Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 og þjálfari liðsins sést ekki heilu ieik- ina. Engu að síður hafa þeir náð góðum árangri, m.a. unnið Austur- Þjóðverja, og sigruðu Bandaríkja- menn í úrslitaleik Ameríkuleikanna með 22 mörkum gegn 9. „Ég neita því ekki að ég er mjög smeykur við leikinn gegn Kúbu- mönnum. Ég hef séð þá spiia og veit að þeir geta unnið nánast hvaða lið sem er,“ segir Kristján Arason. „I liðinu eru mjög góðir einstaklingar en þeir eru fljótir að gefast upp og við verðum að ná góðri byijun,“ seg- ir Kristján. Spánvetjar eru næstir og þeir hafa allt að vinna og engu að tapa. Þeir eru öruggir með sæti á Ólympíuleik- unum í Barcelona, sem gestgjafar, og því skiptir ekki máli hvort þeir lenda í 5. sæti eða 15. Þó er ekki við því að búast að þeir gefíst upp baráttulaust. Spánveijar hafa verið með sterkt lið undanfarin ár og virð- ast hafa tak á Islendingum, einkum í stórmótum. Möguleikamir eru þó fyrir hendi og ekki skemmir að eiga fjóra leikmenn í spænsku deildinni. „Spánveijar hafa oft verið betri en nú. Lið þeirra er byggt' upp á ungum leikmönnum og þessir gömlu sem eru í liðinu hafa ekki staðið sig vel í vetur,“ segir Alfreð Gislason, sem leikur með Bidasoa á Spáni. „Ég held að við ættum að geta unnið þá þrátt fyrir að okkur hafi ekki gengið vel í síðustu leikjum gegn þeim,“ segir Alfreð. Þriðji og síðasti leikurinn í undan- riðlinum er gegn Júgóslövum, núver- andi heimsmeisturum. Þeir eru taldir koma næst Sovétmönnum að styrk- leika. íslendingum hefur gengið vel í síðustu leikjum gegn þeim á stór- mótum, unnið einn og gert tvö jafn- tefli. Þó væri raunhæfara að búast við sigri gegn Spánveijum en Júg- óslövum. „Ég held að íslenska liðið eigi möguleika gegn Júgóslövum en til þess þarf liðið að ná sínum besta leik,“ segir Júgóslavinn Slavko Bam- bir, þjálfari íslenska kvennalandsliðs- ins. „Júgóslavar hafa alla bestu leik- menn sína en þeir hafa lítið æft og mér skilst að liðinu hafi ekki geiigið vel að undanförnu," segir Bambir. Sovétmenn sterkastir Það er alls ekki víst að íslending- ar komist áfram í milliriðil en við skulum þó gera ráð fyrir því. Þá mæta þeir líklega Pólveijum, Aust- ur-Þjóðveijum og Sovétmönnum. Á góðum degi geta íslendingar sigrað Pólveija og jafnvel Austur-Þjóðveija. En öllum ber saman um að líkurnar á sigri gegn Sovétmönnum séu hverf- andi. Sovétmenn eru án efa með Níu æfíngar á viku og sjö landsleikir, gegn Rúmenum, Svisslendingum og Hollendingum, ættu að nægja til að slípa vankanta af leik islenska liðsins. eftir Logo Bergmonn Eiðsson/ myndir: Sverrir Vilhelmsson NÚ ERU aðeins rúmar tvær vik- ur þar til heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst í Tékkóslóv- akíu. Flestar þjóðir líta á keppn- ina sem íþróttamót, eitt af mörg- um, og ekki ýkja fmerkilegt. En á Islandi er þetta mótið sem allt snýst um. Á þessum vettvangi hafa íslendingar náð mjög góð- um árangri og handbolti er — þegar vel gengur — sameiningar- tákn íslensku þjóðarinnar. Þegar illa gengur berum við saman höfðatöluna og segjum „það var svosem ekki við miklu að búast“. Islenska landsliðið leikur þrjá ieiki gegn Rúmenum í vikunni og leikirnir skipta miklu máli fyrir íslendinga. í kjölfarið fylgja leikir gegn Svisslend- ingum og Hollendingum áður en lið- ið leggur af stað til Tékkóslóvakíu. Velgengni íslenska landsliðsins hófst fyrir sex árum og er líklega Sovétmönnum að þakka. Þeir ákváðu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, tii að svara fyr- ir leikana í Moskvu 1980, og önnur lönd í Austur-Evrópu fylgdu fordæmi þeirra. Þannig fengu ísléndingar óvænt sæti á leikunum og náðu 6. sæti sem færði þeim keppnisrétt í heimsmeistarakeppninni í Sviss tveimur árum síðar. í Sviss komu íslendingar á óvart með því að halda 6. sætinu og tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Seoul. Þar lentu íslendingar í 8. sæti og þurftu því að taka þátt í B-keppninni í Frakklandi. Allir muna hvernig liðinu gekk þar og nú eru íslendingar að nýju komnir í fremstu röð. Ekkert öruggt „Við höfum aldrei verið betri og íslendingar f á erf iöa andstæóinga iHM við eigum möguleika gegn hvaða þjóð sem er. En það sama segja líklega allar þjóðir í keppninni. Það er ekki hægt að gefa sér eitthvað sem öruggt," segir Þorils Óttar Mat- hiesen, fyrirliði. Þúsund spekingar sem hefðu at- vinnu sína af því að horfa á hand- bolta gætu ekki sagt hvemig íslenska liðinu ætti eftir að ganga. í keppni sem þessari gerast ótrúlegustu hiut- ir. Góðu liðin tapa og þau lélegu vinna. Það sem talið er öruggt getur breyst þegar tii kastanna kemur. íslendingar gætu unnið aila leiki sína i forriðlinum og þeir gætu líka tapað þeim öllum. Málið er nefnilega ein- falt; það er ekkert öruggt í heims- meistarakeppni. Erfið byrjun íslendingar byrja á erfiðum leik, gegn Kúbu. Líklega er Kúba með lélegasta liðið í riðlinum en þó hefði vart verið hægt að byija á verri leik. ísland hefur aldrei leikið gegn Kúbu og staðan er svipuð og í fyrsta leik heimsmpistarakeppninnar í Sviss. Þá mætti ísland Suður-Kóreu í fyrsta leik, þjóð sem þorri ísiendinga vissi ekki einu sinni að iðkaði handbolta. Islendingar töpuðu með níu marka mun í þessum leik og margir töldu réttast að pakka saman og fara heim. Kúbumenn eru hreint út sagt furðulegir. Þeir leika í ósamstæðum búningum, rífast nær allan leikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.