Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 21
2.Q- MOKCiUNBLAÐIÐ SUNNUDAUUR 11. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUN|l|^4C^|Uj,^.J^KýAR 1990 -tt- 2]. fEnrgmuMíiliili Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í Iausasölu 90 kr. eintakið. Nýir möguleikar í stjórnmálum Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði á athyglisverðan hátt um þær breyt- ingar, sem eru að verða á vettvangi stjómmála hér heima fyrir og er- lendis, í ræðu á flokksráðs- og for- mannafundi Sjálfstæðisflokksins í fyrradag. í ræðu þessari benti for- maður Sjálfstæðisflokksins á, að þessar breytingar „hafa rutt úr vegi ýmsum þeim hindrunum, sem áður komu í veg fyrir samstarf og samvinnu og gerðu það að verkum, að leiðirnar vom æði margar, sem stjórnmálaflokkarnir vildu fara hver fyrir sig að settum markmiðum“. Síðan benti Þorsteinn Pálsson á þær breytingar, sem orðið hafa í Evrópu, á umræður um, að Austur- Þýzkaland, sem hluti af sameinuðu Þýzkalandi, eigi eftir að verða þátt- takandi í starfí Atlantshafsbanda- lagsins og á þá staðreynd, að for- maður Alþýðubandalagsins hefur viðurkennt í raun „grundvallaratriði í vamarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins og í þeirri varnar- og örygg- isstefnu, sem við höfum fylgt.“ Þá vék formaður Sjálfstæðis- flokksins að fyrirhuguðum viðræð- um milli EFTA og EB og sagði: „Þátttaka vinstri ríkisstjórnar í undirbúningsviðræðum um aðild íslands að evrópska efnahagssvæð- inu, sem svo hefur verið nefnt, er annað dæmi um breytingar á grundvallarviðhorfum ... Allt bendir til þess, að meiri samstaða geti nú orðið um markaðslausnir í efnahagsmálum en áður hefur verið möguleg. Evrópubandalagsviðræð- umar em þannig enn eitt dæmið um, að hindrunum verði mtt úr vegi fyrir víðtækari pólitískri sam- stöðu en áður hefur verið fyrir hendi um stjórn efnahagsmála." Loks gerði Þorsteinn Pálsson að umtalsefni afstöðuna til erlendrar fjárfestingar í stóriðju og sagði: „Úrslit eru að vísu ekki fengin í þessum samningaviðræðum. Ein- sýnt er, að þær hafa dregizt á lang- inn í tíð þessarar ríkisstjórnar vegna þess ágreinings, sem verið hefur milli stjómmálaflokkanna um stefn- una í stóriðjumálum. En hvað sem því líður bendir margt til þess, að fyrri gmndvallarágreiningur um eignaraðild útlendinga og orkuverð sé ekki lengur jafn mikill og áður.“ í framhaldi af þessum ummælum lét Þorsteinn Pálsson þau orð falla, sem hljóta að teljast nokkur tíðindi er hann sagði: „En á sama hátt og það hefur styrkt stjórnmálalífið í landinu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfimnnið þá erfiðleika, sem hann gekk í gegnum eftir klofning- inn 1987 og náð fyrri styrk gæti það orðið þáttur í að koma á meiri festu og auðvelda okkur að nýta þau tækifæri til meiri málefnalegrar samstöðu, sem nú 'gefast, ef A-flokkarnir sameinuðust. Sam- staða þeirra í milli mundi gefa þeim tækifæri til þess að gera upp við fortíðina, varpa af sér fjötrum gam- alla tíma. Slík breyting gæti opnað nýja möguleika í stjórnmálum." Nú er mikil gerjun á vinstri væng stjórnmálanna og þá sérstaklega í Alþýðubandalaginu. Þar em stórir hópar fólks, sem eiga meiri samleið með Alþýðuflokknum en öðrum hópum innan Alþýðubandalagsins. Allar tilraunir þessa fólks til þess að ná pólitískri samstöðu hafa að vísu verið svo klaufalegar að furðu vekur eins og viðleitni þeirra til þess að koma á sameiginlegu fram- boði til borgarstjórnar Reykjavíkur er gleggsta dæmið um. Þessi aug- ljósi glundroði breytir hins vegar ekki því, að ný viðhorf innanlands og utan valda því að nýir möguleik- ar kunna að opnast í íslenzkum stjómmálum. Það er ánægjulegt að sjá af ræðu Þorsteins Pálssonar hversu opinn Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir þeim breyttu viðhorfum. OO THOREAU 0^£»talar um að jörðin sé ekki brot af dauðri sögu, ekki blöð bókar handa jarð- fræðingum og grúsk- urum einkum og sér í lagi, heldur lifandi skáldskapur einsog blöð trésins sem em undan- fari blóma og ávaxta, ekki stein- gervingur, heldur lifandi jörð. Og í Náttúrunni talar Emerson um að hún fullnægi göfugri þörf mannsins, þ.e. ást hans á fegurð. Fegurðin ofar hverri kröfu, hefur verið sagt í nærtækum og dýrmæt- um íslenzkum skáldskap, einmitt í tengslum við náttúmna. Og í verk- um Emersons verður fegurðin allt að því sannleikurinn sjálfur einsog í frægu ljóði Keats. Og skáldið minnir á að Forn-Grikkir hafi notað þetta orð, fegurð, yfir veröldina. í hugum þeirra var jörðin fegurðin sjálf í allri sinni nöktu og hams- lausu dýrð sem þó lýtur reglum og lögmálum ’ofar okkar skilningi eins- og þegar vor vex úr vetri, þá er einsog sköpun verði úr óskapnáði, segir Thoreau. OQ ÖLL EÐLILEG HREYF- ÖO»ing er tiginmannleg, segir Emerson sem talaði um gult síðdegi októbers. Hann minnir okkur á að eitt er jörð sem bændur eiga, en annað það sem augað eygir þegar það drekkur í sig yndi og unað; minnir á að náttúran er ekki leik- fang vitmm manni; minnir á skáld- skap hennar og hvernig hún kallar fram skáldið í okkur; minnir á muninn á dauðum greinum skógar- höggsmannsins og grænu tré skáldsins. Gleymir þá ekki að setja ofaní við okkur með þessum hætti: í sannleika sagt getur fátt full- orðið fólk séð náttúruna. Fæstir sjá sólina. Að minnsta kosti sjá flestir hana með yfirborðslegum hætti. Hún lýsir einungis upp fullorðins auga, en skín inní augu og hjarta barnsins. HELGI spjall Samskipti náttúm- unnandans við himin og jörð verða hluti af daglegri fæðu hans2 segir Emerson. I skauti náttúmnnar fyllist hann villtri gleði. Svo bætir hann við þessu um skóginn: Þar varpar maðurinn af sér áran- um einsog snákur kasti af sér hamnum og er ávallt einsog bamj hversu gamall sem hann er... I skóginum _ fínnur .hann eilífa æsku ... í skóginum hverfum við aftur til trúar og skynsemi... OA ÉG ÞEKKI EKKI BETRI Oi«boðskap handa þeim sem ann náttúmnni, hlúir að tijám og plöntum, ræktar með sjálfum sér hugmyndir sem hann vill breyta í vemleika í umhverfi sínu en ábend- ingar Thoreaus í Walden, eina mannsins sem ég veit til hafi horfið að náttúrunni og uppfyllt drauma Rousseaus með þeim hætti sem til var stofnað í ritum hans. Hann varð altekinn nýjum innblæstri í návist vatns og skógar; fugla og himins. Og hann íklæddist krafti af hæðum. En þessi fylling er ekki fólgin í því að æða til Suðurskauts- ins né Norðurpólsins, til tunglsins eða kringum hnöttinn að telja kett- ina í Zanzibar! Hún var fólgin í því að rækta eigin garð. 35. SKORDYRIÐ MAÐUR, segir Thoreau, hlýtur að styrkjast í trú sinni á upprisu og eilífð, þegar hann heyrir söguna af skordýrinu fallega sem kom úr þurru laufi eldgamals borðs úr epla- viði, en þar hafði fræið verið frá því tréð var enn með grænu laufi. Qr? reynslan hefur O vl • kennt mér, segir Thoreau enn, að ef við stefnum ákveðið að takmarki drauma okkar og þorum að lifa því lífi sem við höfum ímynd- að okkur, þá náum við óvæntum árangri.. . komumst yfir ósýnileg mörk ... kynnumst nýrri veröld með frjálslegri lögum innan okkar og utan við okkur... eða þá eldri reglur verða sveigjanlegri, þær verða okkur hagkvæmari og fijáls- legri, og við náum æðri stigum í lífinu ... því einfaldara líf, því óflóknari veröld og einveran verður ekki einvera né fátæktin fátækt né verður hið veika veikt... QfT VIÐ ERUM EFNI SEM Ö I *draumar eru gerðir af, seg- ir Shakespeare í Óveðrinu. Hverskyns ræktun er slíkur draumur. Vemleiki sprottinn úr draumi um garðinn þar sem á okkur var lagt að kunna skil á réttu og röngu. QO SKÓGAREYÐINGIN ER O O »með ólíkindum. Brennslan hættuleg því jafnvægi sem við eig- um að venjast í háloftum og á jörðu niðri, en nú eru sem betur fer æ fleiri farnir að hugsa um skóginn; jörðin þarf að anda. íslendingar eru vel upplýstir um gróðureyðinguna. Fjölmiðlar hafa sinnt þessari upplýsingamiðlun heldur vel og viðnámið ætti að færa okkur heim sanninn um hve mikil- væg slík miðlun er þegar hún styðst við rök og reynslu. QQ DRAUMUR THOREAUS öí/«um óspillt líf mannsins á jörðinni uppfylltur í veruleika Wald- en-skógar var svo magnaður, svo þrunginn innblæstri og miskunnar- lausri sjálfsskoðun að hann gat jafnvel fullyrt tilgerðarlaust að sólin væri einungis morgunstjarná^ á himni. Svo mikil em fyrirheit þeirra hugsjóna sem skógurinn blæs hon- um í bijóst. Og það er í Walden sem hugmyndir hans um manninn og lífið á jörðinni fullkomnast og bera auðmjúkri snilld hans vitni. M. (meira næsta sunnudag) ÞAÐ ER FÁGÆTT AÐ götur í erlendum höfuð- borgum séu nefndar eft- ir íslendingum, ekki síst þeim sem lifað hafa á þessari öld. Þetta gerðist þó í Ósló á dögunum, þegar ákveðið var að nefna götu þar eftir Ólafíu Jóhannsdóttur, sem fæddist að Mosfelli í Mosfellssveit hinn 22. október 1863 en andaðist í Ósló 21. janúar 1924. Hún helgaði sig trúar- og hjálparstarfi og lét mjög að sér kveða í Noregi. Árið 1957 kom út bókin Ólafía Jóhannsdóttir Rit I og II og ritaði Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, inngang að henni, en í bókinni er meðal annars að finna endur- minningar Ólafíu: Frá myrkri til ljóss. í norska blaðinu Aftenposten birtist í desember grein, sem ber yfirskriftina: Hun var den störste nest efter Kristus. Segir höfundur greinarinnar, Erik Oluf Melvold, að þessi orð hafi Christian Skredsvig list- málari eitt sinn látið falla um Ólafíu, kon- una sem af einskærri manngæsku hjálpaði þeim sem verst vom komnir og minnst máttu sín meðal íbúa Óslóar. I ritgerð Bjarna Benediktssonar segir: „Lík hennar ■ var flutt til íslands og jarðað hér með við- höfn og lagt við hlið frænku hennar Þor- björgu [Sveinsdóttur], svo sem hún hafði sjálf óskað eftir. Þegar fangarnir í landsfangelsinu norska heyrðu um lát Ólafíu, og að hún yrði ekki grafin í Noregi, fóm nokkrir þeirra út í fangagarðinn og grófu með bemm höndum blómsturbeð á lítilli hæð eða haug, og átti þetta að vera „minningar- reitur“ hennar. Síðar reistu íslenskir vinir hennar veg- Iegan bautastein á gröf hennar í Reykjavík, og norskir vinir hennar létu gera andlits- mynd hennar. Var það Kristinn Pétursson, er hana gerði. Var hún reist í Ósló og afhjúpuð hinn 26. júní 1930, samtímis því er Alþingishátíðin var haldin á íslandi. Enginn efi er á, að Ólafía taldi sjálf trú sína og trúarreynslu vera merkastan þátt ævi sinnar, og sjálfsævisagan er fyrst og fremst skrifuð til að skýra þetta og greiða öðmm götuna þá þroskabraut. Ólafía ætl- aði að rita annað bindi þeirrar bókar, en úr því varð ekki. Fyrir bragðið er sumt óskýrt í trúarlífi Ólafíu, sem mjög hefur reynst trúsystkinum hennar torráðið, hvað þá öðrum. Það er t.d. staðreynd, að Ólafía gekk af hreinni Lútherstrú og gerðist babtisti. Eins er það ljóst, að hún fékk eftir því, sem árin liðu, mun meiri mætur á Calvin en Lúther...“ Greinin í Aftenposten er skrifuð til að heiðra minningu Ólafíu í tilefni af því, að nú hafi andlitsmyndin af henni verið flutt að nýju að þeim stað, þar sem hún var upphaflega við Vaterlandsbrú í Ósló, eftir að hafa staðið í nokkur ár í Sofienberg- parken. En einmitt í nágrenni við Vater- landsbrána var versta hverfíð í Ósló á þeim tíma, þegar Ólafía sinnti þar hjálp- ar- og hjúkrunarstörfum. Það hefur nú verið endurbyggt og á ein jgata hverfisins framvegis að bera nafn Olafíu svo sem áður er getið. Sýnir þessi ræktarsemi við minningu hennar hve lengi góðverkin sem hún vann lifa meðal Norðmanna og íbúa Óslóar. í fyrrgreindri bók sem Hlaðbúð gaf út 1957 er að finna rit Ólafíu, Aumastar allra, þar sem hún lýsir högum þess fólks, er hún veitti björg í Ósló. Þar segir á ein- um stað: „Það fór eins og vant var. Hún leið' hungur og kulda - skort á öllu nema víninu, af því var nóg að fá. - Hún hefði ekki komið upp til mín í kvöld, hefði hann Jóhann - einn af þeim, sem hún var að drekka með - ekki sagt við sig, að hún skyldi herða sig upp og gera það, annars yrði hún hreint að engu. Hún yrði að segja allt eins og var, og engu ljúga; hann væri alveg viss um, að ég tæki á móti henni. Hann hafði fylgt henni alveg að dyrunum til að telja kjark í hana. Eg get ekki lýst, hvernig mér var innan- bijósts, meðan hún var að segja mér frá þessu. Hún sagði það blátt áfram og um- svifalaust. Hefði ég sagt við hana, að ég gæti ekki tekið hana aftur, þá hefði hún gengið hægt og hljóðalaust út í myrkrið og kuldann, þar sem hundrað hendur vora réttar út til að draga hana niður í dýpið.“ Havel ræðst geg n lyginni VACLAV HAVEL, forseti Tékkóslóv- akíu, kemur hingað um næstu helgi til að sjá sýningu í Þjóðleikhúsinu á leikriti sínu Endurbygg- ingin. í þessu verki fjallar hann á sinn hátt um alræðið og áhrif þess á einstakl- inga. Leikritið hefur aldrei verið sýnt í Tékkóslóvakíu en eftir að Havel varð for- seti þar hefur hann lagt sig fram um að endurreisa þjóðlegan metnað eftir niður- lægingu kommúnismans og sósíalismans. I ræðunni sem hann flutti þegar hann tók við embætti forseta sagði hann meðal annars: „í 40 ár hafið þið heyrt fyrirrennara mína flytja mismunandi útsetningu á sama stefinu á þessum degi: hve land okkar blómstrar, hve margar milljónir af stáli við höfum framleitt, hve hamingjusöm við öll emm, hve mikið traust við beram til ríkisstjómar okkar og hve glæsileg framtíð blasi við okkur. Ég tel,að þið hafið ekki kosið mig til þessa embættis, svo að ég myndi líka ljúga að ykkur. Land okkar blómstrar ekki. Hinn gífur- lega skapandi og andlegi þróttur þjóðar okkar er ekki nýttur með skynsamlegum hætti. Heilar iðngreinar em að framleiða vörur, sem ekki vekja áhuga hjá neinum, en á sama tíma vantar okkur það sem við þurfum. Ríki sem kallar sig verkamanna- ríki niðurlægir og arðrænir verkamennina. Úreltir atvinnuvegir okkar sóa þeirri litlu orku sem við eigum. Þjóð sem eitt sinn gat verið stolt af menntunarstigi sínu ver svo litlum fjármunum til menntamála, að nú er hún í 72. sæti í heiminum. Við höf- um mengað jarðveginn, ámar og skógana, sem forfeður okkar fólu okkur til varð- veislu, og um þessar mundir er umhverfí okkar hið mengaðasta í Evrópu. Fólk deyr hér yngra en í flestum Evrópulöndum ... Þetta allt er þó ekki mesti vandinn. Hið versta er að við búum í umhverfi sem er siðferðilega mengað. Okkur leið siðferði- lega illa vegna þess að við vöndumst á að segja annað en við hugsuðum. Við lærð- um að treysta engu, að hundsa hvert ann- að, að hugsa aðeins um okkur sjálf. Hug- tök eins og ást, vinátta, meðaumkun, hóg- værð og fyrirgefning glötuðu dýpt sinni og umfangi, og í hugum margra okkar vom þau aðeins til marks um andlega sérvisku, eða þau líktust afdönkuðum kveðjum frá fomeskju, dálítið hlægileg á öld tölvu og geimskipa. Aðeins fáein okkar gátu hrópað svo hátt að í okkur heyrðist að valdamennirnir ættu ekki að hafa al- ræðisvöld, og að sérstakir búgarðar, sem framleiða ómengaða gæðafæðu aðeins fyr- ir valdamennina, skyldu senda framleiðslu sína í skóla, barnaheimili og sjúkrahús, gætu bændur ekki látið alla fá slíka vöm. Fyrrverandi stjórn - sem hafði hrokafulla og einsýna hugmyndafræði að vopni - breytti manninum í framleiðslutæki og náttúranni í hráefni. Á þennan hátt réðst hún bæði gegn eðli manns og náttúru og tengsluiium á milli þeirra. Hún gerði gáfað og sjálfstætt fólk, sem sinnti störfum sínum með ágætum í eigin landi, að skrúf- um og róm í einhverri risastórri, háværri og illa lyktandi vél, sem enginn vissi í raun hvaða tilgangi þjónaði. Eina hlutverk hennar er að eyða sjálfri sér, skrúfunum og rónum, hægt og bítandi.“ Andspænis sannleik- anum ÞEGAR VACLAV Havel hefur þannig brotið til mergjar lygina, sem komm- únistar og sósíalist- ar notuðu til að REYKJAMKURBREF Laugardagur 10. febrúar meija Tékkóslóvakíu undir vald sitt og draga þjóðina niður í svaðið, segir hann, að með því að tala um siðferðilega meng- að andrúmsloft sé hann ekki aðeins að vísa til mannanna, sem borði lífrænt rækt- aðan mat í Tékkóslóvakíu, heldur þjóðar- innar allrar. Allir landsmenn hafi vanist alræðiskerfínu og litið á það sem óum- breytanlega staðreynd og þannig lagt sitt af mörkum til að halda lífi í því. Telur hann nauðsynlegt að draga þétta fram til að auðvelda mönnum skilning á því, sem gerst hafi í landinu á síðustu 40 árum. Allir verði að standa andspænis sannleik- anum til að öðlast sjálfstraust. Og hann segir: „Sjálfstraust er ekki stærilæti. Þvert á móti: sá maður einn eða sú þjóð ein sem hefur sjálfstraust í besta skilningi þess orðs getur hlustað á aðra, tekið þeim sem jafningjum, fyrirgefíð óvinum sínum og iðrast gjörða sinna. Við skulum reyna að efla slíkt sjálfstraust með þjóð okkar og meðal þjóða með gjörðum okkar á alþjóða- vettvangi. Við getum aðeins á þann hátt endurheimt sjálfsvirðingu okkar og virð- ingu hvert gagnvart öðra og gagnvart öðrum þjóðum. Ríki okkar má aldrei aftur verða útlim- ur eða fylgihlutur einhvers annars ríkis. Vissulega þurfum við að þiggja og læra margt af öðram, en við verðum að gera það að nýju á jafnréttisgmndvelli og sem ríki er hefur sjálft einnig eitthvað að bjóða. Fyrsti forseti okkar ritaði: „Jesús ekki Caesar.“ Með þessum orðum fylgdi hann heimspekingum okkar Chelcicky og Com- enius. Ég leyfi mér að segja, að okkur kann að gefast tækifæri til að kynna þessa hugmynd víðar og gera hana að nýjum þætti í evrópskum og heims-stjórnmálum. Frá landi okkar getur nú stafað ást, skiln- ingur, andlegur kraftur og hugmyndir, ef við sjálf viljum. Þáð er einmitt þessi neisti sem við getum boðið sem sérstakt framlag okkar til alþjóðastjórnmála. Masaryk [forseti] byggði stefnu sína á siðferðilegum granni. Við skulum á nýjum tíma og með nýjum aðferðum reyna að endurreisa þessa stjómmálakenningu. Kennum sjálfum okkur og öðrum að stjórn- mál eigi að vera viljayfírlýsing um að auka hamingju samfélagsins í stað þess að vera þörf til að svíkja eða nauðga samfélaginu. Við skulum kenna öðmm að stjómmál geti ekki aðeins verið list hins mögulega, einkum ef í því felast lausung, launráð og svik, heldur einnig list hins ómögulega, það er listin að bæta okkur sjálf og heim- inn.“ Þessari fyrstu ræðu sinni sem forseti lauk Havel með þessum orðum: „Að lokum vil ég láta koma fram, að ég vil vera forseti sem talar lítið en vinnur þeim mun meira. Forseti sem lítur ekki aðeins út um gluggann á flugvélinni sinni heldur er ávallt til staðar meðal samborg- ara sinna og hlustar vel á það, sem þeir segja. Þið kunnið að spyija um hvemig lýð- veldi mig dreymir. Svarið er þetta: Mig dreymir um sjálfstætt, fijálst og lýðræðis- legt lýðveldi, þar blómstrar efnahagurinn og þar er félagslegt réttlæti, í stuttu máli mannúðlegt lýðveldi, sem þjónar einstakl- ingnum og er þess vegna byggt á þeirri von, að einstaklingurinn muni þjóna því á móti. Lýðveldi byggt fjölhæfu fólki, því að án þess getum við ekki leyst nein vanda- mál okkar, mannleg, efnahagsleg, félags- leg, pólitísk eða á sviði umhverfismála. Virtasti forveri minn hóf embættistöku- ræðu sína á því að vitna í hinn mikla tékkneska fræðara Comenius. Leyfið mér að ljúka þessari ræðu minni með því að umorða sömu yfírlýsingu: Þjóð, ríkisstjórn þín hefur komið til þín að nýju!“ Fátækt A-Þjóðverja Á MIÐVIKUDAG samþykkti ríkis- stjórn Helmuts Kohls í Vestur- Þýskalandi að leggja Austur-Þjóðveijum efnahagslegt lið með því að sami gjaldmiðill, vestur-þýska markið, skyldi gilda í Þýskalandi öllu. Við- brögð við þessari tillögu em að sjálfsögðu misjöfn, því að með myntbandalaginu yrði stærsta skrefið til sameiningar A- og V-Þýskalands stigið. Erfítt er að gera sér glögga grein fyrir þeim mun, sem er á ZÁRUKA DEM0KRACIE ...Nehláslm se k zódné konkrétní ideologii, doktrfné nebo dokonce politické strané 61 sekté, neslouiím nikomu, a tfm méné néjaké mocnosti, slouzím-li néóemu, tak )en svému svédomf. Nejsem komunista ani antikomunista a kritízuji-li svou vládu, pak nikoll proto, ze je komunistická, ale proto, ie je ipatná. Kdyby tu byla vláda so- ciálné demokratická nebo krest’ansko-sociáIní nebo Jakákoll jiná a kdyby vládla ápatné, kritizoval bych ji stejné jako tuto...“ V^ÍAI Tiyc, «4njl«r -W efnahag þýsku ríkjanna. Engir em þó líklega betur færir til þess en bankamenn, sem vilja veita mönnum ráð um hvort og hvemig þeir eigi að fjárfesta í Austur- Þýskalandi. Fyrir skömmu var Alfred Herrhausen, bankastjóri Deutsche Bank í V-Þýskalandi, myrtur af launmorðingjum. Ein ástæðan fyrir ódæðisverkinu var sú, að Herrhausen hafði lagt fram hugmyndir um hvernig staðið skyldi að uppbyggingu ríkjanna fyrir austan tjald, eftir að komm- únismanum hefði verið ratt úr vegi. Er ekki vafi á því, að hann hefði veralega látið að sér kveða við endurreisnina og laðað marga til samstarfs við sig. í skýrslu sem hagdeild Deutsche Bank hefur samið um efnahagsástandið í A-Þýskalandi kemur fram að hagkerfið þar sé staðnað og vinnuaflið skorti bæði hvatningu og markmið. Framleiðni í iðnaði er talin 50% minni en í Vestur-Þýskalandi. í A-Þýskalandi hefur verið starfað eftir þeirri kenningu, að ríki eigi að framleiða allt sem þau þarfnast sjálf, sama hvað það kosti. Utanríkisverslunin miðast einkum við önnur ríki, sem stunda áætlunarbúskap og þar séu almennt mjög litlar kröfur gerðar til gæða og eigi það einkum við um sovéska markaðinn. Hlutdeild Sovét- manna í útflutningi A-Þjóðveija er um 40% og þeir gleypa allt, sama hvernig varan er. Ékki er unnt að fá neinar hágæða vörar í A-Þýskalandi, jafnvel þótt menn séu til- búnir til að greiða hátt verð fyrir þær. Hins vegar er almennt unnt að fá allar nauðsynjavörar á lágu verði. Þjónustu- greinar em vanþróaðar og svo til allt bygg- ist á framleiðslu. Þótt erfitt sé að bera saman tekjur seg- ir bankinn, að ráðstöfunartekjur heimila í A-Þýskalandi séu rámlega helmingi lægri en í V-Þýskalandi. Við þessa útreikninga sé tekið mið af því, að matvæli, húsaleiga og fargjöld í almenningsvagna séu mun lægri í A-Þýskalandi. Konur vinni meira úti fyrir austan, vinnuvikan sé lengri og frí styttri. Munurinn V-Þjóðverjum í hag verði meiri, þegar litið sé til eftirlauna- fólks, tekjur fyrir austan nái ekki einum þriðja af tekjum fyrir vestan. 95% fjölskyldna í V-Þýskalandi eiga bíl en aðeins önnur hver í A-Þýskalandi og að meðaltali era bílamir þar 13-14 ára gamlir. Önnur hver fjölskylda fyrir austan á litasjónvarp, 91% fyrir vestan. Sími er eftirsótt lúxusvara fyrir austan, rámlega milljón manns era þar á biðlista eftir síma, aðeins sjötta hver fjölskylda hefur slíkt tæki, sem er á hveiju heimili fyrir vestan. Deutsche Bank segir að félagsleg þjón- usta sé hlutfallslega góð í A-Þýskalandi, þótt hún sé léleg á ýmsum ólíklegum svið- um, svo sem vegna skorts á lyfjum og vegna læknaskorts síðustu mánuði. A-Þýskaland fær einnig allgóða einkunn þegar litið er til menntunar og þjálfunar. 20% til 25% allra verkamanna hafa lokið einhvers konar æðri menntun. Iðnaðar- menn og verkfræðingar virðast almennt vel menntaðir, þótt þá skorti oft sérfræði- þekkingu. Eignarhald á framleiðslutækjum er svo til alfarið í höndum ríkisins. Iðnaðurinn er svo til allur þjóðnýttur og samgöngur og flutningar svo til 100%. Einkaeignar- réttur er takmarkaður við verslanir, bari, veitingahús og smáiðnað. Samkvæmt a-þýsku stjómarskránni er eignarréttur einstaklinga á fyrirtækjum aðeins viður- kenndur, ef þau „byggjast einkum á vinnu eigandans". Nú starfa um 450.000 manns við einkafyrirtæki, það eru um 5% af heild- arvinnuaflinu. Þessar hráu staðreyndir gefa nokkra hugmynd um, hvernig lífskjörum einstakl- inga er háttað í A-Þýskalandi. Til að brúa bilið gagnvart V-Þýskalandi þarf gífurlegt átak, en A-Þjóðveijar njóta þess umfram aðrar austantjaldsþjóðir, að þeir eiga ríka að. Árið 1989 var eitt hið gjöfulasta í sögu Vestur-Þýskalands og er þá mikið sagt, sama hvaða mælikvarði veraldar er notað- ur. „Okkur leið sið- ferðilega illa vegna þess að við vöndumst á að segja annað en við hugsuðum. Við lærðum að treysta engu, að hundsa hvert annað, að hugsa aðeins um okkur sjálf. Hug- tök eins og ást, vinátta, með- aumkun, hógværð og fyrirgeíhing glötuðu dýpt sinni og umfangi, og í hugum margra okkar voru þau aðeins til marks um andlega sér- visku, eða þau líktust afdönkuð- um kveðjum frá forneskju, dálítið hlægileg á öld tölvu og geim- skipa.“ Úr ræðu Vaclavs Havels, þegar hann tók við emb- ætti forseta Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.