Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 4
?4 FRÉTTIR/YFIRLIT ■ MOECUNBIAÐIÐ 'SCINNUDAGOR 4.' FEBRÚAE !980 ERLEIMT -|- INNLENT Kjarasamn- ingarundir- ritaðir Kjarasamningar ASÍ og VSÍ voru undirritaðir aðfaranótt föstudags og BSRB og ríkið skrifuðu undir nær samhljóða samninga daginn eftir. Samningamir gera ráð fyrir 9,5% kauphækkun á næstu 20 mánuðum. Á móti verður búvöm- verð óbreytt út árið, verðbólga á að vera komin niður í 6-7% um mitt þetta ár og nafnvextir lækka að sama skapi. Víkingasveitin á vettvang Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var kölluð út á mánu- dagskvöld, þegar ölvaður maður tók að skjóta af haglabyssu í heildverslun í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Maðurinn kom sjálfviljugur út. Kaffenni áVestfjörðum Mikil snjóþyngsli eru á Vest- fjörðum og á tímabili vom íbúar fluttir úr húsum á Flateyri vegna snjóflóðahættu. 85 sentimetra jafnfallinn snjór mældist eftir einn sólarhring í Dýrafirði. Svíi þjálfar knattspyrnulandsliðið Svíinn Bo Johannsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenskra landsliðsins í knattspyrnu. Vatnsendakaupin úr sögunni? Varia verður úr kaupum Reykjavíkurborgar á Vatnsendal- andí eftir að bæjarstjóm Kópa- vogs lýsti sig andsnúna eignar- námsheimild til borgarinnar. Þá telur meirihlutinn í Kópavogi ótímabært að taka afstöðu til þess, hvort bærinnn nýtir for- kaupsrétt sinn að landinu eða ekki. 14 ára fangelsi Rúmlega tvítugur maður var í Hæstarétti dæmdur í 14 ára fang- elsi fyrir að verða 25 ára konu að bana fyrir tveimur ámm. Uppsagnir hjá Amarflugi Ollu starfsfólki Amarflugs var sagt upp í vikunni, en verið er að reyna að rétta fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Forsvarsmenn fé- lagsins eiga í.viðræðum við ýmsa aðila um hugsanlega þátttöku í rekstri. Krafist skýringa á laxveiðum íslensk stjómvöld hafa krafið dönsk og pólsk yfirvöld skýringa á laxveiði danskra og pólskra skipa rétt utan við landhelgi ís- lands, norðaustur af landinu. Ut- anríkismálanefnd Alþingis hafði áður krafist harðra aðgerða af hálfu stjómvalda gegn veiðunum. Samvinnuverslun sameinast Gengið hefur verið frá sam- komulagi um að Verslunardeild Sambandsins og KRON sameinist í einu fyrirtæki. Verulegt tap hef- ur verið á rekstri KRON og Versl- unardeildarinnar á undanförnum ámm. Margeir taplaus í Hollandi Margeir Pétursson varð í 4.-6. sæti á sterku skákmóti í Wijk aan Zee í Hollandi og var eini tap- lausi skákmaðurinn á mótinu. Þröstur Þórhallsson varð skák- meistari Reykjavíkur. ERLEIMT Sameinað Þýskaland á dagskrá Hans Modrow, for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands, lagði á fimmtudag fram áætlun um hlut- laust, sameinað Þýskaland þar sem Berlín yrði höfuðborgin á ný. Hann hvatti til þess að gerðir yrðu friðarsamn- ingar og endi formlega bundinn á seinni heimsstyijöldina. Sinna- skiptum Modrows eftir Moskvu- ferð hans í vikunni hefur verið fagnað í Vestur-Þýskalandi, en dræmlega tekið undir hlutleysis- hugmyndina. Helmut Kohl, kansl- ari V-Þýskalands, sagði að beðið yrði með að semja um þessi mál þar til eftir frjálsar þingkosningar í A-Þýskalandi 18. mars. Hann og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þinginu fögnuðu þó þeim um- mælum Míhafls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga að enginn efaðist um réttmæti sameiningar þýsku ríkjanna. Á barmi borg- arastyrjaldar Á flmmtudag beittu júgóslav- nesk stjórvöld fjölmennu herliði til að bæla niður uppreisn al- banska þjóðarbrotsins í Kosovo- héraði. Að minnsta kosti 29 manns féllu. Að sögn Belgrað- útvarpsins fór Janez Drnovsek forseti til Kosovo á föstudag, en ekkert var látið uppi um erindi hans þangað. Stjómvöld í Albaníu hafa gagnrýnt „yfirgang serb- neskra yfirvalda" í Kosovo. Dag- blöð í Jugóslavíu segja borgara- styijöld vofa yflr í héraðinu. Róttæk afvopnun- artillaga kynnt George Bush Bandaríkjafor- seti lagði til á miðvikudags- kvöld að Banda- ríkin og Sov- étríkin fækkuðu hermönnum sínum í Mið- Evrópu niður í 195.000 manns. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, hefur fagnað tillögu Bandaríkja- forseta. Hann sagði að hún væri skref í rétta átt. Viðbrögð aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins hafa einnig verið jákvæð. Tímamót í Suður-Afríku F. W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, aflétti á föstu- dag banni því sem hvílt hefur á starfsemi Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) í 30 ár. Hann tilkynnti jafnframt að Nelson Mandela, leiðtogi sam- takanna, yrði bráðlega látinn laus úr fangelsi. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði að sú ákvörðun de Klerks að leysa Nelson Mandela úr haldi væri söguleg og yrði þeim báðum boð- ið í heimsókn til Bretlands. Fer Gorbatsjov frá eða blæs hann til nýrrar sóknar? MIÐSTJÓRN sovéska kommún-' istaflokksins kemur saman í Moskvu á mánudag og þriðju- dag og líklegt er að þá ráðist hvort Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étforseti haldi velli. Margir spá honum Mli innan árs, sumir telja jafiivel líkur á að harðlínu- menn beri hann ofurliði þegar á miðstjórnarfundinum. Aðrir álita á hinn bóginn að Gorbatsj- ov hafi róttækar sljórnkerfis- breytingar í bakhöndinni, stefni til að mynda að því að forsetinn fái framkvæmdavald. Beri harðlínumenn hærra hlut á miðstjómarfundinum verð ur hægur vandi að finna skýring- ar á falli Gorbatsjovs. Vandamálin hafa hrannast upp að undanförnu. Kommúnistar í Litháen hafa ákveðið að slíta tengslin við móð- urflokkinn í Moskvu. Kröfur um sjálfstæði gerast æ háværari í að minnsta kosti sjö Sovétlýðveldum af fimmtán og uppreisn hefur brotist út í Kákasuslöndunum Azerbajdzhan og Armeníu. Samtímis þessu berast fregnir af því að hálfkákið í efnahagsað- gerðum stjómvalda beri lítinn sem engan árangur og ýmislegt bendir til þess að þolinmæði almennings sé á þrotum. Harðlínumenn hafa yfír mörgu að kvarta, eins og fram kemur í grein eftir einn þeirra, rithöfund- inn Aleksander Prokhanov, sem birt var í dagblaðinu Lfteratúrnaja Rossíja snemma í janúar. Þar seg- ir hann að glastnost-stefnan hafi gefið herskáum þjóðemissinnum lausan tauminn, minni miðstýring hafí leitt til efnahagskreppu, af- vopnun veikt sovéska herinn og lýðræðisumbætur grafið undan alræði kommúnistaflokksins. Sov- étríkin segir hann aldrei hafa ver- ið veikari en nú. Staða Gorbatsjovs í sljórnmálaráðinu Harðlínumenn í hinum ýmsu lýðveldum og borgum Sovétríkj- anna hafa átt í vök að veijast að undanförnu og í nokkrum þeirra hafa þeir orðið að segja af sér vegna óánægju og mótmæla al- mennings. Þar er Sovétlýðveldið Rússland ekki undanskilið. Öll forysta kommúnistaflokksins í Volgograd neyddist til að mynda til að fara frá nýlega eftir að borgarbúar höfðu krafist efna- hagslegra umbóta í anda per- estrojku. Harðlínumenn í öllum þrepum valda- stigans óttast að þeirra bíði sömu örlög. í æðstu valda- stofnun sovéska kommúnista- flokksins, stjórnmálaráðinu, á Gorbatsjov þó undir högg að sækja. Tólfmenningarnir sem þar eru fullgildir félagar skiptast í þijár fylkingar. Anders Áslund, helsti Kremlarfræðingur Svía, segir að fjórir þeirra séu harðlínu- menn; þeir Jegor Lígatsjov helsti andstæðingur Gorbatsjovs, Vítalíj Vorotníkov forseti Sovét- lýðveldisins Rússlands, Lev Zaj- kov æðsti embættismaðurinn f hergagnaiðnaðinum, og Úkrafnu- maðurinn Vladímír ívashko. Í hópi umbótasinna eru auk Gorbatsjovs Edúard She- vardnadze utanríkisráðherra og Alexander Jakovlev, ráðgjafí Sovétforsetans í utanríkismálum. Tveir til viðbótar, Vadím Medvedev, hugmyndafræðingur flokksins, og Vladímír Kijútsj- kov, yfirmaður öryggislögregl- unnar KGB, hafa stutt Gorbatsjov í ýmsum mikilvægum málum en eru þó ekki taldir jafn hollir Sovét- forsetanum og þeir fyrrnefndu. Aslund segir að Gorbatsjov geti Mikhaíl Gorbatsjov Jegor Lígatsjov aðeins treyst á stuðning Edúards Shevardnadze og Alexanders Jakovlevs við róttækar efnahags- umbætur. Miðjumennimir í stjómmála- ráðinu era þrír samkvæmt flokk- un Aslunds og allir móta þeir efnahagsstefnuna: Níkolaj Ryzh- kov forsætisráðherra, Júrí Masljúkov yfirmaður áætlana- stofnunarinnar, og Níkolaj Sljúnkov. Þeir hafa allir starfað fyrir áætlanastofnunina, era hæg- fara tæknikratar og sagt er að þeir hafi ekkert vit á fijálsu mark- aðskerfi. Þeir eru taldir tækifæris- sinnar og aka seglum eftir vindi. Kemst Ryzhkov til valda? Gennadíj Gerasímov, talsmaður utanríkisráðuneytisins, hefur haldið því fram að enginn geti komið í stað Gorbatsjovs sem leið- togi kommúnistaflokksins og að Sovétmenn hafi BAKSVIÐ eftir Boga Þ. Arason ekki um neina aðra stefnu að velja en per- estrojku. Anders Aslund er ekki á sömu skoðun, því hann telur vel koma til greina að Ryzhkov forsætisráðherra taki við völdunum af Gorbatsjov með stuðningi harðlínumanna. Þá yrðu fyrri stjórnarhættir teknir upp að nýju en reynt að koma á hægfara efnahagsumbótum. Farið yrði með öðram orðum að dæmi Kínveija. Fallist Gorbatsjov á að litháískir kommúnistar segi skilið við sovéska kommúnistaflokkinn gæti Ryzhkov snúist á sveif með harðlínumönnum, þar sem hann tekur flokksklofning ekki í mál. Anders Aslund telur að harðlínumennirnir hafi aðeins tvo mánuði til stefnu ætli þeir að steypa Gorbatsjov af stóli. Við þeim blasi mikill ósigur í þing- og sveitarstjórnarkosningum, sem fram eiga að fara í hinum ýmsu lýðveldum í mars. Þótt þessi möguleiki sé fyrir hendi er of snemmt að afskrifa Gorbatsjov. Hafa ber í huga að hann bauðst til að segja af sér á síðasta miðstjórnarfundi en harðlínumennirnir notuðu ekki Níkolaj Ryzhkov það tækifæri. Hins vegar hefur margt breyst frá fundinum, til að mynda má nefna misheppnaðar viðræður Gorbatsjovs við Litháa og uppreisnina í Azerbajdzhan. Fréttaskýrendur telja að harðlínu- menn hafí sótt í sig veðrið í æðstu valdastofnunum flokksins og séu jafnvel í meirihluta í miðstjórn- inni. Einnig hefur verið lögð fram sú kenning að Gorbatsjov haldi velli en völd hans verði skert. Hann fái áfram að slá um sig á alþjóðavettvangi en ráðin verði að nokkra leyti tekin af honum í innanríkismálum. Stjórnkerfisbreytingar á döfínni? Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá því í vikunni að Gorbatsjov hygðist segja af sér formennsku í kommúnistaflokkn- um en halda forsetaembættinu. Sovétforsetinn vísaði fréttinni á bug en samt er hugsanlegt að fótur sér fyrir henni. Það væri þá enn eitt dæmið um kænsku Gorbatsjovs. Heimildarmaður CNN var sovéskur embættismað- ur, sem sjónvarpsstöðin taldi áreiðanlegan. Trevor Fishlock, fréttaritari breska dagblaðsins Daily Telegraph í Moskvu, telur að fréttin hafi þjónað þeim til- gangi að skjóta harðlínumönnum skelk í bringu og varpa fram þeirri spurningu hvort sovéski kommúnistaflokkurinn sé í raun nauðsynlegur. Líkur séu á því að Gorbatsjov vilji losa sig frá komm- únistaflokknum vegna óvinsælÖa flokksins á meðal almennings og koma á róttækum stjórnkerfís- breytingum. Hann gæli við þá hugmynd að forsetinn fái fram- kvæmdavald og verði ábyrgur fyrir sovéska þinginu (Æðsta ráð- inu), fremur en stjórnmálaráði og miðstjórn kommúnistaflokksins. Hann hyggist því aðskilja flokks- vald og ríkisvald verði kommúni- staflokkurinn áfram dragbítur á umbótum. Hann hefur þegar auk- ið völd Æðsta ráðsins á kostnað valdastofnana kommúnistaflokks- ins og talið er að umbótastefna hans njóti meiri stuðnings á með- al þingmanna í Æðsta ráðinu, heldur en forystumanna komm- únistaflokksins, sem vilja sem minnstu breyta og halda forrétt- indum sínum. Fulltrúaþingið hef- ur þegar rætt hvort veita eigi for- setanum framkvæmdavald. Álykta má að Gorbatsjov hafi dregið þann lærdóm af breyting- unum i Austur-Evrópu í haust að kommúnistaflokkurinn verði að fallast á róttækar umbætur, ann- ars bíði hann mikið afhroð. Aug- ljóst er að Gorbatsjov á við mikinn vanda að etja og svo virðist sem hann reyni nú ■ að vinna tíma í örvæntingarfullri leit að réttu lausninni. Harðlínukommarnir era einnig í tímaþröng. Annaðhvort fer Gorbatsjov frá á næstu mán- uðum - eða Lígatsjov og Ryzhkov verða reknir. I I I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.