Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 44
MOIiGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Innlendir fiskmarkaðir:
Meðalverð á
ýsu hækkar
Á INNLENDU fiskmörkuðunum
þremur var meðalverð á þorski
um 10% hærra í janúar en desem-
ber síðastliðnum, ýsu 20% hærra,
karfa 34% hærra og ufsa 10%
hærra.
Þar var selt um 27% meira magn
af þorski í janúar en desember
síðastliðnum en 43% minna af ýsu,
51% minna af karfa og 6% minna
af ufsa. Á mörkuðunum voru seld
samtals 1.708 tonn af þorski í jan-
úar fyrir 73,46 króna meðalverð,
419 tonn af ýsu fyrir 102,03 króna
meðalverð, 382 tonn af karfa fyrir
47,52 króna meðalverð og 474 tonn
raf ufsa fyrir 47,08 króna meðalverð.
Mikið um
þjófiiaði á
opinberum
stöðum
Undanfarna daga hafa fjöl-
margir þjófnaðir verið framdir á
opinberum stöðum í Reykjavik,
svo og úr bilum. Níu manns sem
sneru sér til lögreglu á fimmtu-
dag og föstudag höfðu tapað eig-
um sínum með þessum hætti.
Kraftblökkin græjuð
Morgunblaðið/Arm Sæberg
Þrír þjófnað-
anna urðu við
sundstaði borgar-
innar. í Laugardal
var veski með um
70 þúsund krónum
í reiðufé stolið úr læstum skáp
sundlaugargests. í Sundhöllinni var
veski með um 2000 krónum stolið
úr klefa. Við sundlaugina í Breið-
holti var farið inn í bíl og stolið úr
honum Pioneer útvarpstæki.
Á skíðasvæðinu í Bláíjöllum var
stolið seðlaveski með 3-4000 krón-
um, greiðslukorti, ávísanahefti og
skilríkjum úr bíl, sem eigandinn
taldi sig hafa skilið við læstan á
bifreiðastæði. Samskonar þjófnaður
var framinn úr bíl við Seljaveg.
Skammt frá, við Ánanaust var brot-
ist inn í annan bíl.
í Borgarbókasafninu við Þing-
holtsstræti var stolið veski úr jakka
í fataskáp. Veski var stolið í húsi
SÍS við Kirkjusand frá starfsmanni
sem skilið hafði jakka sinn eftir á
’ stól.
Að sögn lögreglu hefur einnig
borið á því undanfarið að stolið sé
úr yfirhöfnum á opinberum stöðum
svo sem á rakarastofum og sjúkra-
húsum.
Verði dregið úr hækkun á gjaldskrá opinberra iyrirtækja:
Framlag Pósts og- síma til
ríkissjóðs myndi lækka
-segir póst- og símamálasljóri
Póst- og símamálastjóri segir að verði gjaldskrá Pósts og síma
ekki hækkuð eins og áætlað er, muni það koma niður á þeirri upp-
hæð sem fyrirtækinu er ætlað að greiða í ríkissjóð á árinu. Útvarps-
stjóri segir þegar gert ráð fyrir 200 milljón króna halla á Ríkisút-
varpinu og verði gjaldskráin ekki hækkuð á árinu, eins og áætlað
er, sé verið að auka þann halla. Báðir segja þeir erfitt að koma við
frekari niðurskurði í rekstri stofnananna án þess að það bitni á þjón-
ustu.
gjaldskrárhækkunum opinberra
fyrirtækja. Póstur og sími á, sam-
kvæmt forsendum ijárlaga, að fá
þrisvar sinnum 3% gjaldskrár-
hækkun á þessu ári, og telur fjár-
málaráðuneytið að áætlað tekjutap,
ef ekki verður af þessum hækkun-
um, nemi 340 milljónum króna.
Ríkisstjómin
hefur heitið
því, í tengslum við
kjarasamningana,
að lækka fram-
færsluvísitölu um
0,3% með því að draga úr gjöldum
og sköttum eða fyrirhuguðum
Verkalýðsfélag Blönduóss:
Samningarnir samþykktir
Verkalýðsfélag Blönduóss hefur samþykkt nýgerða kjarasamninga
Alþýðusambands íslands með 30 atkvæðum gegn 2, en það er fyrst
félaga til að afgreiða samningana. Ekki er vitað um aðrar atkvæða-
greiðslur um samningana um helgina, en gert er ráð fyrir að nokk-
ur félög taki þá til afgreiðslu á mánudag.
Osamið er við ýmis félög, sem
annaðhvort hafa beina aðild
eða standa utan við Alþýðusamband
íslands, enda eru mörg þeirra með
kjarasamninga gildandi til mánaða-
móta febrúar/mars eða mars/aprfl.
Þar á meðal eru flugmenn, flug-
virkjar, flugfreyjur, farmenn, blaða-
menn, prentarar, starfsmenn ÍSAL,
Járnblendiverksmiðjunnar, Sem-
entsverksmiðjunnar og Kísilgúr-
verksmiðjunnar.
Þá er einnig ósamið við Samband
íslenskra bankamanna, en viðræður
standa yfir. Bandalag háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna er með
gildandi rammasamninga til 1993,
en í honum eru endurskoðunar-
ákvæði vegna launabreytinga ann-
arra umfram ákvæði um tvisvar
1,5% launahækkun á þessu ári.
Ólafur Tómasson póst- og síma-
málastjóri, sagði við Morgunblaðið,
að fyrirtækinu væri ætlaði í fjárlög-
um að skila 500 milljónum króna í
ríkissjóð á þessu ári. Verði ekki úr
gjaldskrárhækkunum muni þessi
upphæð lækka því ekki fari stofn-
unin að taka lán til að borga í ríkis-
sjóð.
Þegar hann var spurður hvort
ekki væri hægt að skera niður í
rekstri stofnunarinnar á móti, sagði
hann að auðvitað væri hægt að
skera niður þjónustu og fjárfest-
ingu. En tekjur og afkoma stofnun-
arinnar byggðist á fjárfestingum
undanfarinna ára, sem hefðu skilað
arði. Ef ekki væri fjárfest sam-
kvæmt áætlunum í ár, myndi það
ekki skila arði á komandi árum.
Þá hefði rekstarkostnaður náðst
verulega niður á undanförnum
árum, sem mætti marka af því að
frá 1984 hefðu símagjöldin hækkað
um 7 5% meðan framfærsluvísitalan
hefði hækkað um 200%
Ríkisútvarpið á, samkvæmt fjár-
lögum, að fá tvær 3% hækkanir á
gjaldskrá á árinu. Verði ekki af
þeim telur ijármálaráðuneytið að
tekjutap Ríkisúrvarpsins verði 100
milljónir króna.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri sagði að samkvæmt fjárlögum
væri Ríkisútvarpinu þegar gert að
reka sína starfsemi með 200 millj-
óna króna hall, miðað við núverandi
dagskrárlengd og .samsetningu.
Ekkert yrði eftir til endurnýjunar á
tækjum, því allt afskriftafé stofnun-
arinnar færi til að mæta þessum
halla. Ef enn ætti að bæta á hann
ykist sá vandi, nema farið yrði að
ganga á dagskrána.
Nýtt Suzuki
bílaumboð
NÝIR aðilar munu á næstunni
taka við umboði og sölu Suzuki
bíla af Sveini Egilssyni hf.
N:
yja umboðið
verður rekið
undir nafninu
Suzuki bílar hf. og
mun taka við um-
boði og sölu Suzuki
bíla og varahluta í þá. Meðal að-
standenda fyrirtækisins eru nokkrir
starfsmenn Sveins Egilssonar hf.
Ætlunin er að hefja kynningu
fyrirtækisins og bílanna í næstu
viku. Viðgerða og varahlutaþjón-
usta verður endurskipulögð í sam-
ráði við framleiðendur bílanna.
Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu
smábílanna Swift og smájeppanna
Fox og Vitara. Nú um helgina er
sýndur nýr bíll af gerðinni Swift
hjá Suzuki í Framtíð við Faxafen í
Reykjavík.