Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÍ) MIIMNINGA'R SUNNUDAGÚKn. jPBBRÚAR 1990 Steinunn Guðmunds dóttir - Minning Fædd 28. september 1913 Dáin 3. febrúar 1990 Okkur frænkur langar til að minnast hér í nokkrum orðum móð- ursystur, okkar Steinunnar Guð- mundsdóttur eða Ninnu, eins og hún var ætíð kölluð. Ninna fæddist á ísafirði 28. sept-> ember 1913 og voru foreldrar henn- ar Jón Guðmundsson Jónsson frá Tungu í Skutulsfirði og Guðlaug Runólfsdóttir fædd á Sjöundá á Rauðasandi. Ninna var elst tólf systkina, en sex þeirra eru á lífi. Ninna ólst upp á ísafirði til átján ára aldurs en flutti þá til Reykjavík- ur þar sem hún stundaði ýmis störf, þar á meðal hjá hjónunum Kristni Péturssyni og Guðrúnu Ottadóttur á Vesturgötu 6, en þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Pétri Kristinssyni, blikksmiðameistara. Þau gengu í hjónaband 28. októ- ber 1939 og bjuggu fyrst á Hávalla- götu, síðar á Ránargötu 33a og síðan í Granaskjóli 6 þar sem þau bjuggu til æviloka. Börn hennar eru eftirtalin: Guð- rún, gift Þorkeli Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn; Anna Guðlaug, gift Harald Kristóferssyni og eiga þau eina dóttur; Steinunn, á einn son sem ólst upp hjá þeim nöfnum; Kristín, gift Olafi Stefánssyni og eiga þau tvær dætur; Sigurlaug Björg, gift Gert Thomsen og eiga þau tvö börn. Steinunn var bamgóð kona og ósjaldan tók hún bamabörn sín sem og önnur börn og gætti þeirra löng- um stundum. Mörg barnabarnanna töldu sig eiga ömmu sína sem sína aðra móður. Sérstaklega má nefna dótturson hennar, Kristin Pétur, sem ólst upp hjá móður sinni og ömmu samtímis. Við frænkumar ólumst upp hjá móðurömmu okkar í sama húsinu þar sem Ninna og Pétur bjuggu, við á fyrstu hæðinni en þau á efri hæðinni og var mikill samgangur þar á milli. Minnumst við bílferð- anna á sunnudögum með Pétri og Ninnu og dætmm. Einnig minn- umst við afmælisboðanna hjá systr- Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan megin við Kaupstað, sími 670760 Kransar, krossar, kístuskreytíngar, samúéarvendir Sendingarþjónusta Blömastofa Friöfimts Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opift ölikvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ölltllefni. Gjafavörur. m unurn er vom á svipuðum aldri og við. Ávallt var gaman að koma í heimsókn í Granaskjólið og spjalla. Þau hjónin voru sérstaklega hjarta- hlý og samrýnd. Stórt skarð var fyrir skildi hjá Ninnu er Pétur eigin- maður hennar lést fýrir rúmum fimm árum. Voru þá dætumar flutt- ar að heiman og búnar að stofna sín eigin heimili nema Steinunn yngri sem bjó heima hjá móður sinni með syni sínum sem er rétt átta ára og mikill tómleiki í hjörtum þeirra nú. Þau mæðgin fóru ekki svo í sumarfrí að amma væri ekki líka með. . Megi góður Guð styrkja systurn- ar og fjölskyldur þeirra í sorginni. Helga og Erla Að morgni laugardagsins 3. febr- úar lést tengdamóðir mín, Steinunn Guðmundsdóttir, eftir harða en ójafna baráttu við erfiðan sjúkdóm. Steinunn, eða Ninna eins og hún var ávallt kölluð, fæddist á ísafirði og var elst í hópi 12 systkina en nú eru 6 þeirra á lífi. Þar ólst hún upp til 18 ára aldurs er hún flutti suður til Reykjavíkur. Þar vann hún fyrst sem vinnu- kona og síðan á saumastofu allt þar til hún giftist manni sínum, Pétri Kristinssyni, blikksmið, sem lést fýrir rúmum fímm árum. Fyrst um sinn bjuggu þau á Hávallagötu en fluttu þaðan á Ránargötuna þar sem þau dvöldu iTokkuð langt skeið eða allt þar til þau fluttu í nýtt hús í Granaskjóli hér í borg. Það hús varð hennar lífsvett- vangur. Heimilið, eiginmaður henn- ar og dæturnar fimm vóru henni allt. Síðan fjölgaði í fjölskyldunni, tengdasynir birtust og bamabörnin urðu til og öll nutu þau sömu hlýj- unnar og umhyggjunnar frá henni og aðrir íjölskyldumeðlimir. Nú eru barnabörnin orðin 9 talsins og er það yngsta stúlka sem ber nafn ömmu sinnar. Ninna var ákaflega nægjusöm kona, vildi ekkert láta'fyrir sér hafa né láta nokkum eiga nokkuð inni hjá sér eins og títt er um fólk af hennar kynslóð. Það var ekki að hennar skapi að bera vandamál sín á borð fyrir aðra eins og glöggt kom framí veikindum hennar en velvild og hjálpsemi við aðra var hennar aðal. Ég held að segja megi að Ninna hafi verið gæfukona í lífinu. í far- sælu hjónabandi í 45 ár eignaðist hún fimm myndarlegar dætur sem allar eru á lífi. Þær fórnuðu sér allar af alhug við að hlúa að móður sinni í veikindum hennar og natni. þeirra og umönnun létti henni vera- lega baráttuna. Sérstaklega ber að geta þeirrar yngstu, Sigurlaugar, sem er búsett erlendis en dvaldi hér á landi síðustu vikurnar til að geta lagt sitt af mörkum við aðhlynningu móður sinnar. Deild 12a á Göngudeild Landspít- alans og starfsfólk Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins á sérstak- ar þakkir skyldar fyrir ákaflega fórnfúst og gott starf. Nú er Ninna blessunin komin aftur til eiginmannsins síns kæra. Minningin um Ninnu mun lengi lifa í hugum þeirra sem hana þekktu. Megi hún hvíla í friði. Ólafúr Stefánsson LEGSTEINAR Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. + Eiginkona mín, móðir, systir, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA EINÞÓRSDÓTTIR, Stekkjarkinn 15, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. febrú- ar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir að ósk hinnar látnu. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Hjálparsveit skáta, Hafnar- firði, njóta þess. Arnór Sigurðsson, Sigurður Arnórsson, Guðni Þór Arnórsson, Þorgerður Arnórsdóttir, Helgi Einþórsson, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar og systir, SARA D.W. KRISTJÁNSDÓTTIR, áðurtil heimilisá Laugavegi 58b, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð að kvöldi 8. febrúar. Karitas Kristbjörnsdóttir, Egill Kristbjörnsson, Anna Kristjánsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORFINNA SIGFÚSDÓTTIR, sem lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 4. febrúar, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 14.00 e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á elliheimilissjóð kvenfé- lagsins Vonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI JÓHANNSSON, Aðalgötu 47, Súgandafirði, er andaðist 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 10.30. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, sonur, bróðir og mágur, EINAR BENEDIKT ÓLAFSSON sjávarlfff ræðingur, Lundi, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Kristin Á. Einarsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Katrín Ólafsdóttir, Pál Ó. Borgen, Sigríður E. Ólafsdóttir, Magnús J. Sigurðsson, Kristján M. Ólafsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 6, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 3. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. uuorun ruiuruaouir, Anna G. Pétursdóttir, r-vri ivcii oiciliaouil, Harald Kristófersson, Steinunn B. Pétursdóttir, Kristfn Pétursdóttir, Ólafur Stefánsson, Sigurlaug B. Pétursdóttir, Gert Thomsen og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför BETTYAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Seljavegi 19. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki við deild 11-B, Landspítalanum. Gyða Guðmundsdóttir, Ágúst Guömundsson, Grímur Guðmundsson og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, BALDURS KARLSSONAR. Sérstakar þakkir til Hauks Guðlaugssonar, Jóns Stefánssonar, Garðars Cortes og söngfélaga. Dagmar Óskarsdóttir, Óskar Karlsson, Marteinn Karlsson, Þórdfs Ágústsdóttir, Björg Karlsdóttir, Helgi Jónsson, Gerður Karlsdóttir, Sveinn G. Guðmundsson, Þórarna Hansdóttir, Nikulás Brynjólfsson og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.