Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 34

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 34
 MORGUNBI^Ðff^ M1NNII\í€ABb3í IR 4. FEBRÚAR, ia90 ValdimarJ. Auðuns- son — Grenstanga Valdimar J. Auðunsson fæddist í Dalsseli undir yestur-Eyjafjöllum 11. des. 1914. Ólst hann þar upp í stórum systkinahóp. í Dalsseli, æskuheimili Valdimars, var bæði verslun og barnaskóli. Var því bær- inn nokkurs konar miðpunktur í sveitinni. Voru meðal annars haldn- ir dansleikir þar. Ekki mun Valdi- mar hafa verið gamall þegar hann fór að fikta við harmonikku sem Leifur bróðir hans átti. Náði hann fljótt góðum tökum á hljóðfærinu, þó ekki lærði hann að lesa nótur. Honum var tónlistin einfaldlega í blóð borin. Fjórtán ára gamall- spil- aði hann á sínum fyrsta dansleik og var það upphafið að ævilöngum ferli hans að leika fyrir dansi. Tón- listin var mjög ríkjandi hjá þeim Dalsselssystkinum og spiluðu þau fjögur á harmonikku. Urðu þau þekktir spilarar. Fyrst sem systkin- in frá Dalsseli, síðar Dalsselsbræð- ur, þeir Leifur og Valdimar. Margir eru þeir hljóðfæraleikarar sem Valdimar átti samstarf með gegn- um árin. í hópi þeirra má finna landsþekkta harmonikkuleikara meðal annars. Fjölmargir eru stað- irnir þar sem hann þandi nikkuna og létti lund allra sem á hlýddu. Eftir að hafa starfað um langt skeið sem leigubílstjóri og harmon- ikkuleikari í Reykjavík, flutti Valdi- mar aftur í Rangárþing með fjöl- skylduna. Stofnuðu þau nýbýli sem þau kölluðu Grenstanga og byggðu þar upp. Lagasmiður var Valdimar góður. Verðlaun fékk hann fyrir lög sín og munu þau lifa á komandi tímum. Eftirlifandi kona Valdimars er Þuríður Ingjaldsdóttir. Eignuðust þau átta börn. Mikil samheldni hef- ur einkennt þessa fjölskyldu og þar er hlutur eiginkonunnar ekki minnstur. Böm og bamabörn Valdi- mars erfðu þá náðargáfu sem hann hafi í svo ríkum mæli og hafa fylgt honum dyggilega í hljóðfæraleik og söng. Eftir að Valdimar fluttist austur og farið var að stofna harmonikku- félög víða um land, fór hann að ala með sér þann draum að Rangæing- ar stofnuðu sitt eigið félag. Á sjö- tugs afmæli Valdimars voru fyrstu drögin að slíku félagi lögð. 14. apríl 1985 var félagið stofnað í Gunnars- hólma. Valdimar var kosinn fyrsti for- maður félagsins og var það til haustsins J989. Þá var hann gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins. Valdimar starfaði af lífi og sál í félaginu. Harmonikkan var honum hjartans mál og hann átti mjög auðvelt að hrífa aðra með sér með sinni alkunnu Ijúfmennsku og léttri lund. Undir styrkri stjóm Valdimars óx og dafnaði félagið. Félögunum hefur það fært ótal ánægjustundir og vegur harmonikkunnar í Rang- árþingi hefur aukist mjög. Harmon- ikkufélagar þakka af alhug allan þann kraft og þá lífsgleði sem hann Blómastofa Friöfutns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öti kvöid tíl ki. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. m gaf okkur. Við kveðjum nú ljúfan og kæran félaga með söknuði og trega. Fjölskyldu hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur. F.h. Harmonikkufélags Rang- æinga. Sigrún Bjarnadóttir Það stóðu þrír graðhestar bundnir við hornið á félagsheimili Fáks, eig- andinn var inni í kaffi. Það var á þeim árum þegar hægt var að spretta úr spori á Bústaðaveginum og Fossvogshverfið var enn óbyggt. Seinna kom í ljós að eigandi þessara hesta átti eftir að verða tengdafaðir minn. Þannig minnist ég hans fyrst, í stórri úlpu á útreiðum í Reykjavík með marga til reiðar, oft graðhesta. Þá bjuggu þau Þura og valdimar á Fossvogsbletti 45, ásamt stómm bamahópi. Við Auðunn, elsti sonur þeirra, vorum þá orðnir góðir vinir og fljótlega kynntist ég elstu dóttur- inni, Kristjönu Unni, konunni minni. Brátt fór ég svo að aka annarri leigu- bifreiða Valdimars og ók ég fýrir hann í tæp sjö ár. í Fossvoginum voru oft mörg hross á fóðrum, allt upp í fímmtán í einu, þegar mest var. Það var því ekki furða þó þau flyttu sig um set þegar þrengja tók að þeim í Fossvog- inum og byggðin þéttist, enda tog- aði sveitalífið alltaf í þau. Þau tóku sig því upp og fluttust alfarið austur í Landeyjar árið 1973. Þar höfðu þau reist nýbýlið Grenstanga með miklum dugnaði, þar sem bóndinn var nú kominn af léttasta skeiði, orðinn rúmlega fímmtugur þegar þau byijuðu á uppbyggingunni. Þarna var hægt að hleypa um grónar grundir, vítt til allra átta og útsýni hið fegursta. í Grenstanga höfum við fjölskyldan átt gott at- hvarf. Öll sumur hafa barnabömin fengið að njóta samvista við afa og ömmu í Grenstanga. Þau voru með afbrigðum gestrisin og fannst gam- an að hafa margt fólk í kringum sig. Það var því oft margt um mann- inn, fólk kom þangað til að skrafa eða hlusta á harmonikkuleik og syngja. Hann þreyttist aldrei við að spila á nikkuna sína og jafnan hafði hann það til siðs að spila nokkur lög í lok dags eftir heyvinnuna á sumrin. En tengdabömum og barnaböm- um fjölgaði eftir því sem árin liðu og ekki var endalaust hægt að liggja upp á þeim hjónum heilu sumrin. Það varð því úr að hann bauð okkur að reisa sumarbústað á landinu. Það risu því tveir sumarbústaðir á landinu árið 1980, annar í eigu Auð- Fæddur 24. apríl 1935 Dáinn 13. janúar 1990 Það voru dapurlegar fréttir sem biðu heimkomu minnar til landsins þann 14. janúar síðastliðinn. Björg- vin vinur minn var látinn eftir nokk- urra mánaða erfiða sjúkdómslegu. Þegar einhveiju er lokið fer gjarnan fram uppgjör og mitt uppgjör felst í minningunni um góðan vin. Björg- vin fékk sjálfur gott ráðrúm í veik- indum sínum til þess að gera upp sitt lífshlaup og var sáttur við allt og alla þegar hann skildi við. Við ræddum oft í gegnum árin um ýmislegt sem tengdist lífinu og til- verunni og ég veit að viðhorf Björg- vins til dauðans var að dauðinn væri jafneðlilegur hlutur í gangi lífsins og fæðingin sjálf, sem kemur best fram í því að þrátt fyrir að hann væri helsjúkur gerði hann allt til þess að láta lífið ganga sinn vanagang og lét hveijum degi nægja sína þjáningu. Vinátta okkar Björgvins var bundin traustum böndum strax frá uns og Grétu og hinn í eigu okkar Kristjönu. Sumarbústaðirnir urðu til þess að stundirnar að Grenstanga urðu enn fleiri og þau hjón lögðu sig fram við að hjálpa okur við að koma upp tijábeltum í kring, enda bæði vel að sér í þeim málum, annað eins og þau eru búin að rækta í kringum Grenstanga. En við áttum önnur sameiginleg áhugamál, það voru hrossin. Hann átti margt góðra hrossa, og höfum við fjölskyldan eignast margan góð- an reiðhestinn ættaðan frá Grens- tanga. Auðvi.tað vorum við ekki allt- af sammála þegar hrossarækt bar á góma, en við skildum alltaf sáttir. Hann lét ekki troða sér um tær og var meinilla við öll höft og skerð- ingar. Hann gerði sér far um að skilja þau mál til hlítar sem hann var að fást við og oft sást Jónsbók á náttborðinu hans. Hann var einnig með eindæmum handlaginn við véla- viðgerðir. Hann hætti ekki fyrr en vélarnar fóru í gang, hvort sem það voru bílar, þvottavélar eða heyvinnu- vélamar. Mér er sérstaklega minni- stæð dráttarvél, eins strokks Deutz sem knúði fyrst rafmótor fyrir íbúð- arhúsið, meðan það var í byggingu. Síðan hélt hann þessari dráttarvél gangandi og notaði við heyvinnu í mörg ár. Já, þær eru margar minningarnar sem sækja á. Mörg voru ferðalögin sem við nutum saman með honum, bæði innanlands og utan og alltaf var harmonikkan með. Það er ljúft að hugsa til ógleymanlegra sam- verustunda. Fyrir þær allar vill fjöl- skylda mín þakka. Guð blessi minningu hans. Snorri Þór Tómasson Mig langar í fáeinum orðum að minnast frænda míns, Valdimars J. Auðunssonar frá Dalsseli, sem lést fyrstu kynnum okkar og aldrei kom brestur í þrátt fyrir að langt væri á milli okkar um tíma. Hann var vinur sem ég gat leitað til og treyst þegar því var að skipta. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég minnist nú með bros á vör, enda vildi hann að við minntumst sín brosandi, því hann þoldi aldrei vol og víl. Björgvin fæddist á Siglufirði. Hann var sonur hjónanna Kornelíu Jóhannsdóttur og Angantýs Einars- sonar. Þau áttu 7 böm og var Björg- vin þriðji í röðinni. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í systkinahópinn og eftir lifa nú 4 systkini ásamt móður sinni sem nú dvelur á Hrafn- istu í Reykjavík. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guðbjörg Bryndís Sig- urðardóttir. Björgvin lætur eftir sig 2 böm: Friðrik sem býr í Vest- mannaeyjum og á 2 börn og Stellu. Einnig lætur Björgvin eftir sig fóst- urson, Sveinberg Þór Birgisson, 13 ára, sem varyndi hans ogeftirlæti. Björgvin starfaði meginhluta ævi sinnar við sjómennsku, bæði á þann 23. janúar síðastliðinn. Frá því ég man fyrst eftir í upp- vexti mínum í Reykjavík og Garðabæ svo og síðar minnist ég Valdimars sem glaðlegs og skemmtilegs móður- bróður. Oft dvöldumst við Guðlaug systir um tíma á Fossvogsbletti 45 í góðu yfirlæti í glöðum hópi barna þeirra Valdimars og Þuríðar. Þá var margt brallað og farið í leiki vítt og breitt um fijálslegan og stijálbyggð- an Fossvogsdalinn. Frá þessum ámm minnist ég þess ekki að hafa haft mikil samskipti við Valdimar og stafar það eflaust af því að hann var mikið að heiman við vinnu sína, akstur leigubifreiða. Það er helst að ég muni eftir Valdimar frá þessum árum í tengslum við hestamennsku hans, bræðra hans, sonar hans Auð- uns og vina þeirra. Víst er að ungur drengur hafi litið upp til þessara hásætu manna sem líktust svo mjög þeim hetjum sem sá hinn sami piltur sá stundum þeysa um sléttur Vest- ursins á hvíta tjaldinu í Nýja bíói, Austurbæjarbíói eða Stjömubíói. Vel er mér minnisstætt þegar Valdimar og Auðunn komu stundum á laugardögum með tvo til reiðar í heimsókn til okkar í Aratúni 25 í Garðabæ. Ég gleymi aldrei gleði- svipnum á móður minni, Guðrúnu Auðunsdóttur (Donnu), þegar hún var að gæla við og klappa hestum Valdimars og gefa þeim brauð. Þá var hellt upp á kaffi og pönnukökur bakaðar. Systkinin töluðu þá gjam- an um gömlu góðu dagana í Dalss- eli undir Eyjafjöllum. Þá sat ungur drengur við sama borð með hönd undir kinn og hlýddi hugfanginn á glaðlegar samræður hinna fullorðnu — ég á góðar minningar frá þessum stundum. Tónlist, ekki síður en hesta- mennskan, átti ætíð hug Valdimars allan. Faðir minn, Konráð Bjama- son, hefur leyft mér að heyra viðtal sem hann átti við Valdimar og var hljóðritað á segulband er hann varð sjötugur. Þar kemur m.a. fram að Valdimar hafi verið um 6 ára gam- all þegar hann í skóla stalst til að æfa sig á harmoníku í frímínútum. Seinna, um fermingu, byijaði Valdi- mar að hvíla harmoníkuleikara á sveitaböllum og talað er um að að- eins hafi grillt í glókollinn á honum upp fyrir hljóðfærið. Valdimar segir frá dansleik á Krossi í Austur- Landeyjum þar sem hann lék einn fyrir dansi í 13 klukkustundir. Að sögn hans er það lengsta ball sem hann man eftir að hafa leikið á. Þar sem undirritaður hefur fengist við sömu iðju og Valdimar, að leika í hljómsveitum fyrir dansi, getur hann fullyrt að slík spilamennska er þrek- virki. Víst er að óbilandi áhugi Valdi- mars og elja við hljóðfærið hafí gef- ið honum þá orku sem þurfti við slík tækifæri. í þessu sama viðtali greinir Valdi- mar frá þeim vanda að ná í lög til að leika á dansleikjum, því ekki hafði fraktskipum og fiskiskipum. Björg- vin þótti listfengur og var laginn við að lagfæra hvaðeina sem aflaga fór eða þarfnaðist viðhalds. Björg- vin var mesti rólyndismaður sem auðgaði umhverfí sitt með glaðværð og léttleika en var þó fastur fyrir ef því var að skipta og þegar hann gaf loforð, var hægt að treysta því að þau stæðu eins og stafur á bók. Frístundum sínum þótti Björgvin best varið í að dytta að einhveiju sem viðhalds þyrfti við eða við lest- ur góðra bóka. Björgvin Angan- týsson - Minning hann lært að lesa nótur. Þá kom útvarpið til skjalanna. Hann lagði það á sig á árunum milli 1930 og 1940 að hlusta á enskar útvarps- stöðvar, einkum BBC og Lundúna- útvarpið. Hann keypti sér sínar eig- in rafhlöður til að þurfa ekki að eyða rafmagni frá Auðuni föður sínum. Hann lá því oft langt fram á nætur með eyrað fast við viðtækið og nam nýjustu danslögin frá Evr- ópu og lærði að leika þau eftir eyr- anu, mörg hver eftir að hafa heyrt þau aðeins einu sinni. Segja má með sanni að með þessari aðferð hafi Valdimar verið fljótari að tileinka sér vinsælustu dans- og dægurlögin utan úr heimi en aðrir sem þurftu að bíða eftir að nótur eða hljómplöt- ur bærust til landsins. Ekki er laust við að þessi aðferð hans minni þann sem þetta ritar á þá daga þegar hann lá sjálfur með eyrað við við- tækið og hlustaði á nýjustu bítla- og popplögin sem leikin voru í bresk- um og bandarískum útvarpsstöðv- um. Tilgangurinn var sá sami, að vera fyrstur að ná vinsælustu lögun- um utan úr heimi, æfa þau og spila í hljómsveit fyrir dansi. Éftir að Valdimar og fjölskylda hans fluttist austur að Grenstanga og ég sjálfur lagðist í heimshorna- flakk varð æ lengra á milli þess sem ég hitti. frænda minn. Það var því ekki fyrr en eftir að Valdimar veikt- ist og þurfti reglulega að leita sér læknishjálpar í Reykjavík að við hitt- umst nokkuð oft. Þá komu Valdimar og Þura gjaman í heimsókn til okk- ar á Öldutúni 18. Við pabbi studdum Valdimar þá upp brattar tröppurnar og nikkan var jafnvel tekin upp. Umræðuefnið var þá tónlist, gömul lög og ný, útsetningar og upptökur. Ekki var að finna á Valdimar að hreyfihömlunin drægi úr kjarki hans hvað þá áhuga hans á hugðarefninu, tónlistinni. Mér virtist sem Valdimar væri að kappkosta að ljúka við að skila frá sér, ganga frá og festa á blað eða hljóðband þeim verkum sem hann hafði samið. Eftir hann liggja mörg hljómþýð og falleg lög sem munu varðveitast og vera leikin við ýmis tækifæri. Fyrsta lagið sem ég heyrði eftir Valdimar var „Stjama lífs míns“, sem móðir mín söng oft og ég spilaði undir á gítar eða faðir minn á píanó. Mér segir svo hugur að sá hinn sami óbilandi tónlistaráhugi og elja sem forðum gaf Valdimar þá orku sem þurfti til að leika fyrir dansi í 13 klukkustundir hafi orðið honum mjög til styrktar í veikindum sínum ekki síður en samhent fjölskylda hans. Minningin um hinn síunga frænda minn verður mér ætíð hugstæð. Sverrir Hans Konráðsson Fleiri greinar um Valdimar J. Auðunsson verða birtar í Morgun- blaðinu næstu daga. Eitt af því sem Björgvin hélt mikið upp á var málverk sem málað var af honum á yngri árum af manni sem þá var nýfluttur til landsins og var með honum til sjós. Þetta málverk mun vera það fýrsta, eða að minnsta kosti eitt fyrsta verk sem sá mikli listamaður Baltazar málaði hérlendis. Björgvin barðist við sjúkdóm sinn af aðdáunarverðri stillingu og jafn- vel þó að hann vissi að hveiju stefndi gafst hann aldrei upp og andlegt þrek hans hélst óskert alveg til hinstu stundar. Hann naut í gegnum veikindi sín umhyggju eig- inkonu sinnar, móður minnar, og ekki má gleyma Heiðu systur hans og Bjarna manni hennar sem stóðu við hlið þeirra beggja og gerðu hvaðeina til þess að létta undir og gera lífið sem bærilegast. Þeim verður seint fullþakkað fyrir þá miklu hlýju og aðstoð sem þau veittu í veikindum Björgvins. Nú er hann leystur þrautunum frá og kominn yfir á æðra tilveru- stig. Ég þakka þessum trygga og góða vini mínum fyrir samfylgdina og sendi móður minni svo og aldr- aðri móður hans, börnum, systkin- um, ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Okkar allra er missirinn mikill. Bálför Björgvins hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Rúnar Sig. Birgisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.