Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAD/SMA SUNNUDAGtfR 'l 1. FEJBRÚAR 1990
ATVINNUAUGl YSINGAR
Bifvélavirkja
eða menn vana viðgerðum stórra bifreiða og
bifreiðastjóra
með réttindi til aksturs strætisvagna vantar
okkur nú þegar.
ísarn hf. - Landleiðir hf.
Skógarhlíð 10,
símar20720 og 13792.
Við erum á fullu
Viit þú vera með?
★ Vilt þú vinna þegar aðrir eiga frí?
★ Vilt þú ráða launum þínum sjálf(ur)?
★ Ert þú drífandi og hefur góðan stuðning
að heiman?
★ Ert þú jákvæð(ur) og getur unnið í hóp-
vinnu?
★ Hefur þú bíl og síma?
Við bjóðum:
★ Frítt sölunámskeið.
★ Góða framtíðarmöguleika.
Ef þetta vekur áhuga þinn, hringdu þá í síma
91-653016 og fáðu viðtalstíma hjá Hilmari
Jacobsen mánudag og þriðjudag frá kl.
09.00-14.00.
ÐAGV18T BABWA
Fóstrur, þroska-
þjálfar eða annað
uppeldismenntað
starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs-
fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir
hádegi.
Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna
dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar
barna, sími 27277:
BREIÐHOLT
Suðurborg, Suðurhólum, s. 73023.
GRAFARVOGUR
Foldaborg Frostafold 33, s. 673138.
Lausar stöður í
íslandsbanka
íslandsbanki auglýsir lausar til umsóknar
eftirfarandi stöður:
1. Stöðu útibússtjóra á Akureyri.
2. Stöðu útibússtjóra á Húsavík.
3. Stöðu útibússtjóra í Keflavík.
Hlutverk útibússtjóra er að hafa yfirumsjón
með rekstri útibúsins, markaðsuppbyggingu
þess, arðsemi, inn- og útlánum og fleiru er
snertir rekstur þess.
Starfið felur þannig í sér náin samskipi við
viðskiptavini útibúsins og starfsfólk stoð-
deilda bankans.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar nk.
Umsóknir skulu stílaðar á bankaráð íslands-
banka og sendar forstöðumanni starfs-
mannahalds, Guðmundi Eiríkssyni, Ármúla
7, Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýs-
ingar í síma 68 11 75.
ÍSLANDSBANKl
Framkvæmdastjóri
Frjálsíþróttasamband íslands auglýsir eftir
framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan
rekstur skrifstofu FRÍ, innlend og erlend sam-
skipti, fjármál og fjáröflun, skipulagningu
mótahalds og tölvuvinnslu. Framkvæmda-
stjóri situr fundi stjórnar og framkvæmda-
stjórnar FRÍ. Tungumálakunnátta, tölvu-
reynsla og nokkur þekking á frjálsum íþrótt-
um nauðsynleg. Góð laun í boði fyrir réttan
aðila.
Umsóknum skal skila á skrifstofu FRÍ í
íþróttamiðstöðinni, Laugardal, fyrir 20. feb.,
en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar
um starfið.
Lyfjakynnir
Óskum að ráða lyfjakynni til starfa í fyrirtæki
okkar til kynningar- og sölustarfa á lyfjurn.
Um er að ræða fullt starf. Háskólapróf naúð-
synlegt.
Upplýsingar veitir Gunnar y^Guðmundsson,
yfirlyfjafræðingur, milli kL 16.00 og 17.00
daglega.
Umsóknareyðuþlöð liggja frammi á skrifstofu
okkar, Síðumúla 32. Umsókn skilist fyrir 22.
febrúar 1990.
Stefán Thorarensen hf.,
Síðumúla 32,
108 Reykjavík.
f
LANDSPITALINN
Barna- og unglingageðdeild
Sérfræðingur
Afleysingastaða sérfræðings (75%) í barna-
og unglingageðlækningum er laus til um-
sóknar.
Umsækjandi þarf að hafa sérfræðiviðurkenn-
ingu í barna- og unglingageðlækningum.
Staðan veitist frá 1. apríl 1990.
Nánari upplýsingar gefur Páll Ásgeirsson,
yfirlæknir.
Umsóknir, með upplýsingum um nám, fyrri
störf og rannsóknir, sendist til stjórnarnefnd-
ar Ríkisspítala, skrifstofu Ríkisspítala, Rauð-
arárstíg 31, fyrir 1. mars nk.
Reykjavík, 11. febrúar 1990.
(WANG)
Tölvudeild
Óskum að ráða tæknimenntaðan mann til
starfa hjá tölvudeild Heimilistækja hf.
Starfssvið: Þjónusta við viðskiptavini, upp-
setning, viðhald og viðgerðir á tölvum og
tölvubúnaði.
Við leitum að manni með haldgóða starfs-
reynslu, þekkingu á PC tölvum, netkerfum,
vélbúnaði og tengingum.
Nánari upplýsingar veitir Pórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar,
merktar: „Tölvudeild 68“, fyrir 17. febrúar nk.
Hagvangur h if
Grensásvegi 13 Reykjavík [ Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Ný staða hjúkrunarfræðings á lyflækninga-
deild A-7 er laus til umsóknar. Á deildinni fer
fram hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma,
blóðsjúkdóma, lungnasjúkdóma o.fl.
Nánari upplýsingar veita Margrét Björnsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696354,
og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356.
Félagsráðgjafar
Félagsráðgjafar óskast á lyflækningadeild
Borgarspítalans. Upplýsingar gefur Jóna
Eggertsdóttir; yfirfélagsráðgjafi, sími 696680.
Kjötborð
Viljum ráða nú þegar kjötiðnaðarmann eða
mann vanan kjötskurði til starfa í kjötborði
matvöruverslunar Hagkaups í Kringlunni.
Upplýsingar um starfið veitir verslunarstjóri
matvöruverslunar Hagkaups í Kringlunni
(ekki í síma).
HAGKAUP
FÉLAGSMÁLASTOFNUN reykjávíkurrorgar
Dvalarheimili
aldraðra,
Seljahlíð
Laus er staða hjúkrunardeildarstjóra við
vistdeild Seljahlíðar. Um er að ræða 100%
starf, sem fólgið er í daglegum rekstri og
stjórnun vistdeildar. Einnig er laus staða
sjúkraþjálfara, starfshlutfall eftir samkomu-
lagi. Upplýsingar gefur María Gísladóttir,
forstöðumaður, í síma 73633 frá kl. 11.00-
12.00 daglega. Umsóknum ber að skila til
starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póst-
hússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöð-
um, sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 23.
febrúar næstkomandi.
LANDSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Nú eru lausar stöður á tveimur lyflækninga-
deildum. Á lyflækningadeild 11-A, sem er
19 rúma almenn lyfjadeild með sérstaka
áherslu á meltinga- og smitsjúkdóma. Á lyf-
lækningadeild 14-E, sem er hjartadeild.
Einnig eru lausar stöður á taugasjúkdóma-
deild Landspítalans 32-A, sem er sérhæfð
deild. Á öllum þessum deildum eru miklir
möguleikar á að auka færni sína í hjúkrun
og taka þátt í framförum tengdri henni.
Skipulögð aðlögun í boði.
Nánari upplýsingar um deildirnar gefa Laufey
Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í símum 601290 og 601300 og hjúk-
runardeildarstjórar deildanna 11-A, sími
601230, 14-E , sími 601250 og á 32-A, sími
601650.
Reykjavík, 11. febrúar 1990.