Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 fclk f fréttum VESTMANNAEYJAR Fimm ættliðir Frekar fágætt er að fimm ættlið- ir náist saman á mynd. Fyrir skömmu hittust þó fimm ættiiðir í Eyjum og smellti Sigurgeir þá þess- ari mynd af þeim. Sú elsta af ættlið- unum 5 er 86 ára en sú yngsta á fyrsta ári. Þær heita, talið frá vinstri, Lilja Víglundsdóttir, Inga Halldórsdóttir, Guðmunda Hjör- leifsdóttir, Inga Björg Þórðardóttir og Árný BjÖrk Ámadóttir. Grímur BRÚÐKAUP Hillary í hnapphelduna Fjallagarpurinn Sir Edmund Hillary sem fyrstur komst á tinda Everest-fjallsins 'hefur loks látið verða að því að ganga í hjóna- band. Hillary gekk að eiga June Mulgrew við athöfn í borginni Auckland á Nýja Sjálandi 21. des- ember. Var myndin af þeim tekin að athöfn lokinni. Tilhugalífinu er sem sagt lokið en þau Hillary og June Mulgrew hafa verið í sambúð í_ áratugi. Sir Edmund er sjötugur. Árið 1953 komst hann á tind Ever- est ásamt aðstoðarmanni sínum, Nepal-sherpanum TenzingNorgay. HALLARVEISLA Prinsessur gefa jólagjaíir Það var hátíðarstemmning á litlujólum, sem haldin vom í furstahöllinni í Mónakó 20. des- ember sl. Prinsessurnar Stephanie (t.v.) og Caroline, sem komu til Islands um árið, deildu jólagjöfum til hóps barna sem boðið hafði verið í höliina. Fengu þær reyndar jólasveina til liðs við sig enda barnahópurinn stór. Morgunblaðið/Björn Björnsson Jólaföndur á vegum Foreldrafélags i Barnaskóla Sauðárkróks. UNDIRBÚNINGUR Föndrað á aðventunni Fjölmenni var í Barnaskóla Sauðárkróks, þegar foreldrar komu þangað með börnum sínum og föndruðu til undirbúnings jólum. Foreldra- og kennarafélag skólans hefur á undanförnum árum staðið fyrir föndúrdegi í skólanum, á öðr- um laugardegi í aðventu, og nú sem endranær var mikið um að vera. Aðsókn að föndurdögunum hefur alltaf verið mikil, og kunna krakk- arnir og foreldrarnir vel við sig í skólanum, þar sem búnar eru til ýmsar fallegar jólaskreytingar og hlustað á jólalög. Foreldrafélagið útbýr föndurpoka, sem seldir eru, og unnið úr þennan daginn, en einn- ig eru seldar veitingar. Auk þess að vera skemmtileg samverustund fyrir fjölskylduna er þetta einn besti fjáröflunardagur félagsins, sem auk þessa stendur fyrir ýmsu starfi og fræðslufundum á skólaárinu. Þá hefur félagið á undanförnum árum stutt vel við það starf sem fram hefur farið innan veggja skólans og fært honum veglegar gjafir, svo sem bækur og kennslu- tæki. Núverandi formaður Foreldra- og kennarafélagsins er Jón Hallur Ingólfsson. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Börn og fullorðnir létu norðan kalsaveður ekki á sig fá og fjöl- menni var við athöfnina. VINARGJÖF Ljós kveikt ájólatrénu Fjöldi barna og fullorðinna var við árvissa athöfn í Keflavík föstudaginn 15. desember, þrátt fyr- ir kalsaveður, þegar kveikt voru Ijós á jólatré við skrúðgarðinn. Jólatréð er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Keflavíkur í Noregi. Leif Larsen, ritari í norska sendi- ráðinu, afhenti tréð fyrir hönd Krist- iansand, en Ingólfur Falsson bæjar- fulltrúi' veitti því viðtöku fyrir hönd Keflvíkinga. Að því loknu kveikti ung Keflavíkurmær, Ásta Kristín Gunn- arsdóttir, Ijósin á jólatrénu. Við athöfnina söng kór barna úr Myllubakkaskóla og blandaður kór Karlakórs Keflavíkur. Lúðrasveit Tónlistaskólans lék undir og jóla- sveinar komu og deildu út góðgæti. BB COSPER — Ég flyt siæmar firéttir, við erum ekki um borð í skemmti- ferðaskipinu, sem fer til Bahamaeyja — heldur Málmeyjar- ferjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.