Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 8
« MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 T TY A er sunnudagur 25. febrúar. Föstuinngangur. 56. 1 JJAvjr dagur ársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.28 og síðdegisflóð kl. 18.46. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.50ogsólarlagkl. 18.33. Myrkurkl. 19.22. Sólin er í hádeg- isstað í Reykjavík kl. 13.41 ogtunglið er í suðri kl. 13.48. (Almanak Háskóla íslands.) . . . hann gjöri þig í dag að sínum lýð og hann sé þinn Guð eins og hann hefir heitið þérog eins og hann hefir svarið feðrum þínum, Abraham, Isak og Jakob. (5. Mós. 29,13.) ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. Á morgun, mánudaginn_26. febrú- ar, er áttræð frú Ólöf Jóns- dóttir, Rauðalæk 53, hér í Rvík. Maður hennar er Hans Kr. Eyjólfsson fyrrum starfs- maður í stjórnarráðinu. Þau eru að heiman. ára afmæli. Á morgun, 26. febr., er sextugur Aðalsteinn Dalmann Októs- son, Framnesvegi 55 hér í Rvík. Hann er verkstjóri í innanlandsflugdeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Kona hans er Gyða Erlingsdóttir og böm þeirra 5 talsins. Þau eru að heiman. ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandar- kirkju. Afhent Morgunblað- inu. Ómerkt, 3.000. BJ, 3.000. SÓ, 2.090. Ví, 2.000. JÁG, 2.000. JÁG, 2.000. GJ, 2.000. Jónína Björns., 2.000. NN, 2.000. SÁ, 2.000. ára afmæli. Á morgun, 26. þ.m., er sextugur Sverrir Hermannsson bankastjóri, Einimel 9. Tek- ur hann og Greta Kristjáns- dóttir, kona hans, á móti gest- um í Súlnasal Hótels Sögu kl. 17-19 á afmælisdaginn. FRÉTTIR/ MANNAMÓT í DAG hefst langafasta/ Sjö- viknafasta. Hún miðast við sunnudaginn 7 vikum fyrir páska og reiknast þaðan til páska, segir í Stjörnu- fræði/Rímfræði. Þar segir síðan: Strangt föstuhald byij- aði þó ekki fyrr en með ösku- degi (miðvikudegi) að undan- gengnum föstuinngangi, og stóð þá 40 daga (virka) til páska. í dag er líka föstuinn- gangur: Fyrstu dagar þeirrar viku, sem langafasta hefst í, þ.e. sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur á undan ösku- degi, eða aðeins fyrsti dagur- inn af þessum þremur (föstu- inngangs-sunnudagur) segir í í Stjörnufr./Rímfr. Á morg- un, mánudag, hefst 9. vinnu- vika yfirstandandi árs. MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag, 27. þ.m., verður haldin málstofa í guðfræði. Þá flytur dr. Þór- ir Kr. Þórðarson prófessor fyrirlestur sem hann nefnir: Eru Guð og „Óvinurinn" sama persónan? Bráða- birgðakynning á rannsókn LÁRÉTT: - 1 húsa, 5 skess- an, 8 hitar, 9 klúrt, 11 gluf- an, 14 þræta, 15 smámynt, 16 ræktaðs Iands, 17 greínir, 19 taugaáfall, 21 óhreinkar, 22 rándýrin, 25 aðgæti, 26 forfeður, 27 bók. LÓÐRÉTT: - 1 ílát, 2 með- al, 3 í kirkju, 4 óstand, 6 púki, 7 keyra, 9 glöð í bragði, 10 skyggni, 12 ruddar, 13 Biblíuborg, 18 brúka, 20 drykkur, 21 flan, 23 tangi, 24 ending. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 öflug, 5 vansi, 8 náðin, 9 fílar, 11 lasin, 14 ill, 15 angan, 16 aurar, 17 nón, 19 amen, 21 æðra, 22 gætnari, 25 iða, 26 tal, 27 rói. LÓÐRÉTT: - 2 frí, 3 una, 4 gárinn,- 5 villan, 6 ana, 7 sói, 9 flagari, 10 laglega, 12 skráðir, 13 norpaði, 18 ógna, 20 næ, 21 ær, 23 tt, 24 al. Stefni á sextánda sætið eða ofar -segirHörðurG. Ólafsson, sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins S7U Zígo TG Því miður góði. Við leyfurn ekkert ofar núllinu, guðsmyndarinnar í I. Samúel 15. Málstofan er haidin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. | LÆKNADEILD Háskóla Islands. í tilk. frá mennta- málaráðuneytinu í Lögbirt- ingi segir að Sigurjón Arn- laugsson tannlæknir hafi verið skipaður lektor í tann- vegsfræði við tannlæknadeild HI frá 1. janúar síðastl. BÚSTAÐASÓKN. Bræðra- fél. Bústaðakirkju býður eldri borgurum í sókninni til kaffi- drykkju í dag, strax að lok- inni messu í kirkjunni sem hefst kl. 14, en samsætið verður í safnaðarheimilinu. KRISTILEGT félag heil- brigðisstétta heldur almenn- an fræðslufund annað kvöld í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju kl. 20.30. Frummæl- endur verða dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og cand. theol. Gunnar J. Gunnarsson. Ætla þeir að ljalla um heiladauða og sið- fræðileg vandamál í ljósi Biblíunnar. Þeir munu svara spurningum að erindunum loknum. Fundurinn er sem fyrr segir öllum opinn og verður kaffi borið fram. LYFJ AFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu segir að það hafi veitt þeim Sigrúnu Ellerts- dóttur og Sigríði Eysteins- dóttur leyfi til að starfa sem lyfjafræðinar hérlendis. HÚSSTJÓRNARKENN- ARAFÉL. íslands heldur fræðslufund nk. þriðjudags- kvöld, 27. þ.m., íd. 20.30 í húsi Osta- og smjörsölunnar við Bitruháls. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð hafa opið hús á þriðjudagskvöldið í safnaðar- heimili Laugarneskirkju kl. 20-22. Á sama tíma eru veitt- ar uppl. og ráðgjöf í síma 34516. FÉLAG eldri borgara held- ur aðalfund í dag í Súlnasal Hótels Sögu kl. 13.30. Lokað verður í Goðheimum til kl. 20 í kvöld, en þá verður dansað. FURUGERÐI 1. Félagsstarf aldraðra, 67 ára og eldri. Á mánudagsmorgun er bókband og málun. Eftir hádegi: leik- fimi og saumaklúbbur og kaffitími kl. 15. Um kvöldið er kvöldvaka: danssýning, kórsöngur o.fl. Hún hefst kl. 20. Borið verður fram bollu- kaffi. SKIPIN________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í dag eru væntanleg að utan Brúarfoss og ' leiguskipið Dorado. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í dag er Selfoss væntanlegur af ströndinni og Haukur fer á ströndina. Frystiskipið Pol- ar Nanok er væntanlegt. Það tekur rækjuafla grænlenskra togara. ÁRBÆJARKIRKJA. í kvöld er æskulýðsfundur kl. 20. HJALLAPRESTAKALL. í kvöld er opið hús í Lyngheiði 21. Fermingarbörn úr Digra- nes- og Snælandskólum eru velkomin. NESKIRKJA. Barnastarf mánudag fyrir 12 ára kl. 17.30, 13 ára og eldri kl. 19.30. SELJAKIRKJA. í dag er fundur yngri stúlkna KFUK kl. 17 og eldri stúlkna kl. 18.30. Æskulýðsfél. Seli heldur fund kl. 20 mánudags- kvöld. SELTJARN ARNES- KIRKJA. Æskulýðsfundur mánudagskvöld kl. 20. FRÍKIRKJAN Reykjavík. Kvenfélagið heldur fund nk. fimmtudag á Laufásvegi 13 kl. 20.30. Gestur fundarins verður Örn Svavarsson frá Heilsuhúsinu. Kaffiveitingar. FÉLAG áhugamanna um stjörnulífiræði heldur fund á Veghúsastíg 7 á miðviku- dagskvöldið kemur kl. 20.30 og verða rædd ýmis áhuga- mál. HVASSALEITI 56-58. Fé- lags- og þjónustumiðstöð. Á morgun, mánudag verður op- ið hús kl. 13 og fer fram bridskennsla. í kaffitímanum kl. 15 verður bollukaffi. 25. febrúar ERLENDIS: 1862: Lincoln gefur út fyrstu bandarísku peningaseðlana (,,Green-backs.“) 1885: Þjóðveijar innlima Tanganyika og Zanzibar. 1913: Alríkisskattur fyrst Iögfestur í Bandaríkjunum. 1938: Halifax lávarður verður utanríkisráðherra Breta. 1948: Bylting kommúnista í Tékkóslóvakíu. 1954: Nasser ofursti hrifsar völdin í Egyptalandi. 1956: Khrustsjov fordæmir Stalín á flokksþingi í Moskvu. 1969: Ungur Tékki, Jan Palach, brennir sig til bana í ELDING eldri dansaklúbbur heldur aðalfund í dag kl. 14.00 í félagsheimili Hreyfils. KVENNAFÉLAG BSR held- ur spilafund í kvöld kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, í Kópavogi. Þátttaka er öllum heimil. Prag á afmæli byltingar kommúnista. HÉRLENDIS: 1871:: Vilhjálmur Finsen skipaður hæstaréttardómari. 1885: Ólafur Lárusson próf. fæddur. 1919: Magnús Kjartansson fv. ráðherra fæddur. 1920: Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar skipað. 1930: Tíu þingmenn dæmdir í þingvíti. 1934: Björg Blöndal látin. 1939: Hlíf sektað fyrir ólög- legt verkfall. 1963: Tveir Rússar hand- teknir við Hafravatn. 1975: 23. þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík. ORÐABOKIN Leggja af - leggja niður í seinni tíð virðist eitt- hvað hafa dregið úr því, að menn tali um að leggja e-ð niður, heldur er sagt að leggja e-ð af. í sjónvarpi heyrðist sagt í fréttum um miðjan janúar: „Leggjast þá af ferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar." Nýlega komst ráðherra svo að orði í viðtali í útvarpinu. „Þetta er skylda, sem nú verður lögð af. Fyrir fáum áratugum, ætla ég, að menn hefðu hér yfir- leitt talað um að leggja e-ð niður. í ob.Bl. er dæmi um hvort tveggja. Úr Þjóðs. J.Á. þetta: „Eftir þetta lagði bóndi afskemm- una,“ þ.e. lét rífa hana. Annað dæmi er úr Þjóðsög unum: „vegirnir lögðust a En svo er þar dæmi um a leggja niður: leggja bank niður. Svipuð dæmi eru OM. leggja e-ð af = hætt e-u, leggja e-ð niður; leggj niður = leggja af, hætt rekstri e-s: leggja niður bú( Hér held ég líka, að engin geti talað um að leggja bú af,, og svo mun oftar veri í seðlasafni OH eru rauna mörg dæmi um þetta hvoi tveggja allt frá 16. öld o. fram á okkar daga. End þótt svo sé, er ekki æsk legt, að sambandið a leggja(sl) niður víki um c fyrir því að segja að legg a(st.) af. — JAJ. ÞETTA GERÐIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.