Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 ERLENT INNLENT 6 milljarða halli á rík- • • P >c • ÍSSJOÖI Halli ríkissjóðs nam 6.055 milljónum króna síðastliðið ár samkvæmt bráðabirgðatölum íjármálaráðherra. Á fjárlögum var hins vegar gert ráð fyrir um 630 milljóna hagnaði. Landsbanki greiðir SÍS 60 milljónir Bankastjór- ar Landsbank- ans ákváðu að leggja nærri 60 milljónir króna inn á reikning Sam- bands - íslenskra samvinnufélaga í bank- anum til leiðréttingar á vöxtum vegna kaupa bankans á hluta- bréfum SÍS í Samvinnubankan- um. Atvinnurekendur telja að leggja þurfi niður 370 störf Fólk vantar í fiskvinnslu, en í öðrum greinum þarf að fækka störfum um 370 á landinu öllu, að áliti atvinnurekenda. Þeir virðast þó tregir til að segja upp fólki, fækkað hefur um 60% starfa sem talið var í haust að leggja þyrfti niður. Athugun Þjóðhagsstofnunar á atvinnu- ástandinu leiddi þetta í ljós. Frumvarp um fiskveiðastjórnun Nýtt lagafrumvarp um stjóm- un fiskveiða var lagt fram á Alþingi í vikunni. Það gerir ráð fyrir afnámi sóknarmarks við fískveiðastjómun, en með því að stjóma veiðum aðeins eftir afla- marki verða allar aflaheimildir framseljanlegar. Sjávarútvegs- ráðherra telur að víðtækar fram- salsheimildir þurfí til aukinnar hagræðingar, en fulltrúar yfír- manna á fískiskipaflotanum vilja takmarka þær verulega. Enn deilt um aflamiðlun Utanríkisráðuneytið og Landssamband íslenskra útvegs- manna deila um skipun stjómar fyrirhugaðrar aflamiðlunar. LÍÚ vill 2 fulltrúa í 5 manr.a stjóm en ríkisstjómin vill samkvæmt heimildum Morgunblaðsins einn fulltrúa frá hveijum aðila og að þeir geri samkomulag um odda- niann. Saltfiskur fyrir 5-6 milljarða Saríiið hefur verið um sölu á saltfíski til Ítalíu, Grikk- lands, Spánar og Portúgal fyrir 5-6 millj- arða króna. Magnið er svipað og í fyrra en verð til framleiðenda hækkar að meðaltali um 10-12%. Verð lækkar þó hugsanlega þeg- ar líður á árið vegna tolla í Evr- ópubandalaginu. ERLENT Tillaga um einn þýskan her Theodor Hoffman, vamarmála- ráðherra Austur-Þýskalands, hvatti á fímmtudag tii þess að ríkisstjórnir þýsku ríkjanna hæfu viðræður um stofnun eins hers í sameinuðu Þýskalandi. Austur- þýska stjómin samþykkti sama dag að leggja fyrir þingið ný lög, sem heimiiuðu öllum að stofna fyrirtæki og kvæðu ennfremur á um einkavæðingu fyrirtækja, sem áður voru þjóðnýtt. Carlsson hyggst mynda ríkisstjórn Ingvar Carls- son, forsætisráð- herra í bráða- birgðastjóm sænskra jafnað- armanna, ákvað á fimmtudag að verða við form- legum tilmælum forseta þingsins um að mynda nýja stjórn. Þykir víst að þingmenn kommúnista styðji stjómina gegn því að að numið verði á brott úr efnahagstil- lögum jafnaðarmanna, sem þingið felldi, ákvæði um bann við verk- föllum og launastöðvun. , Havel í Bandaríkjunum Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, ávarp- aði Bandaríkja- þing á miðviku- dag og hvatti Bandaríkjamenn til að styðja Sov- étmenn á leið þeirra til iýðræð- Vaciav Havci is. Hann sagði senn verða hægt að sameina mannkynið og ítrekaði von sín um heim án hemaðarb- lokka. Hann kvað Atlantshafs- bandalagið hafa tryggt frelsi í Evrópu og gaf í skyn að það hefði sennilega komið í veg fyrir ge- reyðingarstríð. Hernum beitt í Kosovo Ríkisstjórn Júgóslavíu fyrir- skipaði á þriðjudag her landsins að bijóta á bak aftur þjóðaólgu í héraðinu Kosovo þar sem að minnsta kosti þijátíu manns hafa beðið bana í óeirðum í mánuðin- um. Einnig var sett útgöngubann í héraðinu. Sljórnarflokkurinn í Japan heldur velli Fijálslyndi lýðræðisflokkur- inn í Japan, sem farið hefur með völdin í landinu í 35 ár, bar sigur úr býtum í kosn- ingum til neðri deildar japanska þingsins á __________________^ sunnudag og ansT' hélt öruggum meirihluta sínum í deildinni. Flokkurinn fékk 275 þingsæti, ívið færri en í síðustu kosningum árið 1986. Sósíalista- flokkurinn bætti við sig 51 þing- sæti, fékk 136, en aðrir flokkar töpuðu fylgi. Mótmæli I Rúmeníu Mótmælendur réðust inn í bækistöðvar rúmenskra valdhafa á sunnudag og kröfðust afsagnar Ions Iliescus, forseta Rúmeníu, vegna fortíðar hans í kommúni- staflokknum. Þeir veittust að Gelu Voican aðstoðarforsætisráðherra og yfirheyrðu hann í þijár klukku- stundir. Iliescu fordæmdi mót- mælin og varaði við því að ástand- ið væri farið að minna á Líbanon. .i :..r.i Sviss: Hæstiréttur sýknaði fyrsta kvenráðherrann Zlirích. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ELISABETH Kopp, fyrrverandí dómsmálaráðherra Sviss, var sýkriuð af ákæru um embættisbrot í gær. Ákæruvaldið fór fram á 2.000 - 8.000 sv. franka (80.000 - 320.000 ísl. kr.) fjársekt en hæsti- réttur sýknaði hana vegna ófull- nægjandi sannana. Hún mun þó bera hluta málskostnaðarins. Renate Schwob, lögfræðingur í ráðneytinu, var einnig sýknuð en Katharina Schoop, náin sam- starfskona Kopp, var fundin sek en sleppur við refeingu. Kopp var fyrsti kvenráðherra Svisslendinga. Hún sagði af sér embætti í desember 1988 eftir að hafa reynt að skrökva að þjóðinni um viðvörun sem hún gaf manni sínum, Hans W. Kopp, úr ráðuneyt- inu í lok október. Hann sat þá í stjórn Shakarchi-fyrirtækisins. Það kom við sögu í skýrslu sem Schwob, lögfræðingur ráðuneytisins, fékk nokkrum vikum áður. Hún vann að smíði lagafrumvarps sem bannaði að koma illa fengnu fé í umferð í Sviss. f skýrslunni var fullyrt að Shakarchi-fyrirtækið kæmi ágóða af ólöglegri eiturlyfjasölu út um all- an heim í umferð í Sviss. Schoop frétti þetta og varaði Kopp við. Ráð- herrann hringdi í eiginmann sinn og hann sagði sig skyndilega úr stjórn Shakarchis. Áætluð mannfjölgun í heiminum: Milljarður tO aldamóta Manilu. Reuter. AÐGERÐIR þær sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að draga úr mannfjölgun hafa ekki skilað þeim árangri sem ætlað var. Afleið- ingin kann að verða sú að lífskjör í þróunarríkjum fari enn versnandi. Nafi Sadik, framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunar Samein- uðu þjóðanna, segir fjölgunina munu verða á bilinu 90 til 100 millj- ónir manna á ári hveiju fram til aldamóta, meiri en nokkru sinni fyrr og mest í fátækustu þróun- arríkjunum. íbúar jarðarinnar eru nú 5,25 milljarðar. Haldi mannfjölgunin áfram með þessum hraða munu þeir verða 14 milljarðar í lok næstu aldar. Erfíðleikar í laxeldinu: Gullaldarárin eru liðin og ólíklegt að þau komi aftur Mikið framboð hefur valdið því, að laxinn er kominn upp á hvers manns disk og um leið minnkar svigrúmið til verðhækkana. Mynd- in er frá laxaslátrun á Dalvík. Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í laxeldinu víða um heim en nú virðist sem komið sé að nokkrum tímamót- um og erfiðleikar framundan. Þessi konungur meðal fiskanna og áður eftirsótta sælkerafæða flóir út úr öllum stórmörkuðum og í fyrrasumar kom það fyrir í fyrsta sinn, að heildsalar í London og París seldu laxinn á lægra verði en þorsk. Offram- leiðslan hefúr valdið verðfalli og verðfallið hefúr valdið gjald- þroti fjölda fiskeldisfyrirtækja og það virðist langt í land með, að markaðurinn komist í jafíi- vægi. Skoskir laxeldismenn horfa ekki björtum augum á nýbyij- að ár enda lækkaði verðið til þeirra um 30% í fyrra og gjald- þrotunum fjölgaði að sama skapi. Raunar er búist við, að á árinu aukist framleiðslan í 35.000 tonn úr 28.000 tonnum á síðasta ári en samt hefur verið hætt við margar áætlanir um nýjar og stærri laxeldisstöðvar. Angus Morgan, formaður í samtökum laxeldismanna, spáir því, að laxeldisfram- leiðslan í Skotl- andi verði komin í 50.000 tonn um alda- mótin eða aukist aðeins um 15.000 tonn á heilum áratug. Áætlað er, að framleiðsla norsku laxeldisstöðvanna verði um 150.000 tonn á þessu ári og hafa Norðmenn á sinni hendi tvo þriðju allrar framleiðslunnar í Evrópu. Er Evrópubandalagið nú að kanna hvort norsku framleið- endumir hafí gerst sekir um und- irboð og verði sú niðurstaðan má búast við, að sérstakur refsitollur verði settur á norskan lax. Norska stjórnin hefur hins vegar brugðist við þessu með því að ákveða, að af áætlaðri 150.000 tonna fram- leiðslu verði 40.000 tonn fryst til að minnka framboðið. Fyrir framleiðsluna á síðasta ári fengu skoskir laxeldismenn um 12-13 milljarða ísl. kr. en af framleiðslunni, 28.000 tonnum, voru 12.500 tonn flutt út, þar af 7.300 tonn til Frakklands, sem er stærsti markaðurinn. Þótt Norðmenn séu stórir í lax- eldinu hafa þeir eins og kunnugt er ekki farið varhluta af erfiðleik- unum. Margar stöðvar hafa orðið gjaldþrota og norskir laxeldis- menn hafa á orði í fullri alvöru, að það séu í raun bankamir, sem stjórni at- vinnugreininni. Það er til dæm- is að verða við- tekin venja, að bankarnir setji það skilyrði fyrir frekari fyrirgreiðslu við skuldugar laxeldisstöðvar, að þær kaupi seiðin frá seiðaeldisstöðv- um, sem eru í viðskiptum við sömu banka. Þetta hefur meðal annars haft þær afleiðingar, að vel rekn- ar seiðaeldisstöðvar hafa rriisst mikil viðskipti yfir til þeirra, sem em á framfæri bankanna. Veldur það að sjálfsögðu mikilli óánægju og em bankamir sakaðir um að drepa niður heilbrigðan rekstur með því að halda lífinu í fyrirtækj- um, sem ættu að vera löngu dauð. Laxeldið hefur verið að skjóta rótum víða um heim og ekki síst í Chile þar sem meira en 100 lax- eldisstöðvar hafa verið stofnaðar á síðustu fimm árum. Era aðstæð- ur þar um flest afar hagstæðar. Nóg er af silfurtæra vatninu ofan úr Andesfjöllum, stöðuvötn mörg og mikið framboð af ódýru fiski- mjöli í fóður. Fyrsta laxeldisstöðin var stofnuð fyrir 10 árum og lengst af síðan hefur gangurinn verið með ólíkindum. í fyrra vora flutt út frá Chile 12.000 tonn, helmingi meira en árið áður, og áætlað er, að útflutningurinn, sem er að langmestu leyti til Banda- ríkjanna, verði kominn í 22.000 tonn 1992. Verðfallið á heimsmarkaði hef- ur nú breytt þessari mynd alln- okkuð. Fyrir tveimur áram feng- ust 420-480 kr. fyrir kílóið af lax- inum í Bandaríkjunum en nú er verðið á bilinu 300-330 kr. Chile- menn vilja þó ekki enn sem kom- ið er tala um neina kreppu en viðurkenna, að hjá mörgum fram- leiðendum standi reksturinn í járnum. Tímarnir eru sem sagt erfiðir fyrir laxeldið um þessar mundir þótt enginn efíst um, að það eigi mikla framtíð fyrir sér. Mikil upp- stokkun innan greinarinnar er hins vegar óhjákvæmileg og afar ólíklegt er, að það háa verð, sem einu sinni fékkst fyrir laxinn, komi nokkru sinni aftur. Árs- neyslan í Japan er nú 300.000 tonn, í Evrópu 100.000 tonn og 50.000 tonn í Bandaríkjunum. I Evrópu hefur hún aukist um 10% á ári og í fyrra raunar um 28% í Bretlandi einu. Laxinn er því kom- inn á matseðilinn hjá öllum al- menningi og hann er harður hús- bóndi að því leyti, að hann bregst einfaldlega við verðhækkunum með því að hætta að kaupa vör- una. BAKSVID eftir Svein Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.