Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 8
MORGUNBLABIÐ DAGBOK SUNNUOAGUR 11. FEBRÚAR 1990
T n A y-^ersunnudagur 11. febrúar. Níuviknafasta. 42.
1 JJAvJ dagur ársins. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 7.27,
flóðhæðin 4,29 m. Síðdegisflóð kl. 19.48. Sólarupprás í
Reykjavíkkl. 9.37 og sólarlag kl. 17.48. Myrkurkl. 18.41.
Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.42 ogtunglið í
suðri kl. 2.39. (Almanak Háskóla íslands.)
Skapa í mér hreint hjarta. Ó Guð, og veit mér nýjan
stöðugan anda. (Sálm 51.12-13.)
ÁRNAÐ HEILLA
p' A ára afmæli. Á morgun,
OU mánudag 12. þ.m., er
fimmtugur Baldur Bjart-
marsson, Arahólum 2 hér í
Reykjavík. Eiginkona hans er
frú Kristín Kristjánsdóttir og
reka þau fyrirtækið Stjömu-
salat sf. Hann ætlar að taka
á móti gestum á Hótel íslandi
kl. 20-22 á afmælisdaginn.
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
NÁMSSTJÓRI tónlistar-
fræðslunnar. í nýlegu Lög-
birtingablaði augl. mennta-
málaráðuneytið laust nýtt
starf á vegum ráðuneytisins
en það er starf námsstjóra
tónlistarfræðslunnar í
landinu, sem nú verður ráðið
í, og starfíð veitt til næstu
fjögurra ára í senn. Þetta er
hálf staða. Þess er vænst að
námsstjórinn taki sem fyrst
til starfa, en umsóknarfrest
setur ráðuneytið til 20. þ.m.
í augl. er gerð grein fyrir
umfangsmiklu starfssviði
námsstjórans, sem jafnframt
skal sinna ráðgjafar- og leið-
beiningarstörfum fyrir kenn-
ara og skólastjóra tónlistar-
skóla. Hann skal skipa for-
mannssæti í samstarfsnefnd
tónlistarfræðslunnar. Þessi
skipan mála er samkv. lögum
nr. 87 frá árinu 1989.
KVENNADEILD Rauða
krossins heldur hádegisverð-
arfund í Hallargarðinum,
Húsi verslunarinnar, á mið-
vikudag 14. þ.m. kl. 12 á
hádegi.
í DAG hefst Níuviknafasta.
Um það segir i Stjömu-
fræði/Rímfræði: Páskafasta,
sem hófst níu vikum fyrir
páska og fólst í tveggja vikna
viðbót við sjöviknaföstuna.
Aukafsfastan var tekin upp
sem sérstök yfirbót. Ýmist af
fijálsum vilja eða skylduð af
kirkjunnar mönnum. Á morg-
un, mánudag, hefst 6. við-
skiptavika hins nýja árs.
ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20.
VESTURGATA 7. Þjón-
ustumiðstöð. Nk. fimmtudag
fer fram fræðsludagskrá um
lyfjanotkun og verkanir lyfja
fyrir aldraða. Sagt frá notkun
og verkun svefnlyfja sem Ólöf
Briem og Einar Magnússon
lyfjafræðingur í Reykjavíkur
Apóteki annast. Svefnvanda-
mál/truflanir — of mikill
svefn, of lítill svefn m.m. Um
það fjallar Þórarinn Gisla-
son læknir. Þá talar Hjördís
Magnúsdóttir sjúkraþjálfi
um hreyfingu, þjálfun og
hvfld. Á eftir kaffiveitingar
og fyrirspumum svarað.
MÁLSTOFA í lyflafræði. Á
morgun, mánudag, verður
málstofa í lyfjafræði. Dr.
Atli Dagbjartsson læknir,
sérfræðingur á bamadeild
Landspítalans, flytur fyrir-
lestur sem hann nefnir: Áhrif
hömlunar og örvunar betavið-
taka í súrefnissnauðum fóstr-
um. Fyrirlesturinn verður
fluttur kl. 20 í Raunvísinda-
húsi Háskólans, stofu 101.
KR-konur halda fund nk.
þriðjudagskvöld kl. 20.30 í
félagsheimili KR.
FÉL. eldri borgara. í dag
er opið hús í Goðheimum kl.
14, spil og tafl. Dansað kl.
20. Skáldakynning nk. þriðju-
dag kl. 15-17 á Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18. Rætt verður
um Halldóru B. Björnsson
og lesið úr verkum hennar.
LÁRÉTT: - 1 ijörmikil, 5 grá hár, 8 reikar, 9 maður,
10 staurs, 14 lærði, 15 deila, 16 fiskar, 17 lítilfjörlegur, 19
óp^ 21 karlar, 22 nothæf, 25 húsdýra, 26 strá, 27 spil.
LOÐRÉTT: - 2 blása, 3 heiðurs, 4 versnar, 5 syrgir, 6
trylla, 7 blóm, 9 kaupstaður, 10 skapið, 12 fagurt, 13 sigla
á grunn, 18 ygglir, 20 fullt tungl, 21 dýrahljóð, 23 guð, 24
tónn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 afana, 5 kaðal, 8 Aðils, 9 sálmi, 11 eklan,
14 les, 15 angra, 16 sonum, 17 róa, 19 næði, 21 áðan, 22
iðjunni, 25 rýr, 26 áma, 27 róm.
LÓÐRÉTT: - 2 flá, 3 nam, 4 aðilar, 5 klessa, 6 ask, 7
aka, 9 staðnar, 10 lagaðir, 12 lánaðir, 13 námunum, 18
ólum, 20 ið, 21 án, 23 já, 24 Na.
Þetta er allt mér að þakka, Einar Oddur. Það hefði enginn skrifað undir þetta, ef ég hefði
ekki verið búinn .að skapa þessi skilyrði...
ÞETTA GERÐIST
11. febrúar
FELLA- og Hólakirkja.
Annað kvöld, mánudag kl.
20.30, er æskulýðsfundur.
KVENFÉL. Hringurinn
heldur aðalfundinn í Átthaga-
sal Hótels Sögu fimmtudag-
inn 15. þ.m. og hefst með
borðhaldi kl. 19.
BRÆÐRAFÉL. Bústaða-
kirkju heldur fund annað
kvöld, mánudag, í safnaðar-
heimilinu kl. 20.30. — Kaffi-
veitingar verða.
NESKIRKJA. Á morgun,
barnastarf, 12 ára böm kl.
17.30. Æskulýðsstarf 13 ára
og eldri kl. 19.30.
HJALLAPRESTAKALL. í
kvöld er opið hús á Lyngheiði
21 fyrir fermingarböm úr
Digranes- og Snælandsskól-
um kl. 20-22.
KVENFÉL. Grensássóknar
heldur aðalfundinn annað
kvöld, mánudag, í safnaðar-
heimilinu og hefst kl. 19.30
með borðhaldi.
SELJAKIRKJA. Barna- og
æskulýðsstarf. Fundur yngri
KFUM-stúlkna á morgun,
mánudag, kl. 17.30 og eldri
stúlkna 18.30 og æskulýðs-
félagsfundur kl. 20.
HRAUNPRÝÐI. Slysa-
vamadeildin í Hafnarfirði
heldur aðalfundinn nk. þriðju-
dagskvöld kl. 20.30 í húsi
félaganna í Hjallahrauni. Að
fundarstörfum loknum verður
rætt um fyrirhugaða leikhús-
ferð og kaffiveitingar.
SELTJARNARNES-
KIRKJA. Æskulýðsfundur
annað kvöld kl. 20.
ITC-deildin Kvistur heldur
fund annað kvöl^I í Holiday
Inn-veitingahúsinu kl. 20. Á
dagskrá er ræðukeppni. Nán-
ari uppl. veitir Þóra, s.
627718.
KVENFÉL. Fríkirkjunnar
Rvík. Félagið heldur góugleði
sunnudaginn 18. þ.m. fyrir
safnaðarfólk og gesti þeirra
í Templarahöllinni við Eiríks-
götu og hefst með borðhaldi
kl. 19.30. Þessar konur skrá
þátttakendur: Málfríður, s.
19111, AnnaEygló, s. 36787'
eða Sigurborg, s. 685573.
ISLEN SK-ítalska félagið
heldur aðalfund í dag í veit-
ingastofunni Punktur og
pasta í Torfunni við Banka-
stræti, kl. 17.
SAMTÖK um sorg og sorg-
arviðbrögð hafa opið hús í
safnaðarheimili Laugames-
kirkju nk. þriðjudagskvöld kl.
20-22.
LAUGARNESKIRKJA.
Fundur með foreldmm og
forráðamönnum fermingar-
barna vorsins í safnaðar-
heimili kirkjunnar annað
kvöld kl. 20.30.
KÁRSNESPRESTAKALL.
Fræðslufundur í Borgum nk.
miðvikudagskvöld kl. 20.30.
Magnús Torfi Ólafsson fv.
ráðherra talar um stöðu kirkj-
unnar í A-Evrópu á breyt-
ingatímum. Fundurinn er öll-
um opinn.
AFLAGRANDI 40, félags-
og þjónustumiðstöð. Opið hús
á mánudag kl. 13-16.30.
SAMTÖK Svarfdælinga í
Reykjavík og riágrenni halda
fund í dag í safnaðarheimili
Langholtskirkju kl. 15.30.
SKIPIN ________________
RE YKJ A VÍ KURHÖFN: Á
morgun er Skógafoss vænt-
anlegur að utan og togarinn
Ásgeir er þá væntanlegur inn
til löndunar.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær var Selfoss væntanleg-
ur af ströndinni og á morgun
er grænlenskur togari vænt-
anlegur til löndunar.
ERLENDIS:
1744: Sjóorrusta Breta við
Spánveija og Frakka við
Toulon hefst.
1798: Frakkar taka Róm.
1810: Napoleon kvænist
Marie-Louise af Austurríki.
1858: Fyrstu undrin í Lourdes
byija.
1888: Konungur Mabele-
manna, Rhódesíu, fellst á
brezka vernd.
1922: Níu ríkja samningur
um sjálfstæði Kína gerður í
Washington. — Flotasamn-
ingur Bandaríkjanna og Jap-
ans.
1929: Páfagarður verður
sjálfstætt ríki.
1945: Jalta-samningurinn
undirritaður.
1958: Afnot Frakka af flota-
stöðinni í Bizerta, Túnis,
bönnuð.
1968: Fjöldamorðin í Hue,
Suður-Víetnam.
1971: 63 ríki undirrita samn-
ing um bann við kjarnorku-
vopnum á hafsbotni.
1972: Samkomulag Rússa og
Bandaríkjamanna um sam-
starf í læknavísindum og
umhverfismálum.
1973: Gjaldeyrismörkuðum
lokað í Vestur-Evrópu.
1975: Margaret Thatcher
kosin leiðtogi brezka íhalds-
flokksins.
1978: Herútboð í Sómalíu og
fastaherinn sækir inn í Ogad-
en.
HÉRLENDIS:
1273: Ketill Þorláksson lög-
sögumaður látinn.
1876: Konungur staðfestir
lög um læknaskóla.
1903: Guðlaugur Rósenkranz
fæddur.
1943: Orlofslöggjöf sett á.
ORÐABÓKIN
Aö fara og vera
erlendis
Nokkuð oft hefur því verið
hreyft við mig að minnast í
þessu horni á orðalagið að
fara erlendis og þá af því,
að mönnum hefur ekki þótt
það eðlilegt mál. Menn vilja
ekki nota það um hreyfíngu
til útlanda, heldur um dvöl
á erlendri grund. Hann er
erlendis eða hefur vcrið
nokkur ár erlendis o.s.frv.
Ég neita því ekki heldur, að
ég er í þessum hópi. Hér
fínnst mér betra að tala um
að fara utan. Hann fór utan
í morgun. Þess vegna hnaut
ég um eftirfarandi, sem ég
heyrði í nóv. sl.-á Rás 2:
„Hafíð þið sent einhvern
erlendisV‘ Þá talaði ráðherra
um að fiytja afla erlendis í
samtali í Sjónvarpinu. Og í
Mbl. 4. febr. víkur blm. ein-
mitt að þessu sama og tekur
sem dæmi útgerðarmann,
sem „lét bátana sína ekki
einasta sigla með aflann
heldur „sigia með afiann
eriendis“. Er blm. lítt hrifinn
af þessu orðalagi og bætir
þessu við og hæðist að: „eða
með öðrum orðum að hring-
sóla með hann þarna ytra
og þá vísast til eilífðar ein-
sog hveijir aðrir heijans
fljúgandi Hollendingar". Ég
er hér sammála blm. um,
að miklu betra er að segja
einungis að sigla með af-
lann. En málið þarf nánari
athugunar. Það bíður næsta
sunnudags. — JAJ