Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 7
Biblían í myndum ÚT ER komin þriðja útgáfa Bibl- íunnar í myndum. Bókin inni- heldur 230 listaverk eftir lista- manninn Paul Gustave Doré. Doré fæddist í Strasbourg 1832. Mesta blómaskeið hans bar upp á sama tíma og þróun varð í gerð prentmynda. Fram að þeim tíma höfðu nær öll myndamót verið skor- in út í tré. Meðal helstu verka sem Doré myndskreytti utan þessara biblíumynda, sem er hans frægasta verk, voru Divina Comedia eftir Dante, Paradísarmissir Miltons og Don Quixote eftir Cervantes. Einnig mætti nefna Ævintýri Miinchaus- erm baróns o.fl. Árangur óþijótandi iðjusemi og listrænnar túlkunar varð sá að myndir Dorés hafa beinlínis mótað hugmyndir margra um hvernig fólkið sem segir frá í biblíunni, landslagið og bæirnir litu út. Útgef- andi bókarinnar er Auðunn Blöndal en Prentrún sá um prentun og frá- gang. (Úr fréttatilkynningu) ■ MÝVATNSSVEIT. Jólatónleik- ar tónlistarskólans í Mývatnssveit voru haldnir í Hótel Reynihlíð sunnudaginn 17. desember. Skóla- stjóri, Viðar Alfreðsson, bauð gesti velkomna. Fyrst söng skólakórinn undir stjórn Margrétar Bóasdótt- ur. Síðan var einleikur og samleik- ur nemenda á fiðlu, píanó, trommu og ýmis blásturshljóðfæri. Séra Orn Friðriksson, Sigríður Einarsóttir og Viðar Alfreðsson léku undir með nemendúm, og síðast söng skólakórinn aftur. Óhætt er að segja að þessir ungu nemendur stóðu sig ótrúlega vel og var sann- arlega ánægjulegt á að hlýða. Að- sókn var nokkuð góð. - Kristján MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 ÞORLA IMIÐBÆNUM!!! Jólasveinarverða á ferð og flugi um allan miðbæinn með ými^konq^ upffákomur, glens og gaman ★ Kl. 14 fara aðaljólasveinninn og Paddington bangsi klyfjaðir af pökkum niður Laugaveginn og dreifa pökkum til barnanna. ★ Einnig hefur heyrst að einhverjir jólasveinar ætla að fara rúntinn með miðbæjarstrætó. ★ Kl. 16 byrjar Háskólakórinn göngu sína niður Laugaveginn og syngur jólalög allt til kl. 18 er hann gengur í lið með hinni árlegu friðargöngu. ★ Dómkórinn flytur jólalög á útitaflinu kl. 20. ★ Allar verslanir verða opnar til kl. 23. ATHUGIÐ! Tveir strætisvagnar munu ganga um miðbæinn á Þorláksmessu sem leið liggur frá Hlemmi, niður Laugaveg, inná Lækjargötu, upp Skúlagötu og aftur á Hlemm. Miðbæjarstrætis- vagninn mun stansa við stóru bílastæðin á Skúla- götu og að sjálfsögðu verður frítt í strætó. Þannig eru alliir hvattir til að minnka mengunina í miðbænum og leggja bflunum og njóta hinnar ósviknu jólastemmningar gangandi. Eins og sönn- um íslendingum sæmir látum við veðurguðina ekki hindra okkur í því að gera jólainnkaupin í mið- bænum. sanna iólastemninq á Þorláksmessu er í miðbænum * I dag, Þorláksmessu, frá kl. 16 til 18 THOR VRHJÁLMSSON EINAR KÁRASON árita bækur sínar, NÁTTVÍG og FYRIRHEITNA LANDH) í bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. i—M— Bókabnð LmALS & MENNINGAR J LAUGAVEGI 18 - SÍMI 24240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.