Morgunblaðið - 16.02.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
39
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
íslendingar sváfii á verðinum
- misstu niðurtveggja marka forskot á síðustu þremur mínútunum
„STRÁKARNIR léku sem ein-
staklingar en ekki sem liðs-
heild. Það var ekki nægilega
góð hugsun í leiknum og skotin
voru Iftlð eða ekki undirbúin
og það er augljóst að þreyta
er í liðinu eftir fjóra erfiða leiki
á fimm dögurn," sagði Bogdan
Kowalczyk, lansliðsþjálfari,
sem var ekki ánægður með
jafntefli, 22:22, gegn sviss-
neska landsliðinu í Laugardals-
höll ígærkvöldi.
Islenska liðið var ólíkt því sem
það var í leikjunum þremur gegn
Rúmenum. Leikmenn virkuðu
þreyttir og kærulausir og héldu að
þetta kæmi af sjálfu
ValurB. sér. Það var einbeit-
Jónatansson ingarleysi að missa
skrífar leikinn niður í jafn-
tefli eftir að hafa
náð tveggja marka forskoti þegar
þijár mínútur voru eftir. „Strákarn-
ir okkar“, eins og við segjum gjam-
an þegar vel gengur, eiga að klára
svona dæmi, sem er ekki ólíkt því
verkefni sem þeir eiga framundan
í Tékkóslóvakíu.
Svisslendingar leika mjög hægan
sóknarleik, svokallaðan „göngu-
handbolta" sem er ekki skemmtileg-
ur á að horfa. Leikur þeirra er þó
árangursríkur og hefur fært þeim
marga sigra. Liðið leikur rólega og
örugglega fyrir utan og bíður þess
að andstæðingurinn þreytist á bið-
inni og geri mistök sem þeir síðan
nýta sér. Það var einmitt þessi
gryfja sem íslenska liðið féll í.
íslenska liðið virkaði þungt og
leikmenn gerðu alltof mörg mistök
maður á móti manni og sóknarleik-
urinn var fálmkenndur á stundum.
Hornin voru ekki nýtt og var aðeins
eitt mark gert úr horni þó svo að
þrívegis hafi íslendingar verið ein-
B JANOS Csik, landsliðsþjálfari
Ungverja, spáir því að Júgóslavía
verði í fyrsta sæti C-riðils á heims-
meistarakeppninni í handknattleik
í Tékkóslóvakíu og „litla ísland"
nái öðru sæti í riðlinum. Hann á
von á að Spánn komi þar á eftir
og Kúba komist því ekki áfram.
Þetta kemur fram í viðtali við hann
í v-þýska blaðinu Handball Magaz-
in.
■ UNGVERJAR, sem urðu í 2.
sæti á HM í Sviss fyrir fjórum ámm
öllum á óvart, verða án stórskytt-
unnar kunnu Peter Kovacs í HM-
keppninni. Kovacs, sem orðinn er
35 ára og leikur í vetur með v-
þýska liðinu Grosswallstadt, er
hættur í landsliðinu.
■ ÖRVHENTA skyttan Janos
Gyurka hefur átt við meiðsli í há-
sin að stríða undanfarna mánuði,
og allsendis óvíst er að hann geti
spilað með ungverska liðinu í HM,
en hann hefur verið einn oesti mað-
ur liðsins síðustu ár.
■ FJÖGURRA landa mót í hand-
knattleik fer fram í París um helg-
ina, hið árlega Tournoi de París
mót. Þar keppa að þessu sinni
Frakkland, Svíþjóð, Pólland og
Suður-Kórea, sem öll eru að und-
irbúa sig fyrir HM í Tékkósló-
vakíu.
Handknattleikur
16-liða úrslit bikarkeppni kvenna:
ÍR—Víkingur................15:33
Knattspyrna
Spánn - 1. deild:
Real Madrid — Barcelona......3:2
Morgunblaflið/Júlíus
Alfreð Gíslason reynir hér að bijótast í gegnum vöm Svisslendinga. Til vamar em Jens Meyer (nr. 14), en hann gerði
11 mörk í leiknum og Martin Rubin.
um fleiri.
Guðmundur Hrafnkelsson stóð
sig best. Alfreð og Sigurður Gunn-
arsson áttu nokkra ágæta spretti
og Þorgils Óttar og Geir sluppu vel
frá sínu. Júlíus Jónason er öryggið
uppmálað í vítaköstunum. Kristján
Arason meiddist um miðjan fýrri
hálfleik - fékk högg á lærið og gat
ekki beitt sér mikið eftir það og
munar um minna. Það er áhyggju-
efni fyrir Bogdan ef Kristján meið-
ist því það er enginn sem getur
tekið stöðu hans hægra meginn
nema þá Sigurður Sveinsson sem
er illa fjarri góðu gamni í undirbún-
ingi liðsins.
„Sviss er með gott lið og það
má ekki vanmeta það. Ég hefði þó
viljað fá dæmda á þá töf nokkrum
sinnum. Það er eins og leikmenn
séu einum of ánægðir með leikina
á móti Rúmenum og beiti sér ekki
sem skyldi. Við verðum að sýna
mun betri og agaðari leik annað
kvöld [í kvöld] ef við ætlum okkur
að sigra,“ sagði Bogdan.
22 : 22
Laugardalshöll, landsleikur í hand-
knattleik, fimmtudaginn 15. febrúar
1990.
Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:3, 4:4,
7:7, 9:9, 11:12, 12:14, 13:14, 16:14,
16:16, 21:19, 22:20, 22:22.
ísland: Júlfus Jónasson 5/5, Alfreð
Gfslason 4, Héðinn Gilsson 3, Sigurður
Gunnarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen
3, Jakob Siguðrsson 1, Bjarki Sigurðs-
son 1, Kristján Arason 1, Geir Sveins-
son 1, Guðmundur Guðmundsson,
Óskar Ármannsson, Valdimar
Grímsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
12 (þar af þtjú til mótherja), Leifur
Dagfinnsson.
Utan vallar: 2 mínútur.
Sviss: Jens Meyer 11/5, Martin Rubin
5/1, Stefan Schárer 4, Hansruedi
Schumacher 1 og Urs Eggenberger 1.
Varin skot: Peter Húlimann 17 (þar
af þijú til mótherja). Remo Kessler.
Utan vallar: 6 mfnútur.
Dómarar: Rudinsky og Mosa frá
Tékkóslóvakfu. Dæmdu illa.
Áhorfendur: 1.200.
ísland—Sviss
KÖRFUBOLTI / BIKARKEPPNI KKÍ
Sannfærandi
sigur IVIjardvíkinga
Njarðvíkingar unnu sannfær-
andi sigur á Grindvíkingum,
100:81 í bikarkeppni KKÍ í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. í
hálfleik var staðan
FráBimi 45:35 heimamönn-
Blöndal um í vil. Hætt er við
íKeflavík að róðurinn verði
erfiður hjá Grindvík-
ingum og ólíklegt verður að telja
að þeim takist að vinna upp 19 stiga
forskot Njarðvíkinga.
Grindvíkingar áttu á brattann að
sækja allt frá upphafi, þeir gerðu
mun fleiri mistök bæði í vörn og
sókn og slíkt dugar ekki gegn
Njarðvíkurliðinu.
Patrick Releford átti stórleik með
liði UMFN og einnig var Teitur
Örlygsson góður og skoruðu þeir
64 stig í leiknum. Hjá Grindvíking-
um bar mest á Guðmundi Braga-
syni eins og svo oft áður og einnig
barðist Hjálmar Hallgrímsson vel.
Stig UMFN:Patrick Releford 41, Teitur Örl-
ygsson 23, Helgi Rafnsson 10, Friðrík Rúna-
rsson 9, Friðrik Ragnarsson 9, ísak Tómasson
6, Jóhannes Kristbjðmsson 2.
Stig UMFG:Guðmundur Bragason 27, Ron
Davis 14, Hjálmar Hallgrjmsson 13, Steinþór
Helgason 11, Rúnar Ámason 9, Marel Guð-
laugsson 3, Eyjólfur Guðlaugsson 2, Ólafur
Jóhannsson 2.
Öruggt hjá KR ,
KR-ingar sigruðu ÍR-inga nokk-
uð örugglega í íþróttahúsi Selja-
skólans í gær, 67:90.
KR-ingar byijuðu vel og gerðu
tólf fyrstu stig leiksins og höfðu
forystuna í leikhléi, 33:49. í síðari
hálfeik jókst munurinn og KR-ingar
í lokin munaði 23 stigum sem ættu
að tryggja KR-ingum sæti í undan-
Patrick Releford gerði 41 stig fyr-
ir Njarðvíkinga í gær.
úrslitum en þeir eiga heimaleikinn
eftir.
Páll Kolbeinsson var stigahæstur
í liði KR með 21 stig, Axel Nikulás-
son gerði 14 og Matthías Einarsson
13. Thomas Lee gerði 31 stig fyrir
ÍR og Márus Árnason 9.
Stórsigur Hauka
Haukar ættu einnig að vera ör-
uggir í undanúrslit eftir stórsigur á
B-liði Njarðvíkinga, 64:105. í leik-
hléi var aðeins fjögurra stiga mun-
ur, 34:38, en í síðari hálfleik beittu
Haukar pressuvörn með góðum
árangri.
KORFUBOLTI
Njarðvíkingar vilja
ekki að Kristinn
dæmi leiki liðsins
Við munum skrifa Körfuknattleikssambandi íslands bréf þar sem
við óskum þess að Kristinn Albertsson dæmi ekki fleiri leiki hjá
okkur í úrvalsdeildinni,“ sagði Gunnar Gunnarsson formaður körfu-
knattleiksdeildar UMFN eftir leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga í bikar-
■_■■■■ keppni KKl í Njarðvík í gærkvöldi.
FráBimi Til harðra orðaskipta kom milli Kristins og Hilmars
Blöndal Hafsteinssonar fyrrum formanns körfuknattleiksdeildar
IKeflavík UMFN eftir leikinn og eftir þá orrahríð ákváðu Njarðvík-
ingar að fara þess formlega á leit við KKÍ að Kristinn
dæmdi ekki fleiri leiki hjá liðinu.
„Kristinn hefur sýnt það margoft að hann hefur verið sjötti maður-
inn í liði KR þegar hann dæmir leiki hjá liðinu. Honum tókst að koma
okkur út úr úrslitakeppninni í fyrra og Keflvíkingar væru ekki íslands-
meistarar í dag hefði hann fengið að dæma úrslitaleik ÍBK og KR í
fyrra,“ sagði Hilmar Hafsteinsson.
HANDKNATTLEIKUR
„Handbolladag
ar í Garðabæ“
Amorgun, föstudag hefst al-
þjóðlegt handkjiattleiksmót
sem hlotið hefur nafnið „Handbolta-
dagar í Garðabæ". Sex lið taka
þátt í mótinu; bandaríska landsliðið,
íslenska landsliðið skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri og 1. deildarlið-
in KR, Valur, Grótta og Stjarnan.
Handknattleiksdeild Stjömunnar
stendur fyrir mótinu og er tilgangur
þess að skapa verkefni fyrir þá
íslensku handknattleiksmenn, sem
ekki taka þátt í undirbúningi lands-
liðsins fyrir HM. Þá er mótið einnig
liður í móttöku bandaríska lands-
liðsins, sem dvelur hér í æfíngabúð-
um til 22. febrúar.
Liðunum er skipt í tvo riðla. í
A-riðli leika U-21 árs liðið, Banda-
ríkin og Stjaman. í B-riðli leika
KR, Grótta og Valur.
í kvöld verða fyrstu tveir leikim-
ir. Bandaríkin og Stjaman leika í
Laugardalshöll kl. 18.00 og KR og
Valur leika á sama tíma í Garðabæ.