Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 29 HERNAÐARÍHLUTUN BANDARÍKJANNA í PANAMA Aðsetur Noriega jafiiað við jörðu 9.500 manna liðsauki sendur írá Bandaríkjunum til Panama Washington. Panama-borg. Reuter. KLUKKAN eitt eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags (kl. 6 að morgni miðvikudags að ísl. tíma) hófst hernaðaríhlutun Banda- ríkjamanna í Paiiama. Tóku þátt í henni 13.000 hermenn með aðsetur í Panama og brátt barst 9.500 manna Iiðsauki frá Banda- ríkjunum. Bækistöðvar Manuels Noriega herforingja í Panama- borg v,oru ja&iaðar við jörðu með sprengjum sem varpað var á þær í tæplega klukkustund. 16.000 manna her Panama sem lýtur stjórn Noriega veitti mótspyrnu og töluvert mannfall varð í liði beggja. Liðsmenn Noriega gripu til þess ráðs að taka bandaríska borgara i gíslingu. Sprengjugnýrinn og skothríðin rénaði nokkuð í borg- inni um blánóttina en hófst að nýju í dagrenningu. í gærmorgun lýsti George Bush Bandaríkjaforseti því yfir í sjónvarpsávarpi að Noriega hefði verið hrakinn frá völdum en hann gengi enn laus. Aðdragandinn Panama-borg. Reuter. FRÁ miðju ári 1987 hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum reynt að velta Manuel Noriega, voldugasta manni Panama, úr sessi, en hershöfðing- inn hefur staðið af sér öll áhlaup. Hér á eftir verður stiklað á stóru í atburðarás sem hefur breytt landi, sem áður var friðsamleg miðstöð í alþjóðlegum viðskiptum, í pólitískt og fjárhagslegt óróasvæði. Fyrstu fréttir um að draga færi til tíðinda í Panama bárust laust fyrir klukkan 22 á þriðjudagskvöld (3 að nóttu að ísl. tíma). Banda- rískar sjónvarpsstöðvar lýstu því þá hvernig hver herflutningavélin á fætur annarri kæmi með fallhlífar- hermenn frá Fort Bragg í Norður- Karólínu til Panama. A sama tíma var panamíski herinn að búa sig undir að veijast árás. Óbreyttum borgurum voru afhent vopn og þeim boðið að taka þátt í bardagaþjálfun. Klukkan 1.40 í fyrrinótt boðaði Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, til blaðamanna- fundar. Fitzwater sagði að Bush Bandaríkjaforseti hefði fyrirskipað hernaðaraðgerðir í Panama sem hafist hefðu um klukkan 1.00. Fitz- water lét svo ummælt að það væru mörg hundruð dæmi um það undan- farna daga að bandarískir borgarar yrðu fyrir ofbeldi í landinu. íhlutun- in væri til þess gerð að vernda 35.000 bandaríska borgara í Pa- nama, umferð um Panamaskurðinn, koma á lýðræði í landinu og ná Noriega á sitt vald. Flytja ætti Noriega til Bandaríkjanna þar sem hann yrði dreginn fyrir dómstóla sakaður um eiturlyfjasmygl. Éndara sór embættiseið Tilkynnt var að Guillermo End- ara, sigurvegari forsetakosning- FIMM íslenskir skiptinemar eru nú í Panama á vegum AFS-sam- takanna. Ungmennin hafa verið í landinu síðan í febrúar s.l. I gær- kvöldi náði Morgunblaðið síma- sambandi til Panama og sögðu fjölskyldur, sem þrír skiptinem- arnir dvelja hjá, að ekkert amaði að þeim. Einn skiptinemanna, Ólafur Júlíusson, hafði látið vita af sér og sagt ekkert ama að islensku ungmennunum, allt væri með kyrrum kjörum á San Blas- eyjum úti fyrir norðurströndum Panama þar sem þau eru nú á ferðalagi. Eyjamar byggja aðal- lega indjánar. Þar er mannlíf frið- sælt að sögn kunnugra og allt með friði og spekt enda átökin að mestu bundin við höfúðborg- ina. Fyrirhugað var að skiptinemarnir yrðu á eyjunum fram á Þorláks- messu. Líklega verður ákveðið í dag hvort nemarnir verða fluttir úr landi og koma þá væntanlega heim en ella hefðu þeir dvalið í landinu til 17.janúar. Skiptinemarnir fimm heita Hall- fríður Guðmundsdóttir, Haligrímur Hannesson, Kolbrá Höskuldsdóttir, Ólafur Júlíusson og Þórunn Þor- valdsdóttir. Tveir þeirra skrifuðu greinar í Lesbók Morgunblaðsins fyrir anna í Panama í maí síðastliðnum, hefði svarið embættiseið á mið- nætti en ekki sagt hvar hann væri niðurkominn. Fitzwater sagði að Bandaríkjastjórn viðurkenndi End- ara sem rétt kjörinn forseta lands- ins og hann yrði aðstoðaður við að byggja upp friðsamlegt samfélag í Panama. Fitzwater vildi ekki segja hversu miklum herstyrk bandaríkjamenn beittu við aðgerðirnar en síðar kom fram að 9.500 manna liðsauki var nokkru. í grein Kolbrár Höskulds- dóttur sagði þá: ...Margir vona að Bandaríkjamenn geri eitthvað til að koma Noriega frá en það hefur ekkert gerst enn. Byltingartil- sendur til Panama til að aðstoða þá 13.000 bandarísku hermenn sem þar voru fýrir. 16.000 hermenn eru undir vopnum í panamíska hernum. Heilt hverfi brann íbúar Panama eru 2,2 milljónir. Sjónai-vottar í Panama-borg þar sem búa um 400.000 manns segja að rauðum bjarma frá sprengingum hafi slegið á himinninn yfir Pan- ama-flóa og skothríðin verið linn- ulítil í nágrenni Paitilla-flugvailar. Mestu átökin voru þó við höfuð- stöðvar Noriega í gamla bænum, í um það bil km fjarlægð frá Pa- nama-skurðinum, þar sem heilt hverfi virtist brenna og svartur og appelsínugulur reykur steig til him- ins. Yfir eldtungunum flugu B-52 sprengjuflugvélar Bandaríkjahers. Skothvellir heyrðust þó víðar í borg- inni. Sums staðar var umferð með eðlilegum hætti í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund eftir að átökin hófust. raunin um daginn [í september] rann út í sandinn og margir eru mjög gramir og ségja að Ameríkan- ar hefðu átt að ganga til liðs við vanbúna uppreisnarmenn." • 6. júní 1987: Lögregla bælir niður fyrstu mótmælaaðgerðir gegn Nori- ega hershöfðingja með kylfúm og táragasi. • 10. júní: Andstæðingar Noriega mynda samtökin „Krossferð borgar- anna,“ cr 200 stéttarfélög og fyrir- tæki standa að. • 26. júní: Öldungadeild Banda- ríkjaþings samþykkir ályktun þar sem hvatt er til þess að lýðræði verði endurreist í Panama. Hótar að stöðva margra milljóna dollara aðstoð við landið. • 26. júlí: Ungur maður skotinn til bana er stjórnarandstaðan stendur fyrir mótmælagöngu í borginni E1 Valle. Blöðum stjómarandstæðinga lokað. • 4.-5. febrúar 1988: Kynntar em opinberar ákærur á hendur Noriega fyrir fíkniefnabrot og fjármálasvik í borgunum Tampa og Miami í Florida. • 25. fcbrúar: Arturo Delvalle for- seti reynir að koma Noriega frá völd- um en þjóðþingið í Panama rekur forsetann sem fer í felur. Manuel Solis Palma er tilnefndur forseti í stað Delvalle. • 4. mars: Panamastjórn lokar bönkum landsins eftir að fjöldi fólks hefúr tekið allt sitt fé út. • 8. apríl: Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti skipar bandarískum borgumm að lialda eftir öllum greiðslum til stjórnar Panama og er þetta liður i cfnahagslegum refsiað- gerðum gegn Noricga. • 8. maí: Eftir tveggja mánaða hlé er fólki aftur leyft að taka fé út af reikningum sinum í bönkum Panama í takmörkuðum mæli. • 7. maí: Kosið í Panama og stjórn- arandstæðingar saka yfirvöld um kosningasvindl. • 8. maí: Stjórnvöld lýsa kosning- arnar ógildar og bera því við að er- lendir eftirlitsmenn hafi skipt sér af þeim. • 10. maí: Liðsmenn samtaka borg- aralegra stuðningsmanna Noriega ráðast á frambjóðendur stjórnarand- stöðunnar sem mótmæla ógildingu kosninganna á útifundum. Guillermo Ford varaforsetaefni er barinn hrottalega og lífvörður hans myrtur. Lögreglumenn fylgjast með atburð- unum en hafast ekki að. • 1. september: Samtök Amerík- urikja (OAS) gefa upp á bátinn til- raunir til að kom á fót nýrri ríkis- stjórn í Panama eftir nokkurra mán- aða erfiði. Noriega tilneftiir óþekkt- an embættismann, Francisco Rodr- iguez, í forsetaembættið. Solis Palma virðist þessu samþykkur. • 3. október: Uppreisnarhermenn og ungir herforingjar gera uppreisn- artilraun og senda frá sér útvarpsá- varp þar sem þeir segja Noriega vera farinn frá völdum. Hersveitir, hollar Noriega, brjóta þó uppreisn- ina á bak aftur eftir sex stunda bar- daga. • 15. desember: Þjóðþing Panama segir landið eiga í styijöld við Banda- ríkin og veitir Noriega mikil völd. Þar með eru tök hans á landinu form- lega staðfest. • 16. desember: Panama-hermenn skjóta til bana liðsforingja í banda- ríska hcrnuin nálægt aðalstöðvum Panamahers. • 18. desember: Bandarískur liðs- foringi skýtur á lögreglumann í Pa- nama og særir hann. • 19. descmber: Skýrt frá því að bandarískar liðsflutningavélar lendi með tíu mínútna millibili í stöðvum þeirra í Panama. George Bush for- seti á fundum með helstu ráðgjöfúm sínum í Hvíta húsinu. Jonas Þorsteinsson hafiisögnmaður: Verð væntanlega kominn á skurðinn á aðfengadag „ÞAÐ er ekki gott að segja hve lengi þessi átök standa, en ég á ekki von á öðru en ég verði kominn til vinnu á skurðinum á að- fangadagsmorgun. Noriega er mjög var um sig og því gæti það vafizt fyrir Bandaríkjamönnum að finna hann. Áður fyrr var hann aldrei nema eina nótt á sama stað, en síðustu daga færði hann sig allt að þrisvar sinnum á nóttu. Honum fylgir harðsnúið Iið kúban- skra lífvarða, en auk þess á Noriega miklu fylgi að fagna meðal fátæklinga. Þeim hefur hann gefið bæði mat og vopn,“ sagði Jónas Þorsteinsson, hafnsögumaður á Panamaskurðinum i samtali við Morgunblaðið í gær. Jónas er eini íslendingurinn, sem vitað er um, sem vinnur í Panama. Sem stendur er hann þó í reglubundnu fríi á heimili sínu í Flórída, en á samkvæmt vinnutil- högun að hefja störf á skurðinum á aðfangadag. Bandaríkjamenn hafa lokað skurðinum og er það í fyrsta sinni i 75 ár, sem það er gert. Þeir sjá um rekstur skurðsins til aldamóta og samkv. samningi ber þeim að tryggja áfallalausa umferð um hann. „Bandaríkjamenn hafa í tvö ár reynt með friðsamlegum hætti að lægja ófriðaröldumar í Panama, en það hefur ekki tekizt,“ segir Jónas. „Panamastjórn á rétt á 30% Jónas Þorsteinsson, hafnsögu- maður við Pananiaskurðimi. tekna af rekstri Panamaskurðsins, en þetta fé hefur Bandaríkjastjórn fryst til að ýta á umbætur. Upp- hæðin skiptir hundruðum milljóna dollara og það losnar um leið og lýðræði kemst á og Norega hverfur frá völdum. Því eru flestir milli- stéttarmenn og fólk þar fyrir ofan í mannvirðingarstiganum hlynnt íhlutun Bandaríkjamanna. Þetta fé mun bæta hag landsins verulega og flýta fyrir allri enduruppbygg- ingu í því, en leiðin hefur legið heldur niður á við síðustu misser- in,“ sagði Jónas Þorsteinsson. Reuter Allt hverfið Iogaði umhverfis bækistöðvar Noriega eftir loftárásir Bandaríkjahers í fyrrinótt. Ákveðið í dag hvort skipti- nemamir verða fluttir heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.