Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Hafiiarfjarðarbær: Skattur á íbúðar- húsnæði lækkar Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar síðastliðinn þriðjudag var samþykkt álagning fasteignagjalda fyrir árið 1990. í tillögu meirihlut- ans, sem var samþykkt, er gert ráð fyrir að fasteignaskattur af íbúð- arhúsnæði lækki úr 0,425% í 0,375%. Sjálfstæðismenn, sem eru í minnihluta, gerðu tillögur um að lækka einnig skatt á atvinnuhús- næði, vatnsskatt, aukavatnsskatt og holræsagjald, en þær felldi meirihlutinn. í greinargerð með breytingartil- lögum sjálfstæðismanna segir að allt kjörtímabilið hafi verið veruleg- ur ágreiningur milli sjálfstæðis- manna annars vegar og- Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags hins vegar um álagningu fasteigna- gjalda. Meirihlutinn hafi á tímabil- inu nær tvöfaldað vatnsskatt, meira en tvöfaldað fasteignagjöld og hækkað fasteignaskatt af atvinnu- húsnæði um 25%. Sjálfstæðismenn hafi ævinlega lagzt gegn hækkun- unum, en tillögur þeirra hafi verið felldar. Sjáifstæðismenn lögðu að þessu sinni til að skattur á atvinnu- húsnæði og annað húsnæði yrði 1% af fasteignamati í stað 1,25%, vatnsskattur 0,125% af fasteigna- mati í stað 0,2%, aukavatnsskattur 6 kr. á rúmmetra í stað 9 kr. og að holræsagjald yrði 0,04% af mati í stað 0,1%. Sjálfstæðismenn segja í greinar- gerðinni að svo bregði þó við, að meirihlutinn fallist að hluta á stefnu Sjálfstæðisflokksins og taki upp fyrri tillögur þeirra um að álagning- arprósenta fasteignaskatts á íbúð- arhúsnæði verði 0,375%. „Ber út af fyrir sig að fagna þessari stefnu- breytingu minnihlutans, þó líta beri á hana í ljósi þess að bæjarstjórnar- kosningar fara fram á næsta vori,“ segir í greinargerð sjálfstæðis- manna. „Meirihlutinn er hér að reyna að draga úr þeirri miklu óánægju, sem verið hefur meðal bæjarbúa með fasteignaskatta- stefnu hans. Að fenginni reynslu er líklegt, að hér sé aðeins um sstundarhugarfarsbreytingu að ræða hjá meirihlutanum og að hann myndi þegar að ári hækka fast- eignagjöldin að nýju, fengi hann tækifæri til.“ Sjálfstæðismenn segja einnig að þeir hafi viljað tryggja ákveðið fjár- magn til vatnsveituframkvæmda með vatnsskattinum, en meirihlut- inn hafi vanrækt þær framkvæmdir ár eftir ár. „Sjáum við því ekki ástæðu til að haida uppi svo háum vatnsskatti, sem nú er í gildi, á meðan ekki er hægt að tryggja það, að ráðizt verði í nauðsynlegar framkvæmdir við vatnsvéitu bæjar- ins.“ Fjölmenni við samkirkjulega guðsþjónustu Húsfyllir var í Langholtskirkju er fimmtán kristnar kirkjur og trúfélög efndu þar til samkirkjulegrar guðs- þjónustu á fimmtudagskvöld. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, sagði að andi samkomunnar hefði verið mjög jákvæður og þar hefðu komið fram öll blæbrigði, sem tíðkuðust í helgihaldi hjá kristnum mönnum á íslandi. „Það er mjög jákvætt að þessir hópar gátu allir staðið saman að samkomunni. Ég væri ekki hissa, þótt það yrði framhald á svona tilraunum," sagði biskup. Á myndinni eru nokkrir aðstandendur samkomunnar úr ýmsum trúfélögum. Fremstir sitja biskup Islands, dr. Alfreð Jolson biskup kaþólskra, sr. Jónas Gíslason víglubiskup og sr. Magnús Björnsson, sem var kynnir samkomunnar. Hafskips- og Utvegsbankamál: Skortur á sérfróðum meðdóm- endum gæti valdið ómerkingu - segir Helgi V. Jónsson hrl Verð refa- / skinna á uppleið UPPBOÐI á refaskinnum lauk í Helsinki í gær, og að sögn Jóns R. Bjömssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda, er Ijóst að verð á refaskinnum fer nú hækkandi á ný eftir mikla lægð undanfarin misseri. Meðalverð á blárefaskinnum á uppboðinu var um 2.200 krón- ur og seldust 81% skinnanna. Meðalverð á skuggaref var um 2.030 kró’nur, en 65% skinnanna seldust, og meðaiverð á bláfrost- skinnum var um 2.750 krónur og seldust 66% skinnanna. Fá íslensk skinn voru á uppboðinu í Helsinki. FYRSTU yfirheyrslum yfir sakborningum í Hafskips- og Útvegs- bankamáli lauk í gær þegar Sigurþór Charles Guðmundsson, fyrrver- andi aðalbókari Hafskips, Arnbjörn Kristinsson, fyrrverandi bankar- áðsmaður, og Halldór Á. Guðbjarnarson, fyrrum bankastjóri, komu fyrir dóminn. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum. Helgi V. Jóns- son hrl, verjandi Halldórs Guðbjarnarsonar lýsti þeirri skoðun sinni við dómara að sérfróða meðdómsmenn með þekkingu á endurskoðun og bankastarfsemi vantaði í dóminn í þessu flókna máli og kvaðst telja að af þeim sökum væri möguleiki á að Hæstiréttur ómerkti dóm sakadóms í máiinu. Dómarar svöruðu því til að möguleiki væri að dómkveðja matsmenn um einstaka þætti málsins en sögðu að erfítt yrðj að finna tvo hæfa meðdómsmenn í þessu máli sem teygði anga sína víða og snerti mörg sérsvið. Sigurþór Charles Guðmundsson sem ákærður er fyrir hlutdeild í rangfærslu skjala og brot á lögum um hlutafélög með því að hafa lát- ið endurskoðanda félagsins í té til- búið skjal um eignfærðan upphafs- kostnað vegna Atlantshafssiglinga Hafskips. Sigurþór sagði ákæruna ranga og að hann hefði talið þegar hann útbjó bréfið að hann væri að gera rétt. Fyrir hann hefðu verið lagðar beiðnir frá endurskoðanda um að taka saman áætlaðan ferða- kostnað sem félli til í tengslum við undirbúning að Atlantshafssigling- um þar sem ákveðið hefði verið að sá hluti ferðakostnaðarins skyldi færðir til eignar og gjaldfærður á lengra tímabili. Sér hafi verið sagt að útbúa bréf með umræddum tölum og afhenda endurskoðanda félagsins það. Upphæðir í bréfinu hafi verið byggðar á bókhaldi fé- lagsins. Arnbjörn Kristinsson bankaráðs- maður í Útvegsbanka íslands frá 1981 til 1985 hafnaði ákærum gegn sér fyrir að hafa sýnt af sér sak- Svavar Gestsson spáir vinstri stjórn eftir kosningar: Vona að þeir hóti þessu sem oftast - segir Þorsteinn Pálsson SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, segir að það þurfi að stefha að því að halda vinstri stjórninni saman út kjörtímabilið og stofha hana að nýju eftir næstu kosningar. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Þjóðviljanum í gær. Svavar segir í viðtalinu að vinstrimenn þurfi að ná saman, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Kvenna- listi. „Allt þetta lið þyfti að ná saman og það væri fullkomin tíma- skekkja ef Sjálfstæðisflokkurinn færi að hirða stórfelldan sigur í næstu kosningum,“ segir hann. „Þess vegna þurfum við að halda út með þessa stjórn og mynda hana aftur eftir næstu kosningar. Það væri i fyrsta sinn sem vinstri- stjórn væri mynduð aftur eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf getað treyst því að þótt hann detti út úr stjórnarráð- inu eftir einar kosningar, komi hann inn eftir þær næstu. Það væri þvílíkt rothögg á íhaldið ef tækist að halda því fyrir utan stjórnarráðið í eitt kjörtímabil í viðbót, að það markaði kaflaskil í islenzkum stjórnmálum og það þarf að takast.“ „Eftir að Ceausescu er fallinn eru ekki mikið fleiri eftir af því liði í valdastólum aðrir en Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson,“ sagði Þorsteinn Páls- . son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, er hann var spurður álits á þessum ummælum. „Ég býst við því að það sé ekki fil vinsælda fallið hjá fólkinu í landinu að senda því hótun af þessu tagi sem jóla- kveðju.“ Er Þorsteinn var spurður hvort hann ót.taðist ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn einangraðist eftir næstu kosningar, sagði hann: „Ég vona að þeir sameinist um að hóta fólkinu í landinu þessu nógu oft, því að það gæti endað með að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta út á það.“ næma vanrækslu við yfirstjórn bankans og eftirlit með starfsemi hans og að hafa látið hjá líða að fylgjast með skuldbindingum og tryggingum vegna viðskipta bank- ans við Hafskip. Hann sagði að yfirleitt hefðu málefni einstakra Viðskiptavina ekki borið á góma á bankaráðsfundum en þó hefðu mál- efni Hafskips þar stöku sinnum verið rædd. Hann sagði að sér hefði á þv? tímabili sem hann sat í ráðinu ekki verið fullkunnugt um umfang viðskipta Hafskips við bankann fyrr en á haustdögum 1985 er hann hefði óskað eftir skriflegri skýrslu um viðskiptin. Fram að því hefðu allar upplýsingar verið veittar munnlega. Hann sagðist telja það samkvæmt lögum og reglum í verkahring bankastjórnar að fjalla um lánveitingar og ganga úr skugga um að veð séu til fyrr skuld- bindingum viðskiptavina. Hann hefði hins vegar talið það í sínum verkahring sem bankaráðsmanns að fylgjast með störfum banka- stjórnar. Þá sagði Arnbjörn það áreiðanlegt að um málefni Hafskips hafi verið fjallað í bankaráðinu fyr- ir 1. mars 1985 en þá segir í ákæru að bankaráðið hafi fyrst tekið mál- ið til umfjöllunar. Halldór Á. Guðbjarnarson sem var bankastjóri Útvegsbankans frá maí 1983 og fram yfir gjaldþrot Hafskips hafnaði með öllu ákærum fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum bankaráðs, sýnt af sér stói-fellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í því er tók til viðskipta bankans við Hafskip. Hann sagði að fjáhags- staða Hafskips hefði ávallt verið erfið á þeim tíma sem hann þekkti til en þó hefði félagið skilað hagn- aði 1983. Staða félagsins hefði versnað á þessum tíma í íslenskum krónum talið vegna stórkostlegra gengisbreytinga, en öll lán hefðu verið í erlendri mynd, áfallinna vaxta og dráttarvaxta en hins veg- ar hefðu nær engar nýjar lánveit- ingar átt sér stað. Þá sagði hann að inni í yfirliti ákæruvaldsins yfir skuldir Hafskips við Útvegsbank- ans væru viðskiptavíxlar sem keyptir hefðu verið af fyrirtækinu og væru því í raun skuldir annarra. Þær tölur væru því úr lagi gengnar eins og svo margt í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Þá sagðist Halldór ítrekað hafa mótmælt því að hann hefði vanrækt að kanna gögn sem borist hefðu frá Hafskip. Hann hefði þvert á móti legið yfir gögnum frá Hafskip og athugað þau gaumgæfilega. Hann sagðist ráða af gögnum málsins að ákæruvaldið teldi þessa meintu ván- rækslu hafa byggst á því að áætlan- ir hefðu ekki verið sendar hagdeild bankans. Það væri fjarstæða. Tveir þriggja bankastjóra hefðu verið við- skiptafræðimenntaðir og sá þriðji hefði haft áratugareynslu af banka- störfum. Segja mætti að starfslið hagdeildar hefði frekar notið kennslu og ráðgjafar bankastjórn- arinnar en öfugt. Um nánari um- fjöllun um ákæruatriði vísaði Hall- dór að svo stöddu til skýrslna sinna við rannsókn málsins og fyrrgreind- ar skýrslu bankastjóranna sameig- inlega. Álviðræður: Áherzla lögð ásamstarfvið Evrópumenn JÓN Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, segir að fúndur hans með forsvarsmönnum sænska álfyrirtækisins Gránges og hollenska álfyrirtækisins Ho- ogovens í Kaupmannahöfn á miðvikudag hafi verið mjög jákvæður. „Mennirnir eru staðráðnir í því að halda áfram og við munum leggja mikinn kraft í það að finna evrópskan þriðja samstarfsaðila," sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið. Iðnaðarráðherra sagði að með því að leita fyrst og fremst eftir evrópskum þriðja aðila væri alls ekki verið að hafna möguleikan- um á samstarfi við bandaríska álfyrirtækið Alumax. „Ég tek það fram að fulltrúar Granges og Hoogovens lýstu því báðir yfir að þeim litist mjög vel á Alumax," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.