Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 35
. MORGUNBLÁÐII) MINNINGAR iMMStfgi FEBRÚAR 1990 ............................... Þorgerður Jónsdóttír Fjalldal - Kveðjuorð Fædd 15. maí 1913 Dáin 11. janúar 1990 Hin æðri 'dyggð ljómar ekki og það er ágæti hennar. Hin óæðri dyggð hreykir sér og er þess vegna lítilsverð. (Laó Tse; Bókin um veginn) Gerður Fjalldal, sem borin er til grafar í dag, var fædd á Melgras- eyri við innanvert ísafjarðardjúp. Þar breytti faðir hennar, Jón H. Fjalldal, harðbýlu koti í eitt besta setna höfuðbólið við Djúp á fyrri hluta aldarinnar. Jón var sonur Halldórs bónda á Rauðamýri, sem ungur fór til búnaðarnáms til Norð- urlandanna, og gerðist heimkominn forvígismaður fyrir margvíslegum nýjungum í búskap og félagsmál- um. Hann gegndi um hálfrar aldar skeið flestum trúnaðarstörfum, sem til falla í sveitarfélagi. Hann lést háaldraður í önn dagsins, virtur og vinsæll fyrir dáðríkt starf langrar ævi. Jón Fjalldal, sonur hans, fetaði mjög í fótspor föðurins í æsku, í undirbúningi fyrir lífsstarfið — og raunar alla tíð. Hann lauk námi við Flensborgarskólann og fór síðan til búnaðarnáms í Noregi. Hann kvæntist stuttu eftir heimkomuna Jónu Kristjánsdóttur, sveitunga sínum, glæsilegri konu og vel- menntaðri frá dönskum hússtjóm- arskóla. Þau hjón hófu 1909 búskap á Melgraseyri og voru samhent mjög og var allur bragur á heimili þeirra fagur og aðlaðandi og er svo í minni þeirra sem þar dvöldu, heim- ilismanna og gesta. Jóna iést á Vífilsstöðum haustið 1932 eftir fag- urt og mikið ævistarf. Hún hafði meðan heilsan leyfði átt stóran þátt í því með þekkingu sinni, dugnaði og listfengi að gera Melgraseyrar- heimilið að glæstum öndvegisstað. Fráfall hennar var Jóni, börnum hans og fósturbörnum mikið áfall, og í héraðinu þótti mikill sjónar- sviptir er horfin var hin glæsilega og góða húsfreyja á Melgraseyri. Búskaparefni Jóns Fjaildal voru ekki mikil. Faðir hans hafði ekki safnað auði þrátt fyrir athafnasam- an búskap. Hann hafði til þess hvorki skaplyndi né hjartalag. Starf Jóns á Melgraseyri varð frá byrjun látlaus barátta — stríð við þýfi og órækt, húsaskort og girðinga- og vörsluleysi. Ótrauður gekk hann fram studdur af góðu samstarfs- fólki, og innan 15 ára hafði hann breytt býlinu rýra í glæsilegt höfuð- ból. Þar voru stórhugur, hagsýni Fæddur 4. október 1902 Dáinn 16. janúar 1990 Kveðja frá afabörnum Mánudaginn 22. janúar sl. kvöddum við afa okkar, Pál Tómas- son húsasmíðameistara, hinstu kveðju. Hann tilheyrði þeirri kyn- slóð sem upplifði hvað mestar breyt- ingar hvað_ viðkemur lifnaðarhátt- um okkar Islendinga. Hann fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, kynntist torfbæjarmenningunni og síðan stig af stigi þeirri miklu þróun sem átti Leiðrétting í minningargrein um Pái Tómas- son sem birtist 24. janúar hér í blað- inu féll niður nafn eins bræðra hans. Þeir kenndu sig við Bústaði í Skaga- firði:-’Eyþór, Guðmundur, Ólafur, Böðvar og Sveinn. í þeirri grein stóð að hann og kona hans, Anna Jónína Jónsdóttir frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, hefðu gengið í hjónaband árið 1937. Það var 1938. og snyrtimennska í öndvegi utan- húss sem innan. Allar sínar miklu framkvæmdir greiddi hann af af- rakstri búsins, sem ávallt var stórt og gagnsamt og mikil garðrækt gaf oft góðar tekjur. Mörgum sem að Melgraseyri komu á árum áður hefur efalaust flogið í hug, að svo skyldi jörð sitja og búi stýra sem Jón á Melgraseyri gerði og þau hjón bæði. Þrátt fyrir búskaparumsvif var hann ávallt f fararbroddi, þar sem menningar- og hagsmunamál hér- aðs hans og stéttar voru annars vegar. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér, að sveitungar hans fólu honum forgöngu þeirra mála, sem öllum voru hugleikin og nauð- synlegt að fram mættu ganga. Hann var duglegur, hreinlyndur og einarður og sótti mál sitt á mál- þingum með þrauthugsuðum rök- um. Hann var og mikill drengskap- armaður og þótti flestum betra og hollara að sækja ráð og uppörvun til hans en annarra manna bæri vanda að höndum. Veturinn 1948 voru heimilis- menn á Melgraseyri aðeins 4. Þegar fjósaverk stóðu yfir þann 18. des- ember varð eldur laus í íbúðar- húsinu og varð við ekkert ráðið og brann það til grunna. Jón og hans fólk stóð á vinnufötum einum yfir rústum hússins góða. Fólkið var allslaust, þvi litlu sem engu var bjargað. Sár og tilfinnanlegur er sá missir þegar munum og minjum fjörutíu ára myndar- og menningar- heimilis er glatað á örskotsstund. Ekki var æðrast, en strax farið að vinna að endurreisn hússins — hag- kvæmara og betra en áður hafði það verið og tókst það á skömmum tíma. Fleygiferð þjóðarinnar til þétt- býlis frá mold og gróðri, sem hófst á stríðsárunum um 1940, og stend- ur raunar enn, kom róti á margt og var Jóni auðvitað ekki áhyggju- laust mál. Gerðist nú margt óhæg- ara en áður hafði veriði. Börn og fósturbörn Jóns og seinni kona hans, ljúf og góð dugnaðarkona, Ása Tómasdóttir, sunnlenskrar ætt- ar, látin fyrir nokkrum árum, bjuggu með honum til 1955. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, en bróð- urdóttir hans og hennar maður tóku við búskap á staðnum. Búskapar- saga Jóns Fjalldal getur verið ung- um mönnum í sveitum landsins fyr- irmynd, hvernig hægt er að hefjast af engum efnum til efnalegs sjálf- stæðis og menningarlegrar forystu, sér stað allt til dagsins í dag. Við börn nútímans eigum afa og samferðafólki hans svo margt að þakka. Afi fór ungur að vinna, sett- ist síðan á skólabekk að Hólum í Hjaltadal og Iauk þaðan prófi sem búfræðingur árið 1922. Ekki hneigðist þó hugur afa til búskapar heldur kviknaði þar áhugi hans á smíðum og lauk hann sveins- prófi í þeirri iðn og fékk síðar meist- araréttindi. Alla tíð vann afi sem smiður og þótti einkar vandvirkur og duglegur. Afi var hæglátur mað- ur og trygglyndur. í návist hans leið okkur alltaf svo vel, hann gaf frá sér einstaka hlýju sem við gleymum aldrei. Vinnulúinn líkami afa sagði okk- ur langa sögu eins og líkt er með marga sem ólust upp á sama tíma. Samviskusemi, nýtni og vinnusemi voru þeirra kjörorð, þó ekki með þeim asa og og skarkala sem ein- kennir nútímann. Trúlega hefur engin kynslóð lifað jafn örar breyt- ingar og afi og samtíðarfólk hans. Afi Páll og amma Anna bjuggu alla tíð í Skipagötu 2 á Akureyri. Það var alltaf mikil tilhlökkun þeg- með atorku, trúmennsku og dreng- skap. Jón lést síðla árs 1977 94 ára gamall. Jón Fjalldal eignaðist 2 börn með fyrri konu sinni: Halldór kaupmann í Keflavik, kvæntan Sigríði Skúladóttur; Halldór lést fyrir nokkrum árum, og dótturina Þorgerði, sem hér verður minnst. Eiginmaður hennar var Oddur Olafsson forstjóri, sem lést fyrir allmörgum árum. Með Ásu, seinni konu sinni, átti hann soninn Magn- ús, háskólakennara. Milli Jóns og dótturinnar var mikið ástríki og kærleikur. Gerður stóð fyrir búi föður síns innan- bæjar, til skiptis við tvær fóstur- systur sínar, á veikindaárum móður sinnar og fyrstu árin eftir andlát hennar. Hún stundaði nám í fram- haldsskóla á ísafirði. Var í Mennta- skólanum á Akureyri og lauk þar gagnfræðaprófi 1933. Seinna var hún' að þeirrar tíðar hætti einn vet- ur í húsmæðraskólanum Ósk á ísafirði. Hún sótti auk þess nám- skeið til undirbúnings fyrir skrif- stofuvinnu. Hún starfaði síðan um nokkurra ára skeið á skrifstofu í Reykjavík, þangað til hún giftist árið 1943. Eins og áður sagði var eiginmaður hennar Oddur Ólafsson, forstjóri Iðnó og Alþýðuhússins um langt árabil, kunnur borgari í Reykjavík. Oddur var sjúklingur (Parkinsonveiki) mörg síðustu ævi- árin og var það honum og hans nánustu erfið raun. Þau hjón eign- uðust eina dóttur, Ásu Kristínu, góða og listfenga stúlku, sem gift er Þorkeli Bjarnasyni lækni. Þau hjón eiga 2 börn, Odd háskólanema og Elísabetu Gerði, nemanda í 9. bekk grunnskólans. Mikil góðvild og hljóðlátur kærleikur streymdi frá Gerði til þessara afkomenda sem og allra annarra. Hún var einlæg móðir dóttur sinni, amma barna- bamanna og vinur vina sinna, allt í jafnríkum mæli, en krafðist aldrei ar við vissum að förinni var heitið þangað. Síðustu æviár afa dvaldist hann á Kristnesspítala. Það var ómissandi þáttur í ferðum okkar til Akureyrar að fara og heimsækja hann. Þá sátum við hjá honum og hann leyfði okkur að greiða sér, bera á sig rakspíra og krem á vinnu- lúnar hendur. Þessi snerting og sá ylur sem kom frá afa gaf okkur svo mikið. Við erum þess fullviss að hann sé nú alheill á himnum hjá Guði og góðum englum. Anna Pála og Sindri Páll Tómasson, Akureyri neins á móti. Sá er auðvitað mestur gæfumaður, sem nýtir góða eðlis- kosti sína í annarra þágu, þeim til uppbyggingar og ánægju. Gerður var sínu fólki sá vinur, sem hvorki týndist í þröng lífsins né brást í hretviðrum þess. Það er alltaf einhver tómleiki og söknuður sem fyllir hugann þegar vinir hverfa héðan af heimi, en auðvitað er það lögmál lífsins, þeg- ar aldur færist yfír og heilsu þrýt- ur. Dauðinn kemur samt oft fyrir- varalítið og svo var nú. Ekki grun- aði okkur hjónin er við kvöddum Gerði við heimili hennar á Hring- brautinni á fögrum síðsumardegi fyrir rúmum fjórum mánuðum, að sú yrði síðust stund í hennar ná- vist. Okkur var ekki kunnugt um að neinu sérstöku væri áfátt við heilsufar hennar, sem þó mun hafa verið á þeim tíma og eitthvað fyrr. Hennar háttur var jafnan að bera annarra hag fyrir bijósti fremur sínum eigin. Það stafaði frá henni sömu hlýju og elskusemi og ávallt einkenndi framkomu hennar. Söm var eðlislæga reisnin og innileikinn. Hún var sem ávallt hinn hlýi og fórnfúsi gestgjafi okkur hjónum og tveimur ungum dömum, barnabörn- um okkar, sem með voru í för. Þessi síðasta samverustund verður þeim og okkur kær og dýrmæt minning um þessa góðu konu, sem verður okkur og öðrum samferða- mönnum ógleymanleg fyrir sakir hógværðar, hjartalítillætis og mannkosta. Okkur kom nokkuð á óvart er jólahelgin nálgaðist, að hún gekkst undir mikla en óumfiýjanlega skurðaðgerð og vaknaði aldrei full- komlega aftur eftir svæfínguna. Það tók nokkurn tíma að átta sig, þetta var óvænt. Okkur hafði senni- lega mörgum fundist líklegt, að hún fengi að vera með okkur enn um sinn og deila góðum áhrifum með mannbætandi framkomu sinni. Á öllum tímum sækjast flestir menn eftir ímynduðum mannvirð- ingum og spara við þá einkar fá- nýtu öflun hvorki orku né fyrirhöfn. Hlédrægu, góðviljuðu og hjarta- hreinu fólki er það hins'vegar best og sönnust viðurkenning að leiðar- lokum að gott hjartalag sé æðsta dyggðin. I þeim anda lifði mín kæra fóstursystir lífinu og er henn- ar sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Jóhann (Daddi) og fjölskylda. Fóstursystir mín, Gerður Fjalld- al, er Iátin. Þó andlát hennar komi ekki á óvart úr því sem komið var, er þetta dökkur blettur í tilverunni. Hún sem alltaf var svo bjartsýn og kát ætlaði bara að skreppa í aðgerð á Landspítalann og jafnvel vera komin heim fyrir jól til að baka smákökurnar. Já, maðurinn áætlar en Guð ræður. Ég kom að Melgras- eyri ungur sveinn. Þar naut ég umhyggju og atlætis, sem bróðir og sonur hjá þeim feðginum Gerði og Jóni Fjalldal. Ég dvaldi hjá þeim til fullorðins ára eða í ellefu ár. Á þessum árum kynntist ég mann- kostum hennar, sem voru slíkir að enga konu hef ég hitt, sem tekur henni fram og mun ekki hitta. Kærleikur, góðmennska og fórn- fýsi, allt þetta svo takmarkalaust að með eindæmum er. Það var sama hver átti í hlut, maður eða kona, eða jafnvel fyrirtæki. Hún hjúkraði manni sínum í hans erfiðu veikind- um dag og nótt árum saman betur en nokkur hjúkrunarkona hefði gert. Er þeirri baráttu lauk velti hún því fyrir sér hvort hún hefði ' ekki getað gert betur til að létta honum stríðið. Þetta var og hennar stóra einkenni að leitast við að gera allt eins vel og hægt var í þágu annarra, þannig að þeim mætti líða sem best. Eftir lát manns síns fór Gerður að vinna hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Var þar lengst af símavörður og sinnti auk þess öðr- um störfum. Þá var oftast mikið að gera á símanum svo annað varð að sitja á hakanum. Þá stimplaði hún sig út er dagvinnu lauk og vann svo áfram uns lokið var öðrum verkum og tók ekki laun fyrir. Gerð- ur var þannig að hún fann aldrei að gerðum annarra, en allt lagfært eða gleymt sem miður fór hjá öðr- um. Þessi fátæklegu orð mín eru sett á blað til að minnast góðrar konu. Vænti að aðrir mér færari skrifi betur um hana. Ásu, Þorkatli, Oddi og Lísu færi ég alúðar samúðarkveðjur. Megi Gerður mín hvíla í friði. Hallgrímur Kristjánsson LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI ---,------------------------------------———■ Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.