Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 40
Veiðileyfí skipaflotans
hækka nm allt að 4.445%
Atvinnuskírteini sjómanna margfaldast í verði
Drukknaði í
Eskifjarðará
MAÐUR á sextugsaldri fannst
drukknaður í Eskifjarðará á
föstudagskvöld.
Maðurinn sást síðast á lífí um
klukkan 19.30, en þá var hann
einn ríðandi á ferð. Hestur hans
kom heim að hesthúsum um klukk-
an 20 og var þá farið að svipast
um eftir manninum. í fyrstu leituðu
ættingjar mannsins og vinir, en
síðar var björgunarsveit kölluð út.
Hún var að hefja leit þegar maður-
inn fannst í Eskifjarðará, um klukk-
an 21.30. Nánari tildrög atburðar-
ins §?u ekki ljós.
Ekki er unnt að birta nafn
mannsins að svo stöddu.
Við ísland er
ein helsta leið
koltvísýrings
í hafdjúpin
EIN helsta leið koltvísýrings niður
í hafdjúpin á hnettinum er við ís-
land, en flæði koltvísýrings milli
lofts og sjávar hér í Norður-At-
lantshafí hefiir verið talinn mjög
mikilvægur þáttur í umræðunni
um aukningu koltvísýrings í and-
rúmsloftinu, með hugsanlegri
hitnun og gróðurhúsaáhrifum á
jörðinni. Spurningin er hve mikl-
um koltvísýringi sjórinn geti tekið
við og hvernig hann geti borist
niður í djúpin, sem gerist einkum
í Norður-Atlantshafí og umhverfis
Suðurheimsskautið. Þetta flæði
milfi sjávar og fofts hér í Norður
Atlantshafínu hefur Jón Ólafsson,
hafíræðingur, verið að rannsaka
í samvinnu við bandaríska vísinda-
stofnun og er viðtal við hann um
það á bls. 11 í blaðinu í dag.
Leið lofttegundanna niður í djúpið
verður þar sem lóðrétt blöndun
er mikil. Hér með þeim hætti að hlýr
sjór Golfstraumsins kólnar og þar
sem salti, kaldi sjórinn er eðlis-
þungur sekkur hann og djúpsjórinn
berst svo með straumum suður eftir
Atlantsálum og þaðan um Indlands-
haf, allt til Kyrrahafs og þar er leið
koltvísýrings, freons og fleiri efna
til að dreifast um jörðina. Straum'ar
og breytingar á kerfi þeirra hér
mundu því skipta gífurlegu máli.
VEIÐIEFTIR-
LITSGJALD
sem sjávarút-
vegsráðuneytið
er að innheimta
nú fyrir veiði-
leyfi skipa á þessu ári er á bil-
inu 2.500 til 250.000 krónur eft-
ir stærð skipa og úthlutuðum
afla. Veiðileyfin kostuðu 5.500
krónur á síðasta ári. Leyfi
minnstu bátanna lækka því en
veiðileyfi báta og togara hækka
almennt, í flestum tilvikum um
mörg þúsund prósent og í ein-
staka tilviki allt að 4.445%. Um
áramótin fjór-, fimm- eða sex-
földuðust einnig í verði atvinn-
uskírteini skipstjórnarmanna
og vélstjóra.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
sent veiðileyfi þessa árs í póst-
kröfu til útgerðarmanna. Veiðieft-
irlitsgjaldið var ákveðið með reglu-
gerð sem gefín var út fyrir áramót-
in. Að sögn Kristjáns Skarphéðins-
sonar deildarstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu er búist við að tekjur
af gjaldinu verði um 30 milljónir
kr., sem er um helmingur af kostn-
aði við veiðieftirlitið.
minnstu kvótabátunum, 10-15
brúttórúmlesta, er 5-6 þúsund kr.,
að sögn Kristjáns. Gjald meðalbáts
100-200 brúttórúinlesta er 30-40
þúsund. Gjald meðaltogara taldi
Kristján að gæti verið á bilinu
120-140 þúsund (2.080 til 2.445%
hækkun) en færi í allt að 250
þúsund hjá þeim sem væru með
mesta kvótann (4.445%).
Almennt leyfi til veiða með
dragnót er 7.500 kr., leyfi til sér-
veiða með dragnót er 12.500 krón-
ur, til veiða á innfjarðarækju er
8.000 kr., hörpudiski 10.000 kr.
og til hrognkelsaveiða 2.500 krón-
ur.
Félagsvísindadeild:
Próf í desember í stað janúar
Á FUNDI félagsvísindadeildar Háskólans á föstu-
dag var ákveðið að próf í deildinni, sem hingað
til hafa verið í janúar, verði hér eftir haldin í
desember. Þetta er gert að kröfu nemenda, en í
könnun stúdentaráðs fyrir nokkru kom fram að
yfirgnæfandi meirihluti nemenda vildi hafa þenn-
an hátt á. Þá var einnig ákveðið að tími haustprófa verði styttur
og að kennsla hefjist fyrr að loknu jólaleyfi og ljúki fyrr sem því
nemur á vorin.
Svanur Kristjánsson, forseti
félagsvísindadeildar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að nem-
endur hefðu lagt mikla áherslu á
þessa skipan mála. „Nemendum
hefur löngum þótt slæmt að eiga
janúarpróf yfir höfði sér um jóla-
hátíðina. Fulltrúar þeirra í há-
skólaráði og innan deildarinnar
hafa unnið vel að undirbúningi
þessa máls. Þá hefur Þórólfur
Þórlindsson, prófessor, haft for:
gang um málið af okkar hálfu. í
fyrstu var talið að þessi skipan
yrði að ná til allra deilda háskól-
ans, en nú er þetta túlkað svo,
að hver deild hafi sjálfdæmi í
þessu. Þá var einnig ákveðið að
stytta tíma haustprófa, sem hér
eftir taka eina viku. Loks var
ákveðið að hefja kennslu fyrr í
janúar en verið hefur og eru nem-
endur þá búnir fyrr á vorin. Þar
gæti munað allt að tveimur vik-
um.“
I öðrum deildum háskólans eru
próf í janúar, nema á fyrstu árum
læknisfræði, þar sem nemendur
ljúka prófum í desember.
Gjaldið er nú miðað við heimil-
aðan hámarksafla viðkomandi
skips. Það er 60 krónur fyrir hvert
þorsktonn og er reiknað af öðrum
fisktegundum eftir verðmæti
þeirra miðað við þorsk. Gjaldið var
5.500 krónur í fyrra og það sama
hvort sem um var að ræða trillu
eða frystitogara og sagði Kristján
að það hefði verið óréttlátt.
í gjaldskránni er fast gjald fyr-
ir botnfiskveiðileyfi báta undir 10
brúttórúmlestum 4.500 kr. og er
það 18% lægra en í fyrra. Leyfi
annarra til botnfiskveiða er háð
kvóta þeirra. Algengt gjald hjá
Gjöld fyrir atvinnuskírteini sjó-
manna hækkuðu um 348 til 566%
um áramótin, samkvæmt reglu-
gerð samgönguráðuneytisins.
Skipstjórnarskírteini kostuðu
1.500 til 2.900 krónur en kosta
nú 10.000 til 13.000 krónur.
Skírteini vélstjóra hækkaði úr
2.200 í 12.000 krónur. Skírteinin
gilda til fimm ára og ber þá að
endurnýja þau gegn fullu gjaldi.
Gjald í ríkissjóð fyrir hveija
undanþágu sem gefin er út af
undanþágunefnd skipstjórnar- eða
vélstjóraréttinda hækkaði úr 2.200
í 4.000 krónur um áramót.