Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 4
VEÐUR 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR íDAG, 23. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Norðanátt vestan til á landinu en austan- og suð- austanátt austan til, víðast gola eða kaldi. Snjókoma eða él voru á víð og dreif um mest allt land. Hiti var 1-2 stig með suður- og austurströndinni en 0-5 stiga frost annars staðar. SPÁ: Framan af degi verður fremur hæg austanátt og smáél víða um land, en vaxandi austanátt sunnan til síðdegis. Snjókoma sunn- anlands um kvöldið. Vægt frost norðantil en 0-2 stiga hiti sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á AÐFANGADAG OG JÓLADAG: Hvöss norð-austanátt með snjókomu og vægu frosti norð-vestanlands en mun hægari austan- og suð-austanátt með skúrum eða slydduéljum og 1-5 stiga hita sunnanlands og austan. %'n VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +5 alskýjað Reykjavík -=-1 hálfskýjað Bergen 6 rigning Helsinki 0 alskýjað Kaupmannah. 7 þokumóða Narssarssuaq t4 skafrenningur Nuuk ■=•11 skýjað Osló 4-1 snjókoma Stokkhólmur 09 skýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 17 skýjað Amsterdam 10 rigning Barcelona vangar Berlín 11 aikýjað Chicago 4-24 heiðskírt Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 11 rígning Glasgow 6 skúr Hamborg 11 alskýjað Las Palmas vantar London 8 skýjað Los Ángeles 9 þokumóða Lúxemborg 9 rlgning Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 4-13 léttskýjað Orlando 7 þokumóða París 11 rigning Róm 16 léttskýjað Vín 6 þokumóða Washington 4-15 léttskýjað, Winnipeg 4-32 iéttskýjað \ 25c 68°- 20c I I ú-o-o’f::. ISo „ . : 15°V Þéttur ís (7-9/10) —^T',1 J i |><V°°'o\«£.y-' Mikit snjókoma, ':.v hvassviðri 66o- Látrabjarg 65^- 64°N- o„° »° VL° Mjög gisinn ís (1 -3/10) ooo-;°o° o°°0o°7 °oo '’o°«°„<>Kolbeinsev °° °-oO-o. Mikil snjókoma ísdreifar (< 1 /10) I Þétturís (7-9/10) 0 Grímsey ISKONNUN TF-SYN 22. DES 1989 ísjaðarinn að þéttleika 3/10 er um 55 sjómílur norðaustur af Kolbeinsey og liggur til suðvesturs rétt fyrir austan eyna og þaðan áleiðis að Horoi. Um 15-30 sjómílum norðar er ís að þéttleika 4-6/10. is að þéttleika 9/10 er landfastur frá Munaðarnesi 4-5 sjómílur frá landi að Horni og 7 sjómílur norður af Horni með stefnu á Kögur. A Húnaflóa eru stakir jakar á víð og dreif. Siglingaleiðín fyrir Horn er fær í björtu, tveggja til þriggja sjómílna renna eropin utan við land- fasta ísinn að Kögri og venjuleg siglingaleið þaðan að ísafjarðardjúpi. i rennunni eru jakar á víð og dreif. Ekkert skyggni varfyrirsunnan ísafjarðar- djúp, en reikna má með ísjökum þar á siglingaleið. Eldur um borð í Baldri frá Dalvík ELDUR kom upp í togaranum Baldri EA-108 þar sem hann lá við Dalvíkurhöfh í gærmorgun. Eldsins varð vart um kl. 8.30, og brugð- ust menn þá skjótt við og réðust að eldinum með slökkvitækjum sem um borð voru auk vatnsslöngu frá bryggjunni. Valdimar Bragason hjá Útgerð- arfélagi KEA á Dalvík sagði að kviknað hefði í út frá rafmagnsofni í stakkageymslu. Tjón hefur ekki verið metið, en áætlaði Valdimar að það væri nokkur hundruð þús- und. Aætlanir útgerðarinnar voru þær að eftir fyrstu veiðiferð ársins átti að yfirfara aðalvél skipsins, en Valdimar sagði að vegna þessa yrði byrjunartúr janúarmánaðar felldur niður og skipið færi strax í viðgerð- ina. Skipið var fullt af sóti og óhreinindum vegna mikils reyks. Haukur Haraldsson afgreiðslu- maður togara ÚD, kom fyrstur á vettvang og kvaðst hann hafa heyrt í reykskynjurum er hann gekk um borð, en talið að hljóðið ætti sér aðrar orsakir. „Þegar ég opnaði hurðina inn í forstofuna gekk ég á vegg, það sá ekki handaskil þarna inni vegna svartamyrkurs,“ sagði Haukur. Hann sagðist vera þaul- kunnugur í skipinu og vitað af slökkvitæki innan seilingar sem hann teygði sig í. Er hann hafði tæmt það hélt hann niður í vélarrúm skipsins þar sem hann vissi af slökkvitækjum og sagðist helst hafa treyst sér þangað því þar rataði hann um með lokuð augu. Slökkvi- lið kom fljótt á vettvang, eða um það bil sem Haukur var að tæma slökkvitækið, og réð það niðurlög- um eldsins og gekk það greiðlega. Evrópumót unglinga: Hannes tapaði Arnhem, frá Þráni Vigfussyni, frétta- ritara Morgunblaðsins. HANNES Hlífar Stefánsson tapaði í gær skák sinni fyrir Finnanum Josi Norri á Evr- ópumeistaramóti unglinga. Sovétmaðurinn A. Dreev er einn efstur með 3 'A vinning, en hann gerði jafntefli við Búlgar- ann Topalov. Serper, Agnos og Degraeve geta náð honum að vinningum, en þeir eiga allir jafnteflislegar biðskákir. Mikill vatnselgur var í versluninni Teppaland í gær þegar hitaveitu- lagnir á efri hæð hússins brustu. Vatnsskaði vegna þíðu TÖLUVERÐAR vatnsskemmdir urðu á þremur stöðum í borginni í gærmorgun. Hitaveitulögn gaf sig á efri hæð Suðurlandsbrautar 26 þar sem verslunin Teppaland er til húsa. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang í öllum tilfellum. Talið er að frost- skemmdir í lögnum sé ástæða vatnskaðans. Efri hæð Suðurlandsbrautar 26 hefur um nokkurt skeið staðið auð en áður var þar dansstaður um tíma. Hitaveitulagnir í lofti hússins gáfu sig og flæddi vatn niður á neðri hæð hússins þar sem verslun- in Teppaland er. Töluverðar skemmdir urðu á versluninni. Þá var slökkviliðið kvatt að Hellulandi í Bústaðahverfi þar sem tenging í vaski hafði gefið sig. Húsið stóð autt. Loks var slökkvilið- ið kvatt að skrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 12 þar sem hita- veitulögn á 3. hæð hafði gefið sig. Engin starfsemi fór fram á hæðinni. Talið er að hitaveitulagnir hafi brostið þegar skyndileg þíða tók við af frosthörkunum undanfarna daga. 1 Yi árs fangelsi fyrir árás sem leiddi til dauða 29 ÁRA gamall sjómaður hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangels- isvistar fyrir stórfellda líkamsárás með barsmíðum sem leiddi til dauða roskins manns, einstæðings, sem bjó í sama húsi og hinn dæmdi og fjölskylda hans. Atburðurinn varð í íbúð hins látna í timburhúsi á Flateyri í sept- ember 1986. Sá dæmdi hafði farið þangað til viðræðu við manninn vegna ýmissa erfiðleika í nábýlinu sem meðal annars höfðu komið fram í eldhættu og höfðu vakið ótta yngri mannsins um öryggi fjöl- skyldu sinnar. Þegar eldri maðurinn barði hinn í höfuðið með flösku gekk sá í skrokk á honum og veitti honum áverka sem drógu hann til dauða. Ákæruvaldið ákærði mann-' inn fyrir stórfellda líkamsárás sem leitt hefði til dauða. Með tilliti til aðdragandans, þess að um fyrsta brot mannsins var að ræða og að hegðun hans fyrir og eftir atburðinn hafði verið góð, var hæfileg refsing talin vera fangelsi í 18 mánuði. Sigurður Hallur Stef- ánsson, héraðsdómari í Keflavík, var dómari í málinu samkvæmt umboðsskrá. Veijandi mannsins var Örn Clausen hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.