Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 Skrifstofustarf óskast 22ja ára kona óskar eftir krefjandi og skemmti- legu skrifstofustarfi. Er með verslunarpróf. Upplýsingar í síma 20101, Guðlaug. Atvinna óskast Ég er þrítug kona með stúdentspróf og víðtæka starfsreynslu. Mig vantar vinnu til 20. september. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 22590. Frakkland Óskum að ráða konu á aldrinum 25-30 ára sem talar eitthvað í frönsku, ensku og þýsku, til starfa í Frakklandi. Um er að ræða sölustarf í verslun, í um 180 km fjarlægð frá París, sem selur og flytur út náttúruvörur. Reynslutími 3 mánuðir. Möguleiki á eignarhlut. Telefax: 54971150 - Telex 752357. „Au pair“ Miami Stúlka óskast til að hugsa um nýfætt barn í suður-Flórída. Vinsamlegast sendið meðmæli ásamt launa- kröfum til: Frank Wallberg, P.O.Box 600630, IMorth Miami Beach, Florida 33160, USA. Atvinna óskast til lands eða sjós 27 ára gamall maður óskar eftir mjög vel launaðri vinnu strax. Vanur flestum veiðarfærum, er með véla- varðarréttindi, vanur á frystitogara. Hef einn- ig meirapróf, rútupróf og þungavinnuvéla- réttindi. Hef reynslu. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Strax - 121“ fyrir 13. febrúar. „Au pair“ íslensk fjölskylda í Stokkhólmi óskar eftir „au pair“ í 3-4 mánuði til að gæta 8 mánaða gamals barns og vinna létt heimilisstörf. Upplýsingar í síma 31940 á kvöldin og um helgar. Framkvæmda- stjóri/lögfræðingur Lögmannafélag íslands óskar eftir að ráða löglærðan framkvæmdastjóra sem fyrst. Reynsla af lögmannsstörfum æskileg. Umsóknir sendist skrifstofu L.M.F.Í., Alfta- mýri 9, 108 Reykjavík, fyrir 14. febrúar nk. Fiskmatsmaður Löggiltur fiskmatsmaður óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar í síma 93-81506. Matsveinn óskast á Gauk GK-660 sem er á netaveiðum frá Grindavík. Upplýsingar hjá skipstjóra í símum 91-10811 og 985-22532. Starfskraftur óskast Veitingaús, sem býður upp á smárétti óskar eftir áreiðanlegum starfskrafti til að sjá um eldhús. Aðallega er um kvöldvinnu að ræða. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 18. febrúar merktar: „SS - 12004". Starfsfólk óskast til frystingar á loðnu. Upplýsingar í símum 92-12516 og 92-13005. Lagerstörf Óskum að ráða vanan lagermann strax. Stundvísi og reglusemi áskiiin. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikudaginn 14. febrúar merktar: „Lagermaður - 987“. Fatahönnun Veitingastaður óskar eftir að ráða smekkleg- an fatahönnuð til að hanna einkennisfatnað fyrir starfsfólk. Upplýsingar veitir Þóra í síma 688088. Fiskvinnslufólk óskast Frystihús á Vestfjörðum óskar að ráða starfs- fólk til vinnu við snyrtingu og pökkun. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefnar í vinnutíma í síma 94-7700. Lagermaður Óskum að ráða röskan og duglegan mann til lagerstarfa. Eiginhandarumsóknir leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „XXX - 14117“. Þjónustufyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að ráða ritara nú þegar. Verslunar- skóla- eða sambærileg menntun æskileg. Reynsla af tölvubókhaldi og ritvinnslu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstud. 16. febrúar merktar: „M - 4124“. Kanntu að leggja á og brýna hnífa? Hefur þú áhuga á að vinna við matvæla- vinnslu? Ef svo er færðu upplýsingar hjá verkstjóra í símum 53366 og 53367 milli kl. 13.00 og 16.00. Saumakonur óskast Vanar saumakonur óskast. Góð vinnuað- staða. Upplýsingar á staðnum frá kl. 10-16. Sautján saumastofa, Laugavegi 51,2. hæð. Sími 18350. Uppeldisfulltrúi óskast við sérdeild fyrir einhverfa nemendur við Digranesskóla. Um er að ræða heila og hálfa stöðu. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hjartardóttir í síma 40095, Digranesskóla, frá kl. 9.00- 16.00. Framkvæmdastjóri óskast Landssamtök með umsvif bæði innanlands og utan óska eftir að ráða framkvæmda- stjóra. Upplýsingar óskast um aldur, menntun og fyrri störf. Háskólamenntun æskileg eða sambærileg menntun og reynsla. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir merktar: „F - 8917“ skilist til aug- lýsingadeildar Mbl. eigi síðar en 26. febrúar nk. Hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga á Hultafors Halsocenter í Svíþjóð frá 1. mars - 1. september nk. eða skemur. Heilsuhælið er staðsett í fögru umhverfi um 50 km. frá Gautaborg. Helgarvaktir 3ju hverja helgi. Ánægjulegt vinnuandrúmsloft. Skemmtileg íbúð með húsgögnum fylgir. Upplýsingar um starfið fást hjá Idu Rudholm í síma 33-295050, Svíþjóð. Ræktunarstjóri Skógrækt ríkisins óskar að ráða ræktunar- stjóra, er veiti forstöðu gróðrarstöð stofnun- arinnará Mógilsá í Kjalarneshreppi. Umsækj- endur þurfa að kunna góð skil á ræktun trjá- plantna. Búseta ræktunarstjóra verður á Mógilsá. Umsóknir sendist skógræktarstjóra, Jóni Loftssyni, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir, fyrir 1. mars 1990. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu Skógræktar ríkisins, Egilsstöðum, sími 97-12100, telefax 97-12172. Lögfræðingar Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til umsóknar staða löglærðs fulltrúa. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir óskast sendar til undirritaðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 8. febrúar 1990. Elías I. Elíasson. Dansáhugafólk Óskum eftir dönsurum til að setja upp Latin Formation (samkvæmis-mynstursdans), og taka síðan þátt í heimsmeistarakeppni áhugamanna í vor. Aðeins áhugasamir, 16 ára og eldri, koma til greina. Dansprufa í kvöld, sunnudag, kl. 20.00 í Skeifunni 17, 3. hæð. Corky Ballas, Auður Haraldsdóttir. Lftil heildverslun óskar að ráða starfsmann sem fyrst. Ensku- kunnátta nauðsynleg, en einnig væri þýsku- kunnátta æskileg. Starfssvið: Erlend bréfaviðskipti, sölu- mennska, eftirlit með lager. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Umsókn, er tilgreini nafn, kennitölu, heimilis- fang, menntun og fyrri störf, sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir fimmtud. 15/2, merkt: „Matvæli - 7628“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.