Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 25 Sameinað þing: Breytingar á skipan bankaráðs Búnaðarbanka Sameinað þing kaus í gær í bankaráð og fleiri trúnaðarstöð- ur. Athygli vakti að Stefán Val- geirsson (SJF) var ekki á fram- boðslista stjórnarflokkanna til bankaráðs Búnaðarbanka. Frið- rik Sophusson tekur sæti Péturs Sigurðssonar í bankaráði Lands- bankans. Niðurstöður kosning- anna í Sameinuðu þingi voru þess- ar: Bankaráð Landsbanka íslands Kjör til fjögurra ára. Aðalmenn: Friðrik Sophusson, Kristín Sigurðar- dóttir, Eyjólfur K. Siguijónsson, Lúðvík Jósepsson og Kristinn Finn- bogason. Varamenn: Jón Þorgilsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Anna Margrét Guð- mundsdóttir, Helgi Seljan og Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir. Bankaráð Búnaðarbanka Islands Kosning til fjögurra ára. Aðal- menn: Halldór Blöndal, Þórir Lárus- son, Guðni Ágústsson, Haukur Helgason og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir. Varamenn: Friðjón Þórðar- son, Kristmann Magnússon, Gunnar Sæmundsson, Stefán Gunnarsson og Snorri J. Ólafsson. Y firskoðunarmenn ríkisreiknings 1989 Kosningu hlutu: Geir H. Haarde, Sveinn G. Hálfdánarson og Magnús Benediktsson. Norðurlandaráð Aðalmenn: Ólafur G. Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Hreggviður Jóns- son, Páll Pétursson, Sighvatur Björgvinsson, Hjörleifur Guttorms- son og Valgerður Sverrisdóttir. Varamenn: Friðrik Sophusson, Birg- ir ísl. Gunnarsson, Ingi Björn Al- bertsson, Guðrún Helgadóttir, Guð- mundur Ágústsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Jón Kristjánsson. Vestnorræna þingmannaráðið Aðalmenn: Birgir Ísl. Gunnarsson, Málmfríður Sigurðardóttir, Ingi Björn Albertsson, Alexander Stef- ánsson, Árni Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson. Varamenn: Pálmi Jóns- son, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Hreggviður Jónsson, Stefán Guð- mundsson, Eiður Guðnason, Ragnar Arnalds og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir. Stjórn Grænlandssjóðs Árni Johnsen, Inger Helgadóttir, Haraldur Ólafsson, Margrét Hein- reksdóttir og Guttormur Einarsson. Stjórn Hollustuverndar ríkisins Aðalmenn: Sigurður Óskarsson og Brynjólfur Sveinbergsson. Vara- menn: Pálína Siguijónsdóttir og Skúli Sigurgrímsson. Verðlaunanefiid gjafar Jóns Sigurðssonar Kjör til tveggja ára. Aðalmenn: Sigurður Líndal, Ragnheiður Svein- björnsdóttir og Sigurður Hróarsson. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs Kjör til fjögurra ára. Aðalmenn: Björn Bjarnason, Björn Teitsson og Gunnlaugur Haraldsson. Varamenn: Gísli Jónsson, Jónas Jónsson og Árni Björnsson. Útvarpsréttarnefiid Kjör til fjögurra ára. Aðalmenn: Kjartan Gunnarsson, Bessý Jó- hannsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ing- var Gíslason, Árni Gunnarsson, Þor- björn Broddason og Skúli B. Árna- son. Varamenn: Gunnlaugur Sævar Gunnlagusson, Guðrún Víkingsdótt- ir, Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir, Hallgrímur S. Sveinsson, Þrá- inn Hallgrímsson og Ævar Kjartans- son. Stjórn endurbótasjóðs menningarstoftiana I§ör til fjögurra ára: Hólmfríður R. Ámadóttir, Jón Helgason og Sig- hvatur Björgvinsson. Fjárlög afgreidd: Allar tillögur sljórn- arandstæðinga felldar Stefán Valgeirsson snýst á sveif með stjórnarandstöðu FJÁRLÖG íslenska ríkisins fyrir árið 1990 voru afgreidd frá Alþingi í gær. Breytingatillögur stjórnarandstæðinga voru allar felldar, þrátt fyrir að Stefán Valgeirsson hefði snúist á sveif með stjórnarandstöðu í flestum þeirra tillögum. Þingmenn Kvennalistans greiddu einir þingflokka atkvæði gegn tiilög- um meirihluta fjárveitinganefndar um tekjuöflun. Að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur (SK/Rv) treystu þingmennirnir sér ekki til þess að greiða atkvæði með þessum hluta frumvarpsins, þar eð þeim væri ófært að samþykkja áframhaldandi skattlagningu matar. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) og fleiri þing- menn Alþýðuflokksins gagniýndu Kvennalistakonur fyrir ábyrgðar- leysi; þær legðu til tillögur til stór- fellds útgjaldaauka en greiddu at- kvæði gegn tekjuöflun ríkisins á einu bretti. Tillaga Kvennalistans um sérstakt framlag Byggðastofnunar til at- vinnuuppbyggingar kvenna á lands- byggðinni var felld með 35 atkvæð- um gegn 6. Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra benti á skýrslu sem unnin hefði verið í sam- vinnu þriggja ráðuneyta um atvinnu- stöðu kvenna á landsbyggðinni. Margrét Frímannsdóttir (Ab/Sl) mótmælti því að ekkert hefði verið gert fyrir konur á landsbyggðinni; aðstoð Atvinnuti-yggingasjóðs við ýmis fiskvinnslufyrirtæki úti á landi hefði komið konum vel. Ólaftir Þ. Þórðarson (F/Vf) taldi það stríða gegn anda jafnréttislaganna að út- hluta konum 40 milljónum í gegnum Byggðastftfnun en körlum heilum milljarði. Matthías Bjarnason (S/Vf) kvað Byggðastofnun aldrei hafa farið í sérstaka kyngreiningu í verkefnum sínum. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) lagði fram breytingartillögu til hækkunar á framlögum til Háskól- ans Akureyri; sjö milljónir umfram tillögu meirihlutafjárveitinganefnd- ar. Tillagan var felld með atkvæðum stjórnarliða gegn atkvæðum Stef- áns, Birgis Isleifs Gunnarssonar (S/Rv) og Halldórs Blöndal (S/Ne). Aðrir stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði. Tillaga Stefáns um 20 milljóna hækkun á framlagi til Leikfélags Akureyrar var felld með atkvæðum stjórnarliða gegn atkvæðum Stefáns og Halldórs Blöndal. Tillaga Kvennalistans um hækkun 4 framlagi til Kvennaathvarfs í Reykjavík úr 8.130.00 í 10.864.000 féll með 32 atkvæðum gegn 20; Stefán Valgeirsson og Hjörleifúr Guttormsson (Ab/AI) greiddu at- kvæði með tillögunni. Einnig var felld tillaga Kvennalistans um 11 milljóna framlag til Samtaka kvenna gégn kynferðislegu ofbeldi. Einnig var tillaga Kvennalistans um 5 millj- óna hækkun til fræðslu varðandi kynlíf og barneignir felld með at- kvæðum stjórnarliða. Tillaga Stefáns Valgeirssonar um 10 milljóna framlag til háhitarann- sókna og könnunar á uppstreymi lífræns gass í Öxarfirði var felld með 32 atkvæðum gegn 2. Mikil umræða spannst um síðustu breytingartillöguna sem afgreidd var. Tillagan kom frá Páli Péturs- syni (F/Nv) og hljóðaði hún upp á heimild til að kaupa dagblöð fyrir skóla, sjúkrahús og aðrar þjónustu- stofnanir ríkisins, allt að 500 eintök- um af hverju blaði umfram það sem veitt er til blaðanna. Pálmi Jónsson (S/Nv) kvað þessa tillögu leiða til 54 milljóna útgjaldaauka og væri því fráleitt að samþykkja hana. Geir H. Haarde (S/Rv) taldi stjórnarliða hafa með þessum tillöguflutning kastað grímunni. Tugum milljóna væri varið í flokksmálgögn sem al- menningur vildi ekki_ sjá í skjóli sjúklinga og skóla. Á sáma tíma væri verið að skera niður framlög til almennings. „Niðurskurðartillög- ur ríkisstjómarinnar eru markleysa!" Hreggviður Jónsson (FH/Rn) taldi þessa tillögu bera vott um pólitíska spillingu í hæsta gæðaflokki. Ríkis- stjómin væri að hygla eigin blöðum sem enginn vildi lesa; væri betur hægtjað fara með þessi blöð en að troða þeim upp á sjúklinga. Matthías Bjarnason kvaðst geta látið þessa tillögu afskiptalausa þar sem aðeins væru lögð til 500 eintök ári; væru það ekki mikil útgjöld. Páll Péturs- son sagði þennan skilning Matthías- ar rangan, um væri að ræða 500 árganga! Afstaða utanríkis- ráðuneytisins til at- burðanna í Panama: Þarfiiast nánari skoðunar í stjórninni - segirSvavar Gestsson HJÖRLEIFUR Guttormsson (Ab/Al) fordæmdi afstöðu ut- anríkisráðherra til innrásar Bandaríkjanna í Panama í þing- skaparumræðu í Sameinuðu þingi í gær. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra taldi ályktun ut- anríksráðuneytisins vera friðar- boðskap. Þegar lokið var afgreiðslu fjár- laga í Sameinuðu þingi í gær, kvaddi Hjörleifur Guttormsson sér hljóðs um þingsköp. Tilefnið var það að hann hefði í þósti sínum fengið fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu, þar sem fram kæmi álykt-^ un vegna innrásar Bandaríkjanna í Panama. Taldi Hjörleifur í ályktun- inni felast yfirklór og réttlætingu, sem væri þess valdandi að sér væri næst að skríða í felur. Kvaðst hann fyrirbjóða sér slíkan jólapóst og slíkt stjómvald. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra varði ályktun utanríkisráðu- neytisins og gerði grein fyrir henni. Taldi hann í henni felasdt friðarboð- skap. Svavar Gestsson lýsti sig ósam- mála ályktuninni og sagði það al- gerlega óhjákvæmilegt að ríkis- stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum. Þorsteinn Pálsson kvað það vera farið að gerast á hverjum degi að þegar ríkisstjórnin lýsti afstöðu sinni til einhverra mikilvægra mála fýrir hönd íslands, að þá kæmi upp ágreiningur; ríkisstjómin væri þver- klofin í þessu máli. Þorsteinn sagð- ist vera sammála afstöðu utanríkis- ráðherra í málinu. Stefán Valgeirsson um Steingrímsstjórn: Fátt var eftit en meira svikið44! Þegar kjörið hafði verið í bankaráð Búnaðarbanka í Sameinyðu þingi í gær með þeirri niðurstöðu, að Stefan Valgeirsson, þingmaður Samtaka og jafnréttis, féll úr bankaráðinu, fékk hann orðið um þing- sköp og fór með eftirfarandi hendingar: „Eg hef varið Steingrímsstjórn. / Stolt hans virðist ekki mikið. / Halda oi'ð það finnst þeim fórn, / fátt var efnt en meira svikið.“ „Loforð reynast létt á vigt / lengst af mátti treysta orðum. / Ekkert virðist orðið tryggt / ómerkingar taldir forðum." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra gekk þá í ræðustól og sagði, að loforð, gefin við mynd- un fyrri ríkisstjórnar 1988, giltu ekki fyrir síðari ríkisstjórn sína, myndaða 1989. -Stefán Valgeirsson bætti þá einni stökunni við í þingtíðindin: „Ekkert mark og allt í plati / eru svör frá valdastóli. / Undrar vart þó Grímur glati / gæfu og reisn í krata skjóli.“ Sendum öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleöileg jól og gœfuríkt komandi ár með innilegri þökk fyrir allt gott á líðandi ári. Blóðbankinn. LÍMMIÐINN SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF Á VEL MERKTRI VÖRU Sendum viðskiptavinum okkar og samstarfsfólki bestu jóla- og nýársóskir með þökkfyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. LIMMIÐAPRENT SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI - SÍMI 64 12 44 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.