Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 10
fí 10 í)<?oi flAúíiaa^ ,í> íTOÐAauvrKug Gia/v.iaKUDHOK MORGUNBLABIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 eftir Svein Guðjónsson Mynd: Sverrir Vilhelmsson Handtakið er þétt og fasið til- gerðarlaust. Hann biður mig um að hinkra ögn fyrir utan á meðan hann lýkur við að klæða sig. Svo býður hann mér inn, á hótelherbergi númer 461. Þetta er á sunnudagseftirmiðdegi og hann hafði lagt sig enda verið á löngum og ströngum samn- ingafundum að undanförnu. Þær viðræður hafa nú leitt til samninga, sem margir telja að marki tímamót hér á landi. Ein- ar Oddur Kristjánsson er einn af höfundum og helstu hvata- mönnum núll-lausnarinnar svo- kölluðu. Sjálfur vill hann ekki gera meira úr sínum hlut en efiii standa til og segir að hér sé um að ræða afrakstur af náinni og góðri samvinnu margra aðila. Um hvað eigum við að tala?“ spyr hann dál- ítið snöggur upp á lagið og kveikir sér í sígarettu. í símtali fyrr í vikunni hafði ég lýst áhuga mínum á að spjalla við hann um hinn „mannlega þátt“, en hann kvaðst ekki vilja ræða um einkamál sín í fjölmiðlum. Sagðist raunar hafa hálfgerða fyrirlitningu á öllu þessu fólki sem gengist upp í því að afhjúpa sig frammi fyrir alþjóð í fjölmiðlum. „Ég er hins vegar til- búinn til að ræða við Morgunblaðið hvenær sem er um atvinnu- og efnahagsmál og mínar skoðanir í þeim efnum, því nú ríður á að hamra á þessum hlutum,“ sagði hann í símann og ég spurði bvort við gæt- um þá ekki bara spilað samtal okk- ar eftir eyranu og séð til hvað út úr því kæmi. Hann féllst á það, en hafði aðeins lausan tíma þennan sunnudagseftirmiðdag. Það stóð yfir ströng og erfíð samningalota eins og mér hlaut að vera ljóst. Ég vildi fyrst fá að vita hvers vegna formaður Vinnuveitenda- sambandsins byggi í litlu hótel- herbergi vestur á Sögu en ekki í huggulegri íbúð á góðum stað í borginni, eins og maður gæti ímyndað sér um mann í hans stöðu? „Ég hef nú bara ekki gert neinar Einar Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands íslands þykir um margt ólíkur fyrirrennurum sínum og kollegum í VSÍ Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.