Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/IIMINILENT o,S61 flAUflaa'? .rr fluoAOUVíMua GiaA.iavmo}TOí MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1990 Sjóðurinn beitir sér fyrir norrænu framtaki í austan- Ijalds- og þróunarlöndum - segir Þorsteinn Olafsson sem tek- ur við starfi forstjóra Norræna verk- efhaútflutningssjóðsins á næstunni „ÉG ER mjög spenntur að glíma við þetta nýja verkeftii og hlakka til að byrja," sagði Þorsteinn Ólafsson eftiahagsráðgjafl ríkissljórnarinnar í samtali við Morgunblaðið, en hann er á forum til Helsinki um mánaðamótin mars-apríl til að taka við starfi forsljóra Norræna verkefhaútflutningssjóðsins. Hann fer utan ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum, en elsti sonur- inn stundar háskólanám og mun dvelja áfram hér á landi. Þorsteinn sagði að Norræni verkefnaútflutningssjóður- inn beitti sér fyrst og fremst fyr- ir norrænu framtaki í austan- tjalds- og þróunarlöndum, sem miðar að aukningu útflutnings á verkefnum frá Norðurlöndunum. Sjóðurinn veitir styrki og lán til hagkvæmnis- og arðsemisat- hugana í nýjum fyrirtækjum og kannar möguleika í þessum lönd- um. En hann fjármagnar ekki sjálfar framkvæmdimar. Hann er virkur tengiliður við útflutn- ingsráð hinna einstöku landa og vinnur að því að sameina aðila á Norðurlöndunum um verkefni auk þess að hjálpa einstökum fyrirtækjum sem leggja inn um- sóknir til sjóðsins. „Oftast felast verkefni sjóðsins í því að fyrst eru gerðar frum- kannanir og síðan er athugað með fjármögnun og slíkt hjá al- þjóðlegum lánastofnunum," sagði Þorsteinn. „Sjóðurinn virk- ar þá stundum sem ísbijótur í verkefnum sem Norræni fjárfest- ingabankinn, eða aðrir aðilar fjármagna. Þetta er systurstofn- un Norræna fjárfestingabankans Þorsteinn Ólafsson og er náið samstarf á milli þess- ara stofnana. Sjóðurinn hefur veitt styrki og lán til könnunar á verkefnum á ýmsum sviðum iðnaðar, land- búnaðar, sjávarútvegs og sam- gangna í ýmsum löndum Asíu, austantjaldslöndum, Afríku og í Mið-Austurlöndum. Ég býst við þyí að nú leggi hann áherslu á austantjaldsríkin, en einnig áfram á Asíu.“ Þorsteinn er ráðinn til fjögurra ára og að þeim tíma loknum á hann möguleika á að framlengja dvölinni um önnur fjögur ár. Friðrik Sophusson: Boeing 757: Sprungurnar í eldri vélum - segir Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða SPRUNGUR í hreyfilfestingum á Boeing 757, hafa eingöngu komið fram í vélum, sem eiga fimm- þúsund lendingar að baki, að sögn Einars Sigurðssonar blaða- lulltrúa Flugleiða. Hafa Flugleið- ir óskað eftir því við Boeing verk- smiðjurnar, að ný tegund af bolt- um verði í festingunum á Boeing 757 vélunum, sem félagið fær til afhendingar í vor. Miðað við fimm þúsund lending- ar og notkun okkar á flugvél- um væri um sex ára gamlar vélar að ræða,“ sagði Einar, en bandarísk og bresk flugmálayfirvöld hafí fyr- Tveggja daga flokksráðs- fundur sjálf- stæðismanna FLOKKSRÁÐS- og formanna- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem ■ hófst á föstudag, átti að ljúka síðdegis í gær með afgreiðslu stjórnmálaályktunar. Afundinum var fjallað um kosn- ingaundirbúning vegna sveit- arstjórnarkosninganna í vor. í gær voru m.a. flutt erindi um kynning- ar- og útgáfumál í kosningum, flokksskrifstofuna og kosninga- starfíð og verkefni landssamtaka í sveitarstjórnarkosningum. Þá voru á dagskrá ræða Davíðs Oddssonar, borgarstjóra og varaformanns flokksins um ríkisstjórnina og sveit- arfélögin og erindi um störf og starfshætti sveitarstjómarmanna. A fgreiðsla stjórnmálaályktunar og ávarp formanns flokksins, Þorsteins Pálssonar voru svo síðust á dag- skránni. Seturétt á fundinum áttu allir formenn flokksfélaga og -samtaka Sjálfstæðisflokksins, flokksráðs- menn og sveitarstjórnarmenn flokksins. irskipað skoðun á öllum Boeing 757 vélum í viðkomandi löndum eftir að sprungur komu í ljós í hreyfil- festingum vélanna. „Það koma fram þreytumerki í öllum vélum sem hafa gengið lengi og nú hefur fengist staðfest að skoða þarf vélar sem eiga þetta margar lendingar að baki og skipta um festingar ef sprungur koma fram.“ Sagði Einar að hönnun á hreyfílfestingum vél- anna, sem Flugleiðir fengju, væri sú sama og á eldri vélunum en ákveðið hefði verið að nota nýja bolta í festingarnar í vélum Flug- leiða. Ekki vaxtaleið- réttingar hjá viðskiptavini „ÞAÐ ER ekki verið að tala um neinar venjulegar vaxtaleiðrétting- ar hjá viðskiptavini bankans, eins og Lúðvík gefur í skyn, heldur vaxtaleiðréttingar vegna kaupa Landsbankans á hlutabréfum Sam- bandsins," sagði Friðrik Sophusson, bankaráðsmaður í Landsbankan- IMorgunblaðinu í gær er haft eft- ir Lúðvík Jósepssyni bankaráðs- manni, að ákveðið hafi verið að vísa beiðni Sambandsins um vaxtaleið- réttingu vegna kaupanna á hlut þess í Samvinnubankanum til bankastjóranna, eins og bæri að gera því það flokkaðist algjörlega undir þá ef gera ætti vaxtaleiðrétt- ingu hjá einhveijum viðskiptavini bankans. „Ég fagna því, sem fram kemur í Morgunblaðinu, að Lúðvík telji að ekki eigi að greiða þessa vaxtaleiðréttingu fyrir tímabilið 1. september á síðasta ári til 1. janúar í ár. Mér sýnist afstaða hans undir- strika hve nauðsynlegt það er að halda fund sem allra fyrst til að taka af öll tvímæli um þetta atriði. Á þeim fundi gæti ég ekki komið í veg fyrir kaup Landsbankans á hlutabréfunum, en ég vil bara að banakaráðið taki af öll tvímæli um vaxtaleiðréttinguna,“ sagði Friðrik. Friðrik kvaðst hafa verið þess fullviss, þegar hann fór af banka- ráðsfundinum á fimmtudag, að hon- um yrði frestað vegna eindreginna tilmæla hans, þar sem það væri til siðs að virða slík tilmæli bankaráðs- manna. „Það er rangt hjá Eyjólfi K. Siguijónssyni að það hafi legið svo á að ljúka þessu máli einmitt þennan dag. Kaupin eru miðuð við 1. janúar og kaupverðið ekki greitt út, heldur fer til skuldajöfnunar við Landsbankann." í Morgunblaðinu í gær segir Katrín Auður Sverrís- dóttir verður drottn- ing Islands í Norfolk St. Cloud, Flórída. Frá Atla Steinarssyni fréttaritara Morgunblaðsins. BLAÐAMANNAFUNDUR hófst í aðalstöðvum NATO í Norfolk kl. 10.30 á föstudagsmorgun þar sem Katrín Auður Sverrisdóttir var kynnt fyrir blaða- og fréttamönnum, en hún verður drottning 37. Azelu-hátíðarinnar í Norfolk í næsta mánuði. Mikið verður um dýrðir á þessari hátið að venju, en hún er stærsta hátíð Banda- ríkjanna, sem haldin er árlega í góðri samvinnu hers og borgara- legra samtaka. Azelu-hátíðin tengir aðalstöðv- ar Atlantshafsbandalagsins í Norfolk og borgaryfirvöld þar. Aðildarríki NATO, 16 talsins, skiptast á um að skipa drottningu hátíðarinnar, og sú þjóð er hana skipar er í sviðsljósinu það árið. Drottningin kemur til hátíðarinn- ar á herskipi frá sínu landi og að þessu sinni verður það varðskipið Týr sem flytur íslenzku drottning- una lokaáfangann. Drottningin skipar síðan önd- vegi í mikilli skrúðgöngu allra NATO-þjóðanna og heimamanna. Vagn íslenzku drottningarinnar verður fagurlega skreyttur, en um það sér Islendingafélagið í Nor- folk undir forystu Sellu Seifert. „Prinsessur" frá öðrum aðild- arríkjum sitja á skrúðgönguvögn- um hinna þjóðanna. Upphaflega var ákveðið að Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Bryndísar Schram og Jóns Baid- vins Hannibalssonar, yrði í hlut- verki íslenzku drottningarinnar. Þeirri ákvörðun var breytt í sl. mánuði og Katrín Auður Sverris- dóttir valin til hlutverksins. Hún er dóttir Sverris Hauks Gunn- laugssonar sendiherra og konu hans Guðnýjar Aðalsteinsdóttur. Á blaðamannafundinum í morgun töluðu Craig Ryder, for- maður hátíðarnefndarinnar, Jos- eph Leafe borgárstjóri Norfolk, Weatherall flotaforingi Atlants- hafsbandalagsins og Ingvi S. Ing- varsson sendiherra Islands , í Washington. Katrín Auður Sverrisdóttir, sem verður 21 árs í næsta mán- uði, stundar nám við Bucknell- háskólann í Louisburg í Pennsylv- aníu og mun ljúka námi þar vorið 1991. Aðalnámsgrein hennar eru alþjóðleg samskipti einkum á sviði efnahagsmála en hún nemur einn- ig stjórnmálafræði. Á blaðamannafundinum voru m.a. fulltrúar stóru sjónvarps- stöðvanna þriggja, ABC, CBS og NBC, margir blaðamenn, yfir- menn hjá Atlantshafsbandalaginu og fjöldi borgaralegra embættis- manna sem skipuleggja hátíðina. Katrín vakti athygli ailra, enda vel vaxin, dökk yfirlitum og glæsi- leg í framgöngu. Munu sjón- Katrín Auður Sverrisdóttir. varpsáhorfendur í Virginíu og e.t.v. víðar sjá hana á skerminum og drottningarhlutverk hennar á hátíðinni í apríl verður án efa mikil auglýsing fyrir ísland. í sambandi við hátíðina verður margra daga menningarhátíð í Norfolk þar sem ísland verður í sviðsljósinu sem „most honored nation“ hátíðinnar. Þar syngur m.a. Öldutúnskórinn, Sigrún Eð- valdsdóttir leikur einleik á fíðlu með sinfóníuhljómsveit Virginíu, Álafoss verður með tískusýningu, íslenzkir kokkar útbúa matseðla hjá stærstu veitingahúsum borg- arinnar o.fl. Á blaðamannafundinum stóð til að útbýta myndum af varðskipinu Tý og upplýsingum um skipstjó- rann í Bandaríkjaferð skipsins. Þær upplýsingar höfðu ekki borist í tæka tíð og var tilkynnt að þeim yrði dreift við fyrsta tækifæri. Eyjólfur K. Siguijónsson, formaður bankaráðsins, að bankaráðsmenn viti hvenær fundir séu haldnir og Friðrik hafí fengið dagskrá fundar- ins með góðum fyrirvara. „Ég hafði kynnt mér að fundir standa yfirleitt ekki lengur en til klukkan 17 og að auki hafa þeir verið haldnir á öðrum dögum en fimmtudögum. Ég var framsögumaður á fundi sem var auglýstur löngu áður en dag- skrá bankaráðsfundarins lá fyrir og sagði Eyjólfi að ég gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum verið lengur en til 17. Samt kaus hann að taka þetta mál ekki fyrir fyrr en klukkan var langt gengin í 17. Þegar ég fór af fundinum hafði ég enga ástæðu til að ætla að for- maðurinn yrði ekki við þeim tilmæl- um mínum að fresta afgreiðslu málsins.“ Úttekt á Byggða- • / X • SJOOl RÍKISSTJÓRNIN hefur að til- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra ákveðið að láta gera úttekt á fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins og tillög- ur um hvernig þar megi ná jafn- vægi. Jóhanna segir ljóst að auka þurfi verulega framlag ríkisins til Byggingarsjóðs ef forða eigi gjaldþroti sjóðsins og halda til streitu húsnæðismálakerfinu frá 1986. Félagsmálaráðherra segir að nú sé vaxtamunur á inn- og útlán- um. 2-3%. Framlag ríkisins til sjóðs- ins hafi verið skert vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs að undanf- örnu og nemi aðeins um 150 millj- ónum króna. Það ásamt miklum vaxtamismun valdi hættu á því að mjög gangi á eigið fé Byggingar- sjóðs. Arleg útlán sjóðsins nemi 7,6 milljörðum og séu að mestu fjár- mögnum með lánum úr lifeyrissjóð- unum. Bridshátíð lýkur ann- að kvöld RAGNAR Magnússon og Rúnar Magnússon höfðu liðlega 20 stiga forystu í tvímenningskeppninni á bridshátíð þegar spilaðar höfðu verið 18 umferðir af 47. Svíamir Tommy Gullberg og Hans Göthe voru í öðru sæti og Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen þriðju. Spilað er um 440 þúsund kr. verðlaun. Keppninni lauk í gærkvöldi. í dag hefst sveitakeppnin og er þátttaka að venju mjög góð. Spilað er eftir Monrad-fyrirkomulagi alls 10 umferðir. Mótinu lýkur annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.