Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 13

Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 Nú veg'a þingmenn títt í sama knérunn eftir Jóhann Þórðarson í lögum nr. 94/1976 um skrán- ingu og mat fasteigna er ákveðið að matsverð fasteigna skuli vera gangverð þeirra miðað við stað- greiðslu eins og það er í nóvember ár hvert. Af þessu leiðir að fast- eignamat eigna er mjög mismun- andi eftir því hvar þær eru á landinu. Hér í Reykjavík er t.d. fasteignamat eigna mismunandi eftir því hvar eignin er, þó stærð og gæði séu þau sömu. Til að fylgja hinni aldagömlu reglu við að leggja skatta og gjöld á þegnana, þ.e. eftir efnum og ástæðum, hefur mat þetta verið lagt til grundvallar sem álagningarstofn t.d. við álagningu á eignarskatti og fasteignaskatti, en fasteignaskattur er einn af tek- justofnum sveitarfélaga. Með lögum nr. 91 frá 1. júní 1989 fannst þingmönnum réttlæt- ismál að hverfa frá þessari álagn- ingarreglu því að í 2. mgr. 3. gr. þessara laga segir svo: „Stofn til álagningar skattsins á hús og mannvirki skal vera afskrifað end- urstofnverð þeirra margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins. Stofn til álagningar fasteignaskatts á aðrar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra“. Hér er um að ræða nokkuð flókið ákvæði sem vart er skiljam legt, þar sem hugtök þau sem eru í ákvæðinu eru ekki skilgreind. Ég skil orðið endurstofnverð á þann veg að það sé það verð á húseign, sem kostar að byggja hana. Við ákvörðun á verði þessu er miðað við verðlag 1. okt. ár hvert. Af framangreindu leiðir að mikili mun- ur hlýtur að vera á fasteignamati eignar og endurstofnverði hennar. Ljóst er að miðað við þessa reglu, sem hið virðulega Alþingi hefur komið á, þá mun álagningarstofn fasteignaskatts í hinum dreifðu byggðum og þeim byggðarlögum, þar sem atvinnuástand er verst, hækka mjög verulega og þar með fasteignaskattar þeirra aðila, sem þar eiga húseignir. Ég hef nokkur hrikaleg dæmi um slíkt, þar sem fasteignaskattar þeirra sem af- skekktast búa hækka í sumum til- vikum um meira en þijúhundruð prósent á milli áranna 1989 og 1990. Ég geri ekki ráð fyrir því að menn geri sér grein fyrir því hversu þingmenn með þessari laga- setningu ráðast ómaklega að þess- um hópi þegnanna sem síst skyldi. Þingmönnum er fullkunnugt um að margar eignir, bæði íbúðarhús og atvinnuhúsnæði á afskekktum stöðum og þar sem fólksflótti er mestur, t.d. sumum þéttbýlisstöð- um úti á landi, eru vart seljanlegar eða þá á broti af endurstofnverði þeirra, sem nú á að nota sem álagn- ingarstofn. Auk þess eru húseignir á afskekktum stöðum oft lítið not- aðar vegna fámennis. Hvað t.d. um gripahús, sem mönnum er bannað að nota vegna takmörkunar á framleiðslurétti, eða á þeim stöðum eða jörðum þar sem hann er eng- inn? Ég held að flestir nljóti að staldra við og hugsa: Hvers ætlast löggjafinn til? Ekki er nokkur vafi á því að með þessari eignaupptöku, sem ég vil meina að hér sé við höfð, er stuðlað mjög að því að gera mönnum ókleift að búa á þess- um stöðum. Skattpíning sem þessi Wýtur að kalla á auknar tekjur, ef menn ætla ekki að missa eignir sínar. En sá möguleiki er ekki til staðar, þar sem skattur þessi hækkar mest á þeim sem hafa minnsta möguleika á auknum tekj- um. Bein afleiðing af þessu er sú að ganga verður á eignir og þær eftir atvikum seldar á nauðungar- uppboðum til lúkningar greiðslu skattsins, fólkið flytur í burtu og byggðirnar leggjast í eyði. Ef það er vilji þingmanna, er lagasetning þessi skiljanleg. Nú þykist ég vita að sveitarfélög- in þurfi á auknum tekjum að halda vegna tilkomu laga nr. 87/1989, Jóhann Þórðarson „Ég hef nokkur hrika- leg dæmi um slíkt, þar sem fasteignaskattar þeirra sem afskekktast búa hækka í sumum til- vikum um meira en þrjúhundruð prósent á milli áranna 1989 og 1990.“ sem fjalla um breytingu á verka- skiptingu ríkis- og sveitarfélaga, sem hljóta, þegar tekið er mið af þessari auknu tekjuþörf sveitarfé- laganna, að þýða það að ríkissjóður er að losa sig við útgjaldáliði, sem hann hefur haft og færir þá yfir á sveitarfélögin. í raun er því ríkis- valdið að losa sig við gjöld með því að færa þau með löggjöf yfir á þá sem afskekktast búa í landinu og eru með arðlausar eða arðlitlar eignir. Það var látið líta svo út þegar 1 nr. 87/1989 voru sett að 13 með því væri verið að færa valdið frá Reykjavík út á landsbyggðina. Hvaða gagn er að slíkri tilfærslu, ef enginn tekjustofn er látinn fylgja? Hvaða gagn er að vatns- veitu, ef ekkert er vatnsbólið? sagði einn fróður maður. Að sjálfsögðu er sveitarstjórnum heimilt að nota þá heimild að lækka álagningarpró- sentu, en það þýðir að þá skerðist framlag til þeirra úr jöfnunarsjóði, þannig að það er engin lausn. Ég vil að lokum benda á eitt dæmi til viðbótar, sem þingmenn færa þegnunum sem nýársgjöf en það er það ákvæði í lögum um virð- isaukaskatt, sem taka gildi 1. jan. 1990 og fjallar um það að greiða skuli virðisaukaskatt af flutnings- kostnaði innanlands — það á ekki að greiða virðisaukaskatt af flutn- ingum til og frá landinu. Með þessu ákvæði er einmitt ráðist að -þeim hópi fólks, sem fær mesta hækkun á fasteignaskatti og því fólki sem býr fjærst innflutningshöfnum, þar sem það verður að greiða mun hærri flutningskostnað á öll að- föng. Virðisaukaskattur á þessa þjónustu er hrein viðbót við það sem verið hefur, þar hefur ekki verið lagður söluskattur á flutninga. Ljóst er að virðisaukaskattur á flutninga kemur illa við verslun í dreifbýli, þar sem hann óhjákvæmi- lega hlýtur að bætast við vöruverð- ið, sem verður þeim mun hærra út úr búð sem skattinum nemur. Þetta eykur því mjög á það að menn sæki verslun út fyrir sitt byggðarlag, sem vart er á bæt- andi. Þetta gera þingmenn um leið og þeir í orði þykjast vera að vinna að bættri stöðu dreifbýlisverslunar- innar. — Er hér af heilindum unnið? Höfiindurer hæstaréttarlögmaður. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 árdegis. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Organleikari Jón Mýrdal. Fyrirbænastund mið- vikudag kl. 16.30. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson prédikar. Kaffi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Daníel Jón- asson. Bænaguðsþjónusta og altarisganga þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthías- son. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag: Barnasamkoma kl. 10.30. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson. Sunnu- dag 14. jan.: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleik- ari Marteinn Hunger Friðriksson. LANDAKOTSSPITALI: Messa kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Organisti Kjartan Ól- afsson. FEL^A- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknar- prestar. Mánudag: Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Mið- vikudag: Guðsþjónusta kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Messuheimilið Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn við Foldaskóla. Barnamessa kl. 11. Sunnudags- póstur, söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Grafarvogssóknar syngur. Organisti Sigríður Jóns- dóttir. Safnaðarkaffi að lokinni guðsþjónustu. Dr. Gunnar Kristj- ánsson flytur erindi um nútíma kirkjubyggingar. Að loknu erind- inu verða frjálsar umræður. Uppkast borgarskipulags á kirkjulóð við Fjörgyn til sýnis. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Árni Arinþjarnarson. Almenn samkoma hjá Ungu fólki með hlutverk fimmtudag kl. 20.30. Bibliulestur og bænastund laug- ardag kl. 10. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: í dag, laug- ardag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag 14. jan. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédikar. Matur seldur eftir messu. Kirkja heyrnarlausra. Messa kl. 14. Miyako Þórðarson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Guðspjall dagsins: Jóh. 2.: Brúðkaupið i Kana. Sigurbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðju- dag 16. jan. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. Miðvikudag 17. jan. Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barna- guðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar í Digranes- skóla. Barnamessa kl. 11. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Um- sjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Prestur sr. Ingimar Ingi- marsson. Sóknarnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Vonin. Sr. Þór- hallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Sr. Magnús Björn Björnsson prédikar. Sr. Jón Bjarman þjónarfyriraltari. Félag- ar úr Kristilegu félagi heilbrigðis- stétta taka þátt í messunni. Kaffi- sopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Barnastarfið hefst næsta sunnudag 21. jan. Helgi- stund þriðjudagskvöld kl. 22. Kyrrðarstupd í hádeginu fimmtu- dag. Orgelleikur, fyrirbænir, alt- arisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: í dag, laugardag: Samverustund aldraðra kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Barnasamkoma sunnudag kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Munið kirkju- bílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbæ- naguðsþjónusta kl. 18.20, sr. Frank M. Halldórsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Föstu- dag 19. des. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 21. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Dómprófast- ur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, vísiterar söfnuðinn, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- prestinum, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Barnastarf á sama tíma í umsjón Öddu Steinu, Sigríðar og Hannesar. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Æskulýðs- fundur sunnudagskvöld kl. 20. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN, Reykjavik: Guðs- þjónusta kl. 11. Helgistund kl. 17. Miðvikudag 17. jan. Morgun- andakt kl. 7.30. Orgelleikari Pa- vel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30, lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laugar- dögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARIUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delffa: Safnaðarguðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Vörður Trausta- son. KFUM & KFUK: Samkoma Amt- mannsstíg 2B kl. 20. Yfirskrift: Sönn og rétt guðsdýrkun I (Róm. 12). Upphafsorð: Kristín Sverris- dóttir. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Söng- og bænastund kl 19 30 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Flokksforingjar stjórna og tala. NÝJA postulakirkjan: Messa kl. 11. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Eldri borgarar sérstaklega velkomnir. Álftane- skórinn syngur, stjórnandi John Speight. Organisti Þorvarður Björnsson. Að lokinni athöfninni verður samkoma og veitingar í Víðistaðakirkju. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með Garða- og Álftanessóknum kl. 14 í Bessa- staðakirkju. Einar S.M. Sveins- son prédikar. Sr. Bragi Friðriks- son þjónar fyrir altari. Álftane- skórinn syngur. Veitingar og samvera fyrir aldraða í Víðistaða- kirkju að athöfn lokinni. Ferð frá Víðistaðakirkju kl. 13.20 og frá Hrafnistu kl. 13.30. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 14. Munið skólabílinn. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma vegna útvarps.) Barnasamkomur hefjast á ný 21. þ.m. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Messa og barnastarf kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 16 á sunnudögum. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Að messu lokinni er fundur með foreldrum fermingarbarna. Sr. Tómas Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðar- heimilinu kl. 13 í dag, laugardag. Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11 og fjölskyldumessa kl. 14, Magnús Erlingsson æskulýðs- fulltrúi prédikar. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Organisti Einar Örn Ein- arsson. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.