Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
25
ATVINNUA/ 1(^1 Y^IKir^AI?
BB vHr BB BB^Bi Bfl^B \ v / v^/ L / / N/vJy/\/\
Skrifstofustarf
Forritari
Jónar hf., flutningaþjónusta, óskar eftir
starfskrafti til starfa á skrifstofu fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf:
★ Að vera vanur vinnu með tölvum.
★ Að hafa kunnáttu/reynslu í WORD rit-
vinnslukerfi.
★ Að hafa góða enskukunnáttu og helst
kunnáttu í einu Norðurlandamáli.
★ Að hafa hresst og gott viðmót.
★ Að geta unnið sjálfstætt.
Umsóknum ber að skila til Jóna hf. í póst-
hólf 140, 222 Hafnarfjörður.
FLUTNINGAÞJÓNUSTA
Óskum að ráða tölvunarfræðing eða aðila
með staðgóða kunnáttu í forritun.
Viðkomandi þarf að geta forritað í TURBO
PASCAL og æskileg er kunnátta í með-
höndlun NOVELL netkerfa.
Umsóknum eða upplýsingum um starf þetta
verður ekki svarað í síma, en áhugasamir
leggi inn ýtarlega umsókn, þar sem fram
kemur menntun og fyrri störf, á auglýsinga-
deild Mbl., merkta: „Forritari - 1402“ fyrir
miðvikudaginn 14/2 1990.
IK________________________________________________
TÖLVUVINNSLA 0G KERFISHÖNNUN HF
FURUGERDI 5
TEl 9t«5«0 TEIEX »MlS
• 108 REVKJAVMt • ICEIAND
FLUGLEIDIR
Flugmenn óskast
Flugleiðir óska eftir að ráða flugmenn til
starfa.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin
skilyrði:
1. Hafa atvinnuflugmannsskírteiniu með
blindflugsréttindum.
2. Hafa náð 21 árs aldri.
3. Hafa lokið stúdentsprófi.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og
flugreynslu soakast sendar starfsmanna-
þjónustu félagsins á Reykjavíkurflugvelli fyrir
18. þ.m. Eldri umsóknir þarf að endurnýja
með sama hætti fyrir 18. þ.m.
Orðabók Háskólans
óskar að ráða starfsmann við tölvuvinnslu,
einkum við setningu, umbrot og aðra texta-
vinnslu. Laun skv. kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður,
Jörgen Pind, í síma 694435.
Umsóknir, ásamt greinargerð um námsferil
og fyrri störf skulu hafa borist Orðabók Há-
skólans, Árnágarði við Suðurgötu, 101
Reykjavík, fyrir 15. febrúar.
Atvinnueflingarfélag
Hafnarfjarðar
auglýsir eftir starfsmanni í hálft starf.
Um er að ræða ráðgjöf á öllum sviðum at-
vinnurekstrar.
Umsækjendur þurfa að hafa tækni- eða við-
skiptamenntun.
Umsóknir sendist fyrir 20. febrúar
Atvinnueflingarfélag Hafnarfjarðar,
pósthólf243,
222 Hafnarfirði.
Sundþjálfari
Sunddeild Aftureldingar í Mosfellsbæ vill
ráða þjálfara til að æfa börn á aldrinum 7-12
ára fjórum sinnum í viku.
Upplýsingar gefur Hákon í síma 666538.
ÁLAFOSS
Saumakonur
Óskum eftir vönum saumakonum á sauma-
stofu okkar í Mosfellsbæ. Vinnutími frá kl.
8.00-16.00.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannahald í
síma 666300.
Álafoss hf.
Bókhaldsstörf
Óskum að ráða starfskrafta til bókhalds og
alhliða skrifstofustarfa. Góð bókhalds- og
tölvuþekking nauðsynleg. Hálfsdagsstörf
koma til greina. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf strax.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 16. febrúar
nk., merktar: „Bókhald - 7629.“
Reiknistofa
bankanna
óskar eftir að ráða sérfræðing (kerfisforrit-
ara) í tæknideild reiknistofunnar.
í starfinu felst uppsetning og viðhald tölvu-
stjórnkerfa og mun framhaldsmenntun og
þjálfun fara fram erlendis.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi háskóla-
próf í tölvunarfræðum eða verkfræði og/eða
umtalsverða reynslu við forritun.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB
og bankanna. Umsóknarfrestur er til 28.
febrúar nk.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Reiknistofunnar.
Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum
er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofns-
vegi 1, 150 Reykjavík, sími (91)622444.
Miklartekjur-
sölustörf símleiðis
Fyrirtæki sem býður landsþekktar og viður-
kenndar vörur óskar að ráða nokkra sölu-
menn til starfa. Starfið er fólgið í kynningu
og sölu símleiðis. Tekjur af starfinu geta
auðveldlega orðið umtalsverðar. Reynsla a1
sölustörfum er ekki nauðsynleg þar eð
starfsmenn hljóta sérstaka þjálfun á vegum
fyrirtækisins. Lágmarksaldur er 18 ár.
Allar umsóknir verður farið með sem trúnað-
armál.
Upplýsingar í síma 626318 í dag frá kl.
14.00-22.00.
RÍKISÚTVARPIÐ
auglýsir eftir
forstöðumanni Tölvudeildar
Leitað er að starfsmanni með reynslu af
stjórnun, skipulagningu, samningagerð og
þekkingu á upplýsingatækni. Góð starfs-
reynsla er tilskilin. Um er að ræða nýtt starf.
Forstöðumaðurinn ber ábyrgð á rekstri tölvu-
kerfa Ríkisútvarpsins og hönnun nýrra. Höf-
uðáhersla er lögð á samþættingu verkefna
og öryggi. Mikið þróunarstarf fer fram þegar
á þessu ári.
í Útvarpshúsinu er fyrir hendi vel útbúin
tölvumiðstöð og tölvutengingar. Hugbúnað-
ur er aðallega keyptur af undirverktökum og
þeir valdir með útboðum þar sem við á. Hér
býðst einstakt tækifæri til sjálfstæðra starfa,
uppbyggingar upplýsingatækni og virkrar
þátttöku í stefnumótun Ríkisútvarpsins í upp-
lýsingamálum.
Fjármálastjóri veitir upplýsingar um starfið.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra Efstaleiti 1 og skal umsóknum skilað
þangað eigi síðar en 26. þessa mánaðar.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Næringarráðgjafi
Staða næringarráðgjafa í hálft starf er laus
til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu, sem
krefst uppbyggingar og skipulagningar.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1990. Nánari
upplýsingar gefur Guðrún Marteinsson,
hjúkrunarforstjóri, í síma 604311.
Framkvæmdastjóri
Vel rekið meðalstórt framleiðslufyrirtæki í
borginni vill ráða framkvæmdastjóra til
starfa. Starfið er laust eftir 2-3 mánuði.
Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með
sambærilega menntun, ásamt starfsreynslu.
Viðkomandi þarf að vera „markaðssinnaður"
og opinn fyrir tæknistörfum. Aldur 30-40 ára.
Nánari upplýsingar eru veittar í trúnaði á
skrifstofu okkar.
Laun samningsatriði.
GiiðntTónsson
RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARMÓN USTA
TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
Norræni Genbankinn
Forstjóri
Staða forstjóra við Norræna Genbankann,
NGB, er laus til umsóknar. NGB starfar á
vegum Norðurlandaráðs og er staðsettur í
Alnarp í Svíþjóð. Stofnunin ber ábyrgð á og
annast varðveislu á erfðaefni norrænna
nytjaplantna og samræmir starfsemi Norður-
landanna á því sviði.
Kjör: Laun samkvæmt launasamningi opin-
berra starfsrnanna í Svíþjóð (chefslöneavtal)
auk uppbótar sé ráðinn forstjóri frá öðru landi
en Svíþjóð. Ráðningartími er fjögur ár með
möguleika á framlengingu til annarra fjögurra
ára að þeim tíma loknum.
Hæfniskröfur: Æðri menntun í landbúnað-
arvísindum eða hliðstæðum líffræðifögum.
Reynsla í stjórnun. Til tekna telst þekking á
sviði plöntuerfðafræði og jarðræktar auk
reynslu á sviði plöntukynbóta, genbankastarf-
semi, gagnameðfer.ð og alþjóðastarfsemi.
Þess er óskað að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir, ásamt stuðningsgögnum, skulu
sendast Stjórn NGB, Box 41, S-23053
Alnarp, Svíþjóð, fyrir 28/2 1990.
Upplýsingar um stöðuna veitir Þorsteinn
Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, sími 91-82230, og dr. Stig
Blixt, NGB, sími 040-415000.