Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 5 Glöddu gamla fólkið meðjóla- guðspjallinu Selfossi. BÖRN úr Barnaskóla Selfoss fluttu jólaguðspjallið fyrir gamla fólkið á sjúkradeildinni Ljósheim- um eftir að þau höfðu lokið dag- skrá litlu jólanna í skólanum. Um var að ræða upplestur, leik og söng. Þetta gerðu börnin að eigin frumkvæði og ekki annað að sjá en bæði þau og gamla fólkið nytu flutningsins. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Verðlagsstofiiun veitir aðhald og upplýsingar „MÉR vitanlega stendur ekki til að setja vörur og þjónustu undir verðlagsákvæði eða verðstöðvun," segir Georg Olafsson verðlags- stjóri um fyrirkomulag sérstaks aðhalds í verðlagsmálum frá áramót- um í tengslum við upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts. Georg segir að hlutverk Verð- lagsstofnunar yrði að fylgja því eft- ir með aðhaldi og upplýsingamiðlun að vörur og þjónusta lækkaði í verði um áramót eftir því sem breytingar á skattinum gæfu tilefni til. Nefndi hann sem dæmi að virðisaukaskatt- ur yrði endurgreiddur á mjólk, kindakjötí, fiski og græmeti og ættu þessar vörur því að lækka. Einnig ætti ýmis þjónusta að lækka í verði, til dæmis tryggingar og líkamsrækt. Ekki hefði verið rætt um að grípa til breytinga á ákvörðunum við verðlagningu, til dæmis með því að setja vörur eða atvinnugreinar und- ir verðlagsákvæði eða verðstöðvun. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki: Hjúkrunar- ft’æðingarn- ir segja upp Sauðárkróki. VEGNA nýrra laga um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga mun ríkið yfirtaka rekstur bæði sjúkrahúss og heilsugæslu á Sauðárkróki, svo sem annars staðar á landinu, um áramót. Við heilsugæslu í Skagafirði hafa starfað fimm hjúkrunarfræð- ingar en fjórir þeirra hafa nú sagt upp störfum i kjölfar þess að 1. október sl. sagði stjórn heilsugæsl- unnar upp kjarasamningi við þessa starfsmenn sem kvað á um að þeir fengju staðaruppbót greidda á laun sín til samræmis við hjúk- runarfræðinga á sjúkrahúsinu. Að sögn Elísabetar Kemp, sem er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum, hafa fjór- ir af þeim fimm sem sögðu starfi sínu lausu sótt um vinnu á sjúkra- húsinu og munu væntanlega taka þar til starfa 1. febrúar nk. en hafa fallist á að vinna við heilsu- gæsluna lausráðnir frá áramótum og fram til þess tíma. Jón Guðmundsson, einn af stjórnarmönnum Sjúkrahúss Skagfirðinga, sagði ekki neina lausn í sjónmáli varðandi þá þætti heilsugæslunnar sem þessir starfs- menn önnuðust, og mundu þeir ekki skýrast fyrr en hrein skil yrðu á verksviði ríkis og sveitarfé- laga, en það eru aðallega ung- barnaeftirlit, skóla- og heima- hjúkrun. Munu bæjaryfirvöld svo og stjórn héraðsnefndar og heilsu- gæslu hafa af því nokkrar áhyggj- ur að ófremdarástand geti skapast í þessum málum þegar líða fer á veturinn. - BB Siglufjörður: Trausti vita- vörður vann milljón kr. Siglufirði IVausti vitavörður á Sauða- nesi kom á fimmtudag inn í verzlunina Tröð og keypti fimm skafiniða í Háskóla- happdrættinu á 100 krónur hvern miða. Andrés skóf stax af miðunum og viti menn. Á einn miðann vann hann eina milljón. Trausti sagði að það kæmi sér mjög vel að fá þessa pen- inga. Tröð hefur umboð fyrir Morgunblaðið hér í Sigluf irði. Matthías

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.