Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 j ipersunnudagur4.febrúar,semer5.sd.eftir 1 JJA-VJ'þrettánda. 35. dagurársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 0.42 og síðdegisflóð í Rvík kl. 13.17. Sólar- upprás í Rvík kl. 9.59 og sólarlag kl. 17.25. Myrkur kl. 18.23. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.42 ogtungliðer í suðri kl. 21.15. (Almanak Háskóla íslands.) Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið 6g áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í lyört- um yðar. (Kól. 3,16.) ára afinæli. Á morgun, mánudag 5. febrúar, er sextug frú Steinunn Guð- brandsdóttir, Borgarbraut 1, Hólmavík. Eiginmaður hennar er Hans Magnússon, sýslufulltrúi. Steinunn verður að heiman á afmælisdaginn. FRÉTTIR ára afinæli. Næstkom- andi þriðjudag, 6. febr- úar, er fimmtugur Valur Páll Þórðarson, Víkur- bakka 6, hér í Rvík. Kona hans er frú Erla Þórðardóttir. Þau taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu, Vonar- strætismegin, á afmælisdag- ínn kl. 17-19. í DAG er bænadagur að vetri. í Stjömufræði/Rím- fræði segir að eftir siðaskiptin „voru yfirleitt fyrirskipaðir 3—4 bænadagar á ári, sbr. kóngsbænadag. Þessi siður var endurvakinn að nokkru leyti 1952 með hinum al- menna bænadegi þjóðkirkj- unnar, sem haldinn er 5. sunnudag eftir páska ár hvert“. Þennan dag árið 1942 var haldinn fyrsti ríkisráðs- fundurinn á Bessastöðum. Dagurinn í dag er einnig stofndagur Verslunarbanka íslands. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í dag, sunnudag, í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijálst spil og o.fl. og kl. 20 dansað. „Snúður og snælda“-leiklistarhópur fé- lagsins gengst fyrir leiklist- amámskeiði 5. þ.m. Þorrablót félagsins verður 9. og 23. þ.m. Skrifstofan veitir nánari uppl. Á þriðjudaginn, 6. þ.m., verður bókmenntakynning á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 kl. 15—17. Rætt verður um Unni Benediktsdóttur Bjarklind og lesið úr verkum hennar. FÉL. svæðameðferð hefur opið hús nk. þriðjudagskvöld kl. 20 í Síðumúla 7, í hús- næði Svæðameðferðarskóla Islands. Axel Magnússon mun kynna námskeiðin: „Grönn allt lífið“ og samtökin „Ónefnd átvögl". Opna húsið er öllum opið. JC-Nes heldur félagsfund mánudagskvöld kl. 20.30 að Laugavegi 178. Fundurinn er öllum opinn. M.a. fer fram landsþingskynning. KVENFÉL. Háteigssóknar heldur aðalfund nk. þriðju- dagskvöld í Sjómannaskólan- um kl. 20.30. Að fundarstörf- um loknum verður upplestur og kaffiveitingar. KVENFÉL. Grensássóknar heldur aðalfund í safnaðar- heimili kirkjunnar 12. þ.m. kl. 19.30 og hefst fundurinn með borðhaldi. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 skyldmenn- in, 5 reipi, 8 ættamafn, 9 versi, 11 skorturinn, 14 tíni, 15 vera til ama, 16 afkomend- um, 17 sefa, 19 ró, 21 fyrir stuttu, 22 starfinu, 25 horað- ur, 26 tunna, 27 rödd. LÓÐRÉTT: - 2 mýrarflói, 3 tók, 4 hlutaðeigendur, 5 klína, 6 ílát, 7 keyra, 9 stans- ar, 10 gerðir við, 12 leyfðir afnot, 13 auðlindunum, 18 beltum, 20 greinir, 21 vantar, 23 samþykki. 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 uggur, 5 kálar, 8 nýrun, 9 sægur, 11 tinna, 14 aka, 15 angar, 16 nefnt, 17 ara, 19 drap, 21 haka, 22 sáldrar, 25 net, 26 ódó, 27 iði. LÓÐRÉTT: — 2 glæ, 3 Unu, 4 rýrar, 5 kutana, 6 áni, 7 agn, 9 sjaldan, 10 gagnast, 12 nefnari, 13 aftraði, 18 rödd, 20 Pá, 21 ha, 23 ló, 24 ró. wSmmm1 Ég heiti Ólafur Ragnar Grímsson. Ég er ekki Ceausescu FÉL. viðskipta- og hag- fræðinga heldur fund á Hótel Sögu á þriðjudagsmorgun kl. 8. Jóhannes Nordal banka- stjóri flytur þar erindi um hlutverk seðlabanka. KVENFÉL. Garðabæjar heldur aðalfundinn nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 á Garða- holti. ITC-deildin íris heldur fund annað kvöld kl. 20.15 í Slysa- varnahúsinu Hjallahrauni 9, Hafnarfirði. Mælskulist og ræðukeppni. Nánari uppl. veita Hulda í s. 51622 eða Halla s. 52531. ÍÞRÓTTIR aldraðra. Fél. áhugafólks um íþróttir aldr- aðra heldur fund í þjónustu- miðstöðinni Vesturgötu 7 fyr- ir félagsmenn og gesti þeirra í dag, sunnudag, kl. 15, með skemmtiatriðum og dansi. ÁRBÆJARKIRKJA. í kvöld kl. 20 er æskulýðsfundur. HJALLAPRESTAKALL. Samvemstund verður í kvöld kl. 20 fyrir fermingarböm í Hjallaskóla, að Lyngheiði 21. LAUGARNESKIRKJA. Kvenfél. sóknarinnar heldur fund annað kvöld kl. 20. NESKIRKJA. Á morgun verður bamastarf 12 ára bama kl. 17.30 og 13 ára bama og eldri kl. 19.30. SELJAKIRKJA. Barna- og æskulýðsstarf á morgun. Fundur yngri KFUK-stúIkna kl. 17.30 og eldri stúlkna kl. 18.30. Æskulýðsfélagsfund- ur kl. 20. SÉLTJARNARNES- KIRKJA. Æskulýðsfundur annað kvöld kl. 20. KVENFÉL. Langholtssókn- ar heldur aðalfund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 í safnað- arheimilinu. Félagsmönnum og gestum þeirra boðið upp á síldarrétti og spilað bingó að fundarstörfum loknum. KVENFÉL. Fjallkonurnar Breiðholti III heldur fund þriðjudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Fyrirlestur fluttur um litaval á fatnaði kvenna og förðun. Veitingar verða bomar fram. KVENFÉL. Seljasókiiar heldur aðalfundinn í kirkju- miðstöðinni nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Að fundar- störfum loknum verður bingó- spil og kaffíveitingar. KVENFÉL. Kópavogs ætlar að spila félagsvist á þriðju- dagskvöld í félagsheimili bæj- arins kl. 20.30. Það er öllum opið. Kaffíveitingar. ÁSKIRKJA. í dag, sunnu- dag, er kaffisöludagur í safn- aðarheimili kirkjunnar á veg- um safnaðarfélagsins að lok- inni guðsþjónustu. KVENFÉL. Keflavíkur heldur fund annað kvöld ki. 20.30 í Kirkjulundi. NORÐFIRÐINGAFÉL. heldur sólarkaffi í dag, sunnudag, í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 15.30. BARÐSTRENDINGAFÉL. efnir til félagsvistar í dag í Skipholti 70 kl. 14. Kaffiveit- ingar. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð halda fræðslu- fund nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Laug- ameskirkju. Sr. Sigflnnur Þorleifsson ræðir um sorg og trú. SYSTRAFÉL. Víðistaða- sóknar heldur aðalfund ann- að kvöld kl. 19.30 í safnaðar- heimili kirkjunnar og hefst hann með þorramat. JC-Reykjavík heldur fund kl. 20 á Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Guðni Ágústsson alþm. sem fjallar um málefni lífeyrissjóða. FRIÐARÖMMUR halda fund á Hótel Sögu annað kvöld kl. 20.30. Fjallað verður um forvarnastarf gegn of- beldi. Fundurinn er öllum op- inn. LJÓSMYNDARAFÉL. Hug- mynd ’81 heldur aðalfund sinn nk. fímmtudag á Klapp- arstíg 26 kl. 20.30. FÉL. harmonikkuaðdáenda heldur skemmtifund í dag í Templarahöllinni kl. 15. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrrakvöld kom togarinn Engey úr söluferð. Þá kom Esja úr strandferð. í dag fer togarinn Snorri Sturluson til veiða og á morgun er tog- arinn Jón Baldvinsson vænt- anlegur inn til löndunar. ÞETTA GERÐIST 4. febrúar ERLENDIS: 1783: Ófriði Bandaríkja- manna og Breta lýkur. 1874: Ashanti-ófriðnum í Ghana lýkur með sigri Wolse- ley hershöfðingja í orrustunni við Kumasi. 1899: Filippseyingar gera uppreisn gegn Bandaríkja- mönnum og krefjast sjálf- stæðis. 1915: Þjóðverjar hefja kaf- bátahernað. 1923: Ráðstefnan í Lausanne fer út um þúfur vegna afstöðu Tyrkja. 1938: Adolf Hitler tekur við yfirstjórn þýzka hersins. 1918: Ceylon fær sjálfstæði. 1952: Fyrsti fundur afvopn- unarnefndar SÞ. 1968: 133 farast með jap- anskri farþegaflugvél í Tókýóflóa. 1972: Bretar og níu aðrar þjóðir viðurkenna sjálfstæði Austur-Pakistans. 1976: Rúmlega 23.000 taldir af í jarðskjálfta í Guatemala. HÉRLENDIS: 1222: Grímseyjarför. Víg Tuma Sighvatssonar. 1942: Ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar skipað. 1968: Annað „Halaveður“. ORÐABOKIN Eftir augnablik Síðast var rætt nokkuð um no. augnablik og andartak. Elzta dæmi no. augnablik í OH er frá um 1600. Er það úr guðsorðariti, prentuðu á Hólum: „er þad ecke nema so sem eitt Augnablik ad reikna", eins og þar stendur stafrétt. Það er Guðbrandur biskup, sem þýðir svo. Þá kemst sr. Hallgrímur þann- ig að orði í Passíusálmum sínum: „fæst sízt með fögru gjaldi/ frestur um augna- blik“. Mörg önnur dæmi er unnt að tilgreina allt fram á okkar dag og oftast um stutt tímamark. Elzta dæmi um andartak í OH er frá 1682 og þá um andardrátt. „allt til mijns sijdasta And- artaks. Og hver kannast ekki við þessar ljóðlínur Jón- asar úr Ferðalokum: „and- artak sérhvert,/ sem ann þér guð,/ finn eg í heitu hjarta.“? Þessi merking virðist hafa verið nær einráð fram á þessa öld, en smám saman er farið að nota and- artak sem tímamark, um mjög stuttan tíma, og þá fara augnablik og andartak að merkja hið sama. Halldór Laxness segir t.d. á einum stað: „Ljósker brytans lýsti andartak á þessa mynd.“ Þá hljóta flestir að finna verulegan mun á því, hvort sagt er: „ég kem eftir augnablik“ eða „ég kem eftir andartak eða að vörmu spori. JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.