Morgunblaðið - 23.12.1989, Page 29

Morgunblaðið - 23.12.1989, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Góður hávaði Hljómplötur Árni Matthíasson Blcss, Melting. Smekkleysa. Rokksveitin góðkunna Bless var stofnuð uppúr S/H Draumi seint á síðasta ári, þegar Gunnar Hjálm- arsson og Birgir Baldursson fengu til liðs við sig Ara Eldon fyrrum bassaleikara Sogbletta. Síðan hef- ur sveitinni vaxið ásmegin með hveijum tónleikum og löngu tíma- bært að hún sendi frá sér plötu, þegar Smekkleysa gaf út Meltingu fyrir skemmstu. Bless býr við það að menn eru sífellt að iíkja sveitinni við S/H Draum sem vonlegt er en um leið ósanngjamt. Draumurinn átti að baki sex ára feril þegar hann lagði upp laupana, en Bless hefur nýlok- ið fyrsta starfsári sínu. A Meltingu eru sex lög og einn bútur og eru þar komin nokkur af helstu tónleikalögum sveitarinnar á árinu. Bestu lögin, Ástfangi, Al- einn í bíó, Buski og Algjör þögn, eru framúrskarandi dæmi um frumlega rokktónlist. Ari Eldon hefur tekið miklum framförum sem bassaleikari, eins og heyra má í Ástfangi og Algjör þögn, og Gunn- ar ekki síður sem gítarleikari. Það er þó trommuleikarinn Birgir Bald- ursson sem ber einna mest á á plöt- unni, til að mynda í Aleinn í bíó og Buski, enda einn besti rokkt- rymbill landsins. Gunnar Hjálmarsson á heiðurinn af öllum lögum og textum, en úsetningar eru sveitarinnar. Gunn- ar gerir jafnan lítið úr texasmíð sinni, en þó textamir á plötunni séu einfaldir að ytri umbúnaði felst L þeim meira en allflestu sem gefið er út fyrir þessi jól. Melting er plata sem allir ættu að kynna sér, ef þeir hafa á annað borð áhuga á rokktónlist, því eins og segir í textanum: „Algjör þögn er best, en góður hávaði er góður líka.“ KASSAROKK Síðan skein sól, Ég stend á skýi. Skífan. Fyrsta breiðskífa Síðan skein sól, kom út fyrir síðustu jól. Þá lék sveitin einfalt og grípandi gítar- popp/rokk og það vakti því nokkra athygli þegar hún lagði í hringferð í sumar og skildi rafhljóðfærin eft- ir heima. Á þeirri ferð lék sveitin það sem meðlimir hennar kölluðu kassarokk með kassagítara og harmonikku f farteskinu. Það lagði svo grunninn að plötunni Ég stend á skýi sem út kom í byijun mánað- arins. Af ofangreindu má ráða að yfir- bragð plötunnar er nokkuð ólíkt síðustu plötu og sakna þar sjálf- sagt einhveijir rokksins. Rokkið er þó á sínum stað þó ekki sé það eins áberandi og má nefna lög eins og Taktu mig með og Skrýtið. Skrýtið er reyndar eitt besta lag plötunnar. Önnur lög sem eru eink- ar áheyrileg em Ég stend á skýi, Saman á ný og Ég vildi ég væri. Ég verð að fá að skjóta þig er fyrir- taks popplag þó ekki risti það djúpt, enda textinn í meira lagi þunnur. Sólin hefur mikið undir á plöt- unni og hefur styrkst mikið í lag- asmíðum og úsetningum frá síðustu plötu. Það vekur því nokkra furðu að á plötunni skuli vera stein- geld útgáfa á Dale Hawkins laginu Susie Q sem ótal rokkarar hafa tekið upp og flestir betur. Líklega hefur þetta verið einkagaman sveitarmeðlima og upptökustjóra, en það átti líka að vera þeirra á milli áfram. Einnig em á plötunni lögin Bannað og Leyndarmál lítið breytt frá fyrri útgáfu og því vakn- ar sú spuming hvort sveitin eigi ekki nóg af nýjum lögum á breiðsk- ífu._ Ég stend á skýi er kannski ekki sú plata sem menn vonuðust eftir í kjölfar fyrstu breiðskífu Sólarinn- ar en hún sýnir að það er meira í hana spunnið en margur ætlaði. Myndin var tekin þegar Óli M. ísaksson afhenti Styrktarsjóði Sól- heima í Grímsnesi eina milljón króna að gjöf til minningar um eigin- konu sína Unni Ólafsdóttur. ■ STYRKTARSJÓÐI Sólheima í Grímsnesi barst á jólaföstu höfð- ingleg gjöf frá Óla M. Isakssyni starfsmanni Heklu hf. í Reykjavík. Gjöf þessi, ein milljón kr., er gefin til minningar um eiginkonu hans, frú Unni Ölafsdóttur listakonu, og er hún framlag til byggingar nýrrar visteiningar á Sólheimum. í tilefni af sextíu ára afmæli Sólheima á næsta ári hafa Styrktarsjóði Sól- heima borist rausnarlegar gjafir, sem gert hafa heimilinu kleift að hefjá byggingarframkvæmdir við nýja visteiningu, og er fyrst áfanga þegar lokið. Fyrirhugað er að reisa húsið með fijálsum framlögum og að vígsla þess fari fram á afmælis- árinu. Geiri í góðri sveiflu Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Geirmundur Valtýsson hefur nú sent frá sér sína fyrstu sóló- breiðskífu, en litlar plötur með lögum hans hafa verið að koma út af og til allt frá því hann var ungur piltur í túninu heima á Geirmundarstöðum í Skagafirði. Nú er hann hins vegar fyrir löngu fluttur út á Krók, fyrir löngu orð- inn landsþekktur Iagasmiður og hljómsveitarstjóri, og því fyrir löngu kominn tími til að hann hljóðritaði stóra hæggenga sóló- plötu. Og Geiri bregst ekki aðdá- endum sinum á þessari plötu, frekar en fyrri daginn. Sveiflan er á sínum stað eins og við var að búast þar sem þessi ágæti tón- listarmaður á í hlut. Ég þykist stundum hafa orðið var við að sjálfskipaðir poppsérfræðing- ar og tónlistarséní, sem margir þekkja ekki í sundur C- nótu frá G á venjulegu hljómborði, hafi haft tilhneigingu til að gera lítið úr tón- list Geirmundar Valtýssonar á þeim forsendum að hún sé ekki nægilega í takt við það nýjasta í heimi dægur- tónlistar. Það má vel vera að eitt- hvað sé til í því og að Geiri fari gamalkunnar slóðir í tónlistarsköpun sinni. En hinu skulu menn ekki gleyma að taktsláttur hans er í meira samræmi við hjartslátt al- mennings í landinu en hjá flestum mönnum öðrum, sem fást við að semja dægurlög í dag. Þess vegna er Geiri vinsæll og þess vegna lærir fólk lögin hans og syngur þau í eld- húsinu og baðinu heima hjá sér. Það eru einmitt þannig lög sem eru á þessari plötu, enda er hún bráðskemmtileg, þótt vissulega sé hún ekki alveg gallalaus. Geirmund- ur hefur verið c fkastamikill „söngvakeppnis-lagasmiðtr" á liðn- um árum og á plötunni eru fjögur lög, sem öll hafa náð langt í þeirri keppni á undanförnum árum. Fyrir harða aðdáendur Geirmundar er það sjálfsagt mikill akkur að eiga öll þessi lög á sömu skífunni, en öðrum kann að þykja þetta sóun á plássi Athugasemd vegna miðskóla- greinar undirritaðs Vegna greinar eftir mig um mið- skólann sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 20. desember, vil ég taka það fram að birting hennar nú kom mér mjög á óvart, einkum eftir erfið- leika mína og bókaforlags míns við að fá birt efni í blaðinu sem tengist útgáfubókum okkar, svo sem bók- inni um Regínu, bókinni um Krist- ján Thorlacius, þýðingunum á ljóð- um Leonards Cohen, og bók okkar um sálarrannsóknir og annað líf. Grein þessi er rituð í september og þótt kjarni hennar standist tímans tönn eru önnur atriði í henni sem hljóta að virka hjákátlega. Ég harma að ekki skyldi haft samband við mig um hugsanlegar breytingar á henni fyrst blaðið fékk þennan skyndilega áhuga á að birta efni um miðskólann. Guðmundur Sæmundsson, Bókaútgáfúnni Reykholti þar eð ella hefði verið rúm fyrir fleiri ný og áður óflutt lög. Á plöt- unni eru tíu ný lög og þau eru flest í hinum létta sveiflustíl sem ein- kennt hefur tónsmíðar Geirmundar í gegnum árin. Geirmundur hefur fengið til liðs við sig valinkunna hljómlistarmenn og söngkrafta og auk hans annast þeir Magnús Kjartansson og Vil- hjálmur Guðjónsson útsetningar ásamt því að eiga dijúgan þátt í undirleiknum. Magnús stjórnar auk þess upptökum og hefur þar unnið gott verk að mínum dómi. Að öðrum söngvurum ólöstuðum þótti mér ánægjulegast að heyra aftur í Ara Jónssyni og var kominn tími til að hann léti heyra í sér á hljómplötu. Ari syngur tvö fallegustu lög plöt- unnar að mínu áliti, „Lítið skijáf í skógi“ og „Ég syng þennan söng“, og gerir það með þeim stíl sem hon- um einum er lagið. Helga Möller stendur líka vel fyrir sínu og sjálfur er Geiri frambærilegur söngvari í þeim „heimilislega“ anda sem ein- kennir okkur íslendinga þegar við förum á ball. Og þannig er þessi plata, heimilisleg, létt og skemmtileg og kjörin til að létta lundina í svarta- sta skammdeginu. GBgSS* %».—M uðrún Ásmundsdóttir leikkona er íslending- um að góðu kunn. í bókinni Eg og lífið gefur hún lesendum innsýn í margbrolið líf sitt þar sem skipst hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi. Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást, hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli einlægni og næmni. Inga Huld Hákonardóttir hefur skrásett áhrifaríka og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af miklu listfengi. Eg og iífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi. SÍÐUMÚLA 29 SÍMI6-88-300 HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.