Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 * Gunnar Olafiir Gunn- arsson - Mmning Fæddur 8. júlí 1946 Dáinn 6. desember 1989 Þau sviplegu tíðindi bárust mér í gær að vinur minn, Gunnar Ólafur Gunnarsson, hefði orðið bráðkvadd- ur á heimili móður sinnar í Hamrahlíð 23 þann 6. desember síðastliðinn. Hann fæddist í Reykjavík 8. júlí 1946 og var því liðlega 43 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Gunnars II. Ólafssonar arkitekts og starfs- manns borgarverkfræðings og Þor- bjargar S. Sigurbergsdóttur sjúkra- liða. Auk Gunnars eignuðust þau 2 dætur, þær Þórunni og Ingibjörgu, sem báðar eru búsettar í Reykjavík. Gunnar var aðeins 12 ára gamall þegar faðir hans féll frá, og hlýtur það að hafa verið þungt áfall ungum dreng sem og fjölskyldunni allri. Það *hlýtur að teljast kaldhæðni örlaganna að þeir feðgar skuli báð- ir falla frá á sama aldursári en fað- ir Gunnars var einnig 43 ára er hann lést. Það varð hlutskipti móð- ur þeirra að standa ein uppi með 3 börn sem vart voru af barnsaldri, og hefur það ekki verið auðvelt hlut- skipti. Þorbjörg móðir hans lifir son ■•fceinn og er nú 73 ára að aldri. Gunnar ákvað snemma að feta í fðtspor föður síns og læra arkitekt- úr. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík, og að því námi loknu hélt hann til náms í arkitektúr við Tækniháskólann í Þrándheimi. Ekki auðnaðist honum að ljúka því ætl- unarverki og varð að hætta námi eftir 1 ár vegna veikinda, sem fylgdu honum æ síðan. Gunnar dvaldist síðustu mánuði ævi sinnar aðallega á Vistheimilinu Asi í Hveragerði, þar sem hann hafði eínnig dvalið um tíma áður. Hann var lengst af búsettur hjá móður sinni í Hamrahlíð 23 og þar beið hans ávallt tilbúið herbergi. Tveim dögum fyrir andlát sitt kom hann þangað með allt sitt hafurtask og vildi þar með helja nýtt líf. Ekki auðnaðist honum það en honum auðnaðist þó að ljúka lífi sínu á þeim stað, sem hann leit alltaf á sem heimili sitt. Það er september árið 1969. Við erum 6 ungir íslendingar að hefja nám fjarri heimaslóðum í Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi. Við höldum hópinn frá upphafi og einhvern fyrstu dagana er farið saman að skoða Þrándheimsdóm- kirkju. A leiðinni heim slæst ég í för með einum félaga minna og við berum saman bækur okkar, hús- næðismál, áform og vonir. Þetta verður upphafið að varanlegri vin- áttu, sem átti eftir að endast alla ævi. Og þessi félagi minn var Gunn- ar Ólafur Gunnarsson sem nú er látinn langt fyrir aldur fram. Fyrir ungan mann, nýskriðinn úr menntaskóla, er ekkeit auðvelt að hefja langan námsferil langt frá ættlandi og fjölskyldu, og því reynd- ust kynni okkar Gunnars mikið lán fyrir mig, og gerði mér auðveldara að þreyja langan vetur. Við urðum nánir vinir og eyddum flestum okk- ar frístundum saman. Báðir vorum við með „hýbel“ úti í bæ, eins og það var kallað, og bjuggum skammt hvor frá öðrum. Þegar lestri lauk t Útför eiginmanns míns, ÞORLÁKS GUÐMUNDSSONAR, Sólheimum 25, ' ferfram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. desember kl. 15.00. Ingibjörg Guðmundsson. t Maðurinn minn, STEFÁN A. PÁLSSON, Stigahlíð 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 21. desember. Hildur E. Pálsson. t Bróðir okkar, ÓSKAR JÓNSSON, Rauðarárstíg 38, lést á heimili sínu 21. desember. Ragnar Jónsson, Þórdís Todda Jónsdóttir, Egill Jónsson. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN S. GUÐJÓNSSON, Dvalarheimilinu Hlif, Isafirði, andaðist á Landakotsspítala 22. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Jakobsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, JÓNS SIGURGEIRS VIGFÚSSONAR. Vigfús Þór Jónsson, Ólöf Karlsdóttir, Árný Vigfúsdóttir, Jón Þór Vigfússon. á kvöldin var því oft skotist á milli og drukkið saman ketilkaffi sem við lærðum báðir að meta. Þessi fyrsti vetur var einstaklega harður og fór frost niður í 17 stig, og var því oft kalt hjá mér í gömlu, illa einangruðu timburhúsi. En hjá Gunnari félaga mínum var alltaf funhiti, því þar var koksofn sem kynntur var óspart kvölds og morgna. Það var því oft freistandi að sitja þar við fram eftir kvöldi, þangað til ég varð að taka í mig kjark og halda út í kuldann. Mér dettur í hug að þetta lýsi vel mann- inum, Gunnari, hann vildi hafa heitt í kringum sig bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hann var ör í skapi, kröfuharður á umhverfi sitt, og kærði sig ekki um neina hálf- velgju. Hann var lífsþyrstur, vildi reyna allt og meðalhóf var ekki í hans eðli. Og það varð honum stundum til tjóns, því stundum varð áfergjan svo mikil, óþolinmæðin svo sterk að hann gat ekki beðið og tækifærin fóru framhjá. Þessi skapgerðareinkenni komu skýrt fram í vinnu. Hann sagðist hafa unnið mikið i steypuvinnu á sumrin heima og það átti greinilega vel við hann. Þetta er átakavinna þar sem unnið er meðan stætt er ef þess gerist þörf. Það er verkefn- ið sem ákvarðar tímann, ekki tíma- lengdin sem ákvarðar stærð verk- efnis. Eins var hann í starfi sínu við úrlausn verkefna. Nám í arki- tektúr gerir miklar kröfur til nem- enda um öguð og sjálfstæð vinnu- brögð. Námið byggist strax á fyrsta ári mikið til á úrlausnum sjálf- stæðra verkefna, eða verkefna unn- um af hópi nemenda. í náminu var Gunnar skorpumaður eins og í öðru, og vann að verkefnum sínum inest heima og þá gjarnan langt fram eftir nóttu. Undraðist ég oft hveiju hann hafði afkastað á einu kvöldi, og að svo miklu leyti sem ég var dómbær á það sem ég sá, fannst mér það bera vott um mikið hug- myndaflug og færni í teikningu. Enda voru aðeins þeir bestu sem fengu inngöngu í arkitektadeildiria eftir að hafa þreytt sérstakt inn- tökupróf vorið áður. Þennan vetur í Þrándheimi gerð- um við ýmislegt til skemmtunar milli þess sem við stunduðum nám- ið. Flesta sunnudagsmorgna var Gunnar mættur heima hjá mér eld- snemma, því hann var morgunhani en ég aftur á móti morgunsvæfur. En það var engin miskunn og hann hló bara að kveinstöfum mínum yfir að þurfa að drattast fram úr rúminu. Sunnudögunum eyddum við svo í hinar og þessar skoðunar- ferðir um Þrándheim og nágrenni, því af nógu var að taka í svo sögu- frægum bæ. Við fórum meira að segja eina helgina til Röros en þar er smábær sem hefur staðið nánast óbreyttur frá því á síðustu öld og er einstakur minnisvarði um bygg- ingastíl þess tíma. Og mér finnst trúlegj; að það hafi verið Gunnar sem dró mig þangað tregan, en hugfanginn af staðnum eftir á. Kvikmyndahúsin voru stunduð af kappi, því það var eitt af því sem „blankir“ stúdentar gátu veitt sér. Og eins og gengur og gerist var kneyfaður bjór þegar tilefni gafst og auraráð leyfðu, annaðhvort við tveir eða í hópi annarra íslendinga á staðnum, sem voru fjölmargir. Gunnar hafði ríkt skopskyn og var fundvís á það skoplega í fari sam- ferðamanna sinna og reyndar einn- ig hjá sjálfum sér. Og ógleymanleg- ur er hrossahlátur hans við slík tækifæri, sem gat hrifið alla með sér. Það var því mikið skarð fyrir skildi í félagahópnum þegar Gunnar hætti óvænt námi eftir að hafa lok- ið 1. ári með góðum árangri. En þá fór að bera á þeim veikindum sem urðu hans förunautur upp frá því. Vinskapur okkar hélt þó áfram þrátt fyrir að við værum hvor í sínu landinu. Eftir heimkomu héldum við uppteknum hætti og létum aldr- ■ ei langan tíma líða milli samfunda, þótt veraldarvafstur síðari ára hafi gert þá sífellt strjálli. í öllum sínum veikindum barðist Gunnar hetjulegri baráttu og hann varðveitti alla tíð óbreyttan sinn innri mann. Það var aldrei mjög djúpt á því hjá honum, að sjá hið skoplega við tilveruna bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Einnig hélt hann óskertri hugsun og minni og viðhélt áhuga á þjóðmálum og öðm því sem gerðist í kringum hann. Gunnar kvæntist aldrei og eignaðist engin börn en tók í þess stað ást- fóstri við systurbörn sín. Hin síðari ár fór hann að fá áhuga á trúmálum og held ég að það hafi gefið honum styrk í erfiðleikum hans. Eg minnist Gunnars sem trausts vinar; sem fordómalauss og fróð- leiksfúss manns; sem manns með sterkar langanir og lífskraft, sem 'ekki fékk að njóta sín. Ég votta móður hans og systrum mína inni- legustu samúð á þessum erfiðu dög- um. Réði sá er ræður rökum alda, ástríkur faðir, alls vitandi. Því skal traustri trú trega binda, frænda sviptur framar þreyta. (Jónas Hallgrímsson) Egill Þór Einarsson Nú héðan á burt í friði ég fer 6, faðir, að vilja þínum, í huga er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. (Luther, Sb. 1589, H.Hálfd.) Oli frændi er dáinn. Þessi ljúfi og góði maður sem öllum vildi vel. Hann varð aðeins 43 ára, það er ekki löng ævi, en hann var búinn að vera veikur frá því að hann var ungur maður. Nú eru þau veikindi að baki og hann er kominn til pabba síns, sem lést líka þegar hann var 43 ára og ég er þess fullviss að þeir eru sam- an núna og þeim líður báðum vel hjá Guði. Gunnar Ólafur var sonur hjón- anna Gunnars H. Ólafssonar arki- tekts, sem lést árið 1959, og Þor- bjargar S. Sigurbergsdþttur sem enn er á lífi. Gunnar Ólafur átti tvær eldri systur, Ingibjörgu og Þórunni, móður mína. Óli frændi var hæfileikaríkur maður og hann var sannur listamaður í höndunum. Hann hefði getað orðið góður arki- tekt, en vegna veikinda sinna gat hann ekki lokið því námi. Óli frændi var óvenju greindur maður og það var leitt að hann gat ekki notað þessa hæfileika sína. Ég á margar góðar minningar urn ðla frá því ég var barn. Óli var tíður gestur heima hjá foreldrum mínum og hann passaði mig og bróður minn þegar foreldrar mínir voru að heiman. Óli kom oft til okkar í hádegis- mat á sunnudögum, en hann hafði mikið dálæti á matnum hjá mömmu og kallaðf hann „sunday special“. Mamma og Óli voru mjög náin systkini alla tíð og í bernsku voru þau bestu vinir. Seinustu árin dvaldi hann að Ási í Hveragerði, en átti þó alltaf heimili hjá móður sinni. Ég man eftir okkar síðustu fund- um í sumar, þegar hann heimsótti okkur í sumarbústað að Snæfoks- stöðum, þar sein öll flölskyldan var samankomin og mun ég geyma þá minningu í hjarta mínu. Guð blessi Gunnar Ólaf Gunnars- son og Guð blessi móður hans, sem er í mikilli sorg. Elsku amma, mundu að hann er kominn til pabba síns og ég veit að honum líður vel núna. Guð blessi alla aðstandendur hans. Sigrún Hrafhsdóttir Alþýðuflokksfélag Kópavogs 40 ára Alþýðuflokksfélag Kópavogs verður 40 ára þann 27. desem- ber nk. Þegar Alþýðuflokksfélagið var stofnað 1949 var Kópavogur orð- inn sjálfstætt hreppsfélag, en hafði áður verið hluti af Seltjarnar- neshreppi. Fyrsti formaður var Pétur Guðmundsson. Félagið hef- ur boðið fram í hreppsnefndar- og bæjarstjórnarkosningum alla tíð síðan. Fyrsti fulltrúi í hreppsnefnd var Þórður Þorsteinsson, hrepp- stjóri á Sæbóli. t Innilegar þakkir til allra er sýndu hlýhug og samúð við fráfall og útför KRISTÍNAR S. STEINSDÓTTUR, Hvassaleiti 23. Steina Haraldsdóttir Williams, Pálma Steinsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Kristin Hjörvar, Pálfna Karlsdóttir. Lengst af hefur Alþýðuflokks- félagið annast útgáfu á Alþýðu- blaði Kópavogs eða frá því 1954. Félagið á og rekur í samvinnu við nokkra félagsmenn félags- heimili í Hamraborg 14a. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar hlaut flokkurinn 3 bæjarfull- trúa (af 11) kjörna í bæjarstjórn Kópavogs, þau Guðmund Oddsson, Rannveigu Guðmundsdóttur og Huldu Finnbogadóttur. I bæjar- stjórn hafa þau Kristinn Ó. Magn- ússon og Sigríður Einarsdóttir komið í stað Rannveigar Guð- mundsdóttur, sem hefur tekið sæti á Alþingi, og Huldu Finn- bogadóttur, sem dvelur erlendis. Stjórn félagsins skipa nú: Gunn- ar Magnússon formaður, Ólafur Guðmundsson varaformaður, Bjarni Pálsson gjaldkeri, Helga Jónsdóttir ritari og meðstjórnend- ur Gerður Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Arnþór Sigurðsson. í tilefni afmælisins hefur Al- þýðuflokksfélag Kópavogs opið hús milli kl. 17.00 og 19.00 í Fé- lagsheimili Kópavogs, 1. hæð, þann 27. desember. Allir eru vel- komnir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.