Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Vinnsla á bílhræjum: Aldrei komið fram að við værum að hætta - segir Sveinn Ásgeirsson framkvæmdastjóri FORSVARSMENN Hringrásar hf. segja að í viðræðum þeirra við borgar- yfirvöld um hreinsun og flutning á bílhræjum hafi aldrei komið fram að fyrirtækið hygðist endanlega hætta móttöku á bílhræjum. „Þessi markaður er ótraustur og hefur gengið á ýmsu hjá okkur í þau fjöru- tíu ár sem við höfum staðið í þessu og nú eftir allan þennan tíma, er sparkað í okkur,“ sagði Sveinn Asgeirsson framkvæmdastjóri Hringrás- ar hf. Upphaf málsins er að borgaryfir- völd ákváðu að bjóða út flutning og hreinsun bílhræja sem safnast hafa á öskuhaugunum í Gufunesi. Hrin- grás hf. var ekki gefinn kostur á þátttöku í útboðinu, en Vaka hf. átti lægsta boð, kr. 2.550 fyrir hvern bíl. I svari Inga U. Magnússonar gatna- málastjóra í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að borgaryfirvöld hafi talið að fyrirtækið væri hætt móttöku á bílhræjum og því hafi ekki verið leitað þangað og að Stálfélagið hafi síðan tekið að sér hreinsun og flutn- ing á bílunum, borginni að kostnað- arlausu. „Við erum satt best að segja undr- andi á þessu svari gatnamálastjóra," sagði Sveinn. „Hann hefði átt að vita betur. Auk þess er þessi haugur af bílhræjum í Gufunesi ekki lengur aðalatriðið. Við vitum að í gildi er 10 ára samkomulag milli Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins sem Reykjavíkurborg er stór aðili að, um að fyrirtækið sjái um að safna saman og hreinsa öll tilfallandi bílhræ og flytja þau til Stálfélagsins, Stálfélag- inu að kostnaðarlausu. Við sitjum því alls ekki við sama borð og fáum ekki samskonar þjón- ustu. Það kostar milljónatugi að flytja flökin og hreinsa. Hver væri ekki ánægður að hafa slíkan samning og hvers vegna kostar ekkert lengur að hreinsa bílana í haugnum?“ Sólvængir Ljóð eftir Ingvar Agnarsson ÚT ER komin hjá Skákprenti ljóðabókin Sólvængir eftir Ingv- ar Agnarsson og myndskreytir höfúndur bókina. Ljóðunum er skipt í 12 kafla, en bókin er 159 blaðsíður. Á bókarkápu segir: „Ingvar Agn- arsson er mörgum kunnur af kvæð- um sínum og greinum, sem birst hafa á ýmsum vettvangi. Ljóð hans eru flest í háttbundnu formi, en bregður þó útaf á stundum og læt- ur þá hið lausa form ráða. Víða kemur fram ást hans og hrifning á töfrum náttúrunnar og ýmsum þeirn óræðu, en heillandi öflum og fyrirbærum sem, henni eru tengd og því lífi sem óhjá- kvæmilega hlýtur að vera hluti hennar, hvort sem aðeins er litið til jarðar okkar eða gert er einnig ráð fyrir lengra eða skemmra lífi í öðrum stöðum alheimsins.“ Æ Ingvar Agnarsson Söng&ö OŒáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 518. þáttur Á sveitamannamáli mínu er Þorláksdagur í dag. Fleiri munu segja Þorláksmessa. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur notar bæði orðin í Sögu daganna, og svo er gert í Orða- bók Menningarsjóðs. Aftur á móti finn ég ekki orðið Þorláks- dagur í Blöndal. Dagurinn er kenndur við sæl- an Þorlák Þórhallsson (1133- 1193) þann er vígður var til byskups í Skálholti 1178. Þor- lákur „sálaðist sætlega í Drottni“ 23. desember. En árið 1237 var í lög leidd Þorláks- messa á sumar og var 20. júlí í minningu þess að þann dag 1198 voru bein Þorláks upp tek- in og skrínlögð. Aldrei heyri ég talað um Þorláksdag á sumar. Fáir munu enda tala um Þor- láksmessu á sumar núorðið. Hún var þó mikil hátíð fyrrum, og þegar hún hafði verið af tekin með siðbreytingunni, héldust leifar hennar í alþýðlegu bílífi og nefndust smalabúsreiðar, oft með lítilli stillingu, enda bannaðar þegar fram liðu stund- ir. Nú er engu líkara en verslun- armannahelgin hafi að sumu leyti tekið við af smalabúsreið- unum gömlu, enda þótt sú helgi eigi tímamörk sín að rekja til þjóðhátíðarhalds 1874. Ekki er alveg frítt við að menn geri sér nú á dögum eitt og annað til gamans á Þorláks- dag (23. des.) sem áður fyrr hefði getað tíðkast á Þorláks- messu á sumar. ★ Nafnið Þorlákur er norrænt og hefur tíðkast með okkur frá öndverðu. í Landnámu eru nefndir 12 Þorlákar (ekki allir landnámsmenn) og í Sturlungu níu. Hermann Pálsson segir að nafnið merki „hetja, helguð Þór“, og fetti ég ekki fingur út í þá skýringu. Hermann mun þá sem fleiri (Assar Janzén t.d.) líta svo á að -lákur sé orðið til úr -leik(u)r, en sá leikur eigi að tákna vopnaviðskipti eða þann sem slíkan leik fremur, kappa. Enn er nafnið Þorleikur til (einn f. 1945, annar 1962), en um það nafn segir Herm. Páls- son: „bardagamaður, helgaður Þór. Þetta er önnur mynd Þor- láks-nafnsins og upprunalegri". Assar Janzén segir að -lák- (u)r í mannanöfnum sé „svagton utvecklat biform“ af -leik(ur), en leikur í því sambandi merki það sem hér er fyrr fram komið. Janzén hafnar skýringu Vágslids („sákerligen orkiktig“) að -leik(u)r í mannanöfnum sé „eitthvað sem gleður“ og væri t.d. Asleikur eða Aslákur „sá sem gleður guðina“ (og Þorlák- ur þá sá sem gleður Þór). Um- sjónarmanni sýnist nú bitamun- ur, en ekki fjár, á þessum skýr- ingum, því hvaða leikur myndi gleðja æsi fremur en vopnaskak? I hinni ágætu nýju orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, sem ég nefni í heiðurs skyni, er hallast á sveíf með Vágslid. Þar segir: „Líkl. merkir leik-, leikur í mannanöfnum þátttakanda í leik eða leikathöfn, skjótan mann e.þ.u.l." Árið 1703 voru Þorlákar á íslandi 155, 1801 131, 1855 140, 1910 114, skírðir árin 192D1950 55, árið 1960 5,1976 1, sömuleiðis einn bæði 1982 og 1985, svo að ansi er nú mikið dregið af nafni hins blessaða byskups. Það er þó ekkert hjá þeirri útreið sem hið ágæta nafn Áslákur hefur fengið hjá okkur íslendingum. Ég finn nafnið bara alls ekki hérlendis, síðan svo hétu tveir Skaftfellingar 1703. Viljið þið láta mig vita sem fyrst, ef þið vitið um einhvern Áslák síðan. Nafnið Þorlákur kemur fyrir í nokkrum talsháttum. „Þetta er þunnur Þorlákur“ merkir: þetta eru lélegar veitingar. „Þú ert fallegur Þorlákur“ = Þú ert þokkapiltur (eða hitt þó heldur)! Blöndal þýðir Þorlákur t.d. með orðinu Fyr á dönsku og gefur dæmi: „Hveijir eru komn- ir?“ Svar: „Éinhveijir Þorlákar sem ég þekíri ekki.“ Hann er líka með dæmið: „Það má Þorlákur vita“ = „det maa Himlen vide“. ★ Nú skulum við fletta upp í Þorlákssögu helga, og er ekki slorlegur texti: „Svo var honum um drykk farið, að ekki mátti finna að á hann fengi, þótt hann hefði þess kyns drykk. En hann var svo drykksæll, að það öl brást aldregi, er hann blessaði og signdi sinni hendi, þá er gerð skyldi koma. Hann var svo óvandlátur og vinveittur at þeim veislum er drykkur var, að hann samdi við allt það er eigi samdi illa. En þá er Þorlákur byskup drakk vatn eður óáfenginn drykk, þá fór hann svo stillilega með, og [með] svo mikilli bind- andi, að hann saup á þijá sopa, eður fimm, eður sjö, en náliga aldrei matmála milli ósjúkur, ef eigi voru almennings-drykkjur." ★ Heldur munu íslenskir stúd- entar hafa ýkt (sjálfum sér til afsökunar) drykkjuvild Þorláks byskups, enda mikill siður þeirra að halda Þorláksblót. Hannes Hafstein kvað („Bisk- upshneykslið11): Þorlákur biskup var blessaður kall þótt bindindi stofnsetti ’ann eigi, hræddist ei skikkanlegt samdrykkjusvall, né svolítið kátínubrall. Síðan, er dróst hann í dýrlingarann, drukkið var full hans á sérhveijum degi. Ekki menn þekkja neinn íslenskan mann, sem olli svo gleðskap sem hann. Nú er allt orðið dauft og dautt, og dýrkun á biskupum langt úr vegi, gaman flest orðið gleðisnautt og glasið hjá biskupnum autt! ★ Að svo skrifuðu óskar um- sjónarmaður ykkur gleðilegs Þorláksdags og jólahátíðar. „Orðin vaxa í kringum mig“ — ljóðabók eftir Þuríði Guðmundsdóttur SKÁKPRENT hefúr sent lrá sér ljóðabókina „Orðin vaxa í kring- um mig“ eftir Þuríði Guðmunds- dóttur. í bókinni eru 40 ljóð og henni er skipt í þijá kafla. Fyrsta Ijóðabók höfundar kom út árið 1969 og hefur Þuríður síðan sent frá sér fjórar bækur. Mynd á kápu bókarinnar gerði Björg Þorsteinsdóttir. Bókin er 79 blaðsíður, sett, brotin um og prent- uð hjá Skákprenti, en Flatey ann- aðist bókband. Þuríður Guðmundsdóttir Niðjatal Hallgríms Péturs- sonar og Guðríðar í 2 bindum BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefúr sent frá sér Niðjatal Hallgríms Péturs- sonar og Guðríðar Símonardóttur í tveimur bindum. Höfundur verks- ins er Ari Gíslason og hefur hann unnið að því áratugum saman að því er kemur fram 1 formáia. ^Höfundur gerir grein fyrir verki sínu í formála og ritar auk þess stutt ágrip um ævi þeirra Hallgríms og Guðríðar en þar að auki er í bókinni erindi um Guðríði Símonardóttur sem Sigurbjöm Einarsson biskup flutti þá er minnisvarði um hana var af- hjúpaður í Vestmannaeyjum 17. júní 1985. í formáia höfundar kemur fram að niðjar Hallgríms og Guðríðar eru rösklega 7 þúsund og dreifðir um allar jarðir. Áðeins eitt barna þeirra eignaðist afkomendur og fjölgaði ættinni mjög hægt framan af. Af- komendur í fjórða lið urðu aðeins 11 talsins. Tilhögum niðjatalsins er með þeim hætti sem algengastur er og upplýs- ingar afar aðgengilegar. 1400 mynd- ir eru í verkinu. Páll Bjarnason cand. mag. vann að frágangi texta og las prófarkir en Hafsteinn Guðmundsson sá um útlit. Prentsmiðjan Oddi sá um setningu, filmuvinnu og prentun. Hallgrímur Pétursson. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Senda 29 tonn af eld- islaxi til Frakklands Útflutningur af ferskum fiski til Bandaríkjanna aukinn SOLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna er nú að auka útflutning á fersk- um flökum og laxi með flugi, bæði á Bandaríkin og Evrópu. Þessa dagana er SH að senda 27 tonn af smáum eldislaxi til Frakklands með Flugleiðum og einnig fer töluvert vestur um haf með flugi á vegum Pan Am, sem til þess notar hollenzkar leiguvélar af Airbus- gerð. Hannes Hafsteinsson, sölustjóri eldisfisks hjá SH, segir að með þessum útflutningi sé SH að styrkja stöðu sína á erlendu fiskmörkuðun- um. Vestur um haf sé sendur fersk- ur fiskur, mest lax, en einnig ýsu- og karfaflök, þrívegis í viku, tvíveg- is með Flugleiðum og einu sinni gegn um Flugfax, sem annast af- greiðslu fyrir Pan Am. Hannes sagði verð á laxinum lágt, aðeins um 50% af því, sem verið hefði fyrir tveimur árum og verðið á karfaflökunum væri einnig lágt. Laxinn þyrfti samt sem áður að selja og karfann sendu þeir vestur til að ná fótfestu á markaðnum. Hins vegar væri verð viðunandi fyrir ýsuflökin, enda töluverð eftir- spum eftir henni. Coldwater keypti fiskinn og sæi um að dreifa honum , víðs vegar um Bandaríkin. Framboð frá Kanadamönnum réði miklu um verð á ferskum flökum og slæm tíð og gæftir þar gætu hjálpað til. Fragt með flugi hefði farið töluvert hækkandi og því þyrfti að fást hátt verð fyrir afurðirnar til að flutning- arnir borguðu sig. Nú kostaði rúm- an dollar að senda hvert kíló af flök- unum og heldur meira fyrir laxinn. „Mestu máli í þessum flutning- um, hvort sem um er að ræða lax eða annan ferskan fisk, er að hægt sé að treysta á reglubundið flug og að menn séu nægilega stórir í snið- um til að geta tryggt kaupendum stöðugt framboð. Viðskiptatraustið ræður mestu um mögulegt verð að frátöldum gæðum, sem auðvitað verða að vera í lagi. Við stefnum að því að flytja fiskinn utan með hvaða flugfélagi sem getur veitt okkur góða þjónustu og öruggar, reglubundnar ferðir,“ sagði Hann- es.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.