Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 ■ ----—1......... T ...t ( 1 ■ ‘ • ■ Kirkjuklúbb- ur Laugarnes- kirkju NÆSTKOMANDI laugardag, 17. febrúar, verður stofnaður „Kirkjuklúbbur Laugarnes- kirkju“, sem hefúr það á stefinu- skrá sinni að efla sa&iaðarstarfið við Laugarneskirkju. Starfsfólk kirkjunnar og sjálfboðaliðar í barna- og unglingastarfinu eiga uppástunguna að þessum klúbbi og vill þessi hópur bjóða fólki á öllum aldri að vera með og efla þannig samfélagið í kirkjunni. Samverur Kirkjuklúbbsins verða á laugardögum einu sinni í mánuði og verða kl. 16.30-18.00. Fólk get- ur komið með börnin sín með sér því ráðgert er að hafa barnagæslu á staðnum meðan fullorðna fólkið hefur uppbyggilega samverustund saman. Samveran hefst á stuttri helgistund í kirkjunni en svo verður sest niður í Safnaðarheimilinu og ákveðin mál tekin fyrir, fyrst í stuttu erindi en síðan í almennri umræðu. Fyrsta efnið sem tekið verður fyrir er Biblían, gerð hennar og uppbygging og hvernig eðlileg- ast er að nálgast hana fyrir nútíma fólk. Þórarinn Björnsson guðfræð- ingur mun innleiða efnið. Að lokum fær fólk sér kaffi. Með stofnun Kirkjuklúbbsins er verið að opna möguleika fleira fólks að taka virkan þátt í safnaðarstarf- inu og einnig að geta rætt málefni kirkjunnar og kristinnar trúar á annan hátt en hægt er að gera í hinu hefðbundna helgihaldi. Það er von okkar að sem flestir vilji vera með okkur frá upphafi þessa starfs, en Kirkjuklúbburinn er öllum opinn. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. SKIPA PLOTUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR i LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR WC HÓLF MEO HURÐ _ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NORSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞDR6BÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 FEBRÚARTILBOD tökum að fagna. Það er meira en orð fá sagt. Skemmtilegar myndir eftir Halldór Pétursson prýða bók- ina. Leyniskjalið er fyrsta bók Indriða Úlfssonar og kom hún út 1968. Höfundur hafði áður samið leikrit og birt eftir sig smásögur og grein- ar. Aðalpersóna bókarinnar, dreng- urinn Broddi, er þjófkenndur og losnar ekki undan þeim áburði fyrr en í sögulok. Sumrinu eyðir hann með afa sínum sem er vegavinnu- verkstjóri. Þar kynnist hann dreng- num Daða og saman rannsaka þeir leynimakk óhlutvandra manna og lenda þá í lífshættulegum ævintýr- um. Mikil spennusaga. Sagan er að nokkru byggð í Enid Blyton- stíl. En íslenskt umhverfi, aðstæður og rammíslenskar persónur eru rætur hennar. Indriði er nú orðinn einn meðal þekktustu barna- og unglingabóka- höfunda samtíðarinnar — enda gaf þessi fyrsta bók hans vonir um það. Teikningar sem eru í góðu samræmi við söguefni eru eftir Bjarna Jónsson. Kort með merktum sögustöðum eru í báðum bókunum. Vonandi eiga báðar þessar sögur eftir að auðga marga lesendur að góðu lesefni sem og önnur skáld- verk þessara ágætu höfunda. Góðar bækur eigin átaka við að koma upp leik- sýningusem byggð er á fyrsta land- námi á íslandi. Ingólfur er gæddur virkri sköpunargáfu og á frum- kvæðið og er höfundur. leikritsins. í miðjum klíðum hefst svo Surtseyj- argosið og auðvitað vekur það strax löngun strákanna til þess að verða áhorfendur og þátttakendur í sjó- ferð til hinnar nýju eyjar. Þriðji strákurinn, Vilhjáimur, hálfgerður villimaður í skólakerfinu — ættaður úr Vestmannaeyjum, fer með þeim þegar ferðin er orðin að veruleika — með galvöskum sjómönnum . .. Sagan er spennandi og ævintýra- leg, en um leið varpar hún ljósi á ýmislegt sem raunverulega gerðist á fyrsta ári hinnar vaxandi eyjar. Ævintýraheimur Ármanns vek- ur, árvisst, athygli og alltaf eru vinsældimar hinar sömu. Hinn ást- sæli barna- og unglingabókahöf- undur má vel við una er hann lítur 75 ára yfir farinri veg í ritstörfum. Bækur hans eiga ávallt sömu við- Bókmenntir Jenna Jensdóttir Armann Kr. Einarsson: Víkinga- fierð til Surtseyjar. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Vaka- Helgafell 1989. Indriði Úlfsson: Leyniskjalið. Teikningar efitir Bjarna Jónsson. Skjaldborg sf. 1989. Endurútgáfa bóka er alltaf fagn- aðarefni ef höfundar þeirra hafa unnið sér þann sess að bækur þeirra þola tímans tönn og þeim sé því jafnvel tekið af nýjum lesendum og þegar þær komu fyrst út — þótt tímar og viðhorf hafi breyst. Þessar tvær bækur koma nú aftur með sömu reisn og áður, enda höfundar þeirra meðal þekktustu barna- og unglingabókahöfunda samtíðarinn- ar. Víkingaferð til Surtseyjar kom fyrst út 1964. Hið sama ár kom hún út á norsku og hlaut þá Sol- fugl-verðlaunin sem þar em veitt fyrir barna- og unglingabækur. Armann gerir strax að söguefni gosið suðvestur af Heimaey og myndun að nýrri eyju — Surtsey. Saga þjóðarinnar allt frá landnámi hefur jafnan verið ofarlega í hug höfundar. Og bera bæði Víkinga- ferð til Surtseyjar og Leifur heppni vitni um það. Enda er höfundur einstaklega laginn við að koma fræðandi efni til lesenda með létt- um, áhugaverðum hætti. Drengirnir Hjörleifur og Ingólfur em áhugasamir um landnámið og allt er lýtur að fyrstu búsetu á ís- landi. Og því verður sögukennslan í skólanum þeim til skemmtilegra, Indriði Úlfsson Ármann Kr.Einarsson Veggsamstæður á frábæru verði. Borð, stólar og Mitab-rörahillurnar vinsælu seldar með verulegum afslætti: TVEIR SKÁPARÁ SAMA VERÐIOG EINN. Visa/Euro SMIÐJUvEGI 6, KOPAvOGI, S: 45670-44544 ÁRMÚLA 1, REYKJAVÍK, S: 82555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.