Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 2

Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 EFNI Læknagarður: Breytingar voru ekki samþykktar BREYTINGAR á Lœknagarði, húsi lækna- og tannlæknadeildar, hafa ekki fengið samþykki bygg- ingamefndar. Eúsið var teiknað og samþykkt 1977 en breytt ári síðar án samþykkis ncfndarinnar. Gunnar H. Gunnarsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í byggingar- nefnd, hefur lagt til að arkitekti hússins, Garðari Halldórssyni, húsameistara ríkisins, verði veitt áminning. Að sögn Hilmars Guðlaugssonar, formanns byggingarnefndar, var bætt við kjallara fyrir lagnir og þakið hækkað. Verkfræðiteikningar eru í samræmi við breytingarnar og voru þær lagðar inn til byggingafull- trúa. Embættið hefur síðan tekið út og samþykkt ýmsa verkþætti sam- kvæmt nýju teikningunum. Sagði Hilmar að ekki væri ljóst hvernig mistökin hefðu átt sér stað en málið væri í athugun. Milljón bollur bakaðar Morgunblaðið/Þorkell Bolludagurinn er á morgun og áætla bakarar að um milljón bollur verði bakaðar fyrir daginn. Meðal- verð á ijómabollum er nú 115 krónur, en það er 12-15% hækkun frá því í fyrra. Því má gera ráð fyrir að landsmenn gæði sér á bollum fyrir rúmlega hundrað milljónir króna. Landsmenn tóku forskot á sæluna um helgina og var mikið að gera hjá þessum stöllum í Suðurveri eins og í öðrum bakaríum. Kristinn Pétursson um afla sem er fleygt: Svef nvana sinna þeir sjúklingunum ►Óheyrilegt vinnuálag lækna á sjúkrahúsum/10 Framtíðarsýn ►Hvernig verður skipting Evrópu árið2010?/12 Móðir Teresa á peysu- fötum ►Um Ólafíu Jóhannsdóttur, prestsdótturina frá íslandi sem annaðist um dætur Oslóar fyrr á öldinni og ein af götum borgarinn- ar var nefnd eftir nýlega/14 Pagliacci og Carmina Burana ►Umsögn um frumsýningu ís- lensku óperunnar á föstudags- kvöldið/16 Mannsmynd ►Einar J. Gíslason sem senn læt- ur af starfi forstöðumanns Fílad- elfíusafnaðarins í Reykjavík/18 Málið er of alvarlegt til að það sé ekki rætt í hreinskilni HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-20 Híbýll/Garður ►Staðsetningar og val ljósbúnaðar/22 „ÉG VÍSA dylgjum Sveins Hjartar um einhvern annarlegan tilgang minn með þessari könnun út í hafsauga," sagði Kristinn Pétursson alþingismaður er hann var spurður álits á ummælum Sveins Hjartar Hjartarsonar hagfræðings Landssambands islenzkra útvegsmanna í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagðist harma að Kristinn fyndi hjá sér hvöt til að „sverta sjómenn og útvegsmenn í þeim tilgangi að ná sér niðri á kvótakerfínu með mjög svo vafasömum aðferðum". Á hann þar við könnun, sem Kristinn fékk Skáís til að gera á því hve miklum afla væri fleygt fyrir borð fiskiskipa. Eg held að hagfræðingur LÍÚ sé vísvitandi að reyna að snúa út úr tilgangi þessarar könnun- ar. Það hafa lengi gengið miklar sögur um að menn séu í vandræðum í þessu kvótakerfi vegna þess að það er fullt af öngstrætum og blindgöt- um. Menn neyðast til að fleygja físki vegna þess hvað þröngsýni er mikil í reglugerðum. Það er tvímælalaust hagur LÍÚ, sjómanna og allrar þjóð- arinnar að þetta mál sé rætt í hrein- skilni," sagði Kristinn. „Sjómenn, eins og ég þekki þá, eru hreinskiptnir og heiðarlegir menn og það kemur greinilega í Ijós í þessari könnun. Ég held að þeir ætlist til að fólk, sem vinnur að laga- setningu um takmörkun á atvinnu- frelsi manna, eins og er í þessu til- felli, fjalli um málin af hreinskilni. Ég lít á það sem skyldu mína að koma hreint fram í þessu rnáli." Kristinn sagði að tilgangur könn- unarinnar væri einnig að reyna að koma í veg fyrir sams konar hrun fiskistofnanna og í Noregi, þar sem minnstu bátamir fengju nú að vinna níu tonn á ári, þeir stærstu 49 tonn og togararnir 380 tonn af þorski. „Þetta er kvótakerfið i Noregi. Ein- hver viðkvæmni í hagfræðingi LÍÚ og fleirum má ekki verða til þess að hlutirnir séu ekki ræddir eins og þeir eru. Til þess er málið of alvar- legs eðlis," sagði Kristinn. Hann sagði að gagnrýni Sveins Hjartar á framkvæmd könnunarinn- ar væri hæpin, hann segðist ekki hafa séð forsendur hennar en væri samt með alls konar dóma. „Skáís er eitt virtasta fyrirtæki í svona könnunum hérlendis, og mér er full- kunnugt um að þar á bæ telja menn þessa könnun vera með þeim merki- legri og svörunina með því sterk- asta, sem fengist hefur í skoðana- könnunum hérlendis," sagði Kristinn Pétursson. Viðskipti með notaða bíla: Veltan á íjórða tug milljarða í fyrra EIGENDASKIPTI bíla hér á landi voru samkvæmt skrám Bifreiða- skoðunar íslands hf. alls 57 þúsund í fyrra og hafði fjölgað úr 40 þúsundum 1988, eða um 42,5%. Nærri lætur að veltuaukning hafi numið tíu milljörðum króna og heildarveltan í fyrra verið eitthvað á fjórða tug milljarða króna. Viðskipti með notaða bíla fara fram með margvíslegum hætti. í fyrsta lagi eru bílasölur bílaumboðanna. í mörgum tilvik- um kaupa umboðin bílana um leið og þau selja nýja bíla, kallað að taka upp í. Þá eru umboðin sjálf seljendur not- uðu bílanna og taka ekki eig- inleg umboðs- laun fyrir, heldur fá þau sína umbun með því að selja á hærra verði en þau keyptu á. í öðru lagi eru sjálfstæðir bíla- salar, sem taka bíla í umboðssölu og taka sölulaun fyrir. Þau eru- almennt 2%, en þó eru frávik frá því í báðar áttir. Annars vegar er venjulega lágmark á sölulaun- um, algengt 9 til 10 þúsund krón- ur. Hins vegar er oft veittur af- sláttur þegar um skipti er að ræða og þá tekið 1 til 1,5% af söluverðinu. í þriðja lagi eru bílar seldir án milliliða, tíðast með milligöngu smáauglýsinga í dagblöðum. Loks má nefna þann markað, þar sem tryggingafélög selja tjónabfla sem síðan eru gerðir upp og seldir. Upplýsingar um hlutfall á milli framangreindra viðskiptahátta liggja ekki fyrir. Þegar rætt var við bflasala fengust þær upplýsingar að meðalverð bíla er algengast á bilinu 450 til 550 þúsund krónur, en getur nálgast 600 þús- und. Miðað við 450 þúsund króna meðalverð og tíðni eigendaskipta í fyrra, hefur heildarveltan verið um 26 milljarðar króna. Miðað við hærri töluna, 550 þúsund, nálægt 31 milljarði. Árið áður voru eig- endaskiptin um 40 þúsund og bflarnir ódýrari í krónum talið. Sé miðað við að meðalverð bílanna hafi verið 400 til 500 þúsund krónur, hefur heildarveltan það ár verið 16 til 20 milljarðar króna. Veltuaukningin því nálægt tíu BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson Verslun með notaða bíla Meðalverð notaðs bíls 450-550 þús. Heildarvelta 26-31 rnllljarOar kr. eða meira,;** mwmllBÍl Meðalverð no blls 400-5001 Heildarvelta 16-20 milljar kr„ 1988 40.000 I 1988 j 1989 '— Fjöldi eigendaskipla milljörðum. Lágmarkssölulaun, 9.600 krón- ur, um 12 þúsund með virðisauka- skatti, þýða að sömu sölulaun eru tekin fyrir bíla sem kosta allt að 480 þúsund krónum og þau hækka síðan þegar billinn fer að kosta meira en það. Sé brugðið á leik með tölur og reiknuð 9.600 króna sölulaun á öll eigendaskipti í fyrra verður sú upphæð liðlega 547 milljónir króna. Bílasalarnir keppast um að ná til sín viðskiptunum og þeg- ar eigendaskiptum fjölgaði um 17 þúsund í fyrra virðast hafa skap- ast skilyrði til íjölgunar í þeirri stétt, að minnsta kosti hefur bíla- sölum fjölgað eitthvað. Sjö eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu í símaskrá 1989, sem ekki voru 1988. Hvort veltuaukningin er næg til að bera þessa fjölgun á eftir að koma í ljós, ef til vill helt- ast einhverjir úr lestinni. Alls eru bílasölur á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 30 talsins, að meðtöldum bílasölum innflytjenda. Að auki eru nokkrar starfandi á lands- byggðinni. Nái bílasölurnar til sín til dæmis 80% af heildarviðskipt- unum, og ekki verði samdráttur, hafa þær 1.100 til 1.500 eigenda- skipti hver í sinn hlut að jafnaði. Miðað við lágmarkssölulaun 9.600 krónur gæl'i það af sér 10 til 15 milljónir króna í hlut. Og, ekki má gleyma, að ríkissjóður fengi sitt. Væru greidd umboðslaun af 80% viðskiptanna, og jafnlíflegt á markaðnum þetta ár og í fyrra, fengi ríkissjóður um 110 milljónir króna í virðisaukaskatt á sölu- launin. Suðurnesin ►Uppgangur í íbúðar- byggingum/12 Smiðjan ►Bjarni Ólafsson fjallar að þessu sinni um eldhúsið/2 Stef numót viA máttar- stólpana ►Ýmsir af reyndustu leikurum Þjóðleikhússins taka þátt í vænt- anlegri sýningu þess, Stefnumót, á næstunni, um svipað leyti og haldið er hátíðlegt 40 ára afmæli leikhússins. Morgunblaðið ræðir af þessu tiiefni við fimm þeirra, — Róbert Arnfinnsson, Rúrík Har- aldsson, Herdísi Þorvaldsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur og Bessa Bjarnason um gamla og nýja tíma í leiklistinni./l Með ísiendingum í París ►Erna Ragnarsdóttir, innanhúss- arkítekt í nýjum heimkynnum/6 Erlend hringsjá ►Hægribylgja í Rússlandi eykur hættu á fasisma/12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Myndasögur 20c Dagbók 8 Brids 20c Hugvekja 9 Stjörnuspá 20c Leiðari 20 Skák 20c Helgispjall 20 Minningar 21c Reykjavlkurbréf 20 Kvikmyndir 22c Minningar 22,32 Dægurtónlist 23c Fólk i fréttum 34 Menningarstr. 24c Konur 34 Bíó/dans 26c Útvarp/sjónvarp 36 Velvakandi 28c Gárur 39 Samsafnið 30c Mannlífsstr. 8c Bakþankar 32c Minningar 14c,17cFJjölmiðlarl8c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 11 " 1 l!" ,""*1 1 i i, ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.