Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 Sumarbústaðaland Til sölu sumarbústaðaland í landi Vatnsenda í Skorradal. Upplýsingar í síma 93-12558. Múrarar - múrarar Veggprýði hf., sem er umboðs- og þjónustu- aðili fyrir STO-utanhússklæðningarefnin, óskar eftir að komast í samband við múrara sem víðast á landinu, er áhuga hafa á að kynna sér meðferð og ásetningu STO-utan- hússklæðningarefnanna. Opið frá kl. 13. VEGGP RVDI f Bíldshöfða 18 (bakhús), 112 Reykjavík, sími 673320. I HÚSNÆÐI í BOÐI Árborgarsvæði - Þorlákshöfn Til sölu falleg 3ja herbergja íbúð. Áhvílandi 2,4 milljóna langtímalán. Upplýsingar í símum 91-675152 og 98-33430. Salurtil leigu íMúlahverfi Sæti og borð fyrir 80 manns. Gott parket- gólf. Leigist á daginn til kl. 19.00. Sanngjörn kjör fyrir góða leigjendur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Salur - 12003“ fyrir 17. febrúar. Til leigu gott húsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi. Grunnflötur ca 600 fm. Mikil lofthæð. Auð- velt að skipta húsinu í tvennt. Mikið af bíla- stæðum. Til afhendingar strax. Upplýsingar á kvöldin og um helgar í síma 681540 og í símum 685009 og 685988 hjá fasteignasölunni Kjöreign, Ármúla 21, Reykjavík. ÓSKAST KEYPT Jörð óskast til kaups Leitum að jörð á vestanverðu landinu með eða án fullvirðisréttar, góðu íbúðarhúsi, en útihús mega vera léleg eða jafnvel engin. Hlunnindi til útivistar æskileg. Örar greiðslur fyrir góða eign. Hafið samband í síma 91 -54701 eftir kl. 18. Grill- eða steikarofn óskast til leigu eða kaups. Upplýsingar ísímum 91-71194 og 98-66053. K Vararafstöð Fyrir einn af umbjóðendum okkar er leitað eftir tilboði í notaða vararafstöð, u.þ.b. 275 kW „prime". Vélin þarf að vera búin rafeinda- stýrðum gangráði og æskilegt er að henni fylgi sjálfvirkur ræsibúnaður (Automatic Transfer Switch). Frekari upplýsingar eru veittar hjá WVS- verkfræðiþjónustu, Austurstræti 17b, sími 21517, telefafax 625517. ÞJÓNUSTA Bókhald - skattaaðstoð • Alhliða bókhalds- og skattaþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og rekstraraðila. • Fjárhags- og rekstrarráðgjöf. • Samningar: Sérstök þjónusta við kaup- endur og seljendur fyrritækja. VIÐSKIPTAÞJONUSTAN Rádgjöf • Bókhald • Skattaaóstod • Kaup og sala fyrirUBkja Skeifan 17,108 Reykjavik, sími 68 92 99, ■ Kristinn B. Ragnarsson, viiskiptafrœðingur Framtals- og skattaaðstoð Skattframtöl. Frestir. Kærur. Ráðgjöf. Lögleg þjónusta allt árið. Verð kr. 3-7 þúsund. Heiðarleg, persónuleg þjónusta fyrir venju- legt fólk. Símar: 687088, 77166 og 622788. Hagbót sf. (Sig. S. Wiium), Ármúla 21, Reykjavík. Einkafyrirtæki rekið með ótakmarkaðri ábyrgð. Iðnfyrirtæki Setjum upp tölvustýrðan sjálfhreyfibúnað til m.a. málmsuðu, skurðar o.fl. Tökum einnig vélahönnun, hönnun og upp- setningu á stýribúnaði til ýmissa véla og stærri viðhaldsverkefni á framleiðsluvélum að okkur. Verkfræðistofa Ingibergs Helgasonar. Sími 31524 f.h. Tölvuaðstoð Eru tölvumál fyrirtækisins ekki í góðu lagi? Gæti tölvan hugsanlega nýst betur? Vantar aðstoð við að koma kerfum í notkun? Veiti aðstoð við val og uppsetningu á hug- búnaði og vélbúnaði. Tek að mér forritun og kerfissetningu. Hafið samband. Hugvís, sími 680047. Skattar, fjármál, lögmannsþjónusta Einstaklingar og fyrirtæki, rekstrarráðgjöf. ★ Bókhald og ársuppgjör. ★ Launabókhald og skilagreinar. ★ Rekstrarráðgjöf. ★ Skattaráðgjöf og skattskil: Framtöl, virð- isaukaskattur (söluskattur) o.fl. ★ Lögmannsþjónusta. ★ Innheimtur. ★ Samningar. Austurströnd sf. - Sigfinnur Sigurðsson, hagfr., lögg. skjalaþ. og dómtúlkur í þýsku. - Skúli Sigurðsson, hdl. Austurströnd 3 (SPRON-húsið), 170 Seltjarnarnes. Sími: 62 23 52. Fax: 61 23 50. TILKYNNINGAR Umboð Ábyrgir aðilar geta tekið að sér sölu og þjón- ustu á norðanverðum Vestfjörðum. Aðeins góð umboð koma til greina. Svar berist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Umboð - 1990“. Matvara - söluturn Til leigu eða sölu lítil búð í Þingholtum. Nýleg- ar innréttingar. Enginn lager. Nöfn og símanúmer sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikudaginn 14. febrúar merkt: „Gott tækifæri - 6060“. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Með vísan í skipulagslög nr. 19 frá 1964 er hér með auglýst breyting á aðalskipulagi Bessastaðahrepps er varðar landnotkun á Hliði. Uppdráttur sem sýnir breytinguna verður til sýnis á skrifstofu Bessastaða- hrepps á Bjarnastöðum frá 8. febrúar 1990 til 19. mars 1990. Frestur til að skila athugasemdum, sem þurfa að vera skriflegar, rennur út 4. apríl 1990. Þeir, sem ekki gera athugasemdir, teijast samþykkja breytinguna. Skipulagsstjóri ríkisins, sveitarstjóri Bessastaðahrepps. Q SOftUDRRe RQ Afköst og framleiðni Námsstefna á Hótel Sögu, sal B miðvikudaginn 14. febrúar 1990 Dagskrá: 9.30 Námstefnan sett 9.40 Hugbúnaður fyrir rekstur tölvumið- stöðva og ISA högun 10.00 Nýir tæknimöguleikar fyrir tölvumið- stöðvar 11.00 Kaffihlé 11.15 Sýning („Natural-Process" og „Nat- ural-Operations“) 11.30 Afköst og töflu/venslahönnun 12.00 Nýjungar frá Bretlandi 12.30 Hádegisverður 13.30 Eftirlit með afköstum og stilling 14.15 Hugbúnaður til að auka afköst 14.45 Kaffihlé 15.00 Hugbúnaður fyrir fjölsetu 15.30 Stefnumótun hjá tölvumiðstöðvum 16.00 Umræður 16.30 Námstefnunni slitið Fyrirlesarar: Brent Wherry, forstöðumaður tæknideildar Software AG í Brelandi Pete Dutton, forstöðumaður deildar fyrir rekstur tölvumiðstöðva, Software AG í Bretlandi. Aðgangur að námstefnunni er ókeypis. Þátttaka tilkynnist í síma 695165. KENNSLA Fargjaldanámskeið hjá Flugleiðum Flugleiðir hafa ákveðið að efna til námskeiðs í fargjaldaútreikningi og farseðlaútgáfu fyrir fólk sem hefur áhuga á ferðamálum. Nám- skeiðið hefst 1. mars nk., samtals 44 kennslustundir og lýkur með prófi. Kennt verður 2svar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum, frá kl. 18.00-21.00 í skóla Flugleiða á Hótel Esju. Verð er kr. 18.000,- Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Jónas Jónasson sem séð hefur um þjálfun starfs- manna Flugleiða í fargjaldaútreikningi um árabil. Skráning fer fram í upplýsingadeild Flugleiða í s. 690-173 eða s. 690-131 milli kl. 10.00 og 12.00 næstu daga. Flugleiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.