Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 eftir Andrés Magnússon EFTIR AÐ vart var laxveiðiþjófa á alþjóðlegu hafsvæði austur af Islandi á dögunum beindist athygli manna að Landhelgisgæzlunni eftir að tiltölulega hljótt hafði verið um hana í nokkur ár — allt frá því að Islendingar báru sigur af hólmi í síðasta þorskastríði. En gæzlan hefiir allt- af verið á sínum stað þó svo að ekki sé verið að eltast við landhelgisbrjóta dag og nótt eða að klippa á botnvörpur erlendra togara. En hvað er gæzlan að gera? Blaðamaður Morgunblaðsins fékk leyfí til þess að kynna sér störf henn- ar í návígi. Eg fékk að vita með fimm tíma fyrirvara að ég þyrfti að koma mér til Þorláks- hafnar um borð í varðskip- ið Tý, sem myndi bíða mín þar. Að lokinni sögulegri rútuferð í engu skyggni — bílstjórinn ók eftir minni allt þar til komið var í Þrengslin — stóð ég einn og yfirgefinn á kajan- um í Þorlákshöfn. Talsverður strekkingur var og mikill skafrenn- ingur í ofanálag. Eftir nokkra bið sá ég ljós læðast inn um hafnarmyn- nið og þar var gúmbátur varðskips- ins kominn. Um borð í honum voru þrír háset- ar auk bátsmanns. Hásetamir voru allir með kastara, enda skyggnið afleitt. „Hinkraðu þarna uppi, vin- ur“ heyrðist kallað digrum rómi að neðan og ég þekkti rödd Steinars M. Clausen, bátsmanns, frá því ég var messagutti á Tý til forna. Einn hásetinn snaraðist upp stiga utan á bryggjunni, og hjálpaði mér við að komast í björgunarbúning eins og þeir voru allir í. Við klöngruð- umst niður í bátinn og lögðum í hann. Skyggnið var svo slæmt að þrátt fyrir fjóra kastara var ekki hlaupið að því að finna hafnarmynnið og ekki fyrr en við vorum komnir fast upp að því, sem við sáum glitta í ljósin, sem afmarka það. Framund- an sortinn. Eftir stutta siglingu mátti grilla í bjarmann frá Tý. Allt í einu sá ég hvemig ljóskastari ofan á brúnni skar myrkrið og skipið reis tignarlega úr hafinu. Við sigldum hægt upp að lunn- ingunni og ég klifraði upp leiðarann inn fyrir. Ég fór upp á þyrludekk til þess að fylgjast með því þegar báturinn yrði tekinn inn fyrir og eins til þess að fara úr björgunar- gallanum, en þeir eru geymdir í þyrluskýlinu. Uppi í skýli beið Leif- ur Guðmundsson bryti gleiður og bauð mig velkominn aftur um borð með þeim orðum að það væri lang- ur vegur frá uppvaskinu í blaða- mennsku á Morgunblaðinu. Ég svaraði að hann skyldi ekki vera of viss. Það kom mér strax á óvart hvað ég þekkti marga um borð. Maður skyldi ætla að á 7-8 árum væri nokkur hreyfing á mannskapnum, en svo virtist ekki vera. Yfirmenn voru flestir hinir sömu og sv.ipaða sögu var að segja um undirmenn- ina. Helst að hreyfing hefði verið á þilfarsmönnum — dekkinu. Fyrir utan Steinar hafði ég siglt með tveimur dekkmönnum áður. Siggi Bergmann stjómaði krananum þeg- ar báturinn var tekinn inn fyrir. Hann heilsaði mér eins og við hefð- um kvaðst í gær. Annar háseti, Hannes Bjarnason, heilsaði mér um leið og hann kom sér úr björgunar- gallanum, ég hafði ekki þekkt hann í hríðinni með hettuna hálfa fyrir andlitinu. „Bara kominn aftur?!“ spurði hann brattur að vanda, Ég jánkaði því. „Og á að fara að skrifa fallega um okkur?“ Jú, ég sagðist ætla að_ reyna að lýsa lífinu um borð. „Á, hetjur hafsins og allt það ...“ Leifur bryti hefur viðurnefnið „bijálaði brytinn“, sem hann er hinn ánægðasti með. Kveður svo rammt að þessu að ef litið er undir kaffi- brúsana um borð eru þeir ekki merktir v/s Tý, eins og flest annað lauslegt, heldur „BB“. Ég heyrði þá sögu að einhverju sinni hefði nýr messagutti komið um borð og hald- ið niður í messa til þess að tilkynna komu sína. Leifur var með kjötexina á lofti þegar messinn kom inn í eldhús og kynnti sig með orðunum: „Velkominn, ég er brjálaði brytinn" um leið og hann sökkti exinni í kjöt- bitann, sem hann var að vinna að, og hló stórkarlalega. Messaguttinn hljóp öfugur út. Sú viðbót er við söguna að skömmu síðar hafi skip- ið verið kallað upp í radíóinu og spurt hvort nokkur kannaðist við náfölan messa, sem héldi dauða- haldi í nærliggjandi bauju! Leifur bauð mér að fá eitthvað í svanginn eftir ferðalagið, en ég sagðist láta mér nægja að þiggja kaffi hjá honum. „Jæja, þú ratar þetta.“ Steini sagði mér að búið hefði verið um mig í farþegaherberginu fyrir aftan sinn klefa og ég fór með pokann minn niður áður en ég fór upp í „hól“ — brúna — að hitta Helga Hallvarðsson, skipherra. Helgi stóð við gluggann og ræddi við Friðgeir Olgeirsson, 1. stýri- mann. „Bara kominn í slaginn," sagði hann frekar en spurði, snögg- ur upp á lagið og bætti við: „Þú hefur ekkert látið biskupaveðrið stoppa þig?“ Ég svaraði að maður hefði ekki látið slíkt spyijast um sig. „Minn mann! Farðu niður og láttu brytann gefa þér eitthvað, ég spjalla við þig á eftir.“ Biskupaveður er alveg sérstakt fyrirbæri. Sagan segir að biskup Islands hafi einhveiju sinni komið heim frá Kaupmannahöfn með Gull- fossi. Þegar hann kom heim var tekið á móti honum af blaðamanni, sem spurði meðal annars hvort sjó- ferðin hefði ekki gengið vel. Biskup ku hafa tekið fremur dræmlega í það og sagði: „Veðrið á leiðinni var svo slæmt að við urðum að halda á súpudiskunum!" Það fínnst sjó- mönnum lítill Sjór. Ég fór inn í yfirmannamessa og fékk mér kaffi og yljaði mér eftir volkið. Nokkrir yfirmannanna voru að horfa á sjónvarpið, en móttöku- skilyrðin voru með sæmilegra móti. Helgi kom niður og bauð mér upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.