Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 35
35 *
MÓkÍGL’ftólADlb fólk í FRmrnwub&m^ .'bÉBRÚÁR tóðW
FORSPA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spáð í hnerra
Ljósmyndarar Morgunblaðsins
hafa setið um stjórnmála
mennina í þingsölum og stjórnar-
ráðinu að undanförnu sem endra-
nær og meðfylgjandi myndadúett
náðist af alþýðubandalagsforkólf-
unum Ólafi formanni og
Steingrími varaformanni. Eitt-
hvað hafði slegið að þeim síðar-
nefnda og varð hann að grípa
fyrir vit sér til að hnerrinn þeytt-
ist ekki um víða völlu. Guð hjálpi
þér, fjandans kvef er þetta, gæti
formaðurinn verið að segja.
Á hinni myndinni dregur hins
vegar til tíðinda er Steingrímur
hvessir augun á „innihald“ lófa
síns eftir hnerrann, rýnir af þeirri
innsýn og ákveðni sem einkenndi
forspáa kappa fomaldar sem sáu
hvað verða vildi með því að skoða
allt mögulegt, til dæmis iður úr
fískum eða fuglum. „Ég spái stór-
sigri Alþýðubandalagsins í næstu
kosningum,“ segir Steingrímur,
en Ólafur svarar að bragði, já,
ég vissi það, ég vissi það ...
Morgunblaðið/RAX
Þrjár af fímm, Ásdís, Margrét og Þórhildur. Fyrir framan þær liggja
á borði mörg erlend blöð af sama tpga og blaðið þeirra.
AUGIASINGAR
Gert út á nýj-
an og ónýttan
auglýsingamarkað
ingar sér að kostnaðarlausu, en
fyrirtæki verða hins vegar að greiða
óákveðna upphæð fyrir. Fyrst um
sinn er dreifíngin á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu og blaðið er selt á vægu
verði. Útgefendur segja viðtökumar
hafa verið vonum framar, en Morg-
unblaðið ræddi málið aðeins við einn
útgefenda, Margréti Sigurðardótt-
ur.
„Viðbrögð hafa verið skjótari og
meiri en við áttum von á, síminn
hefur mikið hringt og ef fram held-
ur sem horfír er ekki hægt annað
en að vera bjartsýnn," sagði Mar-
grét og bætti við að frumhugmynd-
in að koma blaðinu út vikulega
væri ekki út í bláinn, efni næsta
blaðs væri þegar farið að hlaðast
upp og talsvert væri hringt utan
af landi. „í fyrstu ætluðum við bara
að vera á Reykjavíkursvæðinu, en
nú verðum við að endurskoða það
og jafnvel að fara að huga að því
að senda blaðið í áskrift um allt
land. Það fæst á ísafirði svona til
reynslu,“ sagði Margrét einnig um
fyrsta tölublaðið sem kom út í vik-
unni sem leið.
Morgunblaðið innti Margréti eftir
hvort þær stöllur væru að huga að
samkeppni um minni auglýsingar
við blöðin, en einkum Morgunblaðið
og DV birta jafnan margt slíkra
auglýsinga, DV í formi smáauglýs-
inga, en Morgunblaðið í formi rað-
auglýsinga. Hún svaraði: „Við erum
ekki haldnar stórmennskubrjálæði
og erum ekki að fara í auglýs-
ingastríð við risana. Sem betur fer
erum við jarðbundnar og gerum út
á önnur mið. Ég hef dvalið síðustu
árin í Þýskalandi og tvö síðustu
árin þar vann ég á tæknideild tíma-
rits. Erlendis eru svona blöð á
hverju strái og standa fyrir sínu.
Efni þeirra er ekkert annað en aug-
lýsingar og kannanir hafa gefið til
kynna að auglýsingar þær sem
þessi blöð birta séu hrein viðbót við
það sem birtist í dagblöðum og
tímaritum, það sé allt annað fólk
sem auglýsi í svona blöðum, sém
dæmi gæti ég nefnt námsmenn.
Nú ætlum við að láta á það reyna
hvort grundvöllur sé fyrir svona
löguðu hér á landi og þótt kannski
sé ótímabært að segja eitthvað þar
um, þá endurtek ég að fyrstu við-
brögð lofa sannarlega góðu,“ sagði
Margrét.
Fimm konur, sem stofnað hafa
hlutafélagið Stelpur hf., hafa
ráðist í nýstárlega útgáfustarfsemi.
Blaðið „Notað og nýtt“ hefur litið
dagsins ljós, 8 síður í A4-broti,
prentað á ódýran pappír með engum
lit. Þetta hljómar kannski ekki
krassandi, en þá er spumingin hvert
innihald blaðsins er. Auglýsingar
og aftur auglýsingar. Þarna geta
einstaklingar fengið birtar auglýs-
TRUNAÐARBREF
Nýr sendiherra í Moskvu
Um áramótin var skipt um sendiherra íslands í Moskvu. Tóm as Á. Tómasson lét af störfum þar og hefur nú
verið skipaður sendiherra í afvopnunarmálum. Ólafur Egilsson, sem síðast var sendiherra í Bretlandi, tók
við af Tómasi.
Á þessari mynd sést, þegar Ólafur Egilsson afhendir A.I. Lukjanov, varaforseta Sovétríkjanna, trúnaðarbréf
sitt hinn 17. janúar sl. Fór athöfnin fram í Kreml. Mikhaíl Gorbatsjov er forseti Sovétríkjanna eins og kunnugt
er. Hann tekur þó að jafnaði ekki við trúnaðarbréfum erlendra sendimanna heldur kemur það verkefni í hlut
Lukjanovs, sem sagður er handgenginn Gorbatsjov, enda vom þeir skólabræður á sínum tíma.
Á bakvið Ólaf er starfandi prótokollstjóri í sovéska utanríkisráðuneytiny, A.F. Borunkov.
Þegar menn skoðuðu þessa mynd rifjaðist upp fyrir þeim sú saga, að einhver sovéskra ráðamanna hefði haft
á orði, að íslendingar væru með hávöxnustu mönnum, að minnsta kosti ef dæma mætti eftir sendimönnum þeirra
í Moskvu. Minntist hann þá þeirra Péturs Benediktssonar, Péturs Thorsteinssonar, Kristins Guðmundssonar og
Ingva S. Ingvasonar, sem allir höfðu verið við íslenska sendiráðið í sovésku höfuðborginni.
KARLAR
„Strauja
ekki“
Gerðu ráð fyrir því versta,
gleðstu yfir hinu minnsta og
straujaðu alltaf á laugardögum."
Þetta voru heilræði reyndrar vin-
konu minnar þegar ég gifti mig.
Nú er laugar-
dagurinn liðinn.
Stelpur mínar,
ekki hneykslast.
Sýnið að þið eruð
vinir í raun og
standið með kyn-
systur ykkar. Það
,. . , hafa nefnilega lið-
eftir Jomnu jö 4 laugardagar
Benediktsdóttur 0g ekkert hefur
verið straujað. Ég var nefnilega í
burtu að heiman og . . .
Jæja, hann hafði svo mikið að
gera og sonur minn telur að „menn-
ir eigi ekki að strauja", ekki frekar
en að skúra gólf. Það hlýtur að vera
rétt, varla er karlremban meðfædd
blessuðu barninu.
Stelpur, þið eigið bara að sjá um
bunkann. Jafnvel jólasængurfötin
enn óstraujuð, dúkarnir og svo
skyrturnar. Móðir mín fengi slag
ef hún sæi „tauið". Stundum held
ég að hún hafi veikst og dáið vegna
þess hvað hún straujaði mikið. Hún
var bókstaflega alltaf með strau-
boltann i hendinni. Hver veit, það
er vist hægt að deyja úr leiðindum.
Hún bað aldrei neinn að strauja
fyrir sig. Húsmæður eiga að strauja
er skrifað stórum stöfum í sálartet-
rið mitt.
Þið vorkennið mér ekki! Þið sú-
perhúsmæðurnar sem strauið áður
en aðrir vakna á morgnana, þannig
að bóndinn losnar við að sjá strau-
borðið eða horfa á óstraujaðar skyr-
turnar sínár.
Mér er sagt að sumir menn
straui skyrturriar sínar sjálfir.
Mig langar, þegar ég sé Sigmar
B. Hauksson, að taka hann í fang-
ið, að faðma hann og segja „Sigmar
minn, ég skal strauja fyrir þig
skyrtutetrið og hálsklútinn."
„Ég veit að Helga hefur öðrum
hnöppum að hneppa."
Hann er eitthvað svo aumkunar-
verður, svo bældur, en þeir eru það
reyndar allir þessir kvenrembueig-
inmenn.
Nú verð ég að byija. Hafði ákveð-
ið að klára að lesa ísbjörgu Ljón
fyrst og svo ræðst ég á bunkann.
Tengdamamma kemur í heimsókn
í vor eins gott að byija.
, ísbjörg er rosaleg, ég losna ekki
við hana í huganum hvernig sem
ég reyni. Skeytastíllinn og lýsingar-
orðin gera þessa konu að Jóhönnu
af Örk og skáldið eilíft. Hvað er svo
verið að skrifa um karla eða konur
eða eitthvað sem eru smámunir ef
Ssbjörg er eða hefur verið til. Auð-
vitað er hún til, ég var að lesa játn-
ingu hennar.
Raunveruleikinn er hins vegar;
ég heiti Jónína og ég er Hrútur og
ég verð að strauja. (Getur verið að
Sigmar sé Hrútur? Best að spyija
Ágústu Johnson, hún er með stjör-
numerkin á hreinu.)
En af hveiju strauja „mennirnir
ekki“? Sama forvitnin i mér, hvað
kemur mér það svo sem við? Ég er
bara að reyna að losna við verkið
og gerast þjónn letinnar.
Þetta getur ekki verið neitt rétt-
indamál? Nei, varla. Ég þekki bara;
einn ‘mann sem straujar, mág
minn, séra Gunnar, hann er meira
að segja glaður þegar hann strauj-
Hann hefur sennilega fengið
köllun. Nú getur hann sett sig í
spor úttaugaðra kvenna sem koma
til hans í viðtal; yfirstraujaður.
Hann getur þá kennt þeim fljótlfega
aðerð við dúka og skyrtur. Þetta
endalausa rugl með brotin, inn og
út og svo á vixl er aðferð ttl að
halda konunni sem lengst við
strauborðið. Bara þakklát ef dúkur-
inn er sæmilega sléttur. Hvaða karl
fann annars upp straujámið?
Hann hefur örugglega ætlað sér það
öðmm tilgangi en að slíta út eigin-
konunni. Getur verið að karlar sjái
sér hag í útslitnum eiginkonum?
Stelpur, ég kláraði þetta allt. Tók
tíma. Hugsaði um ísbjörgu. Hlust-
aði á Cohen; „They sentenced me
to twenty years of boredom . . ."
Verst að ég er Hrútur en ekki Naut.
Séra Gunnar er Hrútur og hann
straujar. Karlkyns Naut strauja
víst ekki. En hvað er svosem betra
en gott Naut . . .