstar að stjórnarháttum. Nú þegar við sjáum inn í ríki kommúnismans blas- ir ekkert annað við andleg og efna- leg örbirgð fjöldans á bakvið spillta stjórnarherra. í inngangi segir Einar Ólafsson meðal annars á einum stað: „Þótt Brynjólfur legði áherslu á að hver þjóð yrði að finna sína leið til sósíal- ismans, var honum, og upp til hópa hans kynslóð sósíalista, eiginlegj: að líta á sig sem hluta heimshreyfingar sem Sovétríkin og alþýðulýðveidin, sem stofnuð voru í stríðslok, voru einnig hluti af. Þeir litu þess vegna á forystumenn þessara ríkja sem samheija.“ Þetta er lykilsetning til skilnings á afstöðu Brynjólfs og skoðanabræðra hans í utanríkismál- um. Þeir börðust hatrammlega gegn öllu, sem þeir töldu að gæti rekið fleyg á milli Islands og Sovétríkjanna og var aðildin að Atlantshafsbanda- laginu þeim skiljanlega mestur þyrn- ir í augum. Merkilegast er, hve lengi þeim hefur tekist að fela þetta Sovét- dekur á bak við þjóðemisást. Þegar Brynjólfur var virkastur í stjórn- málastarfi var Jósef Stalín leiðtogi hans og samheiji. Bókmenntir Dagbók Sigurður Haukur Guðjónsson — í hreinskilni sagt — Höfundur: Kolbrún Aðalsteins- dóttir Kápuhönnun: Nýr dagur Prentun: Prentstofa G. Bene- diktssonar Bókband: Arnarfell hf. Utgefandi: Orn og Orlygur. Það er virkilega gaman að kynn- ast nýjum höfundi sem gefur fyrir- heit um mikil tilþrif á ritvellinum. Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn Ofninn sameinar kosti beggja aðferða, örbylgjanna sem varðveita best næringargildi matarins - og grillsteik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. Vvrt) adcins hr. 29.990,- sladgrvitl DeLonghi Dé Longhi erfallegur fyrirferdarlítill ogfljótur iFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Svo er um Kolbrúnu. Hun hræðist ekki að fást við vandmeðfarið efni, sækir það inní skúmaskot mannlífs- ins, dregur það fram í birtuna og ræðir um það á skilningsríkan hátt.' Sjúkur maður misþyrmir fóstur- dóttur sinni/ særir hana því sári, að geðheilsa hennar er í hættu. Þjóðfélagið, vinir og ástvinir koma telpunni til hjálpar, bera henni ljós á ný. Höfundur lýsir angist, kvöl, telpunnar og leið hennar til heil- brigðis á ný mjög vel, lýsir hvernig umhyggjan (Ruth) og heimskan (Gunni) beijast um óþroskaða sál. Niðurstaða höfundar er, að aðeins kærleikurinn, hin sanna ást (Nic- olai) getur illskuförum dýreðlisins drekkt. Vetur deyr aðeins í ylfaðmi vors. Höfundur er þroskuð sál, sem þorir að takast á við vandamál lífsins, og því verður gaman að fylgjast með, hverri hæð hann nær. Dagbókarformið hæfir sögunni vel, eykur hraðann, auðveldar að draga nýja þræði í vefinn. Mig grunar þó, að það, að fimmtán ára telpa er að skrifa í bók sína, hafi líka verið höfundi sögunnar fjötur. Málfar höfundar sjálfs kemst ekki til skila, heldur orðtök krakka: Þau fíla; í augum þeirra er margt bijál- æðislega fallegt; þau eru ferlega spennt, sumt ferlega ljúft eða fal- legt; og það er hellingur af hinu og þessu o.s.frv. En þetta er ekki málfar Kolbrúnar, stíll hennar er alltof hreinn og tær; til þess að slík mengun fljóti með. Eg horfi á þessa hortitti sem undirstrikun á að barn er að skrifa sögu. Samt finnst mér höfundur eyða of miklu bleki í slíkt. Fyrstu persónu fornafnið, sem Kol- brún leggur sögupersónunni í munn, hefði eitt nægt, að mínum dómi. En til hamingju, Kolbrún, þér hefir tekizt virkilega vel til með þína fyrstu bók. Hönnun kápu er mjög smekkleg. Prentverk allt vel unnið, villan á síðu 7 hreint slys. Hafi útgáfan kæra þökk fyrir mjög góða bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.