Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 3Í. DESEMBER 1989 [AVEBÐi Sanitas Sanilas /4 7/ 'WKKIST KAI.fi Verslunar- pláss í fjórar aldir Bókmenntir Sigurjón Björnsson Ingimar Sveinsson: Djúpivogur. 400 ár við Voginn. Útgefandi: Búlandshreppur. Egilsstöðum 1989. 207 bls. Á síðustu árum hefur sá siður færst í vöxt að minnast merkisaf- mæla kauptúna, kaupstaða og byggðarlaga með því að rita og gefa út sögu viðkomandi staða. Stundum hafa úr orðið hin glæsileg- ustu rit, oft í mörgum bindum. Sagnfræðingar eða aðrir fróðleiks- menn hafa verið ráðnir til heimilda- söfnunar og ritunar. Einatt hafa þeir dregið á land miklar heimildir, ritaðar og munnlegar Sem ekki hafa ætíð legið á lausu. Sannarlega hef- ur hér skapast góð og virðingarverð hefð. Auk þess sem hún lýsir rækt- arsemi við átthaga og viðurkenn- Íngu á því að skílningur á nútlð er að hluta til a.m.k. fólginn I þekk- ingu á fortíð, má líta á þessa við- leitni sem einskonar „safn tii sögu íslands“. Vegna þessara skrifa verð- ur ritun íslandssögu síðustu tvær aldirnar mun auðveldari en ella hefði orðið. Djúpivogur hélt hátíðlegt 400 ára afmæli sitt sem verslunarstaður á síðastliðnu sumri. Árið 1689 komu þangað þýskir kaupahéðnar með konungsbréf í vasa og hófu við- skipti við landsmenn. Þetta er því löng búsetusagá sem líklega hefði orðið yfirlætismeira sveitarfélagi tilefni til mikilla skrifa. Þeir Djúpa- vogsmenn eru hins vegar næsta hógværir og hafa látið sér nægja að rita á litla bók nokkra þætti úr sögu sveitarfélagsins. Fyrst er gefið stutt yfirlit um landslag og staðhætti. Þvf næst eru „raktar slóðir fyrstu manna í ná- grenni Djúpavogs". Þar er seilst býsna iangt aftur, því að hugsan- legt er að Rómverjar hafi komið þar löngu fyrir landnámstíð. Er stuðst við merka fornleifafundi í þeim ágiskunum. Þá kemur nokk- urt ágrip af elstu verslunarsögu og stuttlega er greint frá Tyrkjaráni þar eystra. í fjórða kafla eru birt gömul manntöl og úrdrættir úr þeim. Kaf 1- ar eru birtir ú ferðasögum útlend- inga fyrr á tíð. Síðan víkur sögunni til 19. og 20. aldar. í 8. og 9. kafla greinir frá útgerð og er þar m.a. tal 44 skipa og saga hvers þeirra sögð í stuttu máli. Þá er þáttur um sjóhrakninga. Nokkur skemmtileg bréf til Gísla Þorvarðarsonar í Pap- ey eru hér birt. Smáþættir eru um athafnamenn staðarins, aðdrag- Bat7 Ki o o \bréfabindi- tölvubindi \ SKIPTIBLÖÐ - STAFRÓF | -DISKLINGABOX -PLASTMÖPPUR -GATAPOKAR OG MARGT ) FLEIRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.