Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Leiðtogar andófsmanna: Malinescu var send- ur í útlegð fyrir að gagnrýna forsetann Vín. Reuter og Daily Telegraph. SAMKVÆMT fregnum austur-þýsku fréttastofunnar ADN er Cornel- iu Manescu, fyrrum utanríkisráðherra, nú helsti forystumaður þeirra aila sem reyna að fylla valdatómið eftir fall Ceausescu. Ungt skáld, Mircea Dinescu, er einnig þekkt fyrir andstöðu við harðlínusinnana. Hann sendi í síðustu viku frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti alla menntamenn „sem ekki hafa kropið fyrir harðstjóranum" til að grípa til vopna gegn stjórninni. Yfirlýsingin var lesin upp í rúmenskri útsend- ingu breska útvarpsins, BBC. Nokkrir rithöfúndar í Rúmeníu hafa lýst stuðningi við Dinescu og hvatt kommúnista til þess að hætta að of- sækja fjölskyldu hans. Manescu er 73 ára gamall, frá borginni Ploesti, og las lög og hag- fræði við háskólann í Búkarest. Hann varð fé’.agi í kommúnistaflokknum 1936 og tók virkan þátt í neðanjarð- arstarfsemi hans á stríðsárunum. Á sjöunda áratugnum, er Georghe Ghe- orgiu-Dej var valdamestur í Rúm- eníu, komst Manescu til mikilla met- orða og varð utanríkisráðherra 1961. Sex árum síðar var hann kjörinn forseti Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna, fyrstur ráðamanna frá kommúnistaríki. Hlaut hann lof fyrir þátt sinn í að koma á vopnahléi milli araba og ísraela í sex daga stríðinu sama ár. Árið 1972 var honum vikið úr ríkisstjórninni án nokkurra út- skýringa og bar lítið á honum næstu ár en síðar var hann sendiherra í Frakklandi árin 1977 - 1982. í mars síðastliðnum sendi Malines- cu ásamt fimm öðrum þekktum, fyrr- verandi embættismönnum frá sér opið bréf til forsetans þar sem stjórn- arfar Ceausescu var gagnrýnt harð- lega, einkum fyrir að brjóta gegn mannréttindaákvæðum Helsinki- sáttmálans frá 1975. Þeir sem rituðu undir með Malinescu voru Silviu Brucan, fyrrum sendiherra í Banda- ríkjunum og hjá SÞ, Georghe Apo- stol, áður verkalýðsleiðtogi og félagi í stjómmálaráðinu, helstu valda- stofnun í kommúnistaríkjum, Alex- andru Barladeanu, einnig fyrrum stjómmálaráðsmaður, Constantin Pirvulescu, einn af stofnendum kommúnistaflokksins, og Grigore Raceanu, sem aðeins er lýst sem þekktum flokksleiðtoga. Lýst var áætlun Ceausescu um að leggja í rúst mörg hundruð eða þús- undir sveitaþorpa og flytja bændurna í ný hverfi íbúðarblokka. Sexmenn- ingamir sögðu þessar ráðagerðir stangast á við ákvæði stjórnarskrár- innar um einkaeignarrétt. Ceausescu var einnig sagður hafa spillt efnahag landsins og lýst því harðræði sem almenningur yrði að búa við vegna ægilegs skorts á mat, rafmagni og eldsneyti vegna þeirrar ákvörðunar stjómvalda að greiða upp allar er- lendar skuldir á fáeinum áram. í apríl var skýrt frá því að Malines- cu væri við slæma heilsu, þjáðist af æðaþrengslum og magasári sem hann hefði fengið eftir að honum var vísað í útlegð úti á landsbyggðinni vegna gagnrýninnar á stjómvöld. 35 farast í bílslysi í Ástralíu Reuter Tveir langferðabílar á leið milli Brisbane og Sydney í Ástralíu rákust á í gær og minnst 35 týndu lífi. í bílunum var aðallega fólk á leið í jólaleyfi, þ. á m. fimm úr sömu fjölskyldunni. Ekki er vitað með vissu hver orsök slyssins var en lögregla segir að rigning hafi verið á svæðinu. Báðir bílstjórarnir lét- ust. Framhluti hvors bíls gekk allt að fimm metra inn í skrokk hins og var sem þeir hefðu verið soðn- ir saman. 12 stundir tók að finna líkamsleifar fólks- ins. Yfir 40 manns slösuðust, margir þeirra lífshættulega. Mitterrand ræðir sameiningu Þýskalands: Frakkar ætla ekki að standa í veginum Austur-Berlín. Reuter. "> * FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti sagðist í gær bera traust til stjórnvalda í Austur- Aðfangadagur: Lokað Júladagur: Lokað 2. jóladagur: Opnað kl. 18.00 Jólamatseðill InnbakaÖir sjávarréttir i brauðaeigsjley Kampavínssorbct Gljáð appelsínuönd Jólavöfflur Verð aðeins kr. 2.900,- Dansað til kl. 03.00. Rúllugjald kr. 500,- íyrír aðra en matargestl Gamlárskvöld: Einkasamkvæmi Hýárskvöld: Opnum kl. 19.00. Þýskalandi undir lok heimsóknar sinnar þangað. Mitterrand sem lagst hefur gegn sameiningu þýsku ríkjanna sagðist ekki telja hættu á að hún yrði í bráð. Mitterrand er fyrsti þjóðarleið- togi bandamanna sem heimsækir Austur-Þýskaland. Á fréttamanna- fundi skömmu áður en Mitterrand hélt heim frá Austur-Berlín sagði hann að þeir aðilar að samsteypu- stjórn landsins sem hann hefði rætt við væru ekki fylgjandi tafarlausri sameiningu. Margir bandamenn Vestur-Þjóð- veija, þár á meðal Frakkar, hafa undanfarið látið í Ijós áhyggjur yfir því að þjóðernisást og sú trú margra Austur-Þjóðveija að einungis sam- eining geti bjargað efnahag lands- ins myndu leggja austur-þýska ríkið í rúst. Mitterrands tók fram að engin vildi skipa Þjóðveijum í austri og vestri hvernig þeir ættu að haga sínum málum. Þar væri um eina þjóð að ræða sem heyrði saman. „Ég er ekki á meðal þeirra sem vilja taka í taumana,“ sagði Mitterr- and én bætti við að allar breytingar yrðu að vera afíeiðing þess að al- menningur léti vilja sinn í ljós í fijálsum kosningum. Mitterrand sagði að í ljósi sögunnar gætu Evr- ópubúar ekki horft fram hjá þeirri ógn sem stafaði af óstöðugleika einkum hvað varðaði virðingarleysi við gildandi landamæri. En þegar Þjóðveijar hafa gert upp hug sinn þá munu Frakkar ekki standa í veginum, sagði Mitterrand. ERLENT Syðri-Straumfjörður: Herstöðin ekki lögð af Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. UFFE Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Dana, og James Bak- er, starfsbróðir lians banda- rískur, hafa náð um það sam- komulagi, að Bandaríkjaher reki áfram herstöðina í Syðra- Straumfírði. Bandaríkjastjórn hafði í hyggju að loka herstöðinni í árslok 1991 en nú hefur hún orðið við eindregn- um óskum grsénlenskra og danskra stjórnvalda um áframhaldandi rekstur hennar. Þá hefur hún einn- ig fallið frá því skilyrði fyrir rekstr- inum, að Danir og Grænlendingar axli kostnaðinn að sínu leyti en Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hef- ur ekki viljað ljá máls á því. Nýársmatseðill In n bakað ir sjá va rrétt ir i brauðdeigsflev <5 Kampavinssorbet <S Gljáð appelsínuönd <5 Nýársvöfjlur Verð aðeins kr. 3.500,- Rúllugjald kr. 1.000,- íyrir aöra en matargestl o Sa’UtrkonJí’kt iimiíalitV jífckrG Dunsad til kl. 03.00. IÓLATRÉSSKEMMTUN 1989 fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra verður í Vetrarbrautinni, Þórscafé, annan dag jóla kl. 15.00-18.00 Fólag járniðnaðarmanna Félag bifvélavirkja Félag bifreiðasmiða . Iðja, félag verksmiðjufólks * Nót, sveinafélag netagerðamanna Fólag blikksmiða JÓLASVEINAR KOMA í HEIMSÓKN VerÖ kr. 500,- Miðar seldir við innganginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.