Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 41 Michael Dudikoff í Dauða- fljótinu; hroðvirknisleg B- mynd. Kindarlegt Dauðafljót Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Dauðafljótið („River of De- ath“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Steve Carver. Aðalhlutverk: Michael Dudi- koff, Robert Vaughn, Don- ald Pleasence og Herbert Lom. Lakasta jólamyndin í ár er mynd Háskólabíós, Dauða- fljótið, eftir reyfara metsölu- höfundarins á Islandi, Alistair MacLean. Dauðafljótið er dæmigerð B-framleiðsla frá Cannon, illa leikin, skrifuð og leikstýrt. Michael Dudikoff leikur leiðsögumann í frumskógum Amazon sem tekur með sér fámennan en mislitan hóp inní skóginn til að koma höndum yfir gamian nasista, sem gerir hræðilegar tilraunib-^á inn- fæddum. Dudikoff er líka sögumaður myndarinnar og kemur sem slíkur inní á furðu- legustu tímum með undarlega speki. Það og annað eins og bátsferðin upp ána og tak- markið í lokin, getur raunar vel verið iéleg stæling á „Apocalypse Now“. Hér er samankomin öll gamalkunna hroðvirknin sem prýða má eina B-mynd. Per- sónusköpun er alls engin, allir skiptast í annað hvort vonda eða góða og það ségt utan á þeim, þrír leiðangursmenn týnast hreinlega hjá mannæt- um, í stuttri forsögu sem ger- ist 20 árum áður virðast þeir Robert V aughn og Donald Ple- asence miklu eldri en þeir eru í samtímanum, þegar upp kemst um njósnara meðal leið- angursmanna gleymist að filma viðbrögðin við því, Vaughn er gamli nasistinn Maiteuffet en reynir ekki við þýskan hreim, hvað þá annað, heldur talar eins og kalí- fornískur fasteignasali. Myndir eins og Dauðafljótið reyna oft að auglýsa sig upp með stjörnuliði en Vaughn, Pleasence og Herbert Lom líta liálf kindarlega út í þessari framieiðslu. Jafnvel hasar- atriðin, sem oft bjarga því litla sem hægt er að bjarga, eru illa uppsett og byggjast mest á ringulreið og ótrúlega mikl- um sprengingum með reglu- legu millibili. Hér áður var hægt að gera frambærilegustu spennumyndir úr MacLean- bókunum (Byssurnar frá Nav- arone) en það gildir ekki leng- ur. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ÞUGETUR EIGNAST AUÐLIND IHAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ARGUS/S(A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.