Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MOftGJfflBþAÐIÐ SljNNUDAtilJR }1,; FEBRIjAR. 1990 ERLEIMT EIMNLENT Skipverjarnir þrír af Dodda, Þröstur Kristófersson, Ársæll Ársælsson og Magnús Einarsson. Þremur skipveijum var bjargað ÞRÍR skipveijar af Dodda SH 222 náðu að komast í björgunarbát eft- ir að þrír brotsjóir höfðu lagt bát- inn á hliðina og hvolft honum norð- austur af Rifí á fimmtudagskvöld. Skipveijarnir svömluðu fyrst í sjón- um við bátinn, en komust síðan í björgunarbátinn og þremur stund- arfjórðungum síðar var þeim bjarg- að um borð í Auðbjörgu SH 197. Alumax í álviðræðum Bandaríska álfyrirtækið Alumax er nú formlegur aðili að viðræðum um byggingu nýs álvers á íslandi. Samningafundur Alumax, sænska fyrirtækisins GrÁnges, hollenska Hoogovens og íslenskra stjórnvalda var haldinn í Amsterdam á fímmtu- dag. Eftir fundinn sagði forstjóri Alumax að ákvörðun um aðild fyr- irtækis hans yrði tekin innan tveggja vikna. Númer af bílum Hert innheimta þungaskatts og bifreiðagjalda í vikunni leiddi til ERLENT Sovétríkin: Valdaeinok- un kommún- istaafiiumin Miðstjóm Kommúnista- flokks Sovétríkj- anna samþykkti á þriggja daga fundi, sem lauk sl. miðvikudag, tillögur Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta, um afnám valdaeinokun- ar flokksins. Með samþykktinni er búið í haginn fyrir hugsanlegu fjölflokkakerfí í Sovétríkjunum. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir Gorbatsjov en flokkurinn hafði setið einn að völdum í rúm 70 ár. Honum tókst einnig að tryggja stöðu sína með því að fá völd forsetans aukin. Tillögur Gorbatsjovs voru samþykktar nær óbreyttar þrátt fyrir ásakanir harðlínumanna um að hann væri kominn með land og þjóð fram á brún efnahagslegs gjaldþrots og stjómleysis. Hefur þessu nýjasta framkvæði Gorbatsjovs verið fagnað víða um heim og era flest- ir sammála um, að nú hafí hann stigið'skref, sem ekki verði aftur tekið. Boðið upp á þýskt myntbandalag Rikisstjórn Vestur-Þýskalands ákvað á miðvikudag að bjóða Austur-Þjóðveijum myntbanda- lag. Aðstoðarforsætisráðherra Austur-Þýskalands fagnaði þessu tilboði og sagðist vonast til að það myndi draga úr flóttamanna- straumnum vestur á bóginn. Af- leiðing slíks samkomulags yrði að Austur-Þjóðveijar myndu afsala þess að fjöldi bifreiðaeigenda í Reykjavík kom að bifreiðum sínum númérslausum. Lögreglan og starfsmenn fjármálaráðuneytisins fóra um borgina og klipptu númer- in af bifreiðum þeirra skuldugu. Deilt um niðurskurð Innan ríkisstjórnarinnar hafa menn ekki verið á eitt sáttir um hvar skuli skera niður í útgjöldum ríkisins, í framhaldi af kjarasamn- ingum. Fjármálaráðherra gerði til- lögu um samtals 1200 milljóna nið- urskurð, en talið er að kjarasamn- ingarnir hafi í för með sér 800 milljóna kostnað fyrir ríkissjóð. SÍSfáiekki vaxtaleiðréttingu Friðrik Sophusson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bankaráði Lands- bankans, segir að annarlegir hags- munir hafí verið teknir fram yfir hagsmuni Landsbankans, þegar vaxtagreiðslu vegna kaupanna á hlut SIS í Samvinnubankanum var vísað til bankastjómar. Hefur hann óskað eftir aukafnndi bankaráðs vegna þess. Þá hefur hann boðað tillögu um að Sambandið fái ekki vaxtaleiðréttingu. Bjargað úr sökkvandi bát Sigfúsi Harðarsyni, hafnsögu- manni, var bjargað um borð í Keflvíking þegar lóðsbáturinn Bjöm Lóðs fékk á sig brotsjó og sökk í Hornarfjarðarós á fímmtu- dagskvöld. VSKáErró Ríkið lagði virðisaukaskatt á bækur, ljósmyndir, bréf og teikn- ingar, sem listamðaurinn Erró sendi nýlega til landsins. Munir þessir eru hluti af listaverkagjöf Erró til Reykjavíkurborgar. Nú hefur ráðuneytið ákveðið að endur- skoða afstöðu sína til beiðni um niðurfellingu á virðisaukaskattin- um, að fengnum nánari upplýsing- um um munina. sér sjálfstæði í peningastjómun til seðlabanka Vestur-Þýskalands. Skilyrði fyrir því að vestur-þýska markið verði tekið í notkun í Aust- ur-Þýskalandi er talið að þar verði komið á markaðshagkerfi. Sl. mánudag samþykkti austur-þýska þingið skipan nýrrar bráðabirgða- stjómar sem ætlað er að tryggja pólitískan stöðugleika í landinu þar til fijálsar kosningar hafa farið fram í landinu 18. mars nk. Kommúnistar era í minnihluta í nýju stjóminni í fyrsta sinn í 40 ára sögu ríkisins. Sameinað Þýskaland í NATO? Edúard She- ~ vardnadze, ut- anríkisráðherra ^ stjórnvöld ' væru ræða við vestur- þýsku stjórnina um þá tillögu hennar, að sameinað Þýskaland yrði aðili að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Shevardnadze gaf þessa yfírlýsingu við upphaf við- ræðna við James Baker, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem kom til Moskvu í vikunni til við- ræðna við sovésk stjómvöld. Sovétmenn falla frá körfu um takmörkun geimvarna Bandarískir embættismenn skýrðu frá því á fimmtudag, að Sovétstjómin hefði fallið frá þeirri kröfu að samningur um fækkun langdrægra gjöreyðingarvopna væri óhjákvæmilega tengdur ABM-sáttmálanum frá 1972 um takmarkanir gagneldflaugakerfa. Það þýðir að Sovétmenn falia frá kröfum um takmarkanir geim- varna. Jafnframt hermdu fréttir frá Vínarborg, að aðildarríki NATO hefðu fallist á kröfu Sovét- manna um hámarkfjölda orrustu- flugvéla í viðræðum 35 ríkja aust- urs og vesturs um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla. Sovéskir kommúnistar hafiia lemnismanum MIÐSTJÓRN sovéska kommúnistaflokksins hefúr samþykkt að afnema beri valdaeinokun flokksins, sem tryggð hefúr verið i sjöttu grein sfjórnarskrár ríkisins. Þessari samþykkt er aðeins unnt að líkja við byltingu og áhrifa hennar á eftir að gæta um ókomin ár í Sovétríkjunum. Ákvörðunin á hins vegar eftir að veltast um í kerfinu, að líkindum út aflt þetta ár. Orðalag henn- ar liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað en ljóst er að hún mun kveða á um breytingu á stjórnarskránni. Ályktunin verður lögð fyrir flokksþingið í júní eða júfi. Þaðan verður henni vísað til Æðsta ráðsins sem mun síðan aftur leggja hana fyrir fúlltrúaþing- ið. Osagt skal látið hvort heita megi líklegt að harðlínu menn, her landsins eða öryggis- lögreglan, KGB, skerist í leikinn og bindi enda á umbótastefnu Míkhaíls Sergejevítsj Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins. Saga Sovétríkjanna sýnir að viturlegast er að ganga að engu sem gefnu. Viðmælendur Morgunblaðsins í Sovétríkjunum era á hinn bóginn á einu máli um að lýðræðisþróunin verði tæpast stöðvuð úr þessu og að Gorbatsjov hafí leyst úr íjötrum sterk pólitísk öfl. Það er nánast ógerlegt að spá með sannfærandi hætti um þróun mála í Sovétríkj- unum. Líkt og gerðist í leppríkj- unum í Austur- Evrópu hefur at- burðarásin verið ótrúlega hröð. Þó virðast nokkrar staðreyndir blasa við þó svo menn kunni að greina á um hvernig túlka beri þær. Klofiiingur, þjóðernishyggja og lenínismi í fyrsta lagi er vert að benda á að öll miðstjóm flokksins, að umbótasinnanum Borís Jeltsín undanskildum, stóð að samþykkt- inni um afnám valdaeinokunar- innar. Þessi atkvæðagreiðsla var þannig í fullu samræmi við kenn- ingar Leníns um „úrvalssveitina", ríkið og flokkinn. Vangaveltur um sigra svonefndra umbótasinna eða ósigra harðlínumanna verða af þessum sökum harla marklausar. Þess má geta að sjálfur Jegor Kúzmítsj Lígatsjov, sem talinn hefur verið helsti andstæðingur Gorbatsjovs og leiðtogi aftur- haldsins, greiddi atkvæði með til- lögunni. Á hinn bóginn má heita fullvíst að þetta sé í síðasta skipti sem sovéski kommúnistaflokkurinn mælir einum rómi líkt og hann hefur jafnan gert. Á þennan hátt hefur ákveðin lýðræðisþróun verið hafín innan flokksins. Þessari þró- un hefur einn maður, M.S. Gorb- atsjov, hrint af stað og er þetta í samræmi við þá yfirlýsingu hans á miðstjórnarfundinum að skilyrði fyrir því að flokkurinn geti gert sér einhveijar vonir um að öðlast traust almennings sé að hann komi fram sem lýðræðislegt afl í sovésku samfélagi. Hugmyndum Leníns um flokkinn, skipulag hans og það hvemig taka skuli ákvarð- anir hefur verið vísað út í ystu myrkur. Uppgjörið við kenningar Leníns er hafið. Uppgjörinu við stajínismann er hvergi lokið. í öðru lagi mun þessi sam- þykkt miðstjómarinnar hleypa nýju lífi í starfsemi hreyfínga stjómarandstæðinga og þjóðern- issinna víða í Sovétríkjunum. Eðli- legt er að hugurinn hvarfli fyrst til Eystrasaltsríkjanna. Þar hefur barátta þjóðernissinna og and- kommúnista náð einna mestum þroska og nægir að vísa til ólg- unnar og myrkraverkanna í Arm- eníu og Azerbajdzhan til að rökstyðja þessa fullyrðingn. Hreyfíngarnar í Eystrasaltsríkj- unum hafa að mestu fengið að starfa óáreittar síðustu tvö ár. Þó herma heimildir að félagar í þeim séu enn dæmdir til vistar í „Gúlaginu" samkvæmt 190. grein hegningarlöggjafarinnar er fjallar um and-sovéskan áróður. Mun slíkur dómur síðast hafa fallið 28. nóvember sl. Þjóðfylkingarnar í Eystrasalts- ríkjunum hafa þegar haft umtals- verð pólitísk áhrif. M.S. Gorbatsj- ov varð áþreifanlega varð við það er hann sótti Litháa heim í byijun ársins og svo virðist sem það hafí komið honum á óvart hversu há- værar kröfur íbúanna um úrsögn úr sovéska ríkjasambandinu vora. Þá er það yfír allan vafa hafíð að þá ákvörðun kommúnista í Lit- háen að segja skilið við móður- flokkinn í Moskvu og stofna nýjan og óháðan flokk má rekja til áhrifa og sívax- andi fylgis Þjóð- fylkingarinnar. Áðeins með því að segja skilið við Moskvu-valdið töldu kommún- istar í Litháen sig eiga einhveija möguleika í kosningum til Æðsta ráðsins í Iýðveldinu. Það er mat viðmælenda Morgunblaðsins í Lit- háen að þessi ákvörðun kommún- ista hafí verulega treyst stöðu flokksins í lýðveldinu. Á hinn bóg- inn þykir einnig víst að þjóðernis- sinnar muni enn herða róðurinn á þessu ári og þeir munu vafalítið líta svo á að þeim beri ekki síst að þakka þessa öru þróun í átt til Jýðræðis í Sovétríkjunum. í þriðja lagi virðist blasa við að sovéski kommúnistaflokkurinn muni klofna innan tíðar. Að sögn Wolfgangs Koydl, yfírmanns vest- ur-þýsku fréttastofunnar dpa í Moskvu hafa umbótasinnar sem sitja í Æðsta ráði Sovétríkjanna boðað til fundar nú um helgina og er hugsanlegt að þar verði rædd stofnun stjómmálaflokks umbótasinnaðra kommúnista en þeir hafa þegar myndað með sér óformleg samtök. Nokkrir þessara manna njóta verulegra vinsælda meðal almennings t.a.m. „pópú- listinn" Borís Jeltsín en Júrí Af- anasjev, er að líkindum helsti hugmyndafræðingur hreyfmgar- innar Frjálslegt tal um fjölflokkakerfi „Það er vert að benda á að orðalag ályktunar miðstjómarinn- ar hefur enn ekki verið birt og ég spái því að það verði bæði óljóst og loðið m.a. til að koma til móts við kröfur „harðlínu- manna“ eins og þú nefnir þá,“ sagði Wolfgang Koydl í símavið- tali við Morgunblaðið frá Moskvu. „Vitaskuld skiptir mestu að Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna hefur lýst sig tilbúinn til að afsala sér einræðisvaldinu og það er athyglisvert að hér tala menn mjög fijálslega um að fjölflokka- kerfí verði innleitt". Wolfgang Koydl kvaðst ekki líta svo á að M.S. Gorbatsjov hefði neyðst til að ná fram þessari byltingar- kenndu samþykkt. „Hann er vissulega að reyna að treysta stöðu sfna og stöðu flokksins. En Gorbatsjov er ekki maður sem lætur undan þrýstingi, raunar virðist hann alls ekki sætta sig við að vera beittur þrýstingi. Það er hann sem beitir þrýstingi og tekur frumkvæðið. Það er einnig vert að benda á að þessi þáttaskil í sögu Sovétríkjanna hafa í raun Moskvubúi kynnir sér frásögn málgagnsins Prövdu af mið- sljórnarfúndinum. staðfest lögmál um hran sósíal- isma og alræðis eins og við höfum orðið vitni að í Austur-Evrópu. Um leið og flokkurinn lýsir því yfir að stjómarskrárbundnu al- ræðisvaldi hans hafí verið hafnað gerast atburðirnir geysilega hratt, valdhafar ná ekki að hafa stjórn á atburðarásinni og þróunin verð- ur óstöðvandi.“ Wolfgang Koydl kvað ýmislegt benda til þess að fjölmörg pólitísk samtök yrðu stofnuð í Sovétríkj- unum á næstunni og vitað væri að þegar hefðu myndast ýmsir sterkir hópar. „Ég hef einkum í huga ummæli Vladímírs Kijútsj- kovs, yfirmanns öryggislögregl- unnar, KGB, og hann ætti að vita um hvað hann er að tala! Hann sagði að ýmsir hópar róttækra vinstrimanna væra þegar starf- andi, á miðjunni væru jafnaðar- menn og á hægri vængnum hefðu þjððemissinnar og andstæðingar sósíalisma og kommúnisma myndað með sér samtök. Sjón- varpið sýndi m.a. myndir af anar- kistum sem héldu svörtum fánum á loft. Þannig að svo virðist sem svið stjórnmálabaráttunnar sé þegar tekið að myndast en það var greinilegt á Kijútskov að hann taldi þetta þróun til hins verra.“ Wolfang Koydl kvaðst kannast við efasemdir manna á Vestur- löndum um gildi slíkra umbóta í Sovétríkjunum með tilvísun til þess að lýðræðið ætti sér enga hefð í ríkinu. „Ég efaðist sjálfur allt þar til ég varð vitni að kröfu- göngunni sl. sunnudag," sagði hann en þá, degi áður en mið- stjórnarfundurinn hófst, kröfðust nær 300.000 manns stjórnmá- laumbóta og lýðræðis á götum Moskvu og þótti greinilegt að stjórnvöld hefðu skipulagt mót- mælin. „Gorbatsjov hefur leyst öfl úr læðingi og hrundið af stað þró- un sem enginn mun fá stöðvað. Ég spái því að eftir þetta verði atburðarásin geysilega hröð hér í Sovétríkjunum". BAKSVID eftirAsgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.