Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 3 Þyrla rjúpnaskyltnanna og jeppar leiðangursmannanna á Langjökul við skála Ferðaklúbbsins 4x4 við Eiríksnípu. Komnir til byggða eftir tvo sólarhringa á fjöllum Langjökulsfarar komu til aðstoðar FIMMMENNIN GARNIR sem urðu eftir við bilaða þyrlu sem flutti rjúpnaskyttur að Eiríks- nípu, við Blautakvíslaeyrar suðvestur af Hofsjökli, komu til byggða síðdegis í gær og höfðu fjórir þeirra þá dvalist tvo sólarhringa á hálendinu en einn þeirra frá því á að- faranótt fimmtudags. Það voru þrír menn sem fóru í leiðangur á Langjökul á þriðju- dag á tveimur jeppum og Skoda- bifreið, sem komu strandaglóp- unum og ijúpnaskyttunum á Eiríksnípu til hjálpar. Leiðang- ursmenn höfðu ekið Skodanum um Langjökul en aðstæður til þess á jöklinum eru einstæðar um þessar mundir, að sögn Birg- is Bfynjólfssonar, leiðangurs- stjóra, í ferð mannanna á Lang- jökul. Leiðangursmenn héldu til Reykjavíkur á miðvikudag til að sækja rafgeymi í þyrluna og óku þeir síðan sem leið lá á tveimur jeppum austur hálendið að Eiríksnípu suðvestur af Hofs- jökli. Þangað komu þeir í gær- morgun. Morgunblaðið/Birgir Brynjólfsson Skodinn sem leiðangursmenn fengu léðan hjá Skoda-umboðinu. í baksýn er Eiríksjökull. Áður höfðu verið gerðar tvær tilraunir til að gangsetja þyrluna án árangurs. „Við settum hlífar yfir vél þyrlunnar og hituðum liana upp með búnaði úr skála Ferða- klúbbsins 4x4,“ sagði Birgir. „Þyrlan fór í gang um kl. 15 og rétt áðan hringdu þeir í okkur og sögðust vera lentir í Reykjavík," sagði Birgir í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Þá voru Ieiðangursmenn á leið vestur yfir hálendið sunnan við Jarlhettur. Þeir ætluðu að koma við þar sem Skodinn var skiiinn eftir á Langjökli og einn leiðang- ursmanna ætlaði að aka honum til byggða. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: Heilbrigðisráð takmark- ar fangafjölda í klefum Heilbrigðisráð Reykjavíkur hefúr gefið dómsmálaráðuneytinu frcst til 1. janúar til að framkvæma ýmsar úrbætur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meðal annars er þess krafist að tveir fangar verði í þeim fjórnm klefum þar sem þrír eru nú. Leiðir þetta til þess að föng- um sem hægt er að vista í Hegningarhúsinu fækkar úr 23 í 19. Dóms- málaráðherra segist vonast til að á næsta ári verði hægt að leggja Hegningarhúsið niður og taka annað húsnæði í notkun í þess stað. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir óumdeilt að loka þurfi Hegning- arhúsinu. Heilbrigðisráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita fangelsisyfirvöld- um frest til 1. janúar til ýmissa lag- færinga, og einnig að eftir þann tíma verði ekki fleiri en tveir fangar vist- aðir í þeim klefum sem nú hýsa þijá. Þá var gefinn frestur til viðhalds á gólfum og viðgerða rakaskemmda til 1. febrúar, og til 1. mars að lag- færa loftræstingu á gangi framan við fangaklefa. Katrín Fjeldsted formaður heil- brigðisráðs segir að samkvæmt skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins sé ástapdið í Hegningarhúsinu mjög slæmt og sé gefinn stuttur frestur til úrbóta. Heilsuspillandi sé að láta fólk vera í rökum, illa förnum klefum sem að auki séu of margir í. ÓIi Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra segir við Morgunblaðið að að- staðan í Hegningarhúsinu sé alger- lega óviðunandi. í ræðu formanns fjárveitinganefndar við 3. umræðu um fjárlög, hefði komið fram vilji nefndarinnar til að vinna að því að finna lausn á þessu máli með dóms- málaráðuneytinu á næsta ári og það yrði gert. Haraldur Johannessen forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að það sé óumdeilt að,loka þurfi Hegningar- húsinu og finna annað hentugt hús- næði í staðinn, hvort sem hægt yrði að nýta húsnæði sem þegar er til í eigu ríkisins, eða byggja nýtt. Rætt hefur verið um, meðal ann- ars, að nýta nýlegt húsnæði við Vífilsstaðaspítala sem fangelsi í stað Ilegningarhússins. Óli Þ. Guðbjarts- son vildi ekki annað um það segja en að þetta væri einn kostur af mörg- um og Vífilsstaðaspítali heyrði undir annað ráðuneyti en sitt. ^NNLENT Fjárhagur Þjóðleikhússins: Margt bendir til að fækka þurfi starfsliði - segir þjóðleikhússtjóri TILLÖGUR stjómenda Þjóðleikhússins til menntamálaráðlierra, um hvernig bregðast skuli við því að leikhúsið fái með fjárlögum þriðj- ungi minna fé til rekstrar en á yfirstandandi ári, munu liggja íyrir skömmu eftir áramót, að sögn Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Hann segir að allt að 85% af rekstrarkostnaði leikhússins séu launa- greiðslur og segir að margt virðist benda til þess að þessi niðurskurð- ur kalli á fækkun fastra starfsmanna. Gísli sagði að staðið hefðu yfir viðræður við íslensku óperuna um að Þjóðleikhúsið lyki þessu starfsári í Gamla bíói og einnig hefði komið til greina að sýna í nýjum sal Há- skólabíós. Ljóst væri að með af- greiðslu fjárlaga hefðu forsendur breyst en þessar áætlanir hefðu mið- ast við að halda starfseminni í al- gjöru lágmarki og sýna einungis þijú verk frá febrúar fram á vor og hefja ekki frumsýningar fyrr en um jólaleytið næsta ár og þá í endur- bættu Þjóðleikhúsi. Gísli sagði að vegna þessara áætlana hefði Þjóð- leikhúsið þegar gert ýmsar skuld- bindingar, gangvart höfundum, leik- stjórum og leikmyndahönnuðum, sem standa þyrfti við greiðslu á þrátt fyrir að ekki yrði af sýningu. Nýja Eyjaíjarðarferjan, Bremnes. Eyjafjarðarferja: Tilboð í feijuna hef- ur verið samþykkt Ferjan tilbúin til afhendingar 10. mars NORÐMENN hafa samþykkt til- boð í ferju sem kaupa á til siglinga á Eyjafjarðarsvæðinu, til Hríseyj- ar og Grímseyjar. Kaupverðið er 7,3 milljónir norskra króna eða tæplega 67 milljónir íslenskar. Þessi feija, Bremnes er í sigling- um á milli Bergen og Stavanger með viðkomu á minni stöðum. Opinberir aðilar úti í Noregi eiga eftir að gefa samþykki sitt og hér á landi þarf samþykki Siglinga- málastofnunar. Um er að ræða hefðbundið strand- ferðaskip og verður það tilbúið til afhendingar 10. mars á næsta ári og er þá þegar tilbúið til siglinga á Eyjafirði. Gert ráð fyrir að í áhöfn verði fjórir menn og heimahöfn þess verður í Hrísey. I skipinu er klefi fyrir ellefu far- þega auk þess sem áhafnaklefar'eru sjö, ýmist fyrir einn eða tvo menn. Ekki verður þörf fyrir þessa klefa í þeim siglingum sem feijan verður í þannig að hægt verður að auka far- þegarými verulega. A framhluta aðalþilfars er lest sem lokað er frá afturþilfari með vök- vaknúnum vatnsþéttum búnaði og stjórnborðsmegin í þessari lest er opnanleg brú, þar sem losun og lest- un fer fram með lyfturum. Undir aðalþilfari er einnig lest. Á aftur- þilfari, sem lokað er með vökva- knúnum hlera í skut, er hægt að flytja tvö vörubíla, samtals 35 tonn. Unnt er því að aka um borð um skut skipsins þar sem slík hafnaraðstaða er fyrir hendi. Sigurður Þorvaldsson látinn á 106. aldursári SIGURÐUR Þorvaldsson frá Sleitustöðum í. Skagafirði er látinu. Hann var á 106. aldurs- ári, elsti íslendingurinn. Sigurður fæddist 24. janúar 1884 í Miðhúsum í Álftanes- hreppi, Mýrasýslu, en fiuttist í Álftaneskot með foreldrum sínum, Valgerði Jónsdóttur og Þoivaldi Sigurðssyni. Að loknu kennaraprófi frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði nam Sigurður við danskan lýðháskóla og gerð- ist kennari eftir heimkomuna við lýðháskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði. Þá kenndi hann ísfirskum börnum í nokkra vetur ea keypti jörðina Sleitustaði í Skagafirði 1914 og bjó þar eftir það. Sigurður sinnti kennslu á vetrum með bústörfum. Hann kvæntist Guðrúnu Sig- urðardóttur frá Víðivöllum í Skagafirði og eignaðist með Sigtirður Þorvaldsson henni tólf börn. Sex þeirra eru nú á lífi. Fimm síðustu árin dvaldi Sigurður á ellideild sjúkra- húss Sauðárkróks. Tveir synir hans búa á Sleitustöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.