Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989
NCBAAflfl
„ þegcvr þti ert J?úiiík\ meá barnié, mqr)d‘
'Qg \/Uja. iá-iu. breylct nafninu minu i'
Hermarxn.'[
Ást er ...
\ \ >
... skínandi björt.
TM Reg. U.S. Pat Otf. —all rights reserved
• 1989 Los Angetes Times Syndicate
Ég lærði það í dag, að hinir
fá helmingi meiri vasapen-
ing en ég.
Með
morgnnkaffinu
Ég man eftir þessu þegar
ég skrifa mina ævisögu.
Gleymið ekki farþegunum
Til Velvakanda.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvers vegna það er ekki hægt að
losa sig við farangur strax á flug-
vellinum í Reykjavík þegar flogið
er utan frá íslandi. Fyrst þarf mað-
ur að rogast með töskurnar út að
rútubíl í porti á bak við Hótel Loft-
leiðir og síðan taka þær aftur í
Keflavík og bera þá hlassið inn í
flugstöðina. í Bandaríkjunum getur
maður víðast hvar losað sig við
ferðatöskur við gangstéttarbrún
fyrir utan flugstöðvar. Þar fara
töskurnar til dæmis beint úr leigubíl
í hendurnar á þar til skóluðum
mönnum sem merkja farangurinn
og koma honum á réttan stað. Það
tekur innan við fimm mínútur að
losa sig við hann, enda einfalt mál.
Þetta er farþegum mjög í hag því
fæstir hafa ánægju af að rogast
með töskur. Er það skortur á sam-
keppni eða beint hugsunarleysi sem
veldur því að það er ekki boðið upp
á þessa þjónustu á íslandi?
Mér datt líka skortur á sam-
keppni í hug þegar ég sat strandað-
ur ásamt 250 öðrum farþegum á
Keflavíkurflugvelli hinn 6. október
síðastliðinn. Allir hafa ekki taugar
í 12 tíma strand um miðja nótt á
leiðinni frá Lúxemborg til New
York. Farþegarnir urðu að bíða án
þess að eiga sér nokkurrar undan-
komu auðið vegna smábilunar í
blöndungi á brennsluhreyfli. Ég las
á meðan ég beið að Flugleiðir ætla
sér að fara að flytja Evrópubúa svo
til beint til Bandaríkjanna, aðallega
til Washington. Mér skilst að þeir
vonist til að fólk sem á meira und-
ir sér en auralitlir prófessorar og
blankir stúdentar nýti sér þjón-
ustuná. Sú spurning vaknaði í huga
mér hvort það væri hægt þegar
engar varaflugvélar eru fyrir hendi.
Ef tvær vélar nægja til að sinna
fluginu tæknilega séð finnst mér
að það þurfi minnst eina til að sinna
sálfræðilegri hlið farþeganna. 12
tíma fangelsun er nokkuð sem allir
farþegar láta ekki bjóða sér upp á
til lengdar. Þetta var öðruvísi í
gamla daga. Þá tók fimmtán tíma
að fljúga til New York svo tíma-
skynjunin var önnur. Þá þótti líka
fínt að fljúga og tólf tímá seinkun
gerði flugið bara enn fínna. En
þetta er liðin tíð.
Ég mun fljúga áfram með Flug-
leiðum, þessu nýja óskabarni þjóð-
arinnar. Ég óska flugfélaginu alls
góðs. En Flugleiðamenn, gleymið
aldrei aðalatriðinu í skipulagsvinnu
ykkar og bollaleggingum, nefnilega
farþegunum. Það eru jú farþegarn-
ir sem þetta ætti allt að snúast um.
Að lokum er rétt að geta þess að
okkur var öllum boðið upp á mat á
Hótel Loftleiðum í Reykjavík um
prísundamóttina. Það stytti vissu-
lega hina miklu bið.
Baldur Elíasson
Borgara-
flokksmenn
Til Velvakanda.
Eins og kunnugt er, hafa Borg-
araflokksmenn iðkað það í seinni
tíð að tala miðlungi vel um þann
mann, sem þeir eiga mest að þakka,
Albert Guðmundsson. Sumir þeirra
hafa talað stundarhátt, en aðrir í
hálfum hljóðum að tjaldabaki. Sem
hliðstæðu má einnig nefna bókun
þeirra varðandi ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar í vaxtamálum nú ný-
verið. An efa var sú bókun gerð til
að sýnast þar saklausir. Telja ýmsir
sig greina vott af Votmúlafnyk af
þessu hvoru tveggja.
Nú hefur fjármálaráðherra á lofti
ráðgerðir um að þrengja að kírkj-
unni fjárhagslega. En kirkjan er sú
stofnun, sem reynst hefur hérlendis
traustust allra í nær þúsund ár.
Ekki kemur þessi ráðagerð með
öllu á óvart, því að forveri Alþýðu-
bandalagsins, Kommúnistaflokkur-
inn, hafði það lengi á stefnuskrá
sinni, að leggja kirkjuna í rúst. En
nú spyija menn: Hvar eru Borgara-
flokksmenn? Ætla þeir ekki einu
sinni að gera „bókun“ í málinu?
Margrét Jónsdóttir
Þessir hringdu ..
Engin þörf á
nagladekkjum
Ökumaður hringdi:
„Lítið hefur heyrst til þeirra
sem töluðu hvað mest um nauðsyn
þess að setja nagaladekk undir
bíla þegar í nóvember. Tilfellið er
nefninlega að engin þörf hefur
verið fyrir nagladekk í allan vet-
ur. Þau hafa hins vegar valdið
miklu tjóni á götum borgarinnar
og sjálfsagt úti á vegum einnig.
Spurningin er hvort ekki sé kom-
inn tími til að banna þessi skað-
ræðis dekk sem koma að tiltölu-
lega litlu gagni í hálku.“
Hvað þá?
Jóhann Þorsteinsson hringdi:
„Vetjandi Magnúsar Thorodds-
en hefur gagnrýnt dóm hæstarétt-
ar. Ef nú dómurinn hefði hljóðað
svo: Ákærði skal vera sýkn af
öllum ákærum hins opinbera og
halda stöðu sinni. Málskostnaður
í héraði og fyrir hæstarétti greið-
ist úr ríkissjóði. Spurning: Hvað
þá?“
Jólakveðjur
Kona hringdi:
„í hálfa öld hef ég heyrt til-
kynningar frá Ríkisútvarpinu í
sambandi við sendingu jólakveðja,
að þær megi ékki vera í bundnu
máli. Og spurningin er: Hvers
vegna?“
Gullkeðja
„Löng gullkeðja tapaðist í
nóvember, annað hvort við Skóg-
arhlíð eða í gennd við Klapp-
arstíg. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 72348.
Kvenúr
Kvenúr fannst fyrir þremur vik-
um á bílaplaninu við Hús verslun-
arinnar og getur eigandi vitjað
þess hjá Skómarkaðinum Hverfis-
götu 89.
Víkverji skrifar
að er fróðlegt að fylgjast með
því hvemig verslun í höfuð-
borginni þróast. Þungamiðja verslun-
arinnar hefur óneitanlega færst aust-
ar á bóginn með tilkomu verslunar-
samsteypunnar í Kringlunni. Hins
vegar hafa kaupmenn við Laugaveg
varla þurft að kvarta undanfamar
vikur. Þrátt fyrir kulda sl. daga hef-
ur veðrið leikið við þá og vegfarend-
ur og verslun verið blómleg. Á hinn
bóginn sér Víkveiji, að verslun við
Austurstræti er ekki jafn kröftug og
kemur sjálfsagt margt til. í fyrsta
lagi, og það skiptir örugglega mestu,
em ýmsar stofnanir, s.s. bankar,
mjög fyrirferðamiklar í götunni, fylla
nánast húsaröðina að norðan. Svo
má velta því fyrir sér hvort það er
hugsanlegt að það dragi úr aðdráttar-
afli götunnar, að bílaumferð skuli
ekki leyfð í eystri enda hennar.
XXX
Nú um jólin kemur í Ijós að kjör
margra á íslandi eru orðin það
bág, að fátækt er ekki lengur hugtak
með tilvísun til fortíðar, heldur blá-
kaldur vemleiki fjömargra fjöl-
skyldna. Verst er til þess að hugsa,
að íslensku efnahagslífi skuli ekki
leyft að dafna eðlilega, heldur sé því
stýrt með svokölluðu handafli og
þrengingamar að stærstum hluta
vegna aðgerða stjómvalda. Slíkar
stjómunaraðferðir em þekktastar frá
Austur-Evrópu og hafa valdið því að
áður stöndug ríki em nánast gjald-
þrota og fólk býr við viðvarandi
skort. Eina leiðin sem menn sjá þar
nú út úr vandanum, þegar nýir frels-
isvindar blása, er að létta af ríkis-
forsjánni og taka upp markaðsbú-
skap. íslensk stjómvöld fara hins
vegar í öfuga átt og uppskera í sam-
ræmi við það.
xxx
*
Ikvöld lýkur búðarkapphlaupinu,
jólin nálgast og það ljós sem þau
fela í sér. í íslensku skammdegi hef-
ur djúpur boðskapur ljóssins áþreif-
anlega skírskotun til hvers og eins.
Myrkrið er jafn þrúgandi af hvaða
völdum sem það er. Boðskapur ljóss-
ins er sterkur, en gerir jafnframt
miklar kröfur til sérhvers þroskaðs
manns: „að þér elskið hver annan“.
Velferðarkapphlaupið hefur leitt
margan manninn á villigötur og á
stundum hafa vindar þjóðfélagsins
blásið þannig, að sá er mestur sem
lengst kemst, jafnvel þótt hann troði
á samborgurum sínum. Samkvæmt
kristinni trú vinnst ekki sigur með
því sem vinnst á annarra kostnað,
heldur tapar sá sem þannig kemur
fram. Styrkur okkar litla samfélags
felst í samhjálpinni, að við sjáum í
náunga okkar bróður eða systur, sem
er okkur viðkomandi; sem við deilum
kjörum með og látum okkur annt
um. Efnisleg gæði sem við hvert um
sig eigum og njótum eru ekki til
okkar komin fyrir eigin rammleik
eingöngu, heldur vegna vinnu og
þjónusta annarra einnig. Mennimir
eru hver öðrum háðir. Höfuðborg-
arbúar og landsbyggðarfólk á í
grundvallaratriðum sömu hagsmuna
að gæta, sem og atvinnurekendur
og launþegar. Við eram ein fjölskylda
og verðum að leysa okkar mál eins
og við annars myndum gera heima
við eldhúsborðið.