Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 14

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 14
'lt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 PC Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 6., 8., 13. og 15. febr. kl. 20-23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. ??Mtölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 ............ Leikur kattarins að músinni: Píslarsaga fjögurra Kúrda Við fyrstu sýn virðist Turabi Kazin vera ósköp venjulegur ungur maður með þykkt, svart hár og mikið yflrskegg. Þá vekur það athygli, að hægri ermin hangir tóm og augun eru óvana- lega dökk og flöktandi. Kazin, sem er 28 ára gamall, féll í hendur tyrknesku lögregl- unni fyrir 10 árum og í þá 15 daga, sem pyntingarnar stóðu yfir, var hann hengdur upp á úlnliðunum, barinn með sandpokum, höfðinu lamið utan í vegg, barinn á iljarnar og hægri handleggurinn margbrot- inn. Handleggurinn var settur í gips en vegna blóðeitrunar, sem hljóp í hann, varð fangelsislæknirinn að • • ÆFINGASTOÐIN ENGIHJAUA 8 KÓPAVOGI Upplýsingar og innritunf símum 46900,46901 og 46902. KENNALEIKFIMk 4\> ^ Fyrir hressar konur á öllum aldri. t Krefjandi og góðar æfingar fyrir maga, rass og Iðeri. Dag og kvöldtímar. Innritun hafin. ’ s **U' AEROBIC. f-Kjpik fv IrNS/ U á 10% skólaafsláttu|. Ssj; TÆKJASALUR Uppbyggjandi og styrkjandi þjálfun fyrjr al|a þá sem vilja komast í góða þjálfun. Getum tekið á móti stórum hópuijn. EINKAÞJÁLFUN Dag- og kvöldtímar Pantiðtíma. xjí ii ih p Þjálfun fyrir þá sem vilja komast í góða æfingu á sem skemmstum tíma. BÖÐ \l iI 1 ílf/ Gufuböð, Ijósaböð og nuddpottar. \Wm Þ OPNUNARTÍMISTÖÐVARINNAR: Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud., kl. 12-22, föstud. 12-21, laugard. 11-18 ogsunnud. 13"16p 1 ' ATH.: Áfsláttur fyrir hópa og skólafólk. Byrjaðu strax, það borgarsig . > ^ ■qjSSt * m Metsölublað á hverjum degi! taka af honum þrisvar sinnum þar til ekki var annað eftir en smástúf- ur. Við nýlega rannsókn, sem fram fór á Stofnun fyrir fórnarlömb pynt- inga, fundust 28 ör á líkama Kazins og læknarnir sögðu, að hann væri líkamlega dofinn og þjáðist enn af andlegum eftirköstum pynting- anna. Martröðin í Tyrklandi „Eg mun aldrei gleyma því, sem gerðist í Tyrklandi,“ segir Kazin. „Þeir sviptu mig voninni, eyðilögðu líkamann og ég fæ ennþá skelfileg- ar martraðir." Um framtíðina hafði Kazin ekkert að segja, horfði bara niður fyrir fætur sér og hristi höfuð- ið. Kazin er einn af fjórum Kúrdum, sem segja frá því hvernig þeir voru fangelsaðir og pyntaðir vegna pólit- ískra afskipta og róttækra skoðana- sinna. Þrír þeirra nota ekki sitt rétta nafn af ótta við, að ættingjar þeirra heima verði látnir gjalda þess. Túlk- urinn þeirra heitir Zeynep Dikmen, ung stúlka í gráum fötum, en sjálf var hún félagi í róttækum samtök- um, Devrimci Yol, og missti sitt fyrsta barn þegar tyrkneskir lög- reglumenn spörkuðu í bakið á henni við yfirheyrslu. Hasan Atmaca og Haci Dogan, tveir þrekvaxnir Kúrdar um hálf- þrítugt, segja frá því svipbrigða- Íaust hvernig þeir lifðu af raf- magnshöggin, barsmíðarnar, svelt- ið og falaka — barsmíðar undir ilj- arnar þar sem fórnarlambinu er haldið föstu á gólfinu. „Fasískir hryöjuverkamenn" KaHmennirnir þrír hófu sín pólitísku afskipti á unga aldri og trúðu því, að aðeins róttæk vinstrtí stefna væri svarið við ofbeldi Tyrkja gagnvart Kúrdum og eina vopnið í baráttunni fyrir sjálfstæði. Alla tíð síðan hafa þeir verið sem leiksoppur í því stríði, sem háð er í Austur- Tyrklandi milli kúrdísku baráttu- mannanna og lögreglunnar, hersins og þeirra, sem þeir kalla „fasíska hryðjuverkamenn á vegum stjórn- valda". I þessu stríði vinnur oftast sá sterkari og ekki síst með því að beita pyntingum. Þótt Atmaca og Dogan stæðust misþyrmingarnar vikum saman gáfust þeir að lokum upp, undirrituðu játningu og voru dæmdir í margra ára fangelsi. Of- sóknirnar héldu hins vegar áfram eftir að þeir losnuðu og því ákváðu þeir að flýja land. Pyntaður í 75 daga Atmaca, dökkur yfirlitum og eirðarlaus, segir frá því þegar hann fór í felur eftir fjöldamorð á 100 Kúrdum skammt frá heimabæ hans, Marash, árið 1978. Árið 1981 féll hann í hendur lögreglunni og var pyntaður daglega í 75 daga. Meðal annars var sprautað á hann köldu vatni undir miklum þrýstingi og í heilan mánuð var hann hafður í búri þar sem ekki var hægt að standa upp. Þá undirritaði hann loks játninguna, afturkallaði hana frammi fyrir dómaranum, var pynt- 7.-9.febrúarkl.9-13 „LAUN Launabókhald“ Farið verður í uppbyggingu launaforritsins LAUN frá Rafreikni/EJS og raunhæf verkefni gerð í sambandi við vinnslu launa. ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Turabi Kazin aður á ný og undirritaði játninguna aftur. Seint á síðasta ári fékk Atmaca hæli í Bretlandi en honum hefur ekki tekist að fá til sín konu sína og barn þótt Genfarsáttmálinn um flóttafólk eigi að tryggja samein- ingu fjölskyldna. „Flóttafólk frá Austur-Evrópu virðist velkomið en ekki við,“ segir hann. „Berjið þá heldur til bana“ Dogan starfaði fyrir Byltingar- sinnaða, tyrkneska kommúnista- flokkinn fram til 1978. Hann var fyrst handtekinn, hengdur upp á handleggjunum og pyntaður eftir að hann hafði verið kjörinn í náms- mannanefnd. Þegar hann hafði ver- ið í útlegð innanlands í nokkurn tíma var hann handtekinn aftur, pyntaður og fingurnir brotnir. „Nótt eina var bundið fyrir augu okkar og farið með okkur út í skóg þar sem hermenn biðu með al- væpni. Eftir hálftíma sagði foring- inn: „Farið með þá og beijið þá heldur til bana.““ Dogan lifði af einangrun og pynt- ingar í 40 daga qg gat þá flúið til Qalla, Ári síðar náðist hann aftur og var þá bundinn á stól í 16 daga, síðan hlekkjaður við járnrör, sem var svo hátt frá gólfi, að hann varð að standa á tánum. Þá undirritaði -hann játningu, var fangelsaður og síðan neyddur til að gegna her- þjónustu. Persónuskilríkin voru sér- staklega merkt vegna pólitískra afskipta hans og hann átti í erfið- leikum með að fá atvinnu. Hann hafði því sama háttinn á og margir aðrir, að hann útvegaði sér vega- bréf með mútum og flýði land. Þegar Dogan var spurður hvort hann hefði nokkru sinni beitt of- beldi í baráttunni gegn tyrkneskum stjórnvöldum svaraði hann aðeins: „Þegar fólk er kúgað hefur það rétt til að grípa tíl hvaða ráða sem er.“ Mnbiti í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.