Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 40
Verslunum verður lokað á aðfangadag VERSLANIR í miðbænum og Kringlunni verða lokaðar á að- fangadagsmorgun, sem nú ber upp á sunnudag. I dag, Þorláks- messu, er opið til kl. 23. Að sögn Guðlaugs Bergmanns eins af forsvarsmönnum Miðbæjar- samtakanna, hafa samtökin farið þess á leit við kaupmenn í mið- bænum, að þeir hafi lokað á að- fangadag, þar sem hann ber upp á sunnudag að þessu sinni. Þess í stað hafa verslanir haft opið fram eftir kvöldi bæði í Kringlunni og í miðbænum síðustu daga. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson JOL I REYKJAVIKURHOFN Nær allar fleytur landsmanna eru nú í höfn, enda jólahát- íðin að færast yfir. Ró, samfara ljósadýrð, er því yfir Reykjavíkurhöfn og njóta sjómenn hátíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar. ^Gamlárskvöld: DAGUR TIL JÓLA Arið lengt um sekúndu ÁRIÐ 1989 verður lengt um eina sekúndu á gamlárskvöld. Það er ekki nýtt að ár sé lengt um eina sekúndu. Síðast var það gert 31. desember 1987, en þar áður í júní -t!985 og 1983. Ár eru yfirleitt lengd á miðju ári eða þá um ára- mót á eins til tveggja ára fresti til að stilla af snúning jarðar og klukku. Þorsteinn Sæmundsson, prófessor við Háskóla íslands, sagði að jarð- snúningur breyttist smátt og smátt. Jörðin hægir á sér. Stjörnufræðingar fylgjast vel með því, með að kanna afstöðu hnatta úti í himingeimnum með stjörnusjónaukum. Fylgjast þar með hinum ýmsu þáttum úti í geimn- um. Breyta þarf klukku á eins til tveggja ára fresti og sagði Þorsteinn að sennilega yrði ár næst lengt um eina sekúndu í júní 1991. Akureyrin hefur fískað fyr- ir rúman hálfan milljarð hvaða hætti þau hafa getað nýtt sér heimildir til veiða á öðrum fiski- tegundum, svo sem rækju, síld og grálúðu. Skip, sem þar gætu verið í fararbroddi, eru Pétur Jónsson RE, Helga II RE, Hákon ÞH og Jón Finnsson RE. Þessi skip hafa nýtt sér margvíslegar veiðiheimildir, svo sem rækju, grálúðu og síld. Guðbjörgin fiskar fyrir meira en flestir frystitogararnir aður afli, en þau, sem góða afkomu hafa, geta keypt sér veiðiréttindi. Því er samanburður á árangrinum hæpinn. Ákureyrin hefur skilað meiri afla á land en nokkurt annað frskiskip, tæplega 6.300 tonnum. Næst kem- ur Guðbjörg með tæp 6.200 tonn að verðmæti tæpar 350 milljónir króna. Stór hluti afla Guðbjargar- innar hefur verið sendur utan ísað- ur í gámum og hefur það hækkað verðmæti aflans verulega. Örvar frá Skagaströnd hefur'aflað um 5.400 tonna að verðmæti 450 milljóna króna. Nokkrir ísfisktogarar munu vera á þessu róli hvað afla varðar, en verðmæti hans er mun lægra vegna þess hve miklu þeir hafa landað heima. Þeir togarar, sem selja afla sinn erlendis, fá ætíð meira fyrir hann en þeir, sem landa heima. Því má segja að samanburður sé hæpinn. Stóru togararnir frá suðvesturhorni landsins hafa náð góðum árangri á erlendu fiskmörkuðunum og skila þeir miklum verðmætum í þjóðar- búið. Eftir því, sem næst verður komizt, eru efstir þeirra Viðey RE með 243 milljónir og Ögri RE með 220. Mörg svokallaðra nótaveiðiskipa, loðnuskipa, hafa náð góðum ár- angri þrátt fyrir að loðnan hafi ekki veiðzt í haust. Áreiðanlegar upplýsingar um gang þeirra hafa ekki náðzt, en nokkur skip skara þó fram úr. Þar skiptir mestu með Flugleiðir hf.: Sótt um 10% hækkun fargjalda FLUGLEIÐIR hf. telja að fargjöld í innanlandsflugi þurfl að hækka um 10% um næstu áramót og verður beiðni um þessa hækkun send verðlagsyfirvöldum hið fyrsta, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafull- Jrúa félagsins. Auk hækkunar á kostnaði ýmissa rekstrarliða, veldur virðisaukaskattur mestu um hækkunarþörfina, segir Einar. Virðisaukaskattur kemur á öll aðföng, þar á meðal á eldsneyti og önnur aðföng sem ekki bera sölu- skatt í dag. Veldur virðisaukaskatt- urinn hækkunarþörf sem nemur um 3% og að viðbættri hækkun lending- argjalda er hækkunarþörfin orðin -»jm 4%, segir Einar. Þá hafa orðið verðhækkanir á eldsneyti og öðrum kostnaðarliðum, þannig að heildar hækkunarþörfin er um 10%. Formlegt erindi með beiðni um þessa verðhækkun hafði ekki verið send verðlagsyfirvöldum í gær, en það verðurgert hið fyrsta. Verði 10% hækkun á fargjöldun- um mun kosta um 900 krónum meira að fara báðar leiðir á flugleið- inni Reykjavík-Ísafjörður, fargjald- ið hækkar þá í um 9.920 krónur með flugvallarskatti. Báðar leiðir Akureyri-Reykjavík hækkar þá gjaldið um tæpar þúsund krónur og verður um 10.605 krónur, Egils- staðir-Reykjavík hækkar um tæpar tólf hundruð krónur í 14.059 og Vestmannaeyjar-Reykjavík báðar leiðir hækkar um sex hundruð krón- ur í um 6.990 krónur. Þessar tölur eru allar miðaðar við fargjald fyrir fullorðinn án afsláttar. Einar' Sig- urðsson segir að tæplega helmingur farþega í innanlandsflugi ferðist á þeim fargjöldum, ríflega helmingur kaupi einhvers konar afsláttarmiða. FRYSTITOGARAR skila enn meiri verðmætum á land en önnur fiski- skip. Akureyrin EA ber, eins og undanfarin ár, höfuð og herðar yfir önnur fískiskip, enda heflir útgerð hennar aflað sér meiri heim- ilda til afla en önnur skip. Á þessu ári hefur hún fískað fyrir um 510 milljónir króna. Frystitogarinn Orvar frá Skagaströnd hefúr aflað fyrir 450 milljónir. Guðbjörg frá Isafirði, sem er hefðbundinn ísfisktogari, hefúr skilað afla á land að verðmæti tæpar 350 milljón- ir króna og er í þriðja sæti yfir skipin miðað við aflaverðmæti. Guðbjörgin skýtur þar með aftur fyrir sig öllum öðrum frystitogur- um öðrum en Akureyrinni og Örvari. Skipta má skipum í nokkra flokka eftir gerðum og veiðiheimild- um. Frystitogarar eru fæstir og nýjastir, næst koma svokölluð loðnuskip, þá togarar og loks bát- ar. Frystitogararnir skila að öllum jafnaði mestum verðmætum á land, enda vinna þeir aflann um borð. Kvótinn markar tekjumögulega verulega. Hverju skipi er skammt- Eyjafjöll: 80 sm jafn- fallinn snjór Holti, Vestur-Eyjaíjallahreppi. MIKLA snjókomu gerði snemma í gærmorgun undir Eyjafjöllum á afmörkuðu svæði og er þar nú 80 sm jafn- fallinn snjór. Algjörlega er ófært á milli bæja og útihúsa og erfítt að komast til að gefa skepnum. Áfram snjóaði um daginn og er þessi tíð svo óvenjuleg hér um slóðir að elstu menn muna ekki annað eins. Einstaklega góð tíð var í haust og eru hross víða úti í haga. Menn vona að það geri hláku eða hvessi vind svo hægt verði að bijótast til útihúsa og gefa skepnum. Búið er að moka þjóðveginn en ófært er á alla bæi. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.