Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 18
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 UTSALA Karlmannaföt kr. 3.900-7.900. Buxur kr. 1.500. Stærðir uppí 124 cm. Vinnuskyrtur, stór númer, kr. 500. Ljósar skyrtur, stærðir 37-38, kr. 200. Peysur kr. 1.200. Hattar, húfur. Góður afsláttur. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. um nútíma flugrekstur Flugmálastjórn hefur í hyggju að halda námskeið í nútíma flugrekstri í samvinnu við Infernational Aviation Manage- ment Training Institute í Kanada, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið yrði haldið á íslandi á þessu ári og stæði í 6-8 vikur alla virka daga frá 09.00-17.00. Námskeiðsgjald er áætlað 150-200 þúsund krónur fyrir einstakling. Áætlað er að kennslan þeinist markvisst að íslenskum flug- rekstri fyrr og nú, og að sérstaklega verði skoðaðir framtíð- armöguleikar. Fyrirlesarar yrðu allir viðurkenndir alþjóðlegir sérfræðingar á sínu sviði og nær allir erlendir. Kennsia færi fram á ensku. Þátttakendur þyrftu því að hafa mjög gott vald á enskri tungu. Háskólamenntun eða veruleg reynsla af flugmálum er æskileg en þó ekki skilyrði. Hér er um einstætt tækifæri að ræða, sem Flugmálastjórn vill hvetja til að notað verði. Frekari upplýsingar gefur Flugmálastjóri í síma 694100. Flugmálastjórn. RADIAL Mikið úrval af felgum og jeppadekkjum frá 29“ til 44“ Bylting í jepp Vagnhöfða 23 - Sími 685825 Þar sem allt fæst fyrir jeppann ÁS - TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í - stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. i^L Vesturgötu 16 - Símar 14680-13280 Heba heldur við heilsunni Ný námskeið 12. feb Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi. „Þriðji heimurinrr: Börnin veslast upp — vopnin hafa forgang Helming-ur opinberra útgjalda í Þriðja heiminum fer til vopna- kaupa og til að greiða af erlend- um lánum. Er hér um að ræða upphæð, sem samsvarar rúmum 60 milljörðum ísl. kr. eða 24.000 kr. á hverja fjölskyldu. Kemur þetta fram í skýrslu frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna um aðstæður og hlutskipti barna. Meðan þessu fer fram deyja um 40.000 börn daglega í Þriðja heims-ríkjunum eða næstum eitt barn aðra hveija sekúndu. Um 8.000 deyja vegna þess, að þau hafa ekki verið bólusett, um 7.000 vegna ofþornunar af völdum ákafs niðurgangs og næstum eins mörg úr lungnabólgu. „Dauði og þjáningar í þessum mæli,“ segir James Grant, fram- kvæmdastjóri Bamahjálparsjóðs- ins, „eru einfaldlega óþarfi nú á dögum." I ársskýrslunni, sem Grant tók saman, segir hann, að bólusetning og lyf við fyrmefndum sjúkdómum kostuðu um 150 milljarða ísl. kr. „Það eru vissulega miklir pening- ar,“ segir hann. „Það er jafn mikið og Sovétmenn fara með í vodka, jafn mikið og bandarísk fyrirtæki veija til sígarettuauglýsinga eða sem svarar 10% af árlegu framlagi Evrópubandalagsríkjanna til bænda." í skýrslunni segir, að haldi þessi þróun áfram muni 100 milljónir bama deyja að ástæðulausu á næstu 10 árum. Ónauðsynlegar þjáningar — Mað- ur leitar hjálpar fyrir konu sína, sem er illa haldin af stífkrampa. „Við skulum vona, að skuldaokið léttist eitthvað," segir Grant, „en ef þjóðir heims minnkuðu útgjöld til hermála um 5-10% spömðust við það 3.000 milljarðar kr. árlega og þá væri hægt að útrýma allri fá- tækt á jörðinni á 10 árum.“ Talsmenn Barnahjálparsjóðsins segja, að því aðeins verði unnt að fínna lausn á þessum vandamálum, að ríkisstjórnir og áhrifamiklir þjóð- arleiðtogar leggi sitt lóð á vogar- skálamar. Vegna þess hefur verið ákveðið að efna til Heimsráðstefnu um hlutskipti barnanna í New York í september nk. og verður oddvitum margra þjóða boðið til hennar. „Að standa vörð um líkamlegan og andlegan vöxt og viðgang barn- anna er mikilvægasta fjárfesting, sem um getur,“ segir James Grant. HEIMKOMAN When it takes you seventeen years to come home... You can expect a change... y % ’fy/faJO. WELCO E SIMI22140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.