Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 39
CÁRUR eftirElínu Pálmadóttur 14.03 Hvað er að gerast? Lisa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurníngin. Spurningakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dómari Dagur Gunnars- son. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Haf- stein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Sal- varsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta timanum. 18.03 Þjóðarsálin — Þjóðfundur í beinni útsend- ingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blitt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 20.00 island - Rúmenia. Bein lýsing frá landsleik í handknattleik i Laugardalshöll. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfaranótt laugardags að loknum fréttum kl. 5.00.) 00.10 í háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. islenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjall- ar við Svavar Lárusson sem velur eftirlætislögin sin. (Endurtekinn þátturfrá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 „Blítt og létt..." Endurtekinn sjómannaþátt- ur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur i tónlist. (Endurtekið úrval frá miðviku- dagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. Útvarp Norðurland BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunstund gefur gull i mund. Rósa Guð- bjartsdóttir og Haraldur Gíslason. Kikt .í blöðin og skemmtilegir pistlar í tilefni dagsins. 8.00 Páll Þorsteinsson og morgunþátturinn þinn. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Uppskrift dagsins valin um 11.30. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur á milli 13.30-14. 15.00 Ágúst Héðinsson og nýjasta tónlistin. Fylgst með þvi sem er að gerast. Maður vikunnar val- inn i gegnum 611111. 17.00 Reykjavik siðdegis. Sigursteinn Másson og þátturinn þinn. Vettvangur hlustenda til að koma skoðunum sinum á framfæri. 18.00 Kvöldfréttir. 18.15 Ágúst Héðinsson dustar rykið af gömlu plöt- unum. 19.00 SnjólfurTeitsson útbýrsalat í tilefni dagsins. 20.00 Ólafur Már Bjömsson á kvöldvaktinni. 22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guðmundsson og Pétur Steinn Guðmundsson og stjömumerki tek- in fyrir. Stjörnumerki mánaðarins tekið fyrir, góð- ur gestur litur inn í hljóðstofu. Öllum merkjum gerð góð skil, bréfum svarað sem þættinum hafa borist. STJARNAN FM102/104 7.00 Snorri Sturluson. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson. Við lifum aðeins einu sinni. 11.00 iþróttafréttir. Leikur, kaup og sölur. 13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Óskalög og hlu- standi dagsins, iþróttafréttir á sínum stað klukk- an 16.00. 17.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir þiggur allar ábending- ar um óskalög. Siminn 622939. Bylgjan: Vatns- berinn wmtmm Stjörnuspekiþáttur OO 00 þeirra , Gunlaugs **** Guðmundssonar, stjömuspekings, og Péturs Steins Guðmundssonar, út- varpsmanps, er á dagskrá Bylgjunnar í kvöld. Þar verður áfram ijallað um Vatnsberann ásamt hinum stjömumerkjun- um. Góðir gestir koma í heim- sókn í hljóðstofu og spyqa og spjalla. Þá verður þeim bréfum svarað sem borist hafa þættin- um. MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SIOISIVARP SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 Landnám með tréaðvopni ■■■■■ Morðgáta er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Illræmdur hnefa- OO 05 leikaframkvæmdastjóri hefur verið myrtur og er vinur Jessicu, Harry McGraw, handtekinn. Flest bendir til að hann sé sekur en Jessica er þó sannfærð um sakleysi hans og tekur að rannsaka málið. 19.00 Richard Scobie er rokkari af lífi og sál og á það til að dusta rykið af gömlu slögurunum. 22.00 Kristófer Helgason. Ljúfa linan málið. 01.00 Björn Þórir Sigurðsson. Næturlinan. ÚTRÁS FM 104,8 12.00 Þorravaka Menntaskólans við Sund á Útrés. 1.00 Dagskrárfok. AÐALSTÖÐIN FM90,9 7.00 Nýr dagur. Eirikur Jónsson. Morgunmaður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróðleik í bland við tónlist. 9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Anna Björk Birgis- dóttir. Ljúfir tónar i dagsins önn með fróðleiks- molum um færð veður og flug. 12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar fréttir um allt sem þú vilt vita. Fréttir af fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjónarmenn Ásgeir Tómas- son, Þorgeir Ástvaldsson og Eiríkur Jónsson. 13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur í bland við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita um í dagsins önn. Lögin valin í síma 626060. Umsjón Þorgeir Ástvaldsson. 16.00 I dag i kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir og fréttatengt efni um málefni líðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. I þessum þætti er rætt um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Viðmæ- lendur eru oft boðaðir með stuttum fyrirvara til þess áð á rökstólum séu ætíð rædd þau mál sem brenna á vörum fólks í landinu. Hlustendur geta tekið virkan þátt i umræðunni i gegnum síma 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Það fer ekkert á milli mála. Mánudagskvöld á Aðalstöðinni er málið. Gulli litur á það helsta sem er að gerast og upplýsir - hlustendur um það. Ljúfir tónar og fróöleikur um flytjendur. Umsjón Gunnlaugur Helgason. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir í beinni útsendingu. Allt sem viðkemur draumum getur þú fræðst um á Aðalstöðinni. Siminn 626060. Umsjón Kristján Frímann. EFFEMM FM 95,7 7.00 Arnar Bjarnason. Kemur ykkur uppúr rúminu í hvelli. 10.00 ivar Guðmundsson. Munið „Peningaleikinn" milli kl. 11 og 15. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Mættur á sauð- skinnsskónum. 16.00 Jóhann Jóhannsson. Fastir liðir á dagskrá hjá Jóa, pizzuleikurinn o.fl. 19.00 Ragnar Vilhjálmsson. Með vinsældarpoppið á hreinu. 22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex-pakkinn korter i ellefu. 1.00 Næturdagskrá. Rás 1: Lestur Passíu- sálma ■1 I kvöld hefst lestur 20 Passíusálma. í þetta ““ sinn er það Ingólfur Möller skipstjóri sem les, en það var Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, sem las Passíu- sálmana fyrst í Útvarpið, fyrir páskana árið 1944. Imerku viðtali nýlega í sjón- varpinu vakti hann Högni, jessi skeleggi baráttumaður fyrir umhverfismálum í Svíþjóð, at- hygli á því að ef allir Kínveijar færu að nota klósettpappír mundu skógamir á jörðinni eyðast á skömmum tíma. Einfalt reikn- ingsdæmi. Guði sé lof að þeir gera það ekki. Ekki viljum við eyða skógum heims, þessari súrefnisverksmiðju mannkyns, og býsnumst yfír eyð- ingu regnskóga Suður-Ameríku. En svo vantar mann pappír. Plast- pokar leysa að vísu af pappírspok- ana, enda sterkari. Svo sterkir að illa gengur að láta þá eyðast. Vont líka. Svo tvístígum við í heilagri vandlætingu og viljum bæði pappírspoka og plastpoka. í því lenti Gáruhöfundur við inn- kaup á jólasveppunum í Blóma- vali. Sveppi má auð- vitað ekki geyma í plastpokum frekar en annað grænmeti og ávexti sem anda. Bréfpokar voru ekki til í búðinni og nú átti að geyma sveppina fram á 2. jóladag. Afgreiðslumaður minnti á að setja þá strax í bréfpoka við heimkomuna. En ekki var einn einasti pappírspoki eða um- búðapappír til á heimilinu. Svo gjörsamlega eru pappírspokar horfnir. Utan ryksugupokar, sem björguðu málum. Nú átti ég aftur erindi í Blómaval, m.a. til að kaupa vínber. Og viti menn, dró þá ekki afgreiðslumaðurinn upp pappírspoka fyrir slíka vand- geymda vöru. Kvaðst hafa útveg- að sér þá. Það sé bara ekkert auðvelt núna. Svona eiga kaup- menn að vera, bregðast skjótt við þörfum og duttlungum viðskipta- vina. Ekki sefar það samviskubit yfír pappírsbruðli. Svona er mann- skepnan ósamkvæm sjálfri sér. Varla fer dýrmæti skóga fram hjá okkur íslendingum, sem erum fyrir löngu búin að eyða megninu af okkar skógum. Og gróðri og jarðvegi með. Talið að yfir 80% af gróðri og jarðvegi hafa glat- ast. Ósköp er líka dapurlegt að sjá loftmyndir úr gervihnöttum, þar sem gróður geislar frá sér rauðum lit. Á íslandi má rétt greina litla rauða eða bleika bletti, allt annað er berangur. Blasir við augum. Og nú vilja íslendingar fara að bregðast við, þótt heit- strengingarnar frá 1974 hafí fjarað við næstu fjárveitingar og við missum enn árlega meira af jarðvegi og gróðri en við vinnum. En nú er blásið til nýs land- náms. Skógræktarfólk ætlar að endurheimta glötuð landgæði með landgræðsluskóga-átaki 1990. Ráðast gegn þessum berangri landsins með trén að vopni. Hing- að til hefur tijám nær eingöngu verið plantað í þessar litlu rauðu gróðurvinjar á gervitunglamynd- unum. Eflaust hefur ekki veitt af þessum áratugum frá aldamótum til þess að finna tijátegundir sem duga og geta lifað á þessari eyju norður í höfum. En nú skal það vera landnám, endurheimta á eyddu landi. Það var því hátíð og stemmning þegar Skógræktarfé- Stöð 2: ---------- ( Dallas ■■i í þessum þætti sjóða þau J.R. og Kimberly Cryder saman OA 30 hneykslanlega uppákomu fyrir Sue Ellen. Bobby er meira "" en feginn því LisU Alden er hvergi að finna og því virðist sem engin réttarhöld geti farið fram. Þau Sue Ellen og Bobby taka höndum saman gegn kunnuglegum óvini og Clayton heldur áfram að heimsækja Laurel sem er hundelt af manni er tilheyrir fortíð hennar. Aumingja Miss Elly er alveg í öngum sínum og Charlie, dóttir Jennu, leitar til Bobby með foreldravandamál sín. Casey held- ur áfram að sjarmera Sly í von um gróðavænlegar upplýsingar. Sú nýbreytni er á Dallas þáttunum að stjömurnar leikstýra sjálfar og það er enginn annar en Patrick Dyffy, eða Ijúflingurinn hann Bobby, sem leikstýrir þessum þætti. lag íslands hleypti landgræðslu- skógaátakinu af stað á Kjarvals- stöðum sunnudaginn 7. janúar sl. Þegar Sigurður Blöndal, fyrr- um skógræktarstjóri, drap þar á það í ræðu sinni að nú hefði skóg- ræktarfólk yfír að ráða tijáteg- und, sem gæti vaxið á gróður- snauðu landi, sperrtust eyrun. Ekki nefndi hann tréð. Forvitnin rak mig til þess að leita hann uppi á eftir og spyija. Plantan sem hann hafði í huga er elri. En sá runni bindur nítur eins og Alaska- lúpínan, hefur sína eigin áburðar- verksmiðju með geislasveppum er vinna nítur eða köfnunarefni úr loftinu. Getur víst þannig lifað í áburðarsnauðum jarðvegi og numið land. Hann nefndi líka lerk- ið, sem góð reynsla er komin á austur á Héraði. Lerkisveppimir hjálpa því til þess að ná efnum úr jarðveginum, þótt ekki geti þeir útvegað trénu köfnunarefn- isáburð. Maður kom upptendraður af bjartsýni heim í tæka tíð til að horfa í sjónvarpinu á fyrstu kynningarmyndina í átakinu, um Hallormsstaðaskóg sem vísaði veginn. Ruglaði mig að vísu dulít- ið í ríminu í sambandi við lerkið, því ekki heyrði ég betur en að þáttastjórinn bætti þessum kosti líka við lerkið, að það gæti sjálft náð sér í köfnunarefni. Hvað um það, þeir fínna út hvort er rétt sem í sumar ætla að ráðast til landnáms og endurheimtu á ógrónu landi. Eða læra það. Að lokinni sjónvarpsmyndinni þetta sama kvöld mátti lesa í Lesbók Morgunblaðsins grein eft- ir grasafræðing á Rannsókna- stofu landbúnaðarins, Áslaugu Helgadóttur, sem einmitt var að útskýra hæfni níturbindandi plantna. Sagði m.a. frá því að á rannsóknastofunni væri verið að rannsaka þijár tegundir af elri, sem safnað var í Alaska haustið 1985, og upplýsir að fjölmörgum afbrigðum af grænelri, sitkaelri og blæelri hafí verið plantað víða um land við fjölbreytileg veður- fars- og jarðvegsskilyrði og gerð- ar jafnframt athuganir á smitun elris með níturbindandi geisla- sveppum. Ekki gat ég séð þarna hvemig þessum elriplöntum gengi að vaxa á hijóstrugri jörð til íjalla á íslandi. En lyftist nú aldeilis á manni brúnin við tilhugsunina ef slík undraplanta gæti fest rætur þar sem vex melgrasskúfurinn harði og Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Svona getur maður upptendrast af bjartsýni á einum sunnudegi í svartasta skammdeg- inu. Slíkar hugleiðingar slá kannski obbolítið á saihviskubitið yfír að vera að heimta óþarfa bréfpoka og eyða skógum í öðrum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.